Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 11 I>V Loðnuvertíðin: Hólmaborgin með lang- mestanafla DV, Akureyri: Aflaskipið Hólmaborg frá Eski- firði hefur komið með mestan afla allra skipa á loðnuvertíðinni sem lýkur senn. Þetta mikla aflaskip hafði í fyrradag komið með tæp- lega 40 þúsund tonn að landi á vertíðinni og átti þá eftir um 6 þúsund tonn af kvóta sínum. Loðnuvertíðin verður í hærri kantinum hvað heildaraflamagn varðar þótt nokkrar vertíðir hafi reyndar gefið talsvert meiri afla. Mjög óhagstætt tíðarfar lengi vel eftir áramótin hefur þar mikið að segja og þá ekki síður breytt hegð- un loðnunnar sem olli því að veiðar hófust talsvert síðar en venjulega. Langmestu hefur verið landað á Austfjarðahöfnum en Vestmanna- eyjar eru þó sá einstaki staður þar sem mest hefur verið landað af loðnu. Verksmiðjurnar á Norð- urlandi hafa hins vegar fengið mun minna af loðnu en undanfar- in ár og er ástæðan fyrst og fremst sú að þegar veiðin var sem mest úti fyrir Austurlandi var veður í langan tíma það slæmt að skipstjómarmenn treystu sér ekki í siglingu með fullfermi norður fyrir land. -gk Það er allt á fullu í loðnufrystingu þessa dagana. í Reykjavíkurhöfn liggja frystitogarar í röðum og áhafnir þeirra frysta á vöktum allan sólarhringinn. Hér er skipað úr Örfirisey RE, þar sem um 300 tonn hafa verið fryst, dýrmæt- um afurðum sem fara á Rússlandsmarkað. DV-mynd S Fréttir 50000 tonn 45000 40000 35000 ... 30000 25000 20000 .... 15000 . 10000 „ 5000 0 Vestmanna- Eskifjöröur Neskaup- Seyöis- Fásrkrúös- Höfn Akranes eyjar staöur fjöröur fjöröur Frral 40000 tonn 35000 30000 25000 20000 15000 10000 5000 0 Aflahæstu lo nuskipin 38.790 33.793 3L581 30.499 10. mars 27.531 o co £0 O JD (0 E 'O x x: < <D CO UJ > cn s >» <D T3 T3 O 25.828 o S c O 24218 24111 23.854 23.529 x: < <o X o tlfl I '<u X UJ > Cl s <D 4-r </> hrral Laugarvatn: Bleikja að leik á hvera- svæðinu - væri spennandi rannsóknarefni, segir Pétur Þorvaldsson „Við höfum veitt á Laugarvatni í íjölda ára. Ég veitti því athygli að það er alltaf hrygningarfiskur með í veið- inni. Það er mjög óeðlilegt og menn hafa varla viljað trúa því. í janúar sl. tók ég eftir að fiskurinn var mikið að vaka þama á hverasvæðinu. Það kom í Ijós að bleikjan var að leika sér í hrygningtmni. Ég sá allt að 50 flska í einu að leik,“ segir Pétur Þorvalds- son, garðyrkjumaður á Laugarvatni, í spjalh við DV, sem hefur verið að fylgjast grannt með bleikjustofhinum á Laugarvatni. „Við tókum videomyndband af þessu meðan mögulegt var um síð- ustu helgi. Nú er hins vegar kominn meiri snjór og is og því erfiðara að sjá þetta. Það var verið að dorga á þessu svæði um síðustu helgi og þá veiddist hrygningarfiskur með. Þessi bleikja virðist vera búin að sérhæfa sig við þessi hitaskilyrði því þama er tölu- vert heitara en annars staðar á vatn- inu. Það væri æskilegt og spennandi að rannsaka þessi mál nánar. Þessi bleikja gæti verið mjög góð sem eldis- bleikja því þessi stofn fer ekki í hrygningu fyrr en svo seint,“ segir Pétur. -RR Viðskipti með landbúnaðarvörur: Fáokun kallar á samdrátt - bændaforystan á rangri leið, segir framkvæmdastjóri Ferskra afurða „Ég held að viðskipti með landbún- aðarvörur lúti sömu lögmálum og við- skipti með alla aðra hluti. Því fleiri sem höndla með þær, þeim mun meira selst. Það væri rétt fyrir framá- menn bænda að fara að átta sig á þessu í stað þess að fara i þveröfuga átt,“ segir Sigfús Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ferskra afurða á Hvammstanga. Ferskar afúrðir hafa undanfarin ár slátrað og unnið afurðir þess félags- skapar bænda í Húnavatnssýslu, Ströndum og víðar sem nefnist Fersk- ir bændur. Þessir aðilar brydduðu upp á þeirri nýbreytni fyrir nokkrum árum í samvinnu við verslanir Hag- kaups að binda ekki slátrun sauðfjár við haustið einvörðungu, heldur slátra mun oftar til að gefa neytend- um kost á því að kaupa ferskt kjöt. Félagsskapurinn hefur átt undir högg að sækja og telja að landbúnað- arkerfið sé þeim mjög andsnúið og dragi taum einokunaraðila í afurða- sölu gegn þeim. Sigfús Jónsson segir að mjög erfítt sé fyrir hans sláturhús og önnur í sömu stöðu að keppa við þau fjögur sláturhús í landinu sem rétt hafa til þess að flytja út afúrðir á Evrópumarkað. Útflutningssláturhúsin fjögur njóti sérstakrar fyrirgreiðslu úr opinber- um og hálfopinbenun sjóðum og geti með þeim aðgangi miðlað út milljón- um af almannafé eins og sjáist af dæminu frá Hvammstanga sem sagt var frá í frétt DV sl. þriðjudag, og þannig niðurgreitt sláturfé á innan- landsmarkað í staö þess að slátra fyrst og fremst þeim hluta sláturfjár sem ætlaður er til útflutnings. -SÁ Opið tvímermingsmót laugardaginn 14. mars Afmælismót Lárusar Hermannssonar verður spilað í húsnæði Bridgesambandsins laugardaginn 14. mars n.k. Spilamennska hefst kl. 12 á hádegi og spilaður verður Monrad-Barometer. Áætluð spilalok eru um kl. 18.30. Mjög góð verðlaun eru í boði, m.a. peningaverðlaun (5 efstu sætin), eignarbikar og máltíð fyrir sigurvegarana á Grillinu á Hótel Sögu. Þátttaka er öllum opin, spilað er um silfurstig og farandbikar. Þetta er í 5. skipti sem mótið er haldið og sigurvegarar til þessa hafa verið: 1994 Guðlaug Jónsdóttir - Aðalsteinn Jörgensen 1995 Hermann Lárusson - Þröstur Ingimarsson 1996 Guðjón Bragason - Vignir Hauksson 1997 Hermann Lárusson - Olafur Lárusson Keppnisgjald er aðeins kr. 2.000,- á spilara og er innifalið frítt kaffi allt mótið. Sérstök athygli er vakin á að eldri borgarar greiða aðeins hálft gjald, svo og spilarar 20 ára og yngri. Keppnisstjóri verður Jakob Kristinsson. Skráning hjá BSÍ, s. 587 9360 og Ólafi Lárussyni, s. 551 6538.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.