Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 Fréttir Ágreiningur innan bankaráðs Landsbankans um sameiningu banka: Óttast einokun - segir Helgi S. Guömundsson um samruna íslandsbanka og Landsbankans „Ég óttast einokun. Það er mín fyrsta hugsun í tengslum við mögu- legan samruna íslandsbanka og Landsbanka. Ég met þaö svo að þetta gæti orðið mjög hættulegt. Ég fæ heldur ekki séð í fljótu bragði að þessi kostur skili ríkinu best og held að menn ættu að skoöa aðra hluti áður. Ég tek þó fram aö ég vil ekki útiloka neinn kost fyrir fram og þó þessi kostur hafi vissulega komið upp í umræðu um þróun bankans hefur hann aldrei verið formlega á dagskrá bankaráðsins." Þetta sagði Helgi S. Guðmundsson, nýr formaður bankaráðs Landsbank- ans, um hugmyndir um samnma Landsbankans við íslandsbanka. Þær voru settar fram í ræðu Kjart- ans Gunnarssonar, fráfarandi for- manns bankaráðsins, í ræðu á sið- asta aðalfundi gamla Landsbankans. íslandsbanki pólitískt litaður „Ég er ekki sammála Kjartani Gunnarssyni um að þetta sé fyrsti kosturinn ef menn ætla að huga að frekari samruna banka og þaðan af síður ýmsum viðhorfum Kristjáns Ragnarssonar sem hann reifaði í Morgtmblaðinu. Mér kom alls ekki á óvart þótt Kjartan ræddi þennan möguleika, enda hafði hann allan rétt til þess. Ég neita þvi hins vegar ekki að mér brá mikið þegar Morgunblað- ið kynnti málið með þeim hætti sem það gerði í Reykjavíkurbréfi um helg- ina og síðan í viðtali við Kristján Ragnarsson. Ég spyr: Eru öflugir menn þá virkilega famir að stefna að því að sameina elsta og virtasta banka landsins íslandsbanka, sem er óneitanlega með ákveðinn pólitískan lit, þó hann sé almenningshlutafélag og starfi að sjálfsögðu eftir faglegum hagsmunum eigenda sinna?“ Búnaðarbankinn fýsilegri Helgi endurtók að hann útilokaði ekkert fyrir fram en áður en sam- runi íslandsbanka við Landsbank- ann væri skoöaöur þyrfti að athuga aðrar leiðir. „Landsbankinn er stór og öflugur og nýbúinn að kaupa Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans. DV-mynd Hilmar Þór helmingshlut í Vátryggingafélagi ís- lands. Við höfum næg verkefni að vinna úr þeirri fjárfestingu. Því hef ég sagt persónulega að það sé ekki tímabært að fara í samruna af þess- ari stærðargráðu. Fyrst þú gengur á mig þá er það mín skoðun að ætli menn á annað borð að fara í svona stóra sameiningu, sem ég tel að feli í sér vissa einokunarhættu fyrir markaðinn, þá hefði fyrst átt aö skoða Landsbankann og Búnaðar- bankann. Reyndar tel ég að Lands- bankann einan og sér mætti þróa í mjög öflugan banka.“ Helgi sagði knýjandi að lækka vexti. Þaö yrði einungis gert með hagræðingu. Auðvitað mætti ekki halda uppi of háu vaxtastigi með of miklum mannafla í bankakerfinu. Hins vegar yrðu menn að stíga gæti- lega til jaröar og vanmeta ekki mannlega þáttinn. Ljóst væri að sameining af þeim toga sem hér væri til umræðu leiddi til þess að hundruð manna myndu missa vinn- una í bankakerfinu. -ÖS Húsavíkurlistinn: Friðfinnur nýr inn Um helgina var haldin skoðana- könnun á vegum uppstillingar- nefndar Húsavíkurlistans. Um 150 manns tóku þátt í skoðanakönnun- inni sem verður notuð til viðmiðun- ar við uppröðun framboðslistans. Niðurstaðan varö sú að í fjórum efstu sætunum lentu þrír sitjandi bæjarfulltrúar og einn nýliöi í sveit- arstjómarmálum. Friðfinnur Her- mannsson, formaður Alþýðuflokks- félagsins, hefur ekki áður setið í bæjarstjóm en lendir samkvæmt könnuninni í einu af efstu sætunum ásamt þeim Jóni Ásberg Salómons- syni, Alþýðuflokki, og alþýðubanda- lagsmönnunum Kristjáni Ásgeirs- syni og Tryggva Jóhannessyni sem allir em núverandi bæjarfulltrúar. Uppstillingamefnd mun ákveða endanlega röð frambjóðenda á list- anum en nýtir niðurstöður könnun- arinnar við það. Að öllum líkindum munu þessir fjórir þó skipa efstu fjögur sætin. Sætin þar fyrir neðan verða síðan ákveðin með tilliti til reglna um skiptingu sæta milli flokkanna sem settar vora við stofn- un Húsavíkurlistans. -KJA Búnaðarþing sett Búnaðarþing hófst í gær en fyrir því liggja um 30 mál. Helstu málefn- in sem rædd verða em frumvarp til búnaðarlaga, gæðamat landbúnað- arvara og mennta- og fræðslumál bændastéttarinnar. Við setningu þingsins vom veitt Landbúnaðarverðlaunin 1998. Þeir sem hrepptu þau vom ábúendur jarðanna Gunnarsstaða i Þistilfirði og Vigur á ísafjarðardjúpi. Verð- launin em veitt fyrir árangursrík störf í þágu landbúnaðarins, auk þess sem býlin sem þau fengu ná að tengja saman gróna menningu og nútímabúháttu. -KJA Rafmagnsleysi Rafmagnslaust varð í gærkvöld í Mosfellsbænum og voru sum hverfi rafmagnslaus í nær tvær klukku- stundir á meðan á viðgerðum stóð. Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykja- víkur sögöu í gærkvöld að bilun í háspennulínu hefði orsakað raf- magnsleysið. Ekki var alveg Ijóst hvað það var nákvæmlega sem or- sakaði bilunina en talið líklegt að krapahríðin seinni part gærdagsins hefði átt þar hlut aö máli. -KJA Eins og sjá má voru bílarnir mjög illa leiknir eftir áreksturinn á laugardagsmorguninn. DV-mynd S Banaslys á Vesturlandsvegi: Ökumaðurinn þungt haldinn Ökumaöurinn sem slasaðist lífs- hættulega í árekstri þriggja bíla á Vesturlandsvegi um kl. 8.30 á laug- ardagsmorgun liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Tuttugu og tveggja ára sambýliskona hans lést í árekstrinum. Tveir piltar slösuðust að auki en þeir em ekki í hættu. Þeir voru í bíl á leið norður Vestur- landsveg, óku yfir á rangan vegar- helming, rákust á bíl á suðurleið og skullu síðan harkalega á næsta bíl þar á eftir, bíl sambýlisfólksins. Bíl- stjóri bílsins á norðurleið er grun- aður um ölvun við akstur. Hann og félagi hans em báðir fæddir 1980. Að sögn sérfræðings á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur var hinn slasaði í aðgerð allan laugar- daginn. Hann er með mikla inn- vortisáverka, í brjóstholi og kvið, en enga höfuðáverka. Ljóst þótti í gær aö hann yrða að vera á gjör- gæsludeild enn um sinn. Stúlkan sem lést hét Guðrún Björg Andrésdóttir. Með sambýlis- manni sínum átti hún tæplega ell- efu mánaða gamalt bam. -sv Heimilislæknar ósáttir viö úrskurð kjaranefndar: Vilja eðlilega hækkun á laun „Við vitum að hópur heimilislækna er óánægður með úrskurðinn þar sem hann telur sig standa í stað eða jafn- vel lækka í launum. Ég reikna með að viðræðunefndin og heilsugæslumar vítt og breitt um landið muni kort- leggja óánægjuna á næstunni," segir Katrín Fjeldsted, formaður Félags ís- lenskra heimilislækna. Eftir um 100 manna félagsfúnd heimilislækna á fostudagskvöld er ljóst aö stór hópur er óánægður með úrskurð kjaranefndar frá 3. mars síðastliðnum. Katrín segir að ekki sé um neinar skipulagðar aögerðir að ræða af hálfu félagsins. Hins veg- ar sé ljóst að menn hafi verið að fara utan, í aðrar greinar, og neitað að vinna við afleysingar úti á landi. Fjöldinn sé ekki mikill en þó alvar- leg vísbending um stöðuna. „Menn vilja ekki sætta sig við annað en að fá eðlilega hækkun á laun sín. Sumir eru kannski með há laun fyrir en þeir vinna langan vinnudag, miklar vaktir og em mjög bundnir. Það er margt gott í úrskurði kjaranefndar en vanda- málið er að launatölumar em ekki nógu háar,“ segir Katrín og bætir við að heilsugæslur hafi átt í erfið- leikum með að manna stöður úti á landi. Það verði vart auðveldara ef launin lækka enn. „Heilsugæslumar verða að vera samkeppnisfærar um unga lækna, ekki bara á grandvelli þess að heim- ilislækningar séu, eins og ég álít, ánægjulegasta og skemmtilegasta sérgrein læknisfræðinnar, heldur líka af því að hún bjóði upp á góð starfskjör.“ -sv Stuttar fréttir dv Gegn kvennakúgun í tilefni af baráttudegi kvenna í gær sendu Bandalag kvenna og Formannaráð Kvenfélaga- sambands Islands frá sér yfir- lýsingu þar sem studd em heils hugar mótmæli mannréttinda- samtaka gegn kúgun kvenna í Afganistan. Kaninn fílar Laxness Samkvæmt Mbl. er skáldsaga Halldórs Kilj- ans Laxness, Sjálfstætt fólk, að koma út i Bandaríkjun- um um þessar mundir í sinni áttundu prent- un. Dótturfor- lag Random House, Vintage, gefur bókina út vestra með þessum fádæma mót- tökum. Skoraö á borgina Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar samþykkti m.a. um helgina að skora á borg- aryfirvöld að standa við fyrir- heit í kjarasamningi um saman- burð launa starfsmanna borgar- innar við laun starfsmanna ann- arra sveitarfélaga og ríkisins. Gláma/Kím best Gláma/Kím arkitektastofa, handhafi Menningarverðlauna DV 1998 í byggingarlist, bar sigur úr býtum í sam- keppni um nýtt og glæsi- legt íþróttahús Snæfellsbæjar í Ólafsvik. Dómnefhd kynnti nið- urstöður sínar í gær þegar tillög- ur þeirra þriggja arkitektastofa sem komust í forval vom sýnd- ar. Auk Glámu/Kím voru það Arkþing og Batteríið en alls sendu 32 stofur inn tillögur í upphafi. Þýskum fjölgar Þjóðverjar munu án efa auka komur sínar til landsins á árinu. Samkvæmt RÚV fjölgaði heim- sóknum Þjóðverja í febrúar um 80 prósent miðaö við sama mán- uö í fyrra. Þetta hefur m.a. korn- ið fram á ferðakaupstefnu í Berlín. Meira fyrir minna Loðnufrystingu fyrir Japans- markað er nær lokið. Samkvæmt frétt Sjónvarpsins hefúr meira magn verið fryst en á vertíðinni í fyrra en fyrir minni pening sökum smæðar loðnunnar. Halldór til Bosníu Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fer utan síöar í vikunni til fundar við ráðamenn í Bosníu. Sam- kvæmt RÚV mun hann m.a. hitta for- sætisráðherra serbneska lýðveldisins, fyrstur íslenskra ráðamanna, og íslend- inga í hjálparstarfi þar í landi. Landssími semur Landssíminn hefur gert samn- ing við íslenska hugbúnaðarfyr- irtækið Stefju og breska fjar- skiptafyrirtækið Racal Survey um kaup á tæknibúnaði til upp- byggingar á sjálfvirku tilkynn- ingarskyldukei-fi. Samkvæmt Mbl. hefur Landssíminn jafn- framt keypt 20% hlut í Stefju. Kæti í kuldakasti Skógræktarmenn kætast yfir kuldakastinu þessa dagana. Samkvæmt Stöð 2 er frostið að gera út af við sitkalúsina, einn mesta skaðvald skóga til þessa á Fróni. Aldagömul deila leyst Aldagömul landamerkjadeila í Hólmavíkurhreppi, alveg frá því á 14. öld, leystist með nýlegum dómi í Héraðsdómi Vestfjarða. Deilt var um landamerki jarðanna Hróf- bergs og Stakkaness. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.