Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 %tkamál „Ég elskaði hann og trúði í blindni öllu sem hann sagði. Það var loks fyrir um tveimur árum að ég fór að hafa efasemdir. Langtím- um saman gat ég ekki lengur fengið hann til að rísa upp af sófanum. Hann lá þar bara og letin leyndi sér ekki. Ég sagði að hann yrði að leita sér að vinnu, en það var eins og að tala við stein.“ Þannig byrjaði Raphaela Wind lýsingu sína á því sem leiddi til al- gerra þáttaskila í lífi hennar. Svo hélt hún áfram. „Hann sagðist hafa nóg með að gæta litla sonar okkar, Karstens. Þegar hann var ekki að sinna honum horfði hann á sjón- varp. Á kvöldin þegar ég kom heim úr vinnunni sagði hann: „Jæja, elskan. Ég er til!“ Þá átti hann við það að hann vildi fara í rúmið með mér. Það var það eina sem hann hafði áhuga á. Hann var sólginn í kynmök. En ég var orðin þreytt. Al- veg dauðþreytt á ástandinu." 11 ár saman Þannig sagði Raphaela frá í rétt- inum í Ingolstadt í Þýskalandi. Hún var aðeins tuttugu og sjö ára, en hafði búið með Franz Binder í ellefu ár. „Þau þrjú siðustu voru víti lík- ust,“ sagði hún. Ég vildi að við slit- um samvistunum á vinsamlegan hátt, en það átti ekki eftir að ger- ast.“ Það var sem hrollur færi um Rap- haelu þegar hún lauk við þessa setn- ingu, enda var stutt í að hún gæfi lýsingu á því hvernig samskiptum þeirra Franz lauk. Hún lokaði aug- unum, en þegar hún opnaði þau aft- ur gætti hún þess að líta ekki til mannsins á sakamannabekknum, Franz, sem hún hafði búið svo lengi með. Hann var þrjátíu og átta ára. „Það fékk mikið á Franz þegar ég setti honum stólinn fyrir dyrnar," sagði Raphaela næst. „Hann var óhamingjusamur og einn daginn fór hann að stama. Læknirinn sagði að stamið væru viðbrögð við því áfalli sem hann hefði orðið fyrir þegar ég sagðist ekki vilja búa með honum lengur. Ég var auðvitað döpur vegna þeirra áhrifa sem það hafði á hann, en gat ekki annað en haldið fast við mitt.“ Uppgjöf og skammvinn tilraun „Ég sagði að lokum við hann: „Þú mátt gjarnan búa hjá okkur Karsten þangað til þú hefur sigrast á stam- inu. En við verðum að sofa sitt í hvoru lagi. Á meðan verðurðu að búa þig undir að vera án mín.““ En stamið hvarf ekki. Raphaela fór með Franz til geðlæknis, en löng samtöl og lyf gerðu ekkert gagn. Og meðan meðferðin stóð yflr var sem Franz gæfi sig sjálfsmeðaumkun á vald. Hann grét oft, og eitt sinn sagði hann við Raphaelu. „Ég eyði- lagði allt. Það er allt mín sök að við getum ekki búið saman lengur." En Raphaela sá eina eða tvær til- raunir hjá Franz til að koma sér á réttan kjöl á ný. Eitt sinn er hún kom heim hafði hann tekið til hátt og lágt, þvegið, þrifið og ryksogið. Að auki hafði hann eldað góðan kvöldmat. Þá brosti hann og sagði: „Sérðu hvemig ég er að taka mig á.“ Gúnther Eichlinger. kom úr vinnunni sat hann í sóf- anum og hafði stungið skamm- byssuhlaupi upp í sig. „Þetta er allt mér að kenna," muldraði hann. „Til hvers er að lifa?“ Raphaela gekk út og Franz framdi ekki sjálfsvíg. Þess í stað tók hann upp á því að elta hana hvert sem hún fór. Hann njósnaði um hana og loks sakaði hann hana um að vera sér ótrú. Til þess að fá frið sagði hún við hann: „Já, ég hitti stundum annan mann. Hann heitir Gúnther E. Meira þarftu ekki að vita.“ „Gúnther E... GÚnther E.“ Það var eins og Franz gæti ekki hætt að hugsa um þennan mann. Hver var hann? Hvert var eftirnafnið? Hvar bjó hann? Dag einn sá Franz Raphaelu á göngu með manni. Þau fóru á úti- veitingahús og fengu sér kaffi. Rap- haela talaði miklu meira en maður- inn. Þegar þau stóðu upp fór maður- inn sína leið. Franz elti hann og sá hann að lokum ganga inn í fjölbýlis- hús. Hann leit á nafnskiltið. „Gúnther Eichlinger". Þetta var þá elskhugi Raphaelu! Glas með ávaxtsafa Frá þessu augnabliki gekk Franz til verks af íhygli og nákvæmni. Hann var félagi í skotklúbbi í borg- inni og hafði því leyfi til að eiga bæði skammbyssu og haglabyssu. 1 næðinu á heimilinu, meðan Rapha- ela var í vinnunni, hlóð hann báðar En Raphaela tók ekki mark á honum. „Það er um seinan, Franz, og þú ert búinn að gefa mörg loforð sem þú hefur ekki haldið." r Ognun Franz beitti öllum ráðum til að halda í Raphaelu. Dag einn er hún byssurnar svo allt væri til reiðu þegar stund uppgjörsins kæmi. Sið- an beið hann þess að Raphaela kæmi heim. En áður en hann dræpi Gúnther Eichlinger skyldi hann refsa Raphaelu svo um munaði. Hún skyldi fá refsingu sem hún myndi aldrei gleyma. Og það gerði hún heldur ekki. Þegar hún kom heim í lok þessa vinnudags hellti Franz ávaxtasafa í glas og rétti henni brosandi. Hún var þyrst og þáði það með þökkum. Hún fékk sér góðan sopa, en það var ekki fyrr en hún var búin að renna niður að henni varð ljóst að það var eitthvað að safanum. Hann var mjög beiskur á bragöið. Og áður en hún gat nokkuð gert missti hún mátt, og brátt sofnaði hún út af. Franz tók hana, batt hendur hennar í skyndi og lagði hana á rúmið. Síðan færði hann sundur á henni fótleggina og batt þá við rúmstólpa. Með hníf í hendi Franz fór nú fram í eldhús og náði í stóran hníf. Svo beið hann þess að Raphaela vaknaði. Þegar hún opnaði augun horfði hann á hana um stund, en rak síðan hníf- inn af miklu afli í koddann nokkra sentímetra frá höfði hennar. Þá lagði hann hnífinn frá sér, tók fram skammbyssuna og bar hana að enni hennar. „Nú ætla ég að skjóta þig, elskan," sagði hann. Svo heyrði hún að hann losaði öryggið á vopninu. Þá leið yfir hana. Þegar hún komst aftur til meðvit- undar sat Franz enn á rúminu og hélt nú á hnífnum. Hann hafði skor- ið sundur blússu hennar og pils og fært hana úr hvoru tveggja. Nú var röðin komin að brjóstahaldinu. Það skar hann í tvennt á einu auga- bragði. Síðan fann hún að hann lagði hnífsblaðið að maga hennar og stakk hann því undir buxnastreng- inn. Augnabliki síðar var hún kviknakin. Þessa nótt nauðgaði Franz Rapa- helu fimm sinnum þar sem hún lá nakin, bundin og hjálparvana á rúminu. „Ég lá grafkyrr og langaði til að Franz Binder, annar frá vinstri, í brúnum jakka. Vangaveltur Einn þáttur málsins, annar en drápið og nauðgunin, vakti sérstaka umræðu. Franz hafði lengi verið at- vinnulaus. Úr honum hafði dregið allan dug. Hann sat heima fyrir, og þótt hann tæki þar til hendinni var ljóst að hann gat ekki komið sér á framfæri á þann hátt sem Qestir gerðu. Og þegar Raphaela, sem vann fulla vinnu, gafst upp á hon- um, fór hann að stama. Allt voru þetta einkenni sem læknar geta les- ið margt úr. Þeirri spumingu var því varpað fram hvort hugsanlegt væri að langvarandi atvinnuleysi gæti farið þannig með fólk að það yrði að lokum svo utangátta í þjóð- félaginu að það gæti reynt að rétta hlut sinn með örþrifaráðum. í réttarsalnum í Ingolstadt var ekki reynt að svara þeirri spumingu. Franz Binder fékk ævilangt fang- elsi. I Raphaela Wind. deyja,“ sagði hún þegar hún lýsti at- burðum næturinnar. Óvænt heimsókn Það varð Raphaelu til bjargar að tengdamóðir hennar kom óvænt í heimsókn um morguninn, en þá var Franz farinn út. Há hróp urðu til þess að tengdamóðurinni varð ljóst að ekki var allt með felldu. Hún hafði ekki lykil að húsinu, en braut rúðu og gat komist inn um glugga. „Ég sagði tengdamóður minni að Franz hefði nauðgað mér fimm sinnum um nóttina og nú væri hann farinn til að drepa Gúnther, sem hann héldi að væri elskhugi minn.“ Tengdamóðirinn losaði Raphaelu af rúminu. Hún fór síðan beint í símann og bað lögregluna að fara í skyndi heim til Gúnthers Eichlin- ger því líf hans væri í hættu. Lög- reglan hélt þangað, en þegar að var komið var allt um garð gengið. Dyrnar að íbúðinni stóðu opnar, og þegar inn var komið mátti sjá illa leikið lík Gúnthers Eichlinger. Drepinn að ósekju Lögreglumennirnir sem komu að líkinu voru furðu lostnir yfir að sjá hvernig morðinginn hafði gengið til verks. Ljóst var að ekki var um venjulegt dráp að ræða. Greinilegt var að skotið hafði verið á Gúnther um leið og hann opnaði dymar. Þrátt fyrir að vera mikið særður í andliti hafði hann komist inn í setu- stofuna, en þar hafði morðinginn lá- tið skothríðina dynja á honum. Likið var flutt af staðnum eftir að tæknimenn höfðu lokið rannsókn- um sínum og sýnatöku. Það fór í hendur réttarlækna, sem komust að því að alls hefði Gúnther Eichlinger orðið fyrir þrettán kúlum. „Þetta var svo hræðilegt. Svo grátlegt," sagði Raphaela þegar komið var að þessum þætti réttar- haldanna. „Gúnther var bara vinur minn, ekkert annað. Hann var ekki elskhugi minn. Við höfðum aldrei gert annað en hittast og ræða sam- an. Ég átti erfitt vegna ástandsins heima og vantaði trúnaðarvin. En það átti eftir að kosta hann lífið.“ Og í raun hafði Raphaela aldrei sagt Franz að hún ætti elskhuga. Hún hafði aðeins sagt honum að hún hitti stundum annan mann. Sú skoðun að þar væri um elskhuga að ræða varð til í huga Franz Binder eftir að hann komst í þrot andlega. ■■■ MM sok mín „Það er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.