Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Side 22
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 22 4&iklist - sagði einn stofnenda hópsins við son sinn „Hugleikur, komdu hingað," sagöi Ingibjörg Hjartardóttir, bóka- safnsfræðingur og leikritaskáld og einn stofnenda áhugamannaleik- hópsins Hugleiks, við son sinn, Þór- arinn Hugleik, fyrir fjórtán árum þegar finna átti nafn á leikhópinn. „Við vorum í vandræðum með að finna nafn og fannst þetta bara til- valið. Hugleikur er sænskt kon- ungsnafn og hæfir okkur ágætlega," sögðu Sigrún Óskarsdóttir félags- ráðgjafi og Unnur Guttormsdóttir sjúkraþjálfari þegar helgarblaðið fékk þær i vikunni til að rifja upp sögu leikhópsins en þær voru einnig í hópi stofnenda ásamt Ingi- björgu og fleira áhugafólki um leik- list. Ingibjörg var íjarri góðu gamni þar sem hún var að sóla sig í Grikk- landi ásamt bónda sínum, Ragnari Stofnað á bókasafni Þær Sigrún og Unnur sögðu Ingi- björgu vera hugmyndafræðing að stofhun Hugleiks. Á æskuheimili sínu á Tjöm í Svarfaðardal hefði hún alist upp við áhugaleikhús og fundist slikt vanta á höfuðborgar- svæðinu. Svo gerðist það einn dag- inn haustið 1984 að 20 manna hópur kom saman á vinnustað Ingibjargar, sem þá var bókasafnið í Bústaða- kirkju, og stofnaði Hugleik. „Við ákváðum strax að sýna eitt- hvað leikrit. Fundum í bókaskáp eitt elsta leikritið sem völ var á, Bónorösforina eftir Magnús Gríms- son frá 1852. Við sýndum það í Fé- lagsstofnun stúdenta fyrir vini og vandamenn, héldum bara okkar kvöldvöku með kaffi, kleinum og Eigrandi sálir f Helvíti í uppfærslunni á Sálir Jónanna ganga aftur. Frá hægri eru þaö Árni Hjartarson, Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Esther Jökulsdóttir og Þórunn Guömundsdóttir. Skugga-Björg var fyrsta „alvöru" leikritiö sem Hugleikur setti upp. Þetta var áriö 1985. Hér eru, frá vinstri, Ingibjörg Hjartardóttir í hlutverki Kötlu skræku og Sigrún Óskarsdóttir í titilhlutverkinu sem Skugga-Björg. Mynd Rut Hallgrimsdóttir gerði allt sjálfur - nema að leik- stýra. Hópurinn hefur ýmist samið leikritin sjálfur, búið til leikgerðir eða sett upp það gömul leikrit að ekki væri krafist höfundarréttar- greiðslna. í höfundasmiðjunni hefúr hópurinn m.a. notið leiðsagnar leik- húsmanna á borð við Hávar Sigur- jónsson og Áma Ibsen. Leikárið hef- ur jafnan hafist með námskeiðum á haustin sýnt í Tjamarbíó en núna fær hann í fyrsta sinn inni hjá Möguleikhús- inu. Æðsti draumur Hugleiks er að sjálfsögðu að fá fast húsnæði undir starfsemina. Hugleikur hefur m.a. tekið þátt í norrænni leiklistarhátíð áhugaleik- félaga. Hún var haldin í Reykjavík árið 1986. Það var einmitt þá ___ sem „skjálfta" Stefánssyni. Hugleikur er einmitt í dag, á sínu 15. leikári, aö frumsýna i Möguleik- húsinu við Hlemm nýtt og endur- bætt leikrit eftir þær stöllur um Sál- ir Jónanna í leikstjórn Viðars Egg- ertssonar. Um 50 manns standa að uppfærslunni, þar af 25 leikendur og 6 manna hljómsveit. Leikritið var á sínum tíma það fyrsta sem var sérstaklega samið fyrir Hugleik og vakti nokkra lukku. Nú hafa þær semsagt endur- bætt verkið og nýji titillinn er Sálir Jónanna ganga aftur. Meðal breyt- inga er að bætt hefur verið við tón- list og textum eftir þá Þorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann Guðmundsson, unga Þingeyinga sem gengu til liðs við Hugleik fyrir nokkram árum. Að sögn Sigrúnar og Unnar hafa þeir reynst leikhópnum mikill happa- fengur. flatkökum. Vorum einnig með upp- lestur og ýmislegt fleira en þetta leikrit. Þetta vakti lukku sökum þess hve þetta var klaufalegt, enginn kunni neitt. Við vorum ekki meö neina lýsingu, hár- kolla fór af hausnum á einum leikaranum og út á gólf og fólk grét úr hlátri. Því fannst þetta ^ vera hálfgert „anti-leik- hús“. Hélt að við værum að gera grín að leikhúsi en það var sko ekki ætlunin," sagði Sigrún og þær Unnur hlógu þegar þær rifjuðu upp þetta fyrsta verkefni Hugleiks. \ DV-mynd Þjetur „Okkar fólk" í atvinnu- leikhúsunum Talandi um hæfileikafólk þá hef- ur Hugleikur gefið af sér efni í at- vinnuleikara. Bjöm Ingi Hilmars- son, sem nú leikur í Borgarleikhús- inu, byrjaði að leika með Hugleik þegar hann Qutti til Reykjavík- ur á sínum tíma, ungur pilt- urinn frá Dalvík. Sömu skref steig Hildigunnur Þráinsdóttir, sem nú er að slá í gegn með Hafhar- fjarðarleikhúsinu, þegar hún kom til borgarinn- ar frá Akureyri. „Við eram auðvitað afskap- lega stolt af okkar fólki. Teljum okkur eiga pinulítið í því,“ sagði Unnur en einn fyrrum Hugleikari í við- bót, María Hreinsdóttir, er að læra í Leiklistarskól- anum. Gera allt sjálf Eftir Bónorðsfórina var ákveð- ið að halda áfram. Þær sögðu að þá hefði kviknað sú hugmynd sem aíla tíð hefur verið gmnnhugmynda- fræði Hugleiks, þ.e. að hópurinn Þær voru á meöal stofnenda Hugleiks og sömdu einnig leikritiö Sálir Jonanna ganga aftur sem frumsýnt veröur í Möguleikhúsinu í dag. Frá vinstri, í hlutverki englanna, eru þetta Unn- ur Guttormsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Ingibjörg Hjartardóttir. Mynd Jón Örn Með skrattann á hælunum Frá uppfærslu Hugleiks á Sálum Jónanna áriö 1986. Unnur Guttormsdóttir í hlutverki Móra og Björn Ingi Hilmarsson sem Skrattinn sjálfur. Eigi löngu siöar fór Björn í Leiklistarskólann og er nú í hópi bestu atvinnuleikara lands- ins. Mynd Rut Hallgrfmsdóttir og í framhaldinu sett upp leikrit. Oftast hefur leiðbeinandi nám- skeiðsins haldið áfram með hópinn og leikstýrt honum, samanber Viðar Eggertsson nú. Hlegið viðstöðulaust „Þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að ég hafi hlegið viðstöðulaust fyrstu þrjú árin, mér fannst þetta svo fyndið," sagði Unnur þegar þær vom spurðar hvort þetta hafi ekki veriö skemmtilegur tími. „Við höf- um fyrst og fremst verið að skemmta okkur og emm þakklát fyrir hvert, jákvætt orð sem fallið hefur í okkar garð,“ sagði Sigrún. Þær sögðu Hugleik hafa á upp- hafsárunum fengið mikla hvatningu frá Sambandi íslenskra leikfélaga, einkum Sigrúnu Valbergsdóttur sem þá var framkvæmdastjóri sam- bandsins. Hópurinn hefði aldrei ætl- að sér að starfa í langan tíma en Sig- rún hefði hvatt þau til að halda áfram. Á þessum fjórtán ámm em upp- færslur Hugleiks orðnar fjölmargar; leikrit, einþáttungar og upplestrar. Allar byggðar á íslenskum verkum og veruleika. Oftast hefur hópurinn þær stöllur sömdu Sálir Jónanna, leikrit byggt á sömu þjóðsögu og Gullna hlið Davíðs Stefánssonar. í dag eru ríflega 100 félagar í Hug- leik en að jafnaði hafa um 50 manns tekið þátt í uppfærslum leikhópsins. í upphafi vom konur fjölmennari en „núna vöðum við í karlmönn- um,“ sögðu þær Sigrún og Unnur, síkátar. Allar státtír Hugleikarar em af öllum þjóðfé- lagsstigum; félagsráðgjafar, sjúkra- þjálfarar, háskólastúdentar, búðar- konur, bændasynir, tannlæknar, verkamenn, húsmæður, blikksmið- ir, hjúkrunarfræðingar og verk- fræðingar og þannig mætti lengi telja. Algengt er að fólk utan af landi sem flust hefur til höfuðborgcirinn- ar, og starfað kannski með leikfélög- um í sinni heimabyggð, hefur geng- ið til liðs við Hugleik. Þannig var með áðurnefnda þremenningana sem sömdu tónlistina í Sálir Jón- anna ganga aftur. „Þetta em miklir hæfileikamenn. Við höfum talað um þingeysku innrásina í Hugleik,“ sagöi Sigrún. Þegar ákveða átti verkefni vetrar- ins sögðu þær stjómendur Hugleiks hafa spurt sig um framtíö Hugleiks. Ætti að búa til nýtt leikrit eða leita í smiðju upphafsáranna? „Þá datt einhverjum í hug að það væri sennilega ekki svo galið að taka upp Sálir Jónanna, fyrsta verk- ið sem skrifað var sérstaklega fyrir Hugleik. Um leið og við fórum að lesa handritið sáum við að breyt- inga væri þörf. Færa þyrfti suma hluti til nútímans og annað slíkt. í raun höfum við breytt svo miklu, skipt um persónur og þess háttar að hér er um nýtt leikrit að ræða. Tón- listin skiptir auðvitað miklu í þvi sambandi." Líkt og í Gullna hliðinu gengur leikritið út á ferð til himnafóðursins með týnda sál í skjóðu, nema hvað sálirnar eru orönar fjórar; þrjár konur með sína menn og einn karl með sinn karl. Allt era þetta ólíkar persónur en þær verða samferða á leiðinni til Lykla-Péturs og eru með skrattann á hælunum allan tímann. Að sögn Sigrúnar og Unnar skipar skrattinn stærri sess í endurgerð- inni en frumútgáfunni. „Við sýnum meira inn í Helvíti en við gerðum," sagði Sigrún og glotti. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.