Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 15 Musteri vors daglega brauðs Skattheimta er mis- jafnlega vinsæl. Ég var til dæmis mikið á móti holræsaskattinum svo- kallaða þangað til ég sá musterið sem búið er að reisa yfir vort dag- lega brauð þegar það hefur lokið hlutverki sínu í líkamanum og búið að sturta því alla leið vestur í bæ. í musteri daglega brauðsins er hátt til lofts og vítt til veggja og þar er líka hnappur ef marka má beinar sjónvarpssendingar þaðan. Og þar er allt svo hreint og fágað að ef maður vissi ekki að þetta væri haughús myndi maður sennilega giska á að þetta væri annaðhvort Seðlabank- inn eða Ráðhúsið. Að minnsta kosti þau okkar sem aldrei hafa komin inn í merkilegra hús en Kjallarinn byggðasafnið í Skóg- um. Þarna er allt dauð- hreinsað nema kannski starfsmenn- imir og þegar búið er að flokka það sem inn kemur er öllu dælt með voðalegu trukki og á met- hraða út fyrir gömlu landhelgina á spott- prís. Musterið ásamt takka og öll- um græjum kostaði ekki nema fjóra milljarða. Oft hefur fleiri krónum verið varið verr. Enda sagði borgarstjórinn okkar að þetta væri mesta umhverfisá- tak síðan sauðkindin hefði étið all- an skóginn milli fjalls og fjöru og lofaði okkur því að árið 2000 gæt- um við stundað náðhússetur næst- um þvi fjárhagsáhyggjulaus. Og Benedikt Axelsson hástökkvari svo ýtti borgarstjórinn á skot- hnappinn. Sund Þegar borgarstjóri var búinn að ýta á hnappinn góða, sem hreinsar „Eg var t.d. mikiö á móti holræsa- skattinum svokallaöa þar til ég sá musterið sem búið var að reisa yfír vort daglega brauð þeg- ar það hefur lokið hlutverki sínu í iíkamanum...u alla strandlengju borgarinnar eins og hendi sé veifað, stökk frétta- maður nokkur af stað suður í Nauthólsvík. Þar tilkynnti hann að Ingibjörg Sólrún ætlaði að synda yfir Fossvog árið 2000. Þetta ætlar hún að gera þann 17. júní að viðstöddum fjörutíu og sjö þúsund Vissi maöur ekki aö þetta væri haughús myndi maöur giska á aö þetta væri annaöhvort Seölabankinn eöa Ráö- húsiö. - Frá opnun Skolpu viö Ánanaust. manns ef lögreglan fær að telja mannskapinn en sirka fimm þús- und og tvö hundruð ef rétt er talið. Ekki efast ég um að jafnbráð- dugleg kona og Ingibjörg Sólrún er geti synt yfir Fossvoginn. En ef hún ætlar að byrja sundið þar sém fréttamaðurinn stóð er hætt við að henni gangi hægt fyrsta spölinn. Hann tók sér nefnilega stöðu nokkra metra frá sjávarmáli um leið og hann sagði þjóðinni að hérna myndi borgar- stjóri hefja sund sitt og benti bæði fast og lengi á tæmar á sér. Kosningar Eftir að borgarstjóri hafði til- kynnt um væntanlegt afreksverk sitt datt fjölmiðlabyltingunni ekki neitt skynsamlegra í hug en að spyrja hann hvort þetta væri kannski kosningaloforð. Við kjós- endumir hefðum nú frekar viljað vita hvort hann væri syndur.Ekki var þetta tengt kosningum á neinn hátt að sögn borgarstjóra. ;Hann ætlaði bara að fá sér sundsprett. Árið 2000 bætist borgarstjórinn sem sagt i hóp okkar, afreksmann- anna, sem höfum gengið á Evereát og Himmelbjerget og suðurpólinn. Þar er ekki í kot vísað. Og þá verð- ur líka hægt að láta þess getið í ræðum á hátíðarstundum, til dæmis þegar minnst verður 1000 ára afmælis kristnitökunnar, að við höfum gengið á Everest, Himmelbjerget og suðurpólinn og synt yfir Fossvoginn. En samt er þetta háð því að borg- arstjórinn okkar sé ekki með sömu ósköpunum gerður og ágætur kunningi minn sem neyðist til að synda aðailega í kafi ef hann bregð- ur sér í sund á annað borð. Hann er svo eðlisþungur að eigin sögn. Og ef hann hættir að synda sekkur hann eins og steinn á auga- hragði. Benedikt Axelsson Húsnæðisstefna valdastéttarinnar Vaxtabætur til íbúðareigenda eru eini skattfrjálsi framfærslu- styrkurinn hér á landi og í þessa hít fóm lengi um 5 milljarðar kr. árlega en siðustu árin nokkuð á fjórða milljarð kr. Dýrasta stofnun landsins Mér hefur alltaf þótt undarlegt að verðlauna sérstaklega þá sem sólundað hafa fjármunum í hús- næði með þessum hætti og þekki engin dæmi þess annars staðar frá. Hjá öðmm þjóðum hefur meg- ináherslan hins vegar verið á skattfrjálsar húsaleigubætur, enda víðast hvar skipulagður leigu- markaður. Þessi sérislenska stefna er ekki síst furðuleg í ljósi þess að í meira en áratug hafa vandamál húseig- enda verið stærsta efnahagsvanda- málið í landinu. Húsnæðisstofnun- in er dýrasta stofnun ríkisins og réð yfir tveimur lánasjóðum sem nú era báðir sagðir gjald- þrota. Fyrir áratug störfuðu hér Samtök fólks í greiðslúerfið- leikum, enda urðu þá um þús- und heimili gjaldþrota á ári hverju. Einu við- brögðin vom reglur um greiðslu- mat og reiknistofur til að reikna út skuldastöðuna. Þetta hefur ásamt nauðungarsölunum fækkað vanskilamönnum húsnæðislána úr tæpum 8 þús. manns árið 1995 í um 5.400 manns á síðasta hausti. Litlar upplýs- ingar fást um önnur áhrif niðurskurðarins en skuldir heimilanna nálgast nú 400 millj- arða kr. Horfa upp í loftiö Fólkið sækir eins og fljót í leysingum í leiguíbúðir sem að- eins em til á svörtum skyndimarkaði. Sam- kvæmt Hagstofú era þó 20% þjóðarinnar komin þangað. Vísir að húsaleigu- bótum kom loks fyrir þremur árum og var lögfestur um síðustu áramót nær óbreyttur. Vegna skattlagningar og missis annarra bóta er ljóst að aldraðir og öryrkjar geta ekki sótt um þessar bætur. Aðeins 2 þúsund manns fengu hú- saleigubætur í Reykjavík um síð- ustu áramót. Húseig- endur fá eins og fyrr skattfrjálsar vaxta- bætur og að auki skattlausar húsa- leigutekjur á svört- um ævintýramark- aði. „Félagshyggju- öflin“, sem stjóma borginni, horfa upp í loftið og gamna sér við að selja leiguí- búðir fátæka fólks- ins, skjólstæðinga Félagsmálastofnun- ar. Húsnæðisstefnan á íslandi er þyngsta ok valdastéttarinnar og leigjendurnir fórnarlömbin. „Félagshyggjuöflin" sjá um að framkvæma þessa stefnu. Á að sameina jafnaðarmenn um þetta? Jón Kjartansson „Húsnæðisstefnan á íslandi er stefna valdastéttarinnar og „fé- lagshyggjuöflinu sjá um að fram- kvæma hana. Á að sameina jafn- aðarmenn um þetta?u Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna Meö og á móti Stjórnarandstaöa neitar um afbrigði Þýðingarmikill réttur „Við höfum unnið að því á liðn- um árum að gera störf Alþingis skilvirkari en jafnframt að styrkja löggjafann gagnvart framkvæmda- valdinu. Þetta var áréttað með nýju ákvæði þingskapa um aukinn meiri- hluta til að taka þingmál á dag- skrá með af- brigðum. Ríkis- stjóm á ekki að geta sett af- drifaríkt mál fyrirvaralaust á dagskrá án þess að þingmönn- um gefist ráð- rúm til að skoða hvað í því felist. Við höfum hleypt nýjum stjóm- arfrumvörpum á dagskrá óháð af- stöðu okkar til efnis þess. Þaö breytir ekki þýðingarmiklum rétti okkar skv. þingskaparlögum til að greiða atkvæði gegn afbrigðum þegar við teljum að hvorki efnis- leg, formleg né réttlætisrök mæli með því að mál verði tekið inn með slíkum hætti. Nú ætlaði rik- isstjómin fyrh-varalaust að setja með lögum bann á verkfall sjó- manna og keyra lagasetningu þar um i gegnum þingið á minna en sólarhring. Stjómarandstaða fundaði og hittí fulltrúa sjó- mannasamtakanna. Niðurstaða stjórnarandstöðu eftir alvarlega skoðun var að hleypa málinu ekki á dagskrá. Það má öllum ljóst vera að með afstöðu okkar höfum við gert aðilum sjálfum kleift að finna viðunandi leið í þessari alvarlegu deilu. Tvískinnungur „Ég verð í upphafi að. taka þaö skýrt fram aö hér er ekki fjallað um sjómannadeiluna og enn síður um réttarstöðu sjómannasamtak- anna til að knýja á um viöræður og samninga. Hér eru einung- is rædd við- brögð stjórnar- andstæðinga við tilmælum ríkisstjórnar um afbrigði frá þingsköpum. Hún mæltist til þess að Alþingi mætti strax þann dag hefja umræðu um lagafmmvarp sem ríkisstjórnin taldi mjög brýnt. Ríkisstjómin gerði skýra grein fyrir ástæðum þess og öllum er nú ljóst að mat ráðherranna var rétt: deilan var á þeirn tíma i algjörum rembihnút. Stjómarandstæðingar sögðust neita vegna afstöðu sinn- ar til réttar sjómanna en síöar varð ijóst að stjómarandstæöing- ar ætluðu að samþykkja afbrigð- in, bara aðeins seinna. Tvískinn- ungur þeirra æpir á mann. Það er mikið lán aö forystumenn sjó- mannasamtakanna tóku i gær af skarið ög höfðu frumkvæði um að koma viðræðum deiluaðila á að nýju. Stjómarandstæðingar áttu engan hlut þar að. Gjörð forystu- manna sjómannasamtakanna er í fullu samræmi við þá margítrek- uðu afstöðu þeirra að deiluna skuli deiluaöilar sjálfir leysa í samningum. Það er raunar yfir- lýst afstaða allra deiluaðila." -rt Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is Árnl R. Árnason, al- þlnglsmaöur Sjálf- stæöisflokks. Rannveig Guö- mundsdóttlr, al- þingismaöur Al- þýöufiokks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.