Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 16
16 LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Laxness að þakka! Raymond sagðist hafa sagt það við vini sína að hann ætlaði að halda upp á fimmtugsaftnælið sitt með þeim hætti að hann myndi aldrei gleyma þeirri stund. Finna til þess eins óvenjulegan stað og hann gæti. „Það voru einkum tvær ástæður fyrir því að ég valdi ísland. Ég hafði lesið mjög jákvæða gagnrýni Forráöamenn veitingastaðarins Jónatan Livingstone Mávur voru svo huggulegir í sér aö senda Rolls Royce eftir afmælisbörnunum. Eins og sönnum herramanni sæmir opn- aöi Raymond dyrnar fyrir Bryndísi. • DV-mynd S í dagblaði um skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, og mér hafði verið' gefm bók af fyrstu út- gáfu sögunnar árið 1946, sama ár og ég fæddist. Ég sagði vinum mín- um frá þessu og þeir stungu upp á því að ég færi til íslands. Það var auðvitað málið og ég bókaði far til íslands," sagði Raymond sem þekkti engan héma þegar hann kom og fyrir hreina tilviljun valdi hann Café Óperu til að halda upp á afmæli sitt. Hann sagði það skemmtilega við þetta kvöld var að konurnar sem sátu til borðs með Bryndísi hefðu ekki trúað því að hann væri líka fimmtugur. Hann hefði þurft að draga upp vegabréfið og ökuskír- teinið til að sanna mál sitt! „Það gekk eftir að þetta varð eft- irminnilegasta afmæli mitt,“ sagöi Raymond en eins og áður sagði er hann lögmaður frá Los Angeles en í fyrra var hann skipaður dómari í einkamálarétti. ísland eftirminnilegast Raymond vitnaði að lokum í rit- höfundinn Willam Summerset Vaughan sem hefði sagt að þú gætir farið til fegurstu staða heims en það væri fólkið sem þú hittir sem gerði staðina eftirminnilega, ekki staðirn- ir sjálfir. „Ég hef ferðast víða um heim og get virkilega tekið undir þessi orð Vaughans. ísland er eftirminnileg- asta landið sem ég hef heimsótt. Það gerir fólkið sem ég hef kynnst hér.“ -bjb Þaö geröist fyrir tveimur árum, þann 26. mars 1996, að Bryn- dís Friöþjófsdóttir snyrtifræðingur var stödd á Café Óperu ásamt vinum og œttingjum aö halda upp á fimmtugsafmœli sitt. Skyndilega kom þjónn meö stóra kampavínsflösku á borðiö sem hann sagði vera ,frá manni úti í sal“, eins og hann oröaöi það. Bryndís varö skiljanlega forvitin, svo ekki sé minnst á boröfélaga hennar, og manninum var boöiö til borösins. Þá kom í Ijós aö hann var einnig að halda upp á sitt fimmtugsafmœli 26. mars, einn og yfirgefinn, kominn alla leiöina frá vesturströnd Bandaríkjanna. Þetta var hann Raymond Correio, lögmaöur frá Los Angeles. Upp frá þessari skemmtilegu uppákomu hafa Bryndís og Raymond haldið góðum vinskap, skipst á gjöfum og bréfum. Síðan gerðist það núna í vikunni að Raymond gerði sér lítið fyrir og skellti sér til íslands til að halda upp á 52 ára afmælið með Bryndísi. Þau fóru út að borða á Jónatan Livingstone Mávi á afmælisdaginn og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér var þeim ekið á staðinn í Rolls Royce, hvorki meira né minna, í boði veitingahússins. Skömmu seinna komu nokkrir vin- ir og ættingjar Bryndísar til að sam- fagna þeim yfir dýrindis málsverði. Kvöldstundin heppnaðist í alla staði mjög vel. Bryndis, sem rekur Snyrtivöru- verslunina Nönu í Hólagarði, sagði í samtédi við helgarblaðið að fimm- tugsafmælið hefði verið „algjört surprise" og enn skemmtilegra hefði verið að Raymond ákvað að koma aftur tveimur árum seinna. Það væri ekkert annað en einstök tilviljun að tvær persónur frá tveimur heimshomum, sem ættu sama afmælisdag, kæmu saman á litlu veitingahúsi, og það á fimm- tugsafmælinu af öllum tímamótum, á þriðjudagskvöldi í þokkabót! Áöur en afmælisbörnin settust að snæðingi á fimmtudagskvöldiö meö vinum og ættingjum Bryndísar var þessi skemmtilega mynd tekin. Raymond og Bryndís eru meö Elísabetu, 5 ára dótturdóttur hennar, á milli sín og fyrir aft- an þau er Hanna Maja föröunardama og dóttir Bryndísar. DV-mynd Hilmar Þór Vinskapur tveggja fimmtugra afmælisbarna komst á með skemmtilegum hætti: Einstakar tilviljanir i í 1 FRABÆRT URVAL i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.