Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Loðnan fundin: Fyrstu skipin komin á miðin DV, Akureyri: Loðnan er fundin. Hafrannsókn- arskipið Árni Friðriksson fann tals- vert af loðnu austur og norðaustur af Hvalbak í gærdag, nokkrum klukkustundum áður en verkfalli sjómanna var frestað og voru fyrstu skipin komin á miðin i nótt. Þau höfðu hins vegar ekkert fengið í morgun því loðnan dreifði sér mikið í nótt og var óveið- anleg. Hjálmar Vil- hjálmsson, leiðang- ursstjóri á Árna Friðrikssyni, sagði að tekin hefðu ver- ið fimm sýni úr loðnunni og væri Hjálmar Vil- hjálmsson. um að ræða hrygningarloðnu sem væri komin með um 12% hrogna- fyllingu. Þess væri því stutt að bíða að loðnan myndi ganga upp á land- grunnið og verða viðráðanlegri. „Við höldum áfram að leita, för- um austur og norðureftir og við bæði þurfum að finna meiri loðnu og held að við munum gera það. Þetta er allt að fara í gang,“ sagði Hjálmar í morgun. -gk Kvótanefnd- in til starfa Búið er að skipa í kvótanefndina sem á að koma með tillögur til að koma skikk á verðlagsmál og kvóta- mál sjómanna. Tveir ráðuneytis- stjórar, Árni Kolbeinsson frá sjáv- arútvegsráðuneytinu og Ólafur Dav- íðsson frá forsætisráðuneytinu, sitja í nefndinni en þriðja maðurinn er Jóhann Sigurjónsson sendiherra. Nefndin hefur með höndum það erfiða verkefni að búa til lagara- mma sem tryggi frið miili sjómanna og útgerðarmanna á næstu árum. Stríð hefur verið milli þessara stétta undanfarin ár vegna þess sem sjó- menn kalla kvótabrask. Kvótanefnd- in hefur aðeins tæpan mánuð til að skila verki sínu enda tóku þeir til óspilltra málanna og fyrsti fundur- inn var haldinn i morgun. Flest fiskiskip héldu úr höfn í gær- kvöld eftir að verkfalli var frestað. -rt Harður árekstur Harður árekstur tveggja bíla varð á Sauðárkróki í gær. Engin slys urðu á möúnum og þykir það mikil mildi. Áreksturinn varð á Sauðárkróks- , J^raut og eru orsakir hans raktar til mikillar hálku. Báðir bílamir skemmdust mikið. -RR VITRINGARNIR ÞRIR ERU EKKI ÖFUNDSVERÐIR! Hann var einbeittur á svip þessi ungi drengur þar sem hann renndi sér á snjóþotu í snjónum í höfuðborginni í gær. Drengurinn sýndi góða takta á þotunni og fór hratt en örugglega yfir snjóbreiðuna. DV-mynd Pjetur FRJALST, OHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1998 Maður fyrir borð af Skel ÍS: Einhver hefur pass- að hann - segir eiginkonan „Það sem varð honum til bjargar er hversu fljótur hann var að hugsa. Hann náði að grípa í spotta sem hangir aftur úr plógnum og þannig misstum við aldrei sjónar af hon- um. Ef hann hefði hugsað eitthvað annað fyrst hefðum við ömgglega misst hann. Myrkrið er svo svart og sjórinn svo hrikalega kaldur að hvert augnablik getur ráðið úrslit- um,“ segir Björn Stefánsson, stýr- imaður á kúfiskbátnum Skel, um það er skipsfélagi hans, Már Ósk- arsson vélstjóri, féll fyrir borð þar sem Skel var að veiðum utarlega í Önundarfirði um miðnætti í nótt. Bjöm segir að vír hafi slitnað í plógnum og hann fallið út fyrir og pokinn slegist í Má þannig að hann fór út með plógnum. Tveir vírar eru í plógnum og slitnaði annar þeirra. Plógurinn hékk í hinum og pokinn í plógnum. Ekki hefði þurft að spyrja hvað hefði gerst hefði hinn vírinn slitnað líka þar sem Már hélt í spotta sem hangir í plógnum. Björn telur að Már hafi verið um tvær mínútur i sjónum og miðað við all- an þann tíma hafi hann sloppið vel. Bryndís Friðgeirsdóttir, eiginkona Más, var hjá honum á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði I nótt. „Ég er auðvitað alveg himinlif- Skel IS. andi með að hafa heimt hann úr helju því mér skilst að þetta hafi staðið ansi tæpt. Það er greinilegt að einhver hefur passað hann,“ sagði sagði Bryndís við DV í morg- un. „Það á eftir að rannsaka hann betur og mynda hann. Ég var að hjálpa honum á sjúkrahúsinu og hann var bara hress," sagði Bryn- dís. „Ástand mannsins er tiltölulega. Hann var aldrei í lífshættu en við munum rannsaka hann betur í dag,“ sagði Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir í morgun. -sv/rt Kópavogslistinn aö stjórnmálaflokki: Valþór bæjarstjóraefni Framboðslisti Kópavogslistans er ekki enn frágenginn og munu nokkrar ýfingar vera um efstu sæt- in. Þó mun frágengið að Valþór Hlöðversson verði í fyrsta sæti og þar með bæjarstjóraefni listans. Kjömefnd lýkur störfum seinna í dag og munu félags- og fulltrúaráðs- fundir taka afstöðu til uppstillingar- innar síðar I dag. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur verða með átta menn hvor flokkur, Kvennalistinn með Qóra fulltrúa og óháðir með tvo. Þaö sem aðallega vefst fyrir kjömefnd er að hún skilyrti sig til að hafa sem jafnasta tölu karla og kvenna á listanum. Kvennalistinn verður óhjákvæmilega með fjórar konur og gerir það hlut kvenna ann- arra flokka rýrari. Forráðamenn Kópavogslistans ætla sér hins vegar að halda sérstakan stofnfúnd K-list- ans sunnudaginn 22. febrúar þar sem ætlunin er að leggja fram stefnuskrá, kjósa stjórn og sérstakt fulltrúaráð sem mun endanlega leggja blessun sína yfir framboðs- listann. Það virðist því sem Kópa- vogslistinn sé að taka á sig öll form- leg einkenni sjálfstæðs stjómmála- flokks fremur en sambræðslulista. -phh Veðrið á morgun: Kólnandi veður Um morguninn verður austan- gola eða kaldi, snjókoma eða slydda og hiti kringum frost- mark norðan til. Vestan til verð- ur hins vegar vestankcddi, skúrir eða slydduél og hiti 1 til 5 stig sunnan til. Vestanáttin fer vax- andi, veður verður kólnandi og él vestan til en fer að stytta upp á Austurlandi síðdegis. Veöriö í dag er á bls. 37. ÓDÝRASTI EINKAÞJÓNNINN mmtn BILSKURSHURÐA- OPNARI Verð kr. 18.950,- lýbýlavegi 28 Sfmi 554 4443 blómwcil * é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.