Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 32
11. 03. 98 Fjöldi vinninga Vinningar Vinning&upphœð 50.886.000 2.5 at 6 624.328 3-5 at 6 163.510 2.910 190 5-3 at 6 980 440 Helldarvinningiupphœð 84.896.328 A I&landi 4.447.719 f Tölur í aukaúrdráttí: 1-24-27-38-41 iFRÉTTASKOTIÐ KlslMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 Ingibjörg Sólrún: Sígandi lukka „Þetta eru auðvitað góð tíðindi, en eins og ég hef ævinlega sagt þá verður að vinna kosn- ingar, það er ekki nóg að vinna skoðana- kannanir," sagði Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri í morgun. Ingibjörg Sólrún kvaðst gera sér grein fyrir því að þótt nið urstaða könnunarinn ar væri hagstæð R listanum þá væri þar með ekki sop ið kálið. Skoðanakönnunin væri vísbending um stöðuna eins og hún er núna. Fylgið hefði vissulega auk- ist samkvæmt könnuninni og síg- andi lukka væri best. -SÁ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. » Árni Sigfússon: Ég hef séð það svartara Þetta er könnun sem er fram- kvæmd á tíma þar sem R-listinn er á öllum fjölmiðlum að kynna nýjan einstakling í 9. sætið og það val vekur at- hygli. Engu að síður er full ástæða til að taka mark á þessari niðurstöðu á þeim tíma sem hún er tek- in. Það gefur augaleið að ég er ekki ánægður með hana,“ sagði Ámi Sigfússon, forystu- maður D-lista borgarinnar, um nið- urstöðu skoðanakönnunar DV. „En kosningabaráttan er að fara af stað. Ég hef séð það svartara. Á svipðum tíma fyrir fjórum árum var staða okkar mun verri en þegar upp úr var talið var staðan þó 47,3 prósent. Við eigum enn sterka möguleika þó augljóst sé að þetta verði hörkubarátta." ^ . Slasaðist á höfði Ung kona var flutt með höfuð- áverka á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur um klukkan átta í gærkvöld. Hún hafði verið að ríða út með öðru fólki við hesthúsa- hverfið Heimsenda við Vatnsenda þegar hún féll af baki og hlaut m.a. skurð á höfuð. Að sögn læknis, sem tók á móti konunni á slysa- deild í gærkvöld, var hún ekki i lífshættu þegar hún kom inn en tók þó fram að þannig hefði það þó getað litið út í fyrstu. Konan var lögð inn á deild í gærkvöld en þar fengust engar upplýsingar tnn líð- '"‘‘■fn hennar í morgun. -sv Arni Sigfús- son. A Laugavegi standa yfir miklar endurbætur um þessar mundir og því geta vegfarendur átt þar á ýmsu von. Ljósmyndari DV var við öliu búinn á horni Lauga vegar og Frakkastígs og náði mynd af því þegar höfuð kom óforvarandis upp úr ræsinu. DV-mynd E.ÓI Óvenjuleg staða konu í nauðgunar- og faðernismálum: Byggir á DNA-máli en vefengir í öðru - maður dæmdur í 2ja ára fangelsi í öðru málinu í gær Þrítugur karlmaður, Haukur Ingi- marsson, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á veitingastaðnum Ránni í Keflavík í ágúst 1996. Tvær erlendar DNA-rannsóknir, norsk og bresk, voru framkvæmdar í því skyni að upplýsa málið. Málið er sérstakt fyrir þær sakir að fórnarlambi sakamanns- ins hefur verið stefnt fyrir sama dóm- stól í öðru máli. Þar krefst meintur bamsfaðir konunnar, allt annar og óviðkomandi maður, ógildingar á fað- emisviðurkenningu frá 1995 eftir að í ljós kom að íslensk DNA-rannsókn stóðst ekki. í sakamálinu í gær var maður dæmdur í fangelsi þar sem á því var byggt aö DNA-rannsókn stæð- ist en í hinu málinu, sem er einkamál, vefengir konan slíka niðurstöðu DNA- rannsóknar. Sakbomingurinn í nauðgunarmál- inu neitaði ávallt sakargiftum. Hann þrætti fyrir að hafa haft samræði við konuna inni á karlasalemi á veitinga- staðnum Ránni. Hún kærði hins veg- ar nauðgun, sagði að hann hefði vilj- að tala við sig inni á salerni en síðan tekið sig þar með ofbeldi og nauðgað. Ekkert sá á konunni eftir verknað- inn. Við rannsóknina var stuðst við sæðissýni úr konunni. Norsk DNA- rannsókn sýndi að yfirgnæfandi líkur væra á að sæðið væri úr manninum. Þrátt fyrir það neitaði hann að hafa haft samfarir við konuna. Sýnið var síðan sent i DNA-rannsókn til Bret- lands sem staðfesti fyrri niðurstöðu. Maðurinn bar við sakleysi sínu fyr- ir dómi. Dómurinn taldi hins vegar sannað með hliðsjón af DNA-rann- sókninni, vitni og framburði konunn- ar að hann hefði gerst sekur um nauðgun. Sakborningurinn lýsti því þegar yfir við dómsuppkvaðningu í gær að hann muni áfrýja. Eins og fram kom í DV í síðustu viku hefur kona dregið í efa réttmæti DNA-rannsóknar sem Háskóli íslands framkvæmdi - þar er um aö ræða sömu konu og framangreindur maður var dæmdur fyrir að nauðga. Konan hélt því fram að ákveðinn maður væri faðir bams sem hún fæddi árið 1995. Hann neitaði en féllst á að fara í DNA- rannsókn. Hún sýndi að yfirgnæfandi líkur væru á að maðurinn væri faðir- inn. Hann undirritaði þá faðemisvið- urkenningu. Þegar Háskólinn tók upp á eigin frumkvæði að rannsaka aftur sýni úr manninum kom gagnstæð nið- urstaða - viðkomandi gat ekki verið faðirinn. Rannsóknin var síðan end- urtekin og staðfest. Konan mótmælir nú niðurstööunum og heldur því fram að maðurinn hafi sent annan fyrir sig í blóðrannsókn. Héraðsdómur Reykja- ness fjallar um máiið. -Ótt Frjáls fjölmiðlun: Hluthöfum fjölgar Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Frjálsrar fiölmiðlunar, og Sveinn R. Eyjólfsson, stjómarfor- maður fyrirtækisins, hafa selt 20 prósenta hlut í fyrirtækinu. Þeir og fyrirtæki þeirra eiga eftir söluna 80 prósenta hlut í félaginu. Nýir hluthafar eru Tryggingamiðstöðin, íslenski hlutabréfasjóðurinn, ís- landsbanki og Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans. í ársbyrjun keyptu þeir Eyjólfur og Sveinn 35 prósenta hlut íslenska útvarpsfé- lagsins í Frjálsri fiölmiðlun. „Sala 20 prósenta hlutafiár nú er í framhaldi af kaupunum af ís- lenska útvarpsfélaginu. Til greina kemur að selja 5 prósent til viöbót- ar í smærri einingum til að breikka enn hluthafahóp félagsins," segir Eyjólfur Sveinsson framkvæmda- stjóri. Frjáls fiölmiðlun og hlutdeildar- fyrirtæki gefa m.a. út DV, Dag og Viðskiptablaðið. Fyrirtækið á hluta í ísafoldarprenstsmiðju, internetfyr- irtækinu Skímu, Markhúsinu og fleiri fyrirtækjum á upplýsinga- markaði. Hjá fyrirtækjunum starfa um 350 manns og samanlögð velta þeirra á síðasta ári var rúmlega 2 milljarðar króna. -rt Veðrið á morgun: Víða væta Á morgun verður suðaustan- kaldi eða stinningskaldi og væta víða um land, þó síst suðaustan til. Áfram er búist við hlýnandi veðri. Veðrið í dag er á bls. 37. Enn betra bragð... ...enn meiri angan Nescafé MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeitis kr. 10.925 u Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.