Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 32 Sviðsljós DV Elizabeth Hurley í leynilegu sambandi: Gleymdi náttfötum Hughs í rúmi annars Fyrirsætan Elizabeth Hurley átti í leynilegu sambandi við kvik- myndaframleiðandann William Annesley. William gortaði sjálfur af sambandi þeirra við vini sína, að því er bresk slúðurblöð greina frá. William segir frá því að unnusti Elizabeth, Hugh Grant, hafi eitt sinn hringt í hana rétt eftir að þau höfðu gamnað sér saman nótt eina fyrir fimm árum. Hugh var þá við kvikmyndatökur i Ástralíu. Willi- am hafði tekið hundinn sinn með í heimsókn til Elizabeth og hann fór að gelta á meðan Elizabeth var að tala við Hugh í símann. Að því er William segir gerði Hugh sér grein fyrir aö þetta var ekki gelt í hundi unnustunnar. Hún mun hafa orðið vandræðaleg og útskýrt málið með því að segja að hún hafi bjargað nýja hundinum af götunni. En Hugh frétti brátt hvemig í Hugh Grant og Elizabeth Hurley. Kvikmyndaframleiðandinn William öllu lá. Kærasta Williams tilkynnti Annesley fullyrðir að hann og Elizabeth hafi sofið saman fyrir fimm árum. honum það eftir að hún hafði kom- ist að hinu sanna. Það gerðist þegar kærastan, sem heitir Charlotte, vai- einu sinni sem oftar uppi í hjá William og síminn hringdi. Charlotte svaraði og vinur Willi- ams, sem hélt að hún væri Eliza- beth, sagði: „Hæ, Liz. Get ég fengið að tala við William?" Charlotte var í karlmannsnátt- fötum sem Liz gekk í og Hugh átti. Elizabeth hafði skilið þau eftir hjá William. Ekki batnaði skap Charlotte þegar hún uppgötvaði í hvaða náttfbtum hún var. Hún ákvað að senda Hugh náttfotin til Ástralíu með þeim skilaboðum að hann sæi til þess að unnustan gleymdi þeim ekki í rúmi Willi- ams. Þegar pakkinn kom hringdi Elizabeth, sem var í heimsókn hjá Hugh, í William og bað hann að neita öllu ef Hugh hringdi, og það gerði hann. Gerðu það í breiðþotunni Kryddpían Mel B og íslenskur kærasti hennar, Fjölnir Þor- geirsson, nutu ásta í breiðþotu í háloftunum. Þar með komust þau í svokallaðan tíu þúsund metra klúbb sem alla dreymir um að ganga í en fáum tekst. Mel B upplýsti þetta í viðtali við breskt popptímarit sem rannsak- aði hvenær Kryddpíurnar hefðu síðast haft kynmök á almanna- færi. Victoria krydd og eigin- maðurinn tilvonandi, fótbolta- kappinn David Beckham, gerðu það hins vegar í baksæti Benzins hennar fyrir stuttu. Costner og Bullock verstu leikararnir Kevin Costner, Val Kil- mer, Sandra Bullock og Fran Drescher hafa ver- ið útnefnd sem verstu kvikmyndaleikarar árs- ins í Hollywood af starfsmönnum í kvik- myndabransanum, blaðamönnum og bíó- gestum. Costner er útnefndur fyrir leik sinn í The Postman og Kilmer fyrir hlutverk sitt í Dýrlingnum. í félagsskap þeirra eru einnig Steven Seagal fyr- ir leik í Fire Down Below og Jon Voight í Anaconda. Kvikmyndin Batman & Robin var útnefnd sem versta myndin auk Speed 2: Cruise Control, Ana- conda, The Postman og Fire Down Below. Bat- man & Robin fékk alls 11 útnefningar. Speed 2: Cruise Control fékk 8 út- nefningar og er þá með- talin útnefning Söndru Bullocks sem versta leikkonan. Bullock keppir um titilinn við Demi Moore, sem þótti afleit í GI Jane, Fran Drescher í Beautician and The Be- ast, Lauren Holly i A Smile Like Yo- urs respektive Turbulence og Aliciu Silverstone i Excess Baggage. Sandra Bullock. , 'í($0fr Wmk Hagstœö kjör Ef sama smáauglýsingin fi er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% ^láttur af annarri auglýsingunni. a\\t milff hiryt^ Smáauglýsingar 550 5000 Þýska leikkonan Veronica Ferres heldur hér á gullnu myndavélinni, verðlaunum sem henni voru veitt í fyrrakvöld við athöfn í Schauspielhaus-leikhúsinu í Berlín. Verðlaunaafhendingin var undanfari hinnar miklu kvikmyndahátíðar í Berlín sem hófst í gær og stendur f tólf daga. Elton fékk viðurkenningu Breski popparinn Elton John hef; ur verið iðinn við kolann, það er að segja góðgerðarkolann. Á undan- fórnum árum hefur hann verið óþreytandi að rétta lítlmagnanum hjálparhönd, jafnt í stórum málum sem smáum. Nú hefur hann fengið enn eina viðurkenninguna fyrir góðmennskuna. Það var sjálfur Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sem af- henti Elton viðurkenninguna sem kennd er við annan poppara, Freddy heitinn Mercury, söngvara sveitarinnar Queen. Freddy lést úr alnæmi fyrir nokkrum árum. „Vá, það er nú ekki hægt aö fá neitt merkilegra," sagði Elton þegar hann tók við viðurkenningunni úr hendi ráðherrans. Blair var ekki óspar á hrósyrðin og sagði að Elton væri einhver mesti listamaður heimsins sem enn væri á lífi. „Ég ólst upp við lögin hans, eins og við gerðum öU,“ sagði Blair. Viðurkenningin var afhent i Hvíta húsinu í Washington, að lokn- um dýrindis kvöldverði hjá Clinton Bandarikjaforseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.