Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 Afmæli Ingimar Elíasson Ingimar Elíasson, fyrrv. kennari og bóndi, Torfufelli 31, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingimar fæddist á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi og ólst þar upp. Hann var í barnaskólanum á Drangsnesi til 1941, lauk prófum frá unglingaskólanum á Hólmavík 1943, stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafiröi 1944-46 og lauk íþróttakennaraprófi frá íþróttakennaraskóla íslands á Laug- arvatni 1949. Ingimar var leikfimikennari bama- og unglingaskólans á Drangsnesi 1950-1953 og bamaskól- £ms í Varmahlíð 1951 og kenndi jafn- framt íþróttir á hverju sumri 1950-72. Hann var skólastjóri bama- skólans á Klúku í Bjamarfirði 1955-72 sem þá var raunverulegur farskóli, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kaldrananeshrepps 1965-75 og bóndi í Framnesi í Bjamarfirði 1970-1977 er hann flutti til Reykjavíkur. í Reykjavík starfaði Ingimar hjá Byggingavöruverslun SÍS í nokkur ár, var gangavörður í Árbæjarskóla og síðar í Hólabrekkuskóla. Þá starfaði hann við iþrótta- hús Seljaskóla í Breið- holti um skeið. Ingimar var formaður Héraðssambands Strandamanna 1951-56 og 1967-72 en hann lét íþróttamál mjög til sín taka. Þá sat hann lengi í hreppsnefnd Kaldrana- neshrepps. Ingimar Fjölskylda Ingimar kvæntist 7.4. 1953 Ástu Vigdísi Bjamadóttur, f. 30.11. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Bjama Bjarnasonar, bónda í Gautshamri og á Drangsnesi, og k.h., Önnu Ás- kelsdóttur húsfreyju. Böm Ingimars og Ástu Vigdísar em Bjami Jónas, f. 31.12. 1952, starfsmaður hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Njarðvík, kvæntur Söru Harðardótt- ur en dætur þeirra eru Sara og Ásta Vigdís; Þorbjörg Eyrún, f. 20.12. 1953, ráðskona við leikskóla í Reykjavík, búsett í Reykjavík, gift Árna Ingasyni og er sonur þeirra Ingi Emir en fyrri maður Þorbjarg- ar var Helgi Nilsen og era synir þeirra Ingimar og Brynjar; Elias Elíasson. Jakob, f. 22.6. 1956, húsa- smiður í Reykjavik en dóttir hans og Sjafnar Magnúsdóttiu- er Ellen Dana og böm hans og fyrrv. konu hans, Jó- hönnu Harðardóttur, era Ingimar og Ása Lind; Ást- mar, f. 25.6. 1959, verka- maður í Reykjavík; Ingi Vífill, f. 27.9.1962, trilluút- gerðarmaður á Kaldrana- nesi en böm hans og fyrrv. konu hans, Brynju Brynjarsdóttur, era Am- ór og Eygló og dóttir hans og Birnu Ingimarsdóttur er Alda Ýr. Systkini Ingimars era Þorbjörg Eliasdóttir, f. 22.4. 1930, húsmóðir á Akureyri, gift Frímanni Haukssyni; Esther Elíasdóttir, f. 6.7. 1932, hús- móðir á Akureyri, gift Bjarna Jóns- syni; Bjami Elíasson, f. 29.8. 1933, útgerðarmaður á Ströndum, en kona hans er Gyða Steingrímsdótt- ir; Sólrún Elíasdóttir, f. 24.8. 1936, gangavörður, búsett í Kópavogi, gift Sigmari Ingvarssyni. Foreldrar Ingimars vora Páll Elí- as Bjarnason, f. 15.5. 1899, d. 10.8. 1987, Jakobína Guðrún Halldórs- dóttir, f. 14.5. 1900, d. 22.7. 1995, hús- freyja. Ætt Faðir Elíasar var Bjami, b. á Klúku í Bjamarfirði Guðmundsson, b. á Kleifum í Kcddbaksvík Guð- mundssonar. Móðir Bjama var Soff- ía, systir Guðmundar, £ifa Símonar Jóhanns Ágústssonar prófessors og Sveinsínu, móður Skúla Alexand- erssonar, fyrrv. alþm. Soffía var dóttir Páls, b. á Kaldbak í Nessveit, bróður Guðmundar, langafa Hanni- bals Valdimarssonar ráðherra. Páll var sonur Jóns, b. í Stóra-Ávík Páls- sonar, ættfóður Pálsættarinnar Björnssonar. Móðir Soffíu var Sig- ríður, systir Jóns á Saurhóli, afa Stefáns, skálds frá Hvítadal. Sigríð- ur var dóttir Magnúsar, b. á Hafnar- hólmi Jónssonar, og k.h., Ingibjarg- ar Jónsdóttur „glóa“, b. í Goðdal Amljótssonar, ættföður Glóa-ættar- innar. Jakobína var dóttir Halldórs, b. á Kaldrananesi Jónssonar. Móðir Halldórs var Guðríður Pálsdóttir, systir Soffíu á Kleifum, af Pálsætt. Móðir Jakobínu var Þorbjörg Kristjánsdóttir, á Hellissandi Ein- arssonar, b. á Kvenhóli á Skarðs- strönd Einarssonar. Ingimar er að heiman á afmælis- daginn. Guðrún Halldórsdóttir Guðrún Halldórsdóttir leirlistamaður, til heimilis í New Jersey í Bandaríkjunum, varð fimmtug á þriðjudaginn var. StarfsferiII Guðrún fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla ísafjarðar, stundaði nám við öldungadeild MÍ 1985-87, stundaði nám í kermik við Boulder School í Colodaro í Bandaríkjunum 1987-89 og síðar við Brook Dale Community College í New Jersey 1991-97. Guðrún og eiginmaður hennar, Ámi, stofnuðu Vestfirska fréttablaðið á ísafirði 1977 og starfræktu þaö til 1989. Auk þess starfrækti Árni prentsmiðjuna ísrún á ísafirði, ásamt fleirum. Þau Guðrún og Ámi fluttu til Bandaríkjanna 1991 þar sem Guðrún hefur stundað listnám í leirlist og unnið að listsköpun og kynningu á list sinni. Hún hefur haldið fiölmargar einkasýningar á New Yorksvæðinu við góðar undirtektir á síðustu árum. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Ámi Sigurðsson, f. 18.4. 1941, forstöðumaður Oddi Printing Corp. í New York. Hann er sonur Sigurðar Jónssonar, prentsmiðju- stjóra á ísafiröi, og Mörthu Ámadóttur bankamanns. Börn Guðrúnar og Árna eru Amar Þór Árnason, f. 7.2. 1967, viðskiptafræðingur í New York; Jón Ólafur Ámason, f. 13.7. 1971, d. 16.3. 1997, tölvunar- fræðingur í New York, en dóttir hans og Margrétar Óskar Amarsdóttur er Martha Sif Jónsdóttir, f. 27.5. 1991; Sigurður Halldór Árnason, f. 22.10. 1980, nemi í New York. Systkini Guðrúnar era Sigrún Halldórsdóttir, f. 30.1. 1934, póstmeistari á Fáskrúðsfirði; Guðfinna Halldórsdóttir, f. 5.7. 1936, húsmóðir á Spáni; Ragna S. Halldórsdóttir, f. 20.9. 1943, bankamaður á Seltjarnanesi; Bárður G. Halldórsson, f. 17.8. 1946, fasteignasali, búsettur í Bessastaðahreppi; Ásgerður Halldórsdóttir, f. 20.9. 1950, fisktæknir á ísafirði; Kolbrún Halldórsdóttir, f. 15.1. 1953, bæjarfúlltrúi á ísafirði. Foreldrar Guðrúnar vora Halldór Gunnarsson, f. 12.7. 1911, d. 1984, skipstjóri á ísafirði, og Guðbjörg Kristín Bárðardóttir, f. 15.11. 1912, d. 18.3. 1983, húsmóðir. Guðrún Halldórsdóttir. Sveinn Árnason Sveinn Ámason, bíl- stjóri og söngstjóri, Víði- mel í Seyluhreppi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist á Víði- mel og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann á Sauðárkróki. Sveinn tók við búi af Sveinn Árnason. foreldram sínum 1967 og stundaði búskap á Víði- mel fram á miðjan níunda áratuginn. Hann hefúr verið fram- kvæmdastjóri verktaka- fyrirtækisins Fjöður sf. í nokkur ár en hefur auk þess hefur hann stundað vörabílaakstur frá 1970. Sveinn er söngstjóri Rökkurkórsins í Skaga- firði og Karlakórs Ból- staðarhlíðarhrepps í Áskrifendur fá Wk aukaafslátt af smáauglýsingum DV r///////////////// o»l ml hírrtfc Smáaugtýsingar 5505000 é Húnavatnssýslu. Þá er hann org- anisti Mælifellsprestakalls í Skaga- firði. Sveinn hefur setið í stjóm Lands- sambands vörabifreiðastjóra um árabil og gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sína sveit. Fjölskylda Sveinn kvæntist 6.4. 1969 Stein- imni Ámundadóttur, f. 16.5. 1950, húsfreyju. Hún er dóttir Ámunda Jóhannssonar, f. 3.5. 1918, d. 18.5. 1997, véltæknifræðings í Reykjavík, og k.h., Kristjönu Sigurmundsdótt- ur, f. 29.11. 1917, d. 17.5. 1989, hús- móður. Böm Sveins og Steinunnar eru Ámi Gunnar, f. 23.11. 1968, húsa- smiður og verkstjóri hjá Húsasmiðj- unni, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Hildi Amardóttur sjúkraliða og era böm hans Sveinn Ingi, Petra og Sindri; Ámundi Rúnar, f. 3.8. 1971, vélamaður á Víðimel; Ómar Feykir, f. 16.11. 1981, nemi við Fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki; Logi Fann- ar, f. 26.10. 1983, nemi í Varmahlíð. Systkini Sveins era Jón, f. 25.11. 1942, bílstjóri á Sauðárkróki; Mar- grét, f. 6.3. 1944, húsmóðir á Akur- eyri; Amalía, f. 29.8. 1953, húsmóðir í Varmahlíð; Steinunn, f. 26.12.1956, húsmóðir á Sauðárkróki. Foreldrar Sveins; Ámi Jónsson, f. 21.4.1913, d. 10.10.1972, söngsfióri og bóndi á Víðimel, og k.h., Hall- fríður Bára Jónsdóttir, f. 14.7. 1922, húsfreyja. Sveinn og Steinunn taka á móti gestum í félagsheimilinu Miðgarði, laugardagskvöldið 14.3. frá kl. 21.00. Ættfræðigreinar síðustu 10 ára eru á www.dv.is Til hamingju með afmælið 12. mars 85 ára Anna Sigurðardóttir, Álftamýri 22, Reykjavík. 80 ára Bergþóra Ámadóttir, Hólabergi 68, Reykjavík. 75 ára Róbert Tómasson, Hringbraut 57, Keflavík. 70 ára Erlingur Ottósson, Lækjarsmára 58, Kópavogi. 60 ára Ágúst Þór Oddgeirsson, Kaldaseli 20, Reykjavík. Bragi Bjömsson, Hraunstíg 4, Hafnarfirði. Gísli S. Hafliðason, Bakkaseli 14, Reykjavík. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Stekkjarvöllum, Ólafsvík. Þórhallur Hermannsson, Kambsstöðum, Hálshreppi. 50 ára Eysteinn Gunnarsson, Hraunbæ 156, Reykjavík. Hulda Jónsdóttir, Hlíðarvegi 20, Ólafsfirði. Jón Baldvin Georgsson, Vesturbergi 103, Reykjavík. Kristín Þorsteinsdóttir, Seljalandsskóla, Vestur-Eyjafiallahreppi. Margrét Markúsdóttir, Heiðartúni 4, Garði. Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir, Akurgerði 5 C, Akureyri. Salmann Kristjánsson, Hólavegi 63, Siglufirði. Sigurður Sævar Sigurðsson, Öldugötu 27, Reykjavík. Þorsteinn Aðalsteinsson, Reykási 24, Reykjavík. 40 ára Jónína Guðbjörg Óskarsdóttir, Vallargötu 26, Sandgerði. Konráð Jóhannsson, Reykjabyggð 17, Mosfellsbæ. Marcelo Luis Audibert Arias, Mávahlíð 2, Reykjavík. Osvör Jonna S. Oscarsdóttir, Ásbúð 40, Garðabæ. Sigrún Harpa Guðnadóttir, Teigaseli 3, Reykjavík. Sigurður Valur Sverrisson, Hrauntungu 6, Kópavogi. Simon Richard Tumer, Bæjarási 5, Mosfellsbæ. Stefanía Huld Gylfadóttir, Breiðuvík, Tjömeshreppi. Steinar Tómasson, Tindum, Mosfellsbæ. i:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.