Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 11 Fréttir Skip hafa tekið niðri við Homafjarðarós: Sandaldan nú horfin - segir Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri Sandalda fyrir utan Homafjarðar- ós, þar sem nótaskipin Húnaröstin og Jóna Eðvalds hafa bæði tekið niðri undanfarið, virðist nú vera horfin, að sögn Stm-laugs Þorsteinssonar bæjar- stjóra. Farið var með lóðsbát á sunnu- daginn til að mæla botninn fyrir utan ósinn og sandeyrin sem myndast hafði þar sést nú ekki lengur á mæli- tækjum. Sturlaugur segir að sandur sem flyst með straumum að suðurströnd- inni myndi af og til sandrif sem geti hamlað siglingaleiðum við ákveðin skilyrði. Mikifl sandur sé á hreyfíngu undan ströndinni og því geti sandeyr- ar sem þessar puðrast upp hvar sem er en þær færist til eftir því hvernig stendur á straumum og vindátt. Hann segir að með tilkomu nýja lóðsbátsins sé nú hægt að mæla botninn oftar og kortleggja þessar öldur og að fundir séu öðru hverju með skipstjórum sem leggja að á Höfn um hvemig best megi hafa aðsiglinguna. „Þetta er engin breyting frá því sem var,“ segir Stm-laugur. „Þessi skip rista einfaldlega dýpra en áður og því geta þau tekið niðri ef ekki er farið rétt að.“ -Sól. Borgarbyggð: Oddviti Sjálfstæð- isflokksins hættir DV, Borgarnesi: Fyrirhugað er að listi Sjálfstæðis- flokksins í Borgarbyggð verði tilbú- inn á næstu dögum. Skipuð var fimm manna kjömefnd þar sem nefndar- menn em frá ýmsum stöðum í Borg- arbyggð og mun nefndin skila af sér um miðjan mars. Sjáffstæðismenn í Borgarbyggð hafa nú þrjá menn í bæjarstjórn og mynda meirihluta með framsóknar- mönnum sem eiga fjóra fulltrúa. Sig- rún Símonardóttir skipaði efsta sætið hjá sjálfstæðismönnum. „Ég var sú eina af þremur fulltrú- um flokksins sem lýsti þvi yfir á fund- inum að ég myndi ekki gefa kost á mér áfram. Ég er búin að vera í bæj- arstjóm í átta ár og finnst tími til kominn að nýtt fólk fái að taka við. Ég er reyndar búin að starfa að bæjar- málum lengur, þá sem varamaður, svo þetta er orðið ágætt," sagði Sigrún við DV. -DVÓ Bergur Jónsson, Ketilsstööum, og sýningarstúikurnar Ásta Matthfasdóttir og Sandra Valdimarsdóttir í fötum frá Hexa. DV-mynd Slgrún Egilsstaðir: Ný fataverksmiðja „Ég lít á þetta sem mikilvægt skref í atvinnuuppbyggingu hér á Egilsstöðum," sagði Helgi Halldórs- son bæjarstjóri á fundi þar sem kynntur var rekstur nýrrar fata- verksmiðju i bænum. Það eru HEXA í Kópavogi, Egils- staðabær og Atvinnuþróunarfélag Austurlands sem standa að stofnun hlutafélags um rekstur þessarar verksmiðju, en auk þess kemur fjár- magn frá Byggðastofnun, Búnaðar- sambandi Austurlands og væntan- lega fleiri aðilum. Nafn verksmiðj- unnar verður HEXA, fataverk- smiðja Egilsstöðum. Yfirtekur hún rekstur saumastofunnar Dyngju á Egilsstöðum og verður rekin í sama húsnæði. Dyngja hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár en hún hefur framleitt fyrir HEXA síðustu tvö ár, m.a. galla fyrir hestamenn. Þeir verða framleiddir áfram hjá nýju verksmiðjunni og einnig íþróttafatnaður, einkennisbúningar og ullarvörur eftir þvi sem markað- ur leyfir. HEXA hefur aflað sér stað- góðrar markaðsþekkingar. Gert ráð fyrir að 15 manns starfi hjá HEXA til að byija með en síðan verður fjölgað í 40, sem er sá fjöldi sem hús- næðiö leyfir. Bemhard Bogason, forstjóri HEXA, sagði að hingaö til hefði fyr- irtækið að mestu keypt sauma af verktökum en vildi nú efla ímynd sína með því að framleiða á eigin vegum. Þeir hjá Hexa álitu að á Eg- ilsstöðum væru aðstæður hagstæð- ar, húsnæði og nokkuð af tækjum til staðar, svo og hæft starfsfólk. Þó þyrfti að bæta aðstöðuna og kaupa ýmis tæki til viðbótar. Arðsemisat- hugim bendir til þess að verksmiðj- an hafi ágætan rekstrargrundvöll. Þetta verður ein stærsta fataverk- smiðja utan höfðuðborgarsvæðisins og m.a. mun HEXA flytja hingað framleiðslu sem hún hefur hingað til verið með á Hellu. -SB Uið bjóðum þér að fara með uiJskipti þin annað Þaö reynist oft vel í viðskiptum að skoöa hlutina frá nýju sjónar- horni. Þess vegna viljum við benda þér á Funda- og framkvæmdadaga íslandsflugs víðs vegar um landið. Þessi þjónusta okkar býður fyrirtækjum og einstaklingum flug fram og til baka, bílaleigubil, fundaraöstööu, málsveröi og gistingu á einu hagstæðu verðí* — í einum pakka. Hugsaðu lengra þegar þú skipuleggur næsta fund. Það eru góð viðskipti. Upplýsingar og bókanir í síma 570 8090. ÍSLANDSFWG gertr fteintm fmrt að Funda- og framkvæmdadagar Islandsfiugs eru I hverrl vlku til 30. apríl nk. og gilda frá þriöjudegi til flmmtudags. Athugiö, allt verð eru per. mann og miðast við að fjórlr séu i hóp, að lágmarki. Reykjavík - Akureyri Rug fram og til baka, bílaleigubíll I einn dag, fundaraðstaða I einn dag á Fosshótel KEA og hádegismatur. Samtals: 10.330,- tAukalega: kr. 4.900,- gteting I eina nón. morgunverður og þriráttaður kvökJyerður.) Reykjavik - Isafjörður Rug fram og til baka, bílaleigublll í einn sótartirlng, fundaraðstaða I elnn dag ásamt gistingu á Hótel Isafirði með morgun-, hádegis- og kvöldverði. Samtals: 15230,- Reykjavik - Egilsstaðir Rug fram og tH baka, bílaleigubíll í einn sólarhring, fundaraðstaða I einn dag ásamt gistingu á Hótel Héraði með morgun-, hádegis- og kvöldverði. Samtals: 15.530,- Reykjavik - Vestmannaeyjar Rug fram og tll baka, bflalejgubfll I einn sólarhring, fundaraöstaða (einn dag ásamt gistingu á Hótel Bræðraborg með morgun-, hádegis- og kvöldverði. Samtals: 13.930,- Akureyri - Reykjavík Rug fram og til baka, bflaleigubíll I einn dag, fundaraðstaða I elnn dag á Fosshótel Und og hádegismatur. Samtals: 10.330,- (Aukalepa: kr. 4.900,- gistino í rina nótt morounveröur og þriréttaður kvöldveröur.) Isafjörður - Reykjavik Rug fram og tll baka, bílaleigubíll I einn sólarhrlng, fundaraðstaða í einn dag ásamt gistingu á Fosshótel Und með morgun-, hádegts- og kvöldverði. Samtals: 15.230,- Egilsstaðir - Reykjavik Rug fram og tll baka, bflaleigubfll f elnn sólarhring, fundaraðstaða I elnn dag ásamt gistingu á Fosshótel Lind með morgun-, hádegis- og kvöldverði. Samtals: 15.530,- Vestmannaeyjar - Reykjavík Rug fram og til baka, bBaleigubíll I sólarhrlng, fundaraðstaða I einn dag ásamt gistingu á Fosshótel Und með morgun-, hádegis- og kvökJverðl. Ss/nfate: 13.930,- * Þetta Ulboé gUdir til 30. aprfl 1066. Vlð bjóðum farþegum frá Vesturbyggð, Sauðárkrókl, Siglufirðl og GJÖgrl Funda- og framkvæmdadaga í Reykjavík. Nánari upplýsingar (sima 570 8090.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.