Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Spurningin Ferðu oft í bíó? Guðni Einarsson og Eyvindur Einar Guðnason: Nei, ekki oft. Björn Oddgeirsson sjómaður: Ég reyni alltaf að fara þegar ég er í landi. María Dögg Kristinsdóttir nemi: Ég fer svona einu sinni í mánuði. Sunneva Edith Ragnarsdóttir nemi: Ég fer einu sinni í viku. Magnús Hannesson atvinnurek- andi: Nei, mjög sjaldan. Ingólfur Gíslason, sendill og sím- svari: Já, ég fer mjög oft. Lesendur Afleiðing bráða- birgðalaga 1976 Ráðherrar og alþingismenn hafa kveikt í púðurtunnu, segir m.a. í bréfi Árna. Árni Jón Konráðsson skrifar: Fimmtudaginn 29. janúar 1998 voru á Alþingi utandagskrárum- ræöur um yfirvofandi sjómanna- verkfall. Þeir sem tóku þátt í þeirri umræðu sögöu að það væri í hönd- um samninganefndar sjómanna og útvegsmanna að leysa þessar deilur áður en til verkfalls kæmi. Þessi deila í dag er eingöngu ráðhemnn og alþingismönnum að kenna. íslenskir útvegsmenn þrýstu á einn af bestu sonum þjóðarinnar til þess að setja bráöabirgðalög sem voru sett 6. september 1976 um kaup og kjör sjómanna. í þeim er ákvæði um að lækka skiptaprósentu til sjó- manna um 22% til hlutaskipta, svo og aflaverðlaun. Þetta ver gert til að þurfa ekki að borga hlut af sölu- verði til hlutaskipta og aflaverðs launa og aukaverölaun til sjómanna úr 4 milljörðum króna sem koma úr sjóðakerh sjávarútvegsins til hækk- unar á fiskveröi árið 1976. Útvegsmenn fengu hækkun á fiskverði árið 1976 en hún kom ekki til sjómanna vegna lækkunar á skiptaprósentu úr 0,78% í 0,63% á stærri togurunum og verkar þannig að fiskverðshækkun árið 1976 kom ekki til hlutaskipta eða aflaverð- launa og aukaaflaverölauna árið 1976 af fiskverðshækkun vegna bráðabirgðalaga sem sett voru á sjó- menn um kaup og kjör það ár, eða 203 dögum áður en bráðabirgðalög- in voru sett. Voru ólög frá 16. febrúar 1976 til 5. september 1976? Bráðabirgðalög frá 6. september 1976 voru í gildi 460 daga. Þau féllu að fullu úr gildi 15. maí 1977 og kjarasamningur sjó- manna, sem var í gildi 15. febrúar 1976 og átti að taka gildi aftur 15. maí 1977, gerði það ekki. Vegna bráðabirgðalaga frá 6. sept- ember 1976 fá sjómenn ekki hlut úr 4 milljarða króna hækkun sem varð á fiskverði til útgerðarmanna árið 1976 - en ekki til sjómanna. Síðast- liðin 22 ár kom ekki til hlutaskipta og aflaverðlauna og aukaaflaverð- launa til sjómanna af 88 milljörðum króna og er það afleiðing af bráða- birgðalögum frá 6. september 1976. Þetta er skattur sem sjómenn hafa þurft að greiða umfram aðra lands- menn. Ekkjur sjómanna, böm þeirra og munaðarlaus böm sjó- manna fá þar af leiðandi lægri greiðslur í formi ekknabóta og barnalífeyris. - Ráðherrar og al- þingismenn hafa kveikt í púður- tunnu sem íslenskir útvegsmenn stuðla að í dag. Skatturinn og fólkið gæfa Eysteinn skrifar: Það er slæmt þegar fólk er ekki einfært um aö fylla út eigin skatt- skýrslu. Maður skilur fólk sem rek- ur fyrirtæki eða stendur í viðamikl- um framkvæmdum, eða húsbyggj- endur sem era fastir í kerfinu með allt sitt. Menn skyldu þó lesa vandlega leiðbeiningabæklinginn sem fylgir skattframtalinu. Þar era allgreinar- góðar upplýsingar fyrir hinn venju- lega borgara. Ég rak mig hins vegar á eitt sem ekki allir átta sig á. Það er svokall- að „afgjaldskvaðarverðmæti" lóðar- leigu samkvæmt fasteignagjalda- seðli 1997, sem draga má 15-falt frá matsverði viðkomandi eignar. - En hængur er á. Á skattframtalsblaði er engin lína eða skýring sem segir hvar eigi að fylla út þennan frá- drátt. Skatturinn reiknar kannski ekki með að menn nýti sér þetta smáræði. Fólkiö sé svo gæft aö það láti þetta þá bara niður falla! En margt smátt gerir eitt stórt og ekki veitir af þar sem frádráttarliðir finnast, löglegir, að nota þá. Þetta er kannski nokkuð seint að upplýsa nú. En fólk getur nú fengið þetta leiðrétt hafi því yfirsést. Staðreyndir um Grafarvog íbúi í Grafarvogi skrifar: Samgöngumál Grafarvogshverfis hafa veriö mikið í umræðunni enda í miklum ólestri. R- listamenn segja að slæmt sé þegar reynt er að gera pólitík úr málinu en reyna samt að vísa ábyrgðinni á samgönguráð- herra sem lýsir náttúrlega pólitísku ábyrgðarleysi. Staðreyndin er að málið er pólitískt og í því kristallast mismunandi stefnur og vinnubrögð. R-listinn hefur reynt aö slá ryki í augu fólks til að breiða yfir vanmátt sinn. Gullinbrú er þjóðvegur og kemur því inn á vegaáætlun rikis- ins. Sveitarstjómir og þ.a.l. borgaryf- irvöld forgangsraða verkeinum inn á vegaáætlun og eftir þeirri for- gangsröðun var af borgaryfirvalda hálfu aðeins gert ráð fyrir 5 milljón- um í breikkun Gullinbrúar árið 1977. R- listinn hafnaði jafnframt til- Gullinbrú er þjóövegur og kemur því inn á vegaáætlun ríkisins. lögu sjálfstæðismanna á síðasta vori um að lána ríkinu fé til þessa verks. Sýnir það hug R-listans til Grafarvogsbúa. Nú er tillagan hins vegar tekin upp rétt fyrir kosningar og látið eins og hún sé framkvæði R-listans, en ekki úlfakreppa sem R-listinn er búinn aö koma sér í meö athafna- leysi sínu og skammsýni. Sjálfstæð- isflokkurinn hét breikkun Gullin- brúar fyrir síðustu kosningar og hefði án efa komið því í verk. Nú er bara öldin önnur hvað varðar vinnubrögö í Reykjavík. Sú stefna sem kristallast í málinu er sú árátta R-listans, með forseta borgarstjóm- ar í broddi fylkingar, að spoma við einkabílnum og lýsir sér m.a. í þessu máli. Stefna þessi og sinnuleysi R-list- ans kemur niður á öllum þeim sem út í umferðina þurfa í Reykjavík og þá sérstaklega niöur á Grafarvogs- búum. Þetta er staðreynd málsins þegar hið pólitíska ryk R-listans hefur verið blásið burt. - Sýnir það hug R-listans til Grafarvogsbúa. Gott borgar- stjórapar Hildur Bjömsdóttir hringdi: Ég sá eina skemmtilegustu mynd sem ég hef lengi séð á for- síðu DV sl. mánudag. Hún var af núverandi borgarstjóra, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, og Áma Sigfússyni, fyrrv. borgar- stjóra og kandidat þeirra sjálf- stæðismanna sem næsta borgar- stjóra. Ég er viss um að þau tvö yrðu besta borgarstjórapar sem hugsast getur. Ég á við að þau tækju nú höndum saman, ryfu hefðina og byðust til að stjóma borginni næsta kjörtímabil. Án 'tillits til undangenginna próf- kjöra. Við þurfum sterka og ábyrga borgarstjórn og þau gætu leitt hana saman. Er veiðikvótinn orðinn kvöð? 281043-2859 skrifar: Útgerðarmenn eru að bjóða meiri veiðiskyldu á hvert skip eins og það sé einhver kvöð að veiöa þann afla sem úthlutað er á skipið. Veiðiskyldan er 1/4 ár- lega, að mér skilst. Ég hélt að þessi veiðiskylda og það hlutfall sem á að veiða væra lög og lög væru sett af stjórnvöldum. Því spyr ég: Er það þeirra að breyta lögum um sjálfa sig? Eða sýnir þetta kannski hver er við stjóm- völinn? Einnig gleymist í um- ræðunni að ef einhver kaupir kvóta, t,d, á Suðurnesjum, kem- ur sá kvóti einhvers staðar frá og óveiddur afli. Það þýðir; eng- in vinna, nema þá í gegnum bók- hald handhafa kvótans, og þaðan t,d, í verslunarrými héma fyrir sunnan eins og við vitum að okkur bráðvantar. Era leiguliðar og moll það sem koma skal? Höfnin á Stokkseyri Steindór Einarsson skrifar: Margar hafa milijónirnar far- ið í að gera vamargarða fyrir þorpið. Fjaran þama er ein fal- legasta á íslandi og þarna er gott frystihús. Þegar ég var þarna um 10 ára aldur komust þama að allt að 7 bátar. Núna ekki einn einasti. Getur ríkið ekki fiár- magnað framkvæmdir þama, m.a. dýpkun hafnarinnar og aðr- ar lagfæringar, svo bátar komist þarna inn? Vilja ekki einhverjir tengdir málinu taka undir þessa hugmynd? Tímabær leiðari í DV Þórir Sigurðsson hringdi: í DV sl. mánudag mátti lesa mjög timabær skrif í leiðara blaðsins um þær ávirðingar sem lögregluembættið hefur fengið undanfarið, m.a. vegna óbirtrar skýrslu sem sérstakur rannsókn- arlögreglustjóri geröi, en liggur nú hjá ríkissaksóknara, um fíkniefhamál og ef til vill fleira þeim tengt. Úr því sem komið er verður ekki annað sagt en að nauðsyn beri til að birta skýrsl- una. Það er ágætt að ábyrgur fiölmiðill tekur af skarið líkt og gert var í leiðara DV. Torti-yggni og vantrú á lögreglunni á ekki að vera ofarlega í hug borgar- anna. En tvö týnd mál í kerfinu auðvelda ekki málin. Þjóðin er ekki öll sjómenn Margeir skrifar: Ég vitna í prýðilegt lesendabréf í DV fóstud. 6. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Mikilvægi sjáv- arútvegs þarf að minnka“. Marg- ir era fylliega sammála því aö sjávarútvegur er ekki það sem við treystum á í framtíðinni. Og þjóðin er heldur ekki öll sjó- menn. Það fer aö verða erfitt að sitja og standa eins og þrýstihóp- ur sjómanna krefst. Þjóöin skilur alls ekki sjómenn nú á dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.