Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Blaðsíða 3
DV FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998
Ifýikmyndir
Good Will Hunting:
Smásaga leikarans verður
að óskarstilnefningakvikmynd
Good Will Hunting, sem Sam-bíóin
og Regnboginn frumsýna í dag, varð
til út frá hugmynd og smásögu aðal-
leikara myndarinnar, Matt Damon.
Sjálfsagt hefúr honum aldrei til hugar
komið á þymum stráðri leið sögunn-
ar yfir í kvikmynd að það ætti eftir að
liggja fyrir kvikmyndagerð sögunnar
að verða tilnefnd til níu óskarsverð-
launa. Það er nú samt staðreyndin og
er Matt Damon tilnefiidur sem besti
leikari í aðalhlutverki og sem besti
handritshöfundur ásamt vini sínum
og kollega, Ben Affleck.
Þegar Matt Damon var við nám í
Harvard skrifaði hann smásöguna
Good Wiil Hunting sem hluta af próf-
verkefni sínu árið 1992. Þegar
námi lauk fór hann á vit
leiklistargyðjunnar og
alltaf var hann með smá-
sögu sína i handraðan-
um með það í huga að
skrifa kvikmyndahand-
rit upp úr henni. Það var
þó ekki fyrr en hann sýndi
söguna fyrrum uppeld-
isfélaga og vini í
Cambridge í j
Massachu- *■
setts, Ben
Affleck, að
þeir hófu
að skrifa
kvik-
myndahandrit upp úr sögunni. Leiðir
þeirra Damons og Affleck höfðu legið
saman strax í grunnskóla og hafði
vinátta þeirra haldist enda voru
áhugamál þeirra lík.
Bæði Matt Damon og Ben Affleck
höfðu lesið um það bil fimm hundruð
kvikmyndahandrit og voru þvi með
vissar hugmyndir um handrit sem
gæti orðið að góðri kvikmynd. þeir
luku við handritið og fóru svo á stúf-
ana í leit að leikstjóra og framleið-
anda. Ekki gátu þeir félagar samt ein-
beitt sér að þessu gæluverkefni því
vinna skildi þá hvað eftir annað aö.
Sá fyrsti sem sá handrit þeirra félaga
var framleiðandinn Chris Moore og
hann hreifst af handritinu og allt í
einu gerðu þeir félagar sér grein
fýrir því að þeir
voru með eitt-
hvað í höndum
sem væri ein-
hvers virði. Þeir
áttu þó eftir að
komast að því að
ekki er allt gull
sem glóir. Um
leið og búið var
að kaupa hand-
ritið af þeim var
það sett upp í
hillu hjá Castle
Rock Entertain-
ment.
Það lá þó ekki
lengi uppi í hillu
og
Matt Damon og Robin
Wiiiiams í hlutverkum
hins erfiða stærðfræði-
snillings og sálfræðingsins
sem fær hann
til meðferðar.
Matt Damon asamt leikstjóranum
Gus van Sant.
I var það
bróðir
" Bens, Casey,
sem sýndi
leikstjóranum
Gus van Sant
það.
Hann hreifst þegar af því og tilkynnti
þeim félögum að hann væri tilbúinn
að leikstýra myndinni fengju þeir
fjármagn. Það tókst og fyrstu leikar-
amir sem voru ráðnir voru að sjálf-
sögðu Matt Damon og Ben Affleck.
Félagamir vora nú fullir bjartsýni
og hófu ásamt Gus van Sant leit að
leikara í hlutverk sálfræðingsins. Sú
leit endaði snögglega þegar þeir fréttu
að Robin Williams hefði lesið handrit-
ið og sýnt áhuga. Þegar svo umboðs-
maður tilkynnti þeim að Robin Willi-
ams væri tilbúinn að leika sálfræð-
inginn er vægt til orða tekið að þeir
félagar hefðu fengiö sjokk. Síðar
sögðu þeir að þeim hefði liðiö eins og
þeir hafi fengið hæsta vinninginn í
lottói.
Þegar Robin Williams var kominn
um borð stóðu allar dyr opnar og öll
vandamál vora úr sögunni og var
Good Will Hunting tekin upp á sex
vikum. Þegar hún var svo frumsýnd í
Bandaríkjunum fyrr í vetur fékk hún
strax mjög góða dóma og hefúr að-
sókn á hana verið með eindæmum
góð og er hún enn í efstu sætum vin-
sældalistans í Bandaríkjunum. -HK
Regnboginn/Sambiöin - Good Will Hunting:
Gáfnaljós á glapstigum....
Will Hunting (Matt Damon) er unglingur sem býr í úthverfum Boston-
borgar. í fljótu bragði virðist hann ekki frábrugðinn öðram ungum
mönnum í hverfinu. Hann er i illa launuðu starfi sem hreingerninga-
maður tækni- og raunvísindaskólans MIT og líkt og félagar hans gerir
hann sér enga rellu um framtiðarhorfúr sínar. Hann drekkur og fer á
kvennafar, auk þess sem hann lendir iðulega í slagsmálum sem koma
honum ítrekað í kast við lögin. En Will býr einnig yfir undraverðri gáfu.
Hann er stærðfræðisnillingur með ljósmyndaminni og þegar hann leys-
ir eina af þeim erfiðu stæröfræðiþrautum sem MIT-prófessorinn Lamb-
eau (Stellan Skarsgárd) leggur fyrir nemendur sína opnast fyrir honum
margar dyr. Gallinn er sá að Will er skaddaður á líkama og sál eftir erf-
iða æsku og hleypir því engum nærri sér. Lambeau leitar því hjálpar hjá
vini sínum, sálfræðingnum Sean McGuire (Robin Williams), sem fær
það erfiða hlutverk að koma Will til hjálpar. McGuire er sjálfur þjakað-
ur eftir fráfall konu sinnar og í fyrstu virðist honum miða lítið áfram í
viðureigninni við hinn fluggáfaða og árásargjama Will.
Handritið af Good Will Hunting var skrifað af Matt Damon og Ben Af-
fleck á ritlistamámskeiði í Harvard. Það segir kannski nóg um gæði
þess að þeir fengu Gus Van Sant til þess að leikstýra myndinni en Van
Sant er þekktur fyrir að segja metnaðarfullar sögur og nægir að visa til
mynda hans, My Own Private Idaho, Drugstore Cowboy og To Die for.
Það sérstaka myndmál sem Van Sant beitir svo iðu-
lega í myndum sínum víkur hér fyrir persónusköp-
un, þvi áherslan er mest á samræður sem fá að njóta
sín í hlutlausum skotum. Persónumar segja því sög-
una ffemur en auga myndavélarinnar. í mynd þar
sem svo mikið er lagt upp úr persónunum verður
leikurinn að vera góður.
Allir leikaramir standa sig með stakri prýði. Sér-
staklega eftirminnilegur er samleikur Williams og Damons. Hið sama
má reyndar segja um flesta leikara í aukahlutverki, jafnt þá bræður Ben
og Casey Affleck, sem leika félaga Wills, sem og Minnie Driver sem er í
hlutverki kærastunnar. Bestur þótti mér þó Stellan Skarsgárd en í túlk-
un sinni á stærðfræðingnum Lambeau dregur hann upp sannfærandi
mynd af manni með mikla sérgáfu sem þó verður að játa sig sigraðan í
návist ótrúlegrar snilligáfu. Lambeau segir Will vera líkan Ramanujan
en um sögu þessa indverska undrabams má lesa í bók Godfreys Harolds
Hardys, Málsvöm stærðfræðings, sem gefin hefur
verið út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Þar má
finna skemmtilega hliðstæðu við efni myndarinnar
og staðfestingu þess að stundum getur sannleikurinn
verið skáldskap líkastur.
Leikstjóri: Gus Van Sant. Aðalhlutverk: Robin Williams,
Matt Damon, Ben Affleck, Minnie Driver, Stellan
Skarsgárd og Casey Affleck.
Guðni Elísson
KVIKMYNDA
Tomorrow Nover Dies
Bond þarf hér að fást við athyglissjúkan fjöl-
miðlamógúl með hjálp kínverskrar súperpíu.
Brosnan er snillingur í því að halda hárfínu
jafnvægi milli sjálfsháðs og alvöru og það er
að stórum hluta honum aö þakka hve
Tomorrow gengur vel upp, bæði sem grin og
hágæðahasar. Myndin er ómissandi
skemmtun I skammdeginu og Brosnan hér
með yfirlýstur besti Bondinn. -úd
L.A. Confidental ★★★★
Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar-
ins eru sögusviðið í óvenju innihaldsríkri og
spennandi sakamálamynd sem englnn ætti
aö missa af. Spilltar löggur, ósvífnir
æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hveiju strái. -HK
Titanic ★★★■!
Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af
miklum fitonskrafti tðkst James Cameron
aö koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem
gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta
Camerons skilar sér í eölilegri sviðsetningu
sem hefur á sér miklnn raunsæisblæ. Leon-
ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK
Alien: Resurrection ★★★■L
Myndin er langt I frá gallalaus, en að mínu
mati nær myndin að hefja sig upp yfir gall-
ana. Handritshöfundurinn Joss Whedon ger-
ir góða hluti, en það er fyrst og fremst hinn
myndræni samruni Borgar týndu barnanna
og Alien sem gerir þessa mynd að sannri
ánægju. Eins og alltaf er það Sigourney
Weaver sjálf, drottning geimveranna, sem
stendur upp úr. -úd
Barbara ★★★★
Vel upp byggð og vel leikin mynd i alla staði,
sérstaklega vakti það ánægju hversu allar
aukapersónur og smáatvik voru vel og fmv
lega útfærö. Myndatakan er áferðarfalleg
og aldrei of uppskrúfuð í landslagsyfirliti og
dramatískum veðurlýslngum en nýtti jafn-
framt vel náttúrufegurð eyjanna. -úd
Taxi ★★★
Nokkur ár eru frá þvi kvikmynd eftir Carlos
Saura hefur reklð á Jörur okkar og Taxi veld-
ur flölmörgum aðdáendum hans engum
vonbrigðum. Tilfinningaþrungin kvikmynd
þar sem fram fer eins konar uppgiör við fas-
ismann og þjóðerniskenndin sýnd í sinnl
verstu mynd. Aðalpersónurnar eru tvö ung-
menni sem sjá lifið í ööru Ijósi en foreldrarn-
ir. -HK
Lína lanqsokkur ★★★
Lína langsokkur er löngu orðin klassisk og
það vill stundum gleymast að hún er ekki
erfö með genunum heldur lesin á bókum.
Lína er hinn stjórnlausi óskadraumur allra
barna, frjáls, óháð og gersamlega sjálf-
stæð, því hún bæði getur allt og leyfir sér
allt. Þarna tókst vel til hvað varðaði teikn-
ingar og útfærslur og það er óhætt að
mæla meö þessum Linu-pakka fýrir börn á
öllum aldri. -úd
The Jackal ★★★
Endurgerðir á klassiskum myndum hljóta
oft litla náð f augum kvikmyndagagnrýnenda
og er Sjakalinn þar engin undantekning. En
þótt myndina skorti þá yfirveguðu byggingu
og þersónusköpun sem einkenndi fyrir-
rennarann er hún afbragðs skemmtun.
Sjakalinn kemur ekki alltaf á óvart, en sem
spennumynd gengur hún upp. Bygging
hennar er góð og leikurinn til fýrirmyndar. Ég
mæli með henni. -GE
Þú veist hvað þú gerðir ...
★★★
Handritshöfundurinn Kevin Williamson er
hér aftur búinn aö hrista þessa fínu ung-
lingahrollvekju út úr erminni og er hér með
mynd sem er þæði sjálfsmeövituö og alvöru
spennandi hrollvekja, smart og vel gerð. Og
það flaug popp. Það hlýtur að vera þriggja
stjörnu virði. -úd
Eyjan í Þrastarstræti ★★★
Eyjan i Þrastarstræti er um ungan dreng
sem veröur innlyksa i gyðingagettóinu í Var-
sjá í Póllandi. Það lætur kvikmyndavélinni
einkar vel að skapa andrúmsloft einangrun-
ar og fælni, þar sem einu tengsl Alex við
umheiminn og annaö fólk eru þau sem
hann horfir á yfir vegginn út um loft-
ræstirist, og það er sú sterka mynd sem eft-
ir sltur í huganum. -úd
Stikkfrí ★★★
Gott handrit oggóða bamaleikara þarf til að
gera góða barnamynd og þetta er að finna í
kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess
gerir góölátlegt grín aö þeim aöstæðum
sem börn fráskilinna foreldra lenda I.
Skemmtileg og Ijúf fýrir alla fjölskylduna.-HK
Með fullri reisn ★★★
Eftir að hafa hneykslast upþ i háls (og verða
léttskelkaðir Ifka) á hinum íturvöxnu fatafell-
um The Chippendales uppgötva þeir félagar
Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark Addy)
að það að fækka fötum uppi á sviði er hið
aröbærasta athæfi. Það er varla hægt að
hugsa sér betri ávísun upp á skemmtun en
svona sögu og svo sannarlega skilaði mynd-
in því gríni sem hún lofaöi, meö fullri reisn.
-úd
Flubber ★★★
Flubber býr yfir einfaldleika sem þvi miður
er allt of sjaldséður í kvikmyndum síðustu
ára. Hún er barnamynd fýrir börn og ég get
engan veginn séð það sem galla. Besti
mælikvarðinn á slíkar myndir er salur fullur
af ánægöum börnum. Og krakkarnir voru I
stuði. -ge
Seven Years in Hbet ★★*
Ber með sér aö hvert einasta atriöi er
þrauthugsað og raunsæið látlð ráða ferö-
inni, kannski um of. Myndin veröur af þeim
sökum aldrei þetta mikla og spennandi
drama sem efnið gefur tilefni tll, þótt eirv
staka atriði risi hátt. Útiit myndarinnar er
óaðfinnanlegt, kvikmyndtaka stórfengleg og
leikur mjög góður en neistann vantar.-HK
3ðF: