Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 12
12 LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 JL^"V %ðta! Leikkonurnar og hljómsveitarpíurnar, Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Björnsdóttir, létu fara vel um sig í stól hjá förö- unardömum Þjóöleikhússins þegar helgarblaöiö leit þar inn skömmu fyrir aöalœfingu Óskastjörnu Birgis Sigurössonar í fyrradag. Stúlkurnar skörtuöu sínu fegursta og létu gamm- inn geisa á kostnaö undirritaðs. Sá roönaöi örlítiö fyrir framan allar konurnar en náöi síöan að tœla leikkonurnar tvœr afsíöis. Þaö var rúmur klukkutími þar til aöalæfing átti aö hefjast á Stóra sviöinu og greinilega mikiö um aö vera viö aö hnýta alla lausa enda fyrir frumsýninguna í gœrkvöld. Elva og Halldóra viöurkenndu aö örlítiö fiðrildi vœri í maganum en þær voru áhyggjulausar og afslappaöar aö sjá. „Við höfum unnið þetta verk eins vel og okkur er unnt fram að frum- sýningu og þegar svo er þarf maður ekki að kvíða neinu. Það er vissu- lega alltaf fiðringur i maganum þeg- ar verið er að leggja afrakstur margra vikna vinnu fyrir dóm áhorfenda en hann er nauðsynleg- ur, bendir bara til þess að manni sé ekki alveg sama um hvernig tekst til,“ segir Elva Ósk, aðspurð hvort í henni væri skrekkur fyrir aðalæf- inguna og síðan frumsýninguna í gærkvöld. Óskastjarna er fyrsta leikrit Birg- is í rúman áratug. Síðast sýndi Leikfélag Reykjavíkur Dag vonar eftir Birgi 1987 við gífurlegar vin- sældir og það hefur síðan verið sýnt í leikhúsum viða um heim. Óhætt er að fullyrða að áhorfendur bíði fullir eftirvæntingar að sjá hvað Birgir kemur fram með nú. Hvað segja þær stöllur um þetta verk? Áhrifamikið verk „Þetta er verk um alvörufólk, dramatískt verk þar sem fólk er að glíma við hinar stóru ákvarðanir lífsins, hvert skal stefna og hvað skiptir máli,“ segir Halldóra og Elva bætir við að þær stöllur leiki list- hneigðar systur. Halldóra sé rosa- lega efnilegur sellóleikari en sjálf leiki hún myndlistarkonu. Faðir þeirra er aldraður bóndi sem lætur sér afar annt um jörðina og skepn- umar og þær þurfa að gera það upp við sig hvort þær vilji heldur helga sig jörðinni og fjölskyldunni eða fara út í heim og freista gæfunnar. Önnur velur að taka við búinu, hin heldur á vit ævintýranna. Birgir veltir upp þessum stóru spurningum en svarar þeim þó ekki i verkinu. Þetta er ofsalega áhrifa- mikið verk sem hefur hrist svolítið Þær segja mjög sérstakt og í raun alveg frábært að fá að leika í nýju íslensku leikriti. Það sé alveg sér- staklega gefandi að frumflytja ís- lenskt verk. Kosturinn viö íslensku verkin sé að menningarheimurinn er þeim vel kunnur og því þurfi þær ekki að leggjast í djúpar þjóðfélags- legar pælingar til þess að komast að persónum sínum. „Við þurfum vitaskuld alltaf að skapa nýjar persónur, hvort sem við erum að fást við eitthvað nýtt eða eitthvað sem oft hefur verið gert áð- ur. í eldri verkum setur fólk vissu- lega fram kröfu um að viðkomandi leikarar sýni eitthvað nýtt, geri eitt- hvað allt annað viö persónurnar en búið er að gera áður. Meiri ögrun er fólgin í því að vera fyrstur til þess að leika eitthvert hlutverk.“ Halldóra og Elva Ósk eru báðar leiklistarskólagengnar og báðar á föstum samningi hjá Þjóðleikhús- inu. Halldóra fékk samning strax eftir skólann en Elva var á flakki fyrst eftir útskrift, starfaði hjá L.R., lék á Akureyri og viðar. Hvað skyldu þær segja um þær gagnrýn- israddir sem segja óeðlilegt að ákveðnir leikarar skuli eiga fast sæti í ákveðnu leikhúsi, þeir séu i raun áskrifendur að ákveðið mörg- um verkum og um leiö að launun- um sínum? Rangur hugsunarháttur „Ég hef velt þessu mikið fyrir mér,“ segir Halldóra ákveðið. „Ég fór beint úr Leiklistarskólanum á samning og til að byrja með truflaði það mig. Fólk talaði um að þetta væri nú ekki nógu gott, stelpan komin á samning strax og hún eigi eftir að slaka á innan fárra ára því þarna sé hún örugg um sitt. Þetta er rangur hugsunarháttur. Ég er Þær leika systur í Óskastjörnu Birgis Sig- urössonar og svei mér þá ef ekki er systrasvipur meö þeim. Elva Ósk Ólafs- dóttir og Halldóra Björnsdóttir segja verk- iö mikiö átakaverk sem velti upp mörgum áleitnum spurningum. DV-mynd E.ÓI Leikkonurnar Halldóra Björnsdóttir og Elva Úsk Ólafsdóttir í Óskastjörnu Birgis Sigurðssonar: Samt algjör trippi upp í okkur um leið og við höfum verið að vinna það. Þetta eru svona spumingar eins og fólk i hversdags- lífinu er alltaf að spyrja sig, um starf, fjölskyldu og leik. Allir vilja finna sitt jafnvægi, allir þurfa að velja,“ segir Halldóra. Elva Ósk segist vel kannast við pælingar af þessu tagi. í Leiklistar- skólanum hafi allt snúist i kringum leiklistina hjá henni og ekkert ann- að komist að. Leiklistin hafi verið þungamiðja alls og það eina sem skipti máli. Með aldrinum og því að eignast fjölskyldu sjái hún að það sem raunverulega skiptir máli eru börnin og lífið sjálft. Ögrun í nýju verki „Leikhúsið er yndislegt og ég gæti engan veginn verið án þess. Þetta er köllun sem ég get ekki stjórnað og hef fundið það þegar ég hef farið í frí vegna barneigna eða annarra hluta, að ég hef verið farin að þrá að kom- ast aftur á fjalirnar innan skamms tíma. Ég velti því eitt sinn fyrir mér hvort ég ætti að verða læknir en hætti snarlega við það því leiklistin er það eina sem mig langar að starfa við,“ segir Elva. a.m.k. þannig gerð að ef ég tek mér eitthvað fyrir hendur geri ég það eins vel og ég get, hvort sem ég er að leika í þessu húsi eöa annars staðar. Ég helli mér út í það af öll- um lífs og sálar kröftum. Ég er því komin að þeirri niðurstöðu að það sé af hinu góða að vera á föstum samningi. Þá fæ ég launin mín, sem eru rosalega há, og þá get ég ein- beitt mér vel að því sem ég er að gera hverju sinni í stað þess að þurfa að vera að hafa áhyggjur af því hvað taki við að loknu hverju verki,“ segir Halldóra. Halldóra varð strax mjög áber- andi, lék strax í hverju stóru stykk- inu á fætur öðru og undirritaður veltir því fyrir sér hvort það hafi verið erfitt að koma svona inn með þetta miklu trukki? Leikhúsið nærir mig „Það var vissulega erfitt að takast á við þetta en það var bæði ofsalega gaman og lærdómsríkt. Leikhúsið nærir mig og ég hef þroskast sem leikkona og persóna á því að fara þá leið sem ég fór. Ég er ekki jafnmik- ið á sviðinu núna en ég er mjög sátt. Það er svo margt annað sem skiptir mig máli,“ segir Halldóra og bætir við að barneignir þeirra beggja séu ástæðan fyrir þvi að þær hafi horfið af sviðinu um hríð. Það taki alveg ár að koma aftur inn. Elva Ósk tekur í sama streng. Hún er nýkomin úr ársfríi, lék ekk- ert fyrir áramót en er í þremur verkum nú. Hún segist hafa oröið mjög ánægð að komast á samning hjá Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Þar sé mikill fjöldi frábærra leikara og með slíku fólki sé gaman og lær- dómsríkt að vinna. Hún segist vera mjög sátt við hlutskipti sitt i leik- húsinu. Ekki í glanstímaritunum „Við erum margar á svipuðum aldri í Þjóðleikhúsinu og vandamál- ið er að það er hreinlega ekki nógu mikið af góðum hlutverkum fyrir konur. Það er vissulega gaman að vera með mikinn texta og vera lengi á sviðinu en málið í þessum bransa er að hafa gaman af öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur. Litlu hlutverkin er ekki ómerkilegri og þau þarf að leika af natni ekkert síð- ur en þau stóru.“ Undirritaður undrast að hafa ekki séð þessar fögru leikkonur á undirfótum eða siðkjólum á síðum glanstimaritanna en þær segjast báðar hafa haldið sér meðvitað fyr- ir utan sviðsljósið. Þær horfast í augu og hlæja, segjast raunar telja að þjóðarsálin hljóti að hafa lítinn áhuga á heimakærum leikkonum sem lítið séu úti á lífinu, eigi bara sín böm og sömu mennina í áratug eða meira. Hverjum ætli sé ekki sama? Þær hafa nú báðar sett upp fyrir- myndarhúsmæðrasvipinn og undir- ritaður þarf að minna sig á að þarna em snjallar leikkonur á ferð. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um aðra hlið á þeim og öllu villtari en þá sem svipur þeirra nú á að gefa til kynna. „Jú, það er rétt,“ svarar Elva Ósk og viöurkennir að þær séu hljóm- sveitarpíur. „Með leikkonunum Viggu (Vigdísi Gunnarsdóttur) og Lollu (Ólafiu Hrönn Jónsdóttur). Ég hafði minnst á það við trommuleik- arann Lollu að við skyldum stofna band þegar ég kæmi heim eftir árs- dvöl í Danmörku. Þar ákvað ég að láta gamlan draum rætast og læra á rafmagnsbassa. Lolla var til og víö fengum Vigdísi til þess að spila á pí- anó og Halldóm til þess að syngja. Viö erum að þessu til þess eins að skemmta okkur, hittast og djamma svolítið saman í Heimilistónum (dæmigert nafn fyrir þessar heima- kæru, heimilislegu konur),“ segir Elva. Ætla að leika áfram Eins og áður sagði var Óska- stjama Birgis Sigurðssonar frum- sýnd í gærkvöld. Leikkonurnar voru báðar spenntar og aðspurðar um gagnrýni segja þær hana vita- skuld skipta sig máli. Þær bíði eftir því að sjá hvemig vinna þeirra sé metin. Stundum sjái þær ástæðu til þess að taka mark á henni og stund- um ekki, allt eftir því hvemig mál eru fram sett. „Við höfum báðar trú á okkur í þessu starfi og okkur langar til þess að halda áfram að leika. Þetta er það sem við höfum lært og höfum yndi af. Það má vel segja að við séum ráðsettar fjölskyldukonur en algjör trippi samt,“ segja þessar hressu leikkonur að lokum og þar með eru þær roknar inn á svið, áhorfendur vom farnir að tínast i salinn. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.