Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 28; MARS 1998 %ig!ingar Skagfirskum og húnvetnskum unglingum stefnt í Fálagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi: Dúndurball með Greifunum DV. Sauðáikróki: „Við fáum sjálf ákaflega mikið út úr því að vinna með krökkunum. Þau eru mjög já- kvæð og dugleg og vilja mikið á sig leggja. Foreldram- ir eru líka alltaf tilbúnir að aðstoða og allt leggst þetta á eitt um að gera starfíð sem ánægjulegast," segir Hlín Bolla- dóttir, kennari og tómstundafulltrúi Hofshrepps í Skagafirði, en fé- lagsstarfið í Grunnskólanum á Hofs- ósi hefur verið einstaklega blómlegt í vetur. Hápunkturinn var á dögun- um þegar þangað var stefnt nemend- um í 8 - 10. bekk flestra grunnskóla kjördæmisins á stórdansleik með Greifunum í Félagsheim- ilið Höfða- Hann sveiflaði sér með tilþrifum þessi ungi herramaður. komnir á dúndurballi. Sú var tíðin að haldnir voru fjöl- mennir unglingadansleikir í Sælu- vikunni á Króknum og stemningin þar var víst oft góð. Það er löngu liðin tíð og dansleikirnir liðnir undir lok. Það hefur ekki gerst áður að grunnskólanemum í öllu kjördæminu, Norðurlandi vestra, væri boðið til dans- leiks í héraðinu. Hlín var spurð hvemig hugmyndin hefði orðið til: borg á Hofs- ósi. Þarna voru vel á þriðja hund- rað manns saman Eins og hver önnur hugdetta „Þetta var eins og hver önnur hugdetta og þegar við fengum ágæt- ar undirtektir hjá mörgum aðilum var ekki um annað að ræða en fylgja þvf eftir. Krakkarnir urðu mjög spenntir fyrir þessu og við fengum stuðning frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og fólkinu hér á Hofsósi sem lagði fram Hlín Bolladóttir og eiginmaöur hennar, Egill Örn Arnarson, áttu heiöurinn að undirbúningi dansleiksins ásamt fjölda annarra aöila. DV-myndir Þórhallur vinnu sína endurgjaldslaust. Sér- staklega er það matráðskonan, Brynhildur Bjarkadóttir, og aðrir foreldrar sem eiga þakkir skildar. Okkur tókst að afla það mikils stuðnings við þetta uppátæki að það stendur undir sér. Hlín naut ómældrar aðstoðar eig- inmanns sins, Egils Arnar Arnar- sonar, sem tekur hefur á sig að hiuta starf tómstundafulltrúans. „Það kemur sér vel þegar ég er bundin í kennslunni að hann getur hlaupið í skarðið þar sem hann er með sjálfstæðan atvinnurekstur og hefur því sveigjanlegan vinnutíma," sagði Hlín. Það var mikið stuð i Höfðaborg hjá Greifunum og i pásunni fengu krakkamir léttar veitingar - gos- drykki og meðlæti - og að sjálfsögðu var hér um algjöra bindindissam- komu að ræða. Þá var einnig efnt til happdrættis þar sem dregnir voru út veglegir vinningar. -ÞÁ Unglingar hvaöanæva frá Norðurlandi vestra voru saman komnir á dans- leiknum og dönsuöu af innlifun undir dúndrandi takti Greifanna. hinhliðin Lilja Rós Jóhannesdóttir, fslandsmeistari í einliðaleik kvenna í borðtennis í annað sinn: Leonardo DiCaprio sætastur Lilja Rós Jóhannesdóttir í Vfkingi er Islandsmeistarinn í einliöaleik kvenna í borðtennis 1998. Hér er hún með verölaunin ásamt fööur sínum, Jóhannesi Atlasyni. DV-mynd Pjetur „Ég var mjög glöð að þetta var búið, sérstaklega þar sem ég bjóst ekki við að vinna. Þegar ég komst betur inn í leikinn sá ég góða möguleika á sigri,“ segir Lilja Rós Jóhannesdóttir sem varð Islands- meistari í einliðaleik kvenna í borðtennis um síðustu helgi, í annaö sinn á ferlinum. Hún haíði betur í viðureign við vinkonu sina, Evu Jósteinsdóttur, en þær hafa skipst á að sigra sl. fjögur ár. Síðan léku þær saman í tvíliðaleik og höfðu sigur þar. Lilja Rós hefur æft borðtennis hjá Víkingi frá þvi hún var 14 ára. Fram að þeim tíma hafði hún ekki æft aðrar íþróttagreinar af kappi heldur aðaUega stundað dans og lært á píanó. Síðan gerðist það aö henni og nokkrum vinkonum hennar datt í huga að fara aö æfa borðtennis. Þær höfðu leikið sér í borðtennis i skólanum og fannst kominn tími til að læra meira um íþróttina. Lilja segist ætla að halda áfram aö æfa borðtennis en nú taki hún sér smá pásu vegna stúdentsprófa. -bjb MMHM&Omæ-v:.'. '~nffflTT Fullt nafn: Lilja Rós Jóhannes- dóttir. Fæðingardagur og ár: 17. októ- ber 1978. Kærasti: Grímur Jónsson. Börn: Engin. Bifreið: Ford Fiesta, árgerð 1984. Starf: Nemi í MR og klára eðlis- fræðibraut n í vor. Með náminu vinn ég í sjoppu. Laun: Ekki há. Hefurðu unnið í happdrætti eða lottói? Ekki oft, einstaka 50 kr. í happaþrennu. Hvað flnnst þér skemmtileg- ast að gera? Sofa og horfa á góða bíómynd. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vera í skólanum á leiöin- legum degi. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur- inn hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn, t.d. Egils kristall. Hvaða íþróttamaður stendur fremstm- í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Stelputíma- ritið Sugar. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, fyrir utan kærast- ann? Leonardo DiCaprio. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórninni? Hef enga skoðun á henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Myndi vilja hitta Boris Jeltsín. Uppáhaldsleikari: Leonardo DiCaprio. Uppáhaldsleikkona: Helen Hunt. Uppáhaldssöngvari: David Bowie. Uppáhaldsstjórnmálamaðui" Mér fannst Jón Baldvin alltaf skemmtilegur. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fóst- bræður á Stöð 2 og Leiðarljós í Sjónvarpinu. Uppáhaldsmatsölustaður: Subway. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Meistarinn og Margarita e. Michael Bulgakov. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Tví- höfði á X-inu. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur, allir frekar óspennandi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Borðtennisdeild Víkings. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Reyna að komast ágætlega af i lifrnu. Ég hef gefið atvinnumannsdraum í borö- tennis upp á bátinn. Hvað ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Vinna mér inn pening svo ég komist kannski út næsta haust. Mig langar að læra þýsku, t.d. í Austurríki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.