Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Afmæli Gestur Guðmundsson Gestur Guðmundsson verslunar- \ maður, Sigtúni 33, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Gestur fæddist í Rauðbarðaholti í Hvammsveit í Dalasýslu en ólst upp á Níp á Skarðsströnd. Hann var í farskóla í sveitinni, stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútafirði, sótti námskeið í verkstjóm og verslunar- námskeið í Reykjavík. Gestur stundaði landbúnaðar- störf til tvítugs. Hann flutti til Reykjavíkur í ársbyrjun 1943, var búsettur í Kópavogi 1947-97 er hann flutti aftur til Reykjavíkur. Gestur stundaði verslunarstörf frá 1943, fyrst í versluninni Brekku, síðan í Geysi í átta ár, var verslun- arstjóri hjá KRON í Kópavogi í tvö ár og starfaði síðan hjá Mjólkur- samsölunni i Reykjavík í þrjátíu og sex ár eða þar til hann fór á eftir- laun. Þar var Gestur umsjónarmað- ur mjólkurbúða Samsölunnar í tutt- ugu og tvö ár og síðan sölufulltrúi hjá fyrirtækinu. Gestur var einn helsti stofnandi ungmennafélagsins Breiðablik í Kópavogi 1950, sat í stjórn þess í sautján ár, var formaður þess í fimm ár og er nú heiðursfélagi þess. Þá var hann fasteigna- matsmaður í Kópavogi um tuttugu og fimm ára skeið og matsmaður brunatrygginga Fast- eigna í tuttugu og fjögur ár. Hann sat í mörg ár í stjóm Framsóknarfélags Kópavogs, sat í fulltrúa- ráði flokksins þar, var á framboðslista flokksins þar í nokkmm bæjar- stjómarkosningum, sat í tólf ár í stjóm Ung- mennasambands Kjalar- nesþings, var formaður þess í tvö ár og sat í nokkur ár í varastjóm Ungmennafélags íslands. Fjölskylda Gestur kvæntist 12.1. 1946 Krist- ínu Katarínusdóttur, f. 8.5. 1928, húsmóður. Hún er dóttir Katarínus- ar Jónssonar sjómanns og Guð- mundu Sigurðardóttur húsmóður. Sonur Gests og Kristínar er Gest- ur Valgeir, f. 11.10. 1946, rafeinda- virkjameistari og fararstjóri á ír- landi, var kvæntur Auði Hermanns- dóttur og em böm þeirra Hermann, f. 7.9. 1965, nú látinn, Gestur Guð- mundur, f. 20.7. 1968, stjómmála- fræðingur og Ragnheiður Kristín, f. 2.10. 1976, hárgreiðslu- dama. Seinni kona Gests Valgeirs er Mary Penny bókasafhsfræðingur en böm þeirra eru Cian Hermann, f. 7.3. 1989, og Conor Gestur, f. 11.8. 1992. Systkini Gests em Stef- án, f. 8.6.1913, verkamað- ur i Kópavogi; Valtýr, f. 12.10. 1914, húsasmíða- meistari í Stykkishólmi; Guðlaugur, f. 21.11. 1917, vélgæslumaður í Reykja- vík; Guðmunda Valgerður, f. 18.4. 1924, húsmóðir í Reykjavík; Jón Óskar, f. 18.2. 1929, skrifstofumaður í Kópavogi. Foreldrar Gests vom Guðmund- ur Eggertsson, f. 1.3. 1890, d. 18.10. 1942, bóndi á Níp á Skarðsströnd, og k.h., Sigríður Guðmundsdóttir, f. 20.7.1885, húsfreyja. Ætt Guðmundur var sonur Eggerts, b. í Gröf í Laxárdal, bróður Krist- mundar, fóður Steins Steinarr. Egg- ert var sonur Guðmundar, b. í Bessatungu, Guðmundssonar og Kristínar Eggertsdóttur. Móðir Guð- mundar var Guðlaug Guðmunds- dóttir, b. í Magnúsarskógum, Guð- mundssonar, b. í Magnúsarskógum, Guðbrandssonar. Móðir Guðmund- ar Guðmundssonar var Guðlaug Brandsdóttir. Móðir Guðlaugar var Sigríður Halldórsdóttir, frá Svarf- hóli í Laxárdal, Bjamasonar. Sigríður var dóttir Guðmundar, b. á Níp, Stefánssonar, á Bjamar- stöðum, Sveinssonar. Móðir Guð- mundar var Sigríður Guðmunds- dóttir, systir dr. Valtýs Guðmunds- sonar, alþm., ritstjóra og prófessors við Hafnarháskóla. Sigríður var dóttir Guðmundar, sýsluskrifara á Ytri-Ey og á Geitaskarði, Einarsson- ar og Valdísar Guðmundsdóttur. Móðir Sigríðar var Valgerður Brandsdóttir, frá Fremri-Langey, Ormssonar af Ormsætt, þeirra Frið- jóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, alþm. og sýslumanns, og Össurar Skarphéðinssonar, alþm., ritstjóra DV og fyrrv. ráðherra. Gestur er staddur á írlandi á af- mælisdaginn en þar hefur hann dvalið að mestu sl. sex ár. Mistök ollu því að grein þessi birtist 3.2. sl. en Gestur þá sagður eiga afmæli 22. Hið rétta er að Gest- ur er sjötíu og funm ára í dag, 12.2. Hann er beðinn velvirðingar á þess- um mistökum. Gestur Guðmundsson. Pétur Brynjarsson Pétur Brynjarsson aðstoðarskóla- stjóri, Hlíðargötu 21, Sandgerði, er fertugur í dag. Starfsferill Pétur fæddist í Keflavík, ólst upp i Nýlendu í Hvalsneshverfi til fimm ára aldurs en síðan í Sandgerði. Hann var i Bama- og unglinga- skólanum í Sandgerði, lauk lands- prófi frá Gagnfræðaskóla Keflavík- ur, lauk stúdentsprófi frá MH 1978, stundaði nám í kennslu- og uppeld- isfræði við HÍ og lauk prófum i þeirri grein 1993 og lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1995. Pétur hefur kennt við Gmnnskól- ann í Sandgerði frá 1984 og verið þar aðstoðarskólastjóri frá 1997. Pétur var hreppsnefndarmaður í hreppsnefnd Miðneshrepps fyrir óháða borgara og alþýðuflokks- menn 1986-90, hefúr verið bæjarfull- trúi í bæjarstjóm Sandgerðis frá 1990, var formaður bæjarráðs 1994-96, forseti bæjarstjómar 1996-97 og er formaður bæjarráðs frá 1997. Pétur hefur gegnt ýmsum trúnaö- arstörfum fyrir Sandgerðisbæ, þ. á m. setið i stjóm Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum á árunum 1996-97. Þá hefur hann gegnt marg- víslegum störfum fyrir knatt- spyrnufélagið Reyni í Sandgerði. Hann sat í stjóm félagsins á áran- um 1975-79, var formaður þess 1990-94 og er félagi í Lionsklúbbi Sandgerðis frá 1988. Fjölskylda Pétur kvæntist 23.8. 1986 Björk Garðarsdóttur, f. 27.10. 1959, bóka- verði. Hún er dóttir Garðars Eyj- ólfssonar sem er látinn, vélvirkja í Sandgerði, og k.h., Sigrúnar Þor- grímsdóttur húsmóður. Dætur Péturs og Bjarkar era Sig- rún Pétursdóttir, f. 8.4. 1982, grunn- skólanemi; Katrín Péhu-sdóttir, f. 1.3.1987, grannskólanemi. Alsystkini Péturs: Unnar Brynjarsson, f. 3.4. 1950, d. 5.5. 1981, sjómaður og verkamaður á Héraði; Borghildur Brynjarsdóttir, f. 25.9. 1952, leikskólakennari í Reykjavík; Ingibjörg Brynjarsdóttir, f. 30.5. 1964, leikskólakennari í Reykjavík; Magnús Brynjarsson, f. 29.8. 1967, flugmaður hjá Flugleiðum, búsettur í Garðabæ. Hálfsystir Péturs, sam- mæðra, er Guðrún Magnea Hafsteinsdóttir, f. 20.8. 1948, skrifstofumað- ur, búsett í Reykjavík. Foreldrar Péturs era Brynjar Pétursson, f. 25.4. 1928, verkstjóri í Sand- gerði, og k.h„ Hólmfríður Bára Magnúsdóttir, f. 12.5. 1929, starfsmaður við heimilishjálp. Ætt Brynjar er sonur Péturs, b. og landpósts, hálfbróður Jóns í Fellum, afa Hrafnkels héraðsskjalavarðar á Egilsstöðum og Aðalsteins Inga í Klausturseli, formanns Landssam- bands sauðfjárbænda, Jónssona. Pétur var sonur Péturs, b. á Þor- gerðarstöðum, Sveinssonar, b. á Bessastöðum, Pálssonar, b. í Bessa- staðagerði, Þorsteinssonar, b. á Mel- um í Fljótsdal og ættfóður Melaætt- arinnar, Jónssonar. Móð- ir Sveins var Una Sveins- dóttir frá Klúku. Móðir Péturs á Þorgerðarstöð- um var Kristín Torfa- dóttir frá Skuggahlíð. Móðir Péturs landpósts var Þorbjörg Jónsdóttir. Móðir Brynjars var Guð- rún Jónsdóttir. Hólmfríður er systir Steinunnar, móður Unn- ar fiskifræðings og Magnúsar arkitekts Skúlabarna. Hólmfríður er dóttir Magnúsar, útvegsb. i Ný- lendu í Miðneshreppi, Hákonarson- ar, b. í Nýlendu, Tómassonar, b. í Nýlendu, bróður Vilhjálms, langafa Odds Ólafssonar, læknis og alþm. á Reykjalundi. Tómas var sonur Há- konar ríka, lrm. í Kirkjuvogi í Höfn- um, Vilhjálmssonar. Móðir Hólmfríðar var Guðrún Steingrimsdóttir, b. í Nýjabæ í Krísuvík, Steingrímssonar, b. í Nýjabæ .Ólafssonar. Pétur og Björk taka á móti gest- um í samkomuh. í Sandgerði í kvöld, 12.2., milli kl. 20.00 og 22.00. Pétur Brynjarsson. Gunnar Guðmundsson Gunnar Guðmundsson múrari, Dvergabakka 22, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Smáíbúðahverfinu. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Ármúlaskóla, stundaði nám við Iðn- skólann i Reykjavík, lærði múrverk hjá Einari Ólafssyni múrarameistara og lauk sveinsprófi i þeirri grein. Gunnar starfaði hjá Einari Ólafs- syni til 1982 en hefur síð- an stundað múrverk á eigin vegum. Gunnar hefur alla tíð ver- ið mikill Víkingur. Hann æfði og keppti með félag- inu í handbolta og knatt- spymu og lék með meistaraflokki Víkings í knattspymu á árunum 1975-81. Þá er hann mikill áhugamaður um akstursíþróttir en hann hefur keppt sl. tiu ár í torfæra og varð íslands- meistari í torfæra og sandspyrnu 1995. Gunnar hefur starfað mikið að málefnum akstursíþrótta. Hann var einn af stofnendum Jeppaklúbbs Reykjavíkur og situr í stjóm klúbbsins, sat í stjóm Landssam- bands íslenskra akstursíþrótta 1995-97 og situr í varastjórn sjón- varpsfélagsins Motoris. Fjölskylda Eiginkona Gunnars er Þórey Matthíasdóttir, f. 5.12. 1957, fulltrúi. Hún er dóttir Matthíasar Matthíassonar, rafvirkjameistara og háspennuvirkja sem búsettur er j Reykjavík, og k.h., Líneyjar Sigurjónsdóttur snyrtifræðings . Böm Gunnars og Þóreyjar era Sigurþór, f. 5.2. 1976, nemi; Kristín Elísabet, f. 25.11.1985; Gunnar Axel, f. 23.4. 1991. Systkini Gunnars eru Guðrún, f. 2.8. 1947, sjúkraliði, búsett í Reykjavík; Adólf, f. 19.5. 1954, lög- fræðingur, búsettur á Seyðisfirði; Eggert, f. 23.1. 1956, byggingafræð- ingur, búsettur í Reykjavík; Bryn- dís, f. 22.1. 1960, tölvari í Reykjavík; Birgir, f. 19.12. 1962, húsgagnasmið- ur, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Gunnars era Guð- mundur Ó. Eggertsson, f. 27.6. 1931, húsgagnasmíðameistari, búsettur í Reykjavik og k.h., Vilhelmína Adolpsdóttir, f. 29.11. 1928, skrif- stofúmaður. Gunnar Guðmundsson. Ættfræðigreinar síðustu 10 ára eru á www.dv.is -------------------------------------------------- j» .... fTr^BÉE" j’créspr? 25 ‘fMfrttOixtJm DY gWflBMBM i i H1 hamingju með afmælið 12. febrúar 90 ára Anna María Friðbergsdóttir, Máshólum 10, Reykjavík. 75 ára Marta Guðrún Halldórsdóttir, Bjarmalandi, Garði. Guðný Magnúsdóttir, Öngulsstöðum III, Eyjafjarðarsveit. Guðmundur Sveinsson, Jóratúni 10, Selfossi. Sigríður Guðmundsdóttir, Austurvegi 31, Selfossi. 70 ára Guðríður Jóhanna Matthíasdóttir, Túngötu 11, ísafirði. Eiginmaður hennar er Jóhannes G. Jónsson. Þau taka á móti gestum í Sigurðarbúð á afmælisdaginn eftir kl. 20.00. Birgir H. Erlendsson, Hjailabraut 86, Hafharfirði. Hrefna Ólafsdóttir, Ytri-Fagradal II, Dalabyggð. Aðalheiður Þorleifsdóttir, Amarsíðu 2 G, Akureyri. 60 ára Trausti Bjömsson, Varmalandi, Laugarbakka, Ytri-Torfustaða- hreppi, varð sextugur þann 8.2. sl. Eiginkona hans er Lilja Kolbrún Steindórsdóttir. Þau taka á móti gestum 1 félagsheimilinu Ásbyrgi laugardaginn 14.2. nk. eftir kl. 20.00. 50 ára Áslaug Hallgrímsdóttir, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. Stanislas Bohic, Eiríksgötu 11, Reykjavík. Ingibjörg Reykdal, Stapaseli 7, Reykjavík. Tómasína Einarsdóttir, Gyðufelli 4, Reykjavík. Jóhaima S. Stefánsdóttir, Funalind 13, Kópavogi. Fanney Valgarðsdóttir, Arnartanga 79, Mosfellsbæ. Lína Gunnarsdóttir, Dalbraut 10, Dalvík. 40 ára Hilmar Baldvinsson húsasmiður, Vallargerði 4 F, Akureyri. Þórir Kristján Flosason, Ljósheimum 22, Reykjavík. Jónas Egilsson, Spóahólum 6, Reykjavík. Hilmar Ævar Hilmarsson, Álfaheiði 42, Kópavogi. Guðmundur Þórðarson, Efstuhlíð 31, Hafharfirði. Jónas Sigurðsson, Suðurgötu 13, Hafnarfirði. Guðbjörg Jónsdóttir, Háholti 20, Mosfellsbæ. Margrét Grétarsdóttir, Böövarsgötu 3, Borgamesi. Steinar Harðarson, Mánagötu 16, Reyðarfirði. Stefán Glslason, Eyravegi 10, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.