Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir R-listinn eykur forskot sitt í skoðanakönnun DV á fylgi borgarstjórnarflokka: Aðeins 1 atkvæði í níunda mann Reykjavíkurlistinn, R-listinn, eykur enn forskot sitt á D-lista Sjálf- stæðisflokks samkvæmt nýrri skoð- anakönnun DV á fylgi borgarstjóm- arflokkanna. Frá síðustu könnun fyrir rétt rúmum mánuði hefur munurinn á flokkunum aukist veru- lega. Hefði R-listinn fengið eitt at- kvæði til viðbótar í könnuninni væri hann með 9 borgarfulltrúa inni á móti 6 hjá D-lista en sem kunnugt er þá hefur R-listinn 8 i dag á móti 7 hjá D-lista. Samkvæmt þessu gæti nývalinn níundi maður R-listans, Anna Geirsdóttir heilsu- gæslulæknir, ekki verið nær því að ná kjöri í borgarstjóm. Könnunin var framkvæmd af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar og fór fram í fyrrakvöld og gær- kvöld. Úrtakið var 471 kjósandi í Reykjavík, þar af 227 karlar og 244 konur. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjórnar- kosningar fæm fram núna?“ Útkoman í heild varð sú að 32,3 prósent sögðust ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, 48,2 prósent Reykja- víkurlistann, 16,3 prósent vom óá- kveðin í afstöðu sinni og 3,2 prósent vildu ekki svara spumingunni. Þeim sem taka afstöðu hefur eilítið fækkað frá síðustu könnun í febrú- ar. Mesti munur til þessa Ef aðeins er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu í könnun DV þá sögðust 40,1 prósent ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 59,9 prósent Reykjavíkurlistann. Munurinn á fylgi flokkanna er því 19,8 prósentu- stig og hefur aldrei verið jafn mikil í könnunum DV frá kosningunum vorið 1994. Frá síðustu könnun hef- ur Reykjavíkurlistinn aukið fýlgi sitt um 4,3 prósentustig, sé miðað við svör þeirra sem afstöðu tóku. Sé miðað við úrslit kosninganna í lok maí 1994 hefur fylgi Reykjavík- urlistans aukist um 6,9 prósentustig Skipting borgarfulltrúa Eftir kosningar 28. maí '94 Samkvæmt skoðana- könnun DV11. mars '98 og fylgi Sjálfstæðisflokksins minnk- að aö sama skapi. Þá fékk Reykja- víkurlistinn 53 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn 47 prósent. Líkt og í síðustu könnun er ekki marktækur munur á afstöðu kynj- anna til borgarstjómarflokkanna. Það skiptist nokkuð jafnt á milli kynja. Sem fyrr em konur hins veg- ar mun fjölmennari en karlar í flokki óákveöinna kjósenda í borg- inni. Sé borgarfulitrúum skipt á milli flokka í samræmi við niðurstöður könnunarinnar myndi Reykjavíkur- listinn halda sínum 8 mönnum - og vel það eins og kom fram í upphafi. Níunda mann á Reykjavíkurlistan- um skortir einungis eitt atkvæði til að fella sjöunda mann á lista Sjálf- stæðisflokksins, samkvæmt könn- uninni. Naumara getur það ekki orðið. -bjb / c Sksíanakönnun w □ 5. □ 7. □ 11 október '97 febrúar '98 .. mars '98 0 ■ Sjálfstæölsflokkur Reykjavikur- llstlnn Óákv./sv. ekkl Fylgi borgarstjórnarflokkanna * SksiaMkímun DV Niðurstöður kosninga 28. maí '94 REyKJAVIKUR- LISTINN Niðurstöður skoðanakönnunar DV - þeir sem afstööu tóku 11. mars ' 98 ASÍ og BSRB: Athugasemdir við húsnæöis- frumvarpið „Nái þessar breytingar ríkis- stjómarinnar fram að ganga þá er ljóst aö tekjulágu fólki er gert erf- iðara að eignast húsnæði. Það er stórslys ef þetta frumvarp verður að lögum,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í sam- tali við DV í gær. Stjóm BSRB og ASÍ hafa sent frá sér umtalsverð- ar athugasemdir við húsnæðis- frumvarp það sem Páll Pétursson félagsmálaráöherra hefur kynnt og lagt fyrir Alþingi. „Það er aug- ljóst að miklum fjölda fólks verð- ur beint á leigumarkaðinn án þess að ráðstafanir hafi verið gerðar til að mæta þeirri auknu eftirspum eftir leiguhúsnæði. Það era þegar mörg hundrað manns á biðlistum eftir leiguhúsnæði og ffumvarp ríkisstjómarinnar gerir aðeins ráð fyrir aukningu um 50 íbúðir. Það er talaö um aukið val- frelsi í framvarpinu og við höfum verið fylgjandi því en það þarf aö vera raunverulegt val og það er ekki tryggt þama. -phh Ingibjörg Sólrún hefur valiö: Anna Geirsdóttir i níunda sæti - líst vel á mótherjann, segir Guörún Pétursdóttir Anna Geirsdóttir, læknir við heilsugæslustöðina í Grafarvogi, verður í ní- unda sæti Reykjavíkur- listans í borgarstjómar- kosningunum í vor. Þetta er samkvæmt ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra. Anna hefur ekki teicið þátt í stjómmálum fyrr. Hún var í framhaldsnámi í lækning- um í Svíþjóð og hefur starf- að sem læknir um nokk- urra ára skeið. Gengið verður endanlega frá uppröðun á Reykjavík- urlistann í dag eða morgun að sögn Guðrúnar Ög- mundsdóttur sem sæti á í uppstillingamefnd. Að- spurð um val borgarstjóra á Önnu sem frambjóðanda, sagði Guðrún að sér fynd- ist það yndislegt val og skemmtilegt. „Anna er góð- Anna Geirsdóttir heilsugæslulæknir. ur liðsmaður," sagði Guð- rún Ögmundsdóttir. Guðrún Pétursdóttir, sem skipar níunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, sagði að sér litist vel á mótherjann í níunda sæti. „Ég kynntist henni þegar hún var í læknisfræði í Há- skólanum og ég hef alltaf kunnað vel við hana,“ sagði Guðrún. Ámi Þór Sigurðsson, sem þrýst hef- ur á um að fá níunda eöa tí- unda sæti listans, vildi ekki tjá sig um frambjóð- andann í níunda sætinu. „Ég vil ekkert um þetta segja. Ég ætla að spara mér það þar til listinn er frá- genginn," var það eina sem hann vildi segja. Aöspurð- ur sagðist hann ekki þekkja til Önnu Geirsdótt- -phh FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 Stuttar fréttir i>v Afpantanir vegna veiki Hrossahitasóttin hefur haft þau áhrif að erlendir ferðamenn hafa afþantað hestaferðir á íslandi. Þessa hefúr gætt hjá íshestum að sögn Morgunblaðsins. Skatturinn skammaöur Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaður gagnrýnir skattstofuna á ísafirði mjög harölega fyrir smásmygli. Þar starfi of margir sem hafi of lítið aö gera. RÚV sagði frá. Samskip eflast Samskip hafa keypt þýska flutningaskipaútgerð, Bischoff í Bremen. Veltan tvöfaldast við kaupin og skipaleiðum Qölgar. Flugleiðir tapa 295 milljóna tap varö af rekstri Flugleiða og dótturfyrirtækja á síðasta ári. í fyrra varð hagnaður 632 milljónir. Tapið nú er um 1,3% af veltu. Svínakjötsútsaia Allt að 50% verðlækkun er á svínakjöti í verslunum. Um 50 tonn af kjöti eru í boði á þessu veröi og búist við að það seljist upp í dag að sögn Morgunblaðs- ins. Missti lækningaleyfið Heilbrigðisráðherra hefur svipt lækni, sem hafði kynmök viö kvensjúkling sem hann var í vitjun hjá, lækningaleyfi að ráði Landlæknis. Konan sakaði lækn- inn um nauðgun en læknirinn neitaði því. Móðir sýknuð Móðir grunnskólabams hefúr verið sýknuð af bótakröfu aöstoð- arskólastjóra vegna meiðyröa. Hún hafði skrifað í bréfi til ann- arra foreldra að aðstoðarskóla- stjórinn sýndi bömunum óvirð- ingu og framkoma hans oft óvið- eigandi. Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur hafiiað kröfúnni. RÚV sagði frá. Varðskip heimasmíðað Finnur Ingólfsson iðnaðarráö- herra vill að nýtt varðskip verði smíðað á íslandi sé þess nokkur kostm- en smíðin ekki boðin út á Evrópska efhahagssvæðinu þar sem um þjóðaröryggismál sé að ræða. Bílarafmagn ókeypis Stjórn veitustofriana Reykja- vikur hefúr samþykkt að gefa kaupend- um rafbfla á þessu og næsta ári raf- magn á þá í eitt ár. Sjálf tekur rafveita borgarinnar rafbíl í notkun á morgun. Ráðherrar saksóttir Elías Davíðsson ásamt hópi fólks hefur sent ríkissaksóknara og forseta Alþingis kæru á hend- ur Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrv. utanríkisráðherra, og Hall- dóri Ásgrímssyni, núverandi ut- anríkisráðherra, fyrir stuöning þeirra viö alþjóðleg hryðjuverk, stríðsglæpi og þjóöarmorð á borg- uram í írak. Keikó má koma Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að ef vísinda- menn fmni ekkkert að háhym- ingnum Keikó megi hann koma til landsins. Seinfeld í Háskólabíói Jerry Seinfeld Grínistinn skemmtir í Háskólabíói í sumar. Sein- feld veröur með skemmt- anir um Evr- ópu í sumar og óskaði sérstak- lega eftir því _________ að skemmta líka á íslandi að sögn Stöðvar 2. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.