Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Side 10
10 LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 JO"V" óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN numer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpY/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r Ulfar og sauðir Bandarískir neytendur hafa margir hverjir komið sér upp símsvara, sem segir símasölumönnum að leggja á. Sumir hafa fengið sér stimpil með textanum: „Með því að framselja þessa ávísun samþykkir þú að nota ekki neinar upplýsingar, sem koma fram á henni. Bandarískir neytendur láta gjarna taka nöfn sín og númer út af þjóðskrám, sem hagstofur leigja kaupsýslu- mönnum. Þeir kanna, hvað sagt er um þá á svörtum list- um um greiðslusögu skuldara. Þeir nota peningaseðla, en ekki plast, og neita að gefa upp kennitölur sínar. í Kaliforníu gengur þetta svo langt, að helmingur sím- eigenda hefur látið aftengja númeraflutning símtækja, svo að þeir geti hringt án þess að símanúmer þeirra komi fram á viðtökusímanum. Þeir geta þá spurt um vörur án þess að lenda í símaskrám sölumanna. Samanlagt sýna slík dæmi, að bandarískir neytendur eru miklu meðvitaðri um stöðu sína heldur en íslenzkir neytendur. Þeir láta ekki bjóða sér neitt, sem þeir kæra sig ekki um. Þeir beita hörku, ef þeim finnst, að kaup- sýslumenn láti sér ekki segjast. Allt er þetta frjálst. Sumir vilja vera á listum, svo að þeim séu sendar upplýsingar eða þeir fái aðgang að gagnlegum tilboðum. Aðrir vilja frið. Niðurstaðan er sú, að menn geti meira eða minna ráðið, hversu samþættir þeir eru eða einangraðir í vefjum viðskiptanna. Flæði persónulegra upplýsinga er í sjálfu sér hvorki gott né vont. Það skiptir hins vegar máli, að hver ein- staklingur ákveði sjálfur, hvort upplýsingar um hann séu öðrum aðgengilegar eða ekki. Slíkar ákvarðanir taka bandarískir neytendur, en íslenzkir ekki. Bandarískir neytendur hafa líka ákveðnar skoðanir á því, hvaða upplýsingar eigi að koma fram á umbúðum neyzluvöru. Þeir hafa knúið fram umbúðamerkingar, sem um margt taka fram merkingum Evrópusambands- ins, er hafa verið teknar upp hér á landi. Bandarískir neytendur geta til dæmis lesið, hversu mikið er af kolvetnum, fitu og próteini í mat. Og þeir geta lesið, hve miklu af sykri hefur verið hellt í vöruna umfram það, sem er í henni frá náttúrunnar hendi. Þetta geta íslenzkir neytendur hins vegar ekki. Með líkingu við dýraríkið má segja, að bandarískir neytendur séu úlfar, en íslenzkir neytendur séu sauðir. Svo mikill munur eru á viðhorfum almennings í þessum löndum, að hér sætta menn sig við, að Hollustuvernd kanni ekki réttmæti vörulýsinga á umbúðum. Neytendaviðhorf eiga hér svo erfitt uppdráttar, að menn halda tryggð við gamla okrarann, þegar ný fyrir- tæki koma til sögunnar, bjóða lægra vöruverð og knýja okrarann til að lækka sig. Neytendur flytja þá ekki við- skipti sín, heldur bíða eftir verðlækkun okrarans. Þessum viðhorfum verður ekki breytt með lagasetn- ingum eða fjárveitingum til neytendavarna, þótt slíkt geti hjálpað til. Það eru fyrst og fremst viðhorf fólksins sjálfs, sem koma í veg fyrir, að það nái rétti sínum. ís- lendingar hafa bara ekki áhuga á rétti sínum. Bandaríkjamaðurinn lítur á sig sem borgara, en ís- lendingurinn lítur á sig sem þegn. Það er fleipur eitt, að íslendingar séu sjálfstæðir í hugsun. Þvert á móti er undirgefni og þrælslund rík í þjóð, sem aldrei í sögu sinni hefur risið upp gegn forréttindastéttunum. Ef til vill er þetta eitt af því, sem lagast smám saman, þegar byrjað hefur verið að kenna íjármál og neytenda- mál í skólum í samræmi við nýboðaða skólastefnu. Jónas Kristjánsson Þrautir Schröders Útnefning Gerhards Schröders sem kanslaraefni þýskra sósíalde- mókrata (SPD) eftir kosningasigur hans í Neðra-Saxlandi hefur styrkt mjög flokkinn fyrir þing- kosningarnar í september. Reynd- ar höfðu sósialdemókratar og græningjar svipað fylgi á sama tíma árið 1994, en biðu engu að síður ósigur á kjördag. En engum blöðum er um það að fletta að SPD stendur betur að vígi nú: Schröder nýtur mikils persónufylgis, auk þess sem augljós þreytumerki eru farin að sjást á samsteypustjórn kristilegra demókrata (CDU/CSU) og frjálsra demókrata undir for- ystu Helmuts Kohls. Eitt mál gæti þó sett strik í reikninginn: utan- rikisstefna græningja. Þjóðverjar hafa allt frá því á 6. áratugnum reynt að samhæfa tvennt í utan- ríkismálum: sambandið við Frakka í Evrópusamstarfinu og Bandaríkjamenn í Atlantshafs- bandalaginu. Af sögulegum ástæð- um hafa þeir ekki viljað marka sjálfstæða stefnu, heldur lagt áherslu á eflingu alþjóðastofnana á borð við ESB og NATO. Allt frá því að sósíaldemókratar sögðu skilið við marxismann í stefnu- skrá sinni árið 1959 og lýstu yfir stuðningi við NATO hefur sam- staða verið um stefnuna í utanrík- ismálum. Að vísu áttu kristilegir demókratar erfitt með að sætta sig við austurstefnu Willys Brandts í upphafí 8. áratugarins, en þeir gerðu engar grundvallarbreyting- ar á utanríkisstefnunni á 9. ára- tugnum. Deilur um utanríkismál Þótt Schröder hyggist ekki beita sér fyrir neinum breytingum á ut- anríkisstefnunni gæti þessi mála- flokkur valdið honum miklum erf- iðleikum í stjórnarsamstarfi með græningjum. Hann telur að Joschka Fischer, þingflokksfor- maður græningja, sé kjörið utan- ríkisráðherraefni. Fischer heyrir hinum svokallaða „raunsæisarmi" Erlend tíðindi Valur Ingimundarson flokksins til og er í grundvallarat- riðum samþykkur þeirri utanrík- isstefnu sem Þjóðverjar hafa fylgt síðustu áratugi. Hann studdi til dæmis hernaðarðgerðir Banda- ríkjamanna og NATO til að koma á friði í Bosníu og þátttöku þýska hersins í friðargæslustörfum í fyrrverandi Júgóslaviu. En Fischer á sér harða andstæðinga úr „bókastafstrúararmi“ græn- ingja sem hafna öllum hernaðarað- gerðum i nafni friðarhyggju og vilja koma á samevrópsku öryggis- kerfl í stað NATO. Það yrði stórfrétt, ef græningi yrði utanríkisráðherra Þýska- lands. Flokkurinn var stofnaður sem mótmælaflokkur árið 1980, ekki síst sem andsvar við stefnu sósíaldemókrata í kjarnorku- og utanríkismálum! Græningjar gerðu alvarleg pólitísk mistök þeg- ar þeir lýstu yfir andstöðu við sameiningu Þýskalands eftir fall Berlinarmúrsins. Afleiðingarnar urðu þær að þeir féllu af þingi árið 1990. Þeim tókst þó að rifa sig upp úr lægðinni og komast aftur á þing árið 1994. Síðan höfðu þeir verið að bæta við sig fylgi allt ffam til landsþings flokksins í Magdeburg fyrir skemmstu. Þar kom í ljós djúpstæður klofningur í flokknum sem dregið hefur úr stuðningi við græningja meðal almennings. Fyr- ir þingið höfðu þeir Fischer og JÚrgen Trittin, leiðtogi vinstri armsins, komist að málamiðlun: Annars vegar var þátttöku þýska hersins í hemaðaraðgerðum utan Þýskalands hafnað og hins vegar var lýst yfir stuðningi við friðar- gæslustarf Sameinuðu þjóðanna með þátttöku Þjóðverja. Þetta var vissulega mótsagnakennt en þjón- aði þeim tilgangi að breiða yfir grundvallarágreining innan flokksins um utanríkismál. Klofningur græningja Þingfulltúar gerðu sér hins veg- ar lítið fyrir og virtu málamiðlun- ina að vettugi. Þeir samþykktu með eins atkvæðis meirihluta ályktun þar sem hafnað var þátt- töku Þjóðverja í hvers kyns hem- aðaraðgerðum til að koma á friði, eins og í Bosníu. Ekki var nóg með það: Mælst var til þess að Atlants- hafsbandalagið yrði lagt niður og fækkað um helming í þýska hern- um. Fischer var ekki skemmt: „Þetta sýnir hve græningjar hafa sterka samkennd með öðrum - þeir hafa svo mikla samúð með Helmut Kohl.“ Fischer greiddi atkvæði með stækkun NATO til austurs ásamt 14 þingmönnum græningja á fimmtudag í trássi við tilmæli flokksstjórnarinnar. 25 þingmenn fóru að vilja hennar og sátu hjá. Schröder hefur reynt að gera lítið úr klofningi græningja. En hann hefur þó látið hafa það eftir sér að ekki sé unnt að taka al- varlega það stjórnmálaafl sem vilji úrsögn Þýskalands úr NATO. Eitt er víst: Innbyrðis ágreiningur græningja í utanríkismálum getur spillt verulega fyrir hugsanlegu stjórnarsamstarfl þeirra og sósí- aldemókrata. Frá heimsókn Gerhards Schröders til íslands sl. sumar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók á móti honum á Akureyrarflugvelli ásamt fyrirmönnum bæjarins. DV-mynd gk -4, Á w &oðanir annarra Bandaríkin svíkja I „Sérlegur sendimaður Bandaríkjanna fylgdi í fót- spor framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóöanna til | ísraels. Brot ísraels á samkomulagi um tvö ríki og samvinnu við Palestinumenn verða á dagskrá. I Fyrsta heimsókn framkvæmdastjóra Sameinuðu | þjóðanna til ísraels virðist ekki hafa haft neinn ; annan árangur en aö valda Palestínumönnum von- brigðum. Og hvað getur hinn lágt setti Dennis Ross I fengið Netanyahu til að gera þegar forsætisráðherr- ann hefur virt að vettugi tilmæli Albright utanrík- : isráðherra og sjálfs Clintons forseta? Varla neitt á meðan rikisstjóm Bandaríkjanna og þing neita að nota stuðning sinn upp á marga milljarða til þess I að þrýsta á ísrael.“ Úr forystugrein Aftonbladet 27. mars. Misskilur hlutverk sitt É | „Þmgið hefur í fyrsta sinn valið sér fbrmann með | hlutkesti. Svona eru reglurnar þegar atkvæði fafla --------------— --TI~M I jafiit en það er vandræðaleg staða. Við skulum vona að Eidesgaard fái að loknum kosningum í Dan- mörku löngun til að taka þátt í þeirri þjóðarstjóm sem hann hefur verið kjörinn í. Þessi maður hefur ekki bara misskilið hlutverk sitt. Hann misnotar stjórnarskrána, sem hann skrifaði sjálfur undir í gær, til að tryggja sér og flokki sínum velgengni í kosningunum í Færeyjum 30. apríl. Úr forystugrein Aktuelt 27. mars. Vörumerki Jeltsíns „Forseti Rússlands, Borís Jeltsín, hefur gert brottrekstur háttsettra embættismanna að vöru- merki sínu. Affek Jeltsíns gegnum árin hafa verið umtalsverð en óstöðugir stjórnarhættir, sem fara vaxandi, rangar yfirlýsingar, heilsuleysi og skyndi- legur brottrekstur háttsettra aðstoðarmanna geta grafið undan pólítískum stöðugleika og trausti er- lendra stjórna og fjárfesta." Úr forystugrein New York Times 25. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.