Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 12
12 Spurningin FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 Spurningin Hvernig bíl vildiröu helst keyra um á? Guðríður Gísladóttir verslunar- maður: Bara einhverjum venjuleg- um bíl. Jón Ólafur Sigurbjömsson sölu- maður: Nýjum Land Cruiser. Helga Finnbogadóttir afgreiðslu- stúlka: Rústrauðum Benz. Ólöf Magnúsdóttir húsmóðir: Fjórhjóladrifnum jeppa. Lovísa Þorleifsdóttir: Rauðum Audi. Helga Stefánsdóttir móttökurit- ari: Á Golfinum mínum, ég er ánægð með hann. Lesendur Eftir opnun Hval- fjarðarganga Frá Akraneshöfn. Akraborgin við bryggju. Missir hennar gæti orðið Akur- nesingum dýrkeyptur, segir m.a. í bréfinu. B.S.B. skrifar: Rætt hefúr verið um stöðu Akra- ness í nútíð og framtíð, og gerð hef- ur verið könnun á stöðu atvinnu- lífsins í bænum. Nýlega mátti lesa frétt í Morgunblaðinu um að kippur hefði komið i fasteignasölu á Akra- nesi að undanfömu. Ekki gat ég séð af fréttinni hvort þar var um að ræða svona mikla eftirspurn eftir húsnæði hér í bænum, eða hvort bæjarbúar væru að reyna að losna við eignir sínar í skyndingu. Það er matsatriði hvort Hvalfiarð- argöngin hafi áhrif á búsetu og at- vinnuþróun til hins betra eða verra á Akranesi. 1 áðumefndri frétt, er ég las, var sagt að búist væri við að fasteignaverð hækkaði í hænum, og það var talið til gildis að Akurnes- ingar myndu eiga greiðari aðgang að námi, þjónustu og menningu í Reykjavík. - Það er nefnilega það. Að mínu mati er það eitt áreiðan- legt að þeir Akumesingar sem meta aðgang að greiðari þjónustu, námi og menningu í Reykjavík með til- komu Hvalfiarðarganga munu smám saman ílendast í Reykjavík. Samgöngur við Akranes og um- ferð til bæjarins verður fráleitt meiri en nú er. Áreiöanlega sneiða ferðamenn, jafnt innlendir sem er- lendir, hjá Akranesi. Þar munar mest um ferjuna Akraborg sem hef- ur verið eins konar lífæð og mikil- vægur samgönguhlekkur milli Akraness, Reykjavíkur - og annarra staða á landinu vestan- og norðan- verðu. Margir aka aldrei lengra en til Akraness er þeir koma frá þess- um landshlutum og nota Akraborg síðasta spölinn til Reykjavíkur. Eins er um fiöldann allan af ferða- mönnum sem koma frá Reykjavík með eða án bíla sinna. Þeim fmnst gott að hafa Akranes sem fyrsta áfanga á lengri leið vestur og norð- ur. Akraborgin er kafli út af fyrir sig, og missir hennar verður dýrkeypt- ur Akumesingum. - Sex ferðir á dag með rútubílum milli Akraness og Reykjavíkur koma engan veginn í stað Akraborgarinnar. Ég skora á yfirvöld á Akranesi svo og ráðamenn í samgöngumálum að stuöla að áframhaldandi sigling- um Akraborgarinnar til og frá Akranesi. Nógu neikvæð verða áhrif Hvalfiarðarganga fyrir Akra- nes. Ég lít einfaldlega til atvinnulíf- isins sem mun án nokkurs vafa verða fátæklegra áður langur tími líður. Ég kvíði opnun Hvalfiarðar- ganga fyrir hönd Akraness og ég kvíði brotthvarfi Akraborgar. Eftir brotthvarf hennar yrði Akranes að eins konar draugabæ sem fáir eiga erindi til lengur. Klúður á köldum klaka Jón Magnússon hringdi: Sjaldan hefur maður heyrt fréttir af jafnmiklu klúðri og því sem ljós- vakamiðlamir nærðust á yfir síö- ustu helgi. Björgunarmenn frá Dal- vik fóru á vélsleðum niður í austan- verðan Eyjafiörð og hröktust þar allt þar til þeim var bjargað. Öll til- tæk vélknúin tæki voru sett í gang auk skíðamanna og 30 manna liði úr Reykjavík sem sent var norður. Eftirfarandi spurningar, sem eng- inn fréttamaður spurði, vöknuðu í mínum huga: Hvað ætluðust þessir menn fyrir, yfirleitt? Hafi þeir ætlað að æfa eitthvað; þá hvað? Gagni vél- sleðar ekki betur en raunin varð em þetta þá nokkur farartæki á köldum klaka í hríðarveöri? Voru mennimir virkilega ekki búnir við- unandi fiarskiptatækjum? Hvers vegna gengu aðeins þrír menn til byggða en ekki allir? í það heila tekið finnst mér allt þetta brambolt hafa verið öllum við- komandi til hneisu. Varnarliðið minnkar umsvif sín: Hvað verður um farþegaflugið okkar? yr T- | T i f „ I' & & Verður Keflavfkurflugvöllur baggi á íslenskum skattgreiðendum. Þá er af sem áður var. Helgi Sigurðsson skrifar: Nú er komið að því sem margir hafa kviðið hér á landi; Bandaríkja- menn em á þeim buxunum að láta verða af þeim fyrirætlunum sem þeir hafa viðrað fyrir löngu, að draga verulega saman í umsvifum sínum á Keflavíkurflugvelli. En um- fram allt, að fá íslendinga til að kosta sjálfa allan rekstur sem til- heyrir farþegafluginu. Einhverjir munu víst fagna minnkun umsvifa „Kanans", eins þeir hafa nefnt varnarliðið hér, og viljaö það brott að fullu. Það mun þó verða okkur íslendingum þung- bært fiárhagslega ef við ætlum aö reka Keflavíkurflugvöll á svipaðan hátt og hingað til hefur verið gert. - í fréttum af þessu máli í íslenskum fiölmiðlum, t.d. í sjónvarpsfréttum sl. mánudag, virðast ráðamenn í ut- anríkisráðuneytinu líta svo á að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur. Þeir virðast ekki trúa því enn að vamarliðið ætli ekki að sjá um reksturinn á vellinum. Ég spyr hins vegar: Hvað verður um farþegaflugið okkar? Reykjavík- urflugvöllur er ónýtur og stenst ekki alþjóðlegar kröfur um öryggi, hvorki fyrir flugvélar né farþega þeirra. Verður Keflavíkurflugvöllur settur í hendur okkur íslendingum sem engin efni höfum á að reka þann völl svo mynd verði á. En tíminn er naumur til ákvarð- ana um framhaldið. Og með frestun Schengen-málsins erum við íslend- ingar utanveltu í öllu sem varðar Keflavíkurflugvöll og farþegaflug framtíðarinnar um hann. - Hvaða svör hafa íslenskir ráðamenn? Sumarleyfis- ferðir ASÍ og BSRB Launþegi skrifar: Stór auglýsing birtist í Morgun- blaðinu um aö fólk fengi ódýrari fargjöld á vegum stéttarfélaganna, aðeins til 15. mars. Eftir þann tíma hækka fargjöldin allmikið. Ég vek sérstaka athygli á því að 15. mars er alltof snemma til að fólk ákveði sig endanlega um ferðaval að sumrinu. Á mínum vinnustað er t.d. ekki búið að skipuleggja sum- arfríin og á hvaða tíma manni er úthlutað því. Væri ekki eðlilegt og sjálfsagt að í stað 15. mars stæði 15. maí, þá er fólk búið að fá orlof og getur ákveðið sig. Ég ítreka að 15. mars er ekki réttur tími til að sefia fólki eindaga um lægstu sumar- leyfisgjöldin. Fiskur og heilabólga Gréta hringdi: Kunningi minn, sem er nýkom- inn frá Bretlandi, benti mér á sem einlægum aðdáanda fisks og alls kyns fiskrétta að ég skyldi vera á varðbergi. Fiskurinn væri ekki all- ur þar sem hann væri séður. í fféttum í Bretlandi hefði verið var- að við of miklu fiskáti vegna þess að hann hafi valdiö lífshættulegri heilahimnubólgu. Þetta ætti jafnt við fisk úr söltu sem ósöltu vatni. Fiskur úr fiskeldi þyrfti ekki að vera laus við sjúkdóminn. Með þessu hefði skapast tækifæri fyrir bakteríur sem hafa ekki áður haft færi á að valda sýkingu í óvæntum hýslum á borð við okkur sjálf. - Þetta kom afar illa við mig, hvort sem hér er um staðreynd að ræða eða ekki. Landsbankafólk fær tækifæri Jóhann Ólafsson hringdi: Nú fær starfsfólk Landsbankans sitt gullna tækifæri. Það má allra náðarsamlegast eiga kost á að kaupa sér hlutabréf í bankanum fyrir 400-500 þús. kr. hver, ef eign- arhlutur í bankanum sem því verður boðinn dreifist jafrit á þau 900 störf sem í bankanum eru. Nú er starfsfólkið nógu gott til að kaupa hlutabréf og reisa sér hurðarás um öxl. Hvað skyldi svo verða um bréfin? Þau verða auðvit- að handónýt og einskis virði eftir nokkur ár. Biðlaun á bið- laun ofan H.H.S hringdi: Maður furðar sig á hvemig hægt er að mjólka kerfið hér á landi. Ef hægt er að fá tvenn biðlaun eins og maðurinn sem sagt var upp hjá Tryggingastofnun ríkisins árið 1994, bæði er hann hætti og svo aft- ur samkvæmt dómi um bætur er hann höfðaði mál fyrir ótímabær- an brottrekstur, þá er í raun ekki um neitt óréttlæti að ræða. Ríkið má alltaf blæða fyrir klaufaskap og dómgreindarleysi stjómenda ríkis- stofnana. Að skipa í heiðurssæti Helga Einarsdóttir skrifar: Sómakæm Alþýðuflokksfólki er nú endanlega misboðið. Þaö mátti alveg hugsa sér mótvægi við D-list- ann og þar hefúr R-listinn verið ósköp ágætur valkostur. í prófkjör- inu kom hins vegar í Ijós að hlutur Alþýðuflokksins er engmn. R-list- anum er nú alfariö sfiómað af Al- þýðubandalaginu. Nú les maður um í blöðum að setja eigi Gylfa Þ. Gíslason, fyrram formann Alþýðu- flokksins og farsælan ráðherra hér á áram áður, í eitthvert heiðurs- sæti R-listans. Ég segi nei viö þess- ari tillögu sem ég tel vera atlögu að virðingu og mannoröi Gylfa Þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.