Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 fréttaljós 33 Brottrekstur rússnesku stjórnarinnar: Valdabarátta auðmanna „Það er svo kyrrt á göngunum hér. Það vinnur enginn þegar ég er fjarverandi," sagði Borís Jeltsín Rússlandsforseti, gramur, þegar hann birtist óvænt í Kreml á föstu- deginum fyrir viku. Forsetinn hafði komið til Kremlar í klukkustundar- heimsókn frá sveitasetri sinu þar sem hann dvaldi á meðan hann var að jafna sig af sýkingu í öndunar- færum. Forsetinn lýsti sérstaklega yfir óánægju sinni með að opinberum starfsmönnum hefðu ekki verið greidd laun. Það var einnig skýring- in sem hann gaf þegar hann kallaði Viktor Tjsernómyrdín forsætisráð- herra inn á skrifstofu sína á mánu- daginn og tilkynnti honum að stjórnin yrði að fara frá. d. -.--¦- - Erlent fréttaljós Fæstir trúa því að óánægjan með störf stjórnarinnar hafi verið aðalá- stæða brottvikningarinnar. Sumir fréttaskýrendur hafa bent á að þeg- ar Jeltsín hafi verið veikur um skeið fái hann sérstaka þörf fyrir að sýna að enn sé kraftur i honum þeg- ar hann snýr aftur til starfa. Skammast út og suður Þá skammist hann út og suður og reki fólk til hægri og vinstri. Meira að segja vini sina. Eftir nokkra daga sé adrenalínið komið í samt lag og allt verði eins og það var. Aðrir hafa bent á að Jeltsín hafi fyrir löngu verið búinn að ákveða að losa sig við Tsjernómyrdín. Ein af ástæðunum fyrir þeirri ákvörðun hafi verið sú að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsætisráð- Fjármálafurstinn Borís Berezovskí er sagöur maöurinn á bak viö brottrekstur stjórnarinnar. herrann væri ekki verðugur eftir- maður sinn. Fyrrverandi yfirmaður lífvarða- sveitar Jeltsíns, Alexander Korzja- kov, segir Jeltsín aldrei hafa skipu- lagt nokkurn hlut fyrirfram. Brott- rekstur stjórnarinnar hafi verið skyndiákvörðun. „Ég hef starfað með Boris Nikola- jevits lengur en nokkur annar. Mig rekur ekki minni til að við höfum nokkru sinni skipulagt nokkurn hlut," sagði Korzjakov í viðtali við norska blaðið Aftenposten. Furstar í stríð Helst hallast menn að þeirri skýr- ingu að fjármálafurstinn Borís Ber- ezovskí sé á bak við brottrekstur rússnesku stjórnarinnar. Hann vilji hafa enn meiri áhrif á efnahagslega og jafnvel einnig pólítíska framtíð Rússlands en hann hefur nú þegar. Borís Berezovskí, sem fullyrt er að ávaxti eignir forsetans, og Vla- dimir Potanin eru meðal allra rík- ustu manna Rússlands. Undanfarna mánuði hafa þeir verið helstu þátttakendurnir í harðri baráttu sem valdið hefur klofningi meðal fjármálajöfra. Næstu mánuði á að einkavæða einhver af síðustu ríkisfyrirtækjum Rússlands. í Moskvu spá menn því að baráttan milli Potanins og Ber- ezovskís eigi eftir verða harðari en nokkru sinni. Hvor um sig stýrir fyrirtækjum með tugi þúsunda starfsmanna. Allt litur út fyrir að hvorugur ætli að láta undan. Talið er að heildareígnir Berezov- skís nemi um 360 milljörðum ís- lenskra króna. Enginn veit hversu mikil auðævi Potanins eru en hann er þó ekki talinn hafa minna á milli handanna en Berezovskí. Fullyrt er að vegna auðæva sinna hafi þessir menn næstum því jafnmikil vóld og Borís Jeltsín. Þáttaskil Það voru umbæturnar, sem Borís Jeltsín hóf i upphafi þessa áratugar, sem ollu þáttaskilum hjá Potanin og Berezovski. Áður en umbæturnar hófust voru þeir báðir áhrifalausir embættismenn í sovéska kerfmu. Þegar einkavæðingin fór i gang höfðu þeir báðir vit á að koma sér fyrir þar sem búast mátti við miklu fjármagnsstreymi. Potanin, sem upphaflega starfaði hjá utanríkis- ráðuneytinu, stofnaði banka. Bank- inn, Uneximbankinn, er nú stærsti banki Rússlands. Berezovski starfaði í bílasölugeir- anum. Þegar umbæturnar hófust reisti hann stórt veldi á þeim vett- vangi. Hann er jafnframt orðinn ol- íukóngur og á mörg dagblöð. Einkavæðingin i Rússlandi hefur haft það í för með sér að örfáir menn eiga mestallan auðinn. Mið- stéttin er mjög lítil. Og í saman- Þó svo aö þaö sé engin nýlunda aö Jeltsín Rússlandsforseti reki menn til hægri og vinstri og jafnvel vini sína kom brottvikning allrar ríkisstjómarinnar í vikunni á óvart. Símamynd Reuter burði við fjármálajöfrana er hinn al- menni borgari enn eignalaus. Blóði úthellt Enginn hefur enn getað greint frá þvi hvernig baráttan um auðævi Rússlands fór fram í smáatriðum. Það var þó augljóst að blóði var út- hellt. Fjöldi bankastjóra, verk- smiðjustjóra, embættismanna og annarra féllu fyrir hendi leigumorð- ingja. í Jekaterinburg í Úral út- rýmdu fjármálajöfrar nær hverjir öðrum á árunum 1992 til 1994. Nú flýtur blóðið ekki lengur. Ástæðan er sú að keppinautunum hefur fækkað og búið er að skipta mestu af auðnum. Potanin og Berezovskí náðu yfirráðum yfir mestöllu. En þeir standa ekki einir við kjöt- katlana. Talið er að í Rússlandi séu Sergej Kíríjenko hefur viourkennt að vera hræddur vegna þeirrar ábyrg&ar sem honum hefur veriö falin. Símamynd Reuter að minnsta kosti átta stór fjármála- veldi. Um langt skeið uxu þau upp hlið við hlið án þess að til árekstra kæmi. I forsetakosningunum 1996 komu fjármálafurstarnir meira að segja saman og voru sammála um að það yrði þeim til ógæfu sigraði kommúnistinn Gennadí Zjúganov í kosningunum. Fjármálafurstarnir létu fé streyma í kosningasjóð Jeltsíns og fjöhniðlamir, sem þeir stýrðu, lýstu yfir stuðningi við for- setann. Þegar Jeltsín varð veikur fyrir aðra umferð kosninganna sögðu sjónvarpið og stærstu dag- blöðin sem allra minnst. Fjármálamenn óðir Friður ríkti á milli stærstu fjár- málaveldanna þar til siðastliðið sumar. Þá lét Potanin til skarar skriða. Þegar 25 prósent hlutabréf- anna í símafyrirtækinu Svyazinvest voru sett i sölu keypti Potanin þau öll í félagi við bandariska miUjarða- mæringinn George Soros. Hinir fjármálafurstarnir fengu ekkert og urðu óðir. Undanfarna mánuði hafa fjár- málaveldin skipað sér i tvær fylk- ingar. Leiðtogarnir eru Potanin og Berezovskí. Potanin hafði eins og aðrir auðjöfrar verið örlátur á fé i kosningasjóð Jeltsíns. íþakklætis- skyni gerði Jeltsín hann ábyrgan fyrir efnahagsmálum í ríkisstjórn sinni. Potanin varð hins vegar að víkja í mars í fyrra samkvæmt skip- un frá Tsjernómyrdín. Berezovskí varð yfirmaður öryggisráðs Rúss- lands en var settur af í nóvember síðastliðnum. Sviptingarnar í rússneskum stjórnmálum eru tíðar og fæstir stjórnmálaskýrenda búast við að Sergej Kírijenko, litlaus og óþekkt- ur orkumálaráðherra sem Jeltsín fól stjórnarmyndun siðastliðinn mánudag, sitji lengi í stól forsætis- ráðherra. Það að Jeltsin skuli hafa mælt með að Kíríjenko, sem stofnaði banka í Novgorod og fór því næst yfir í olíubransann áður en hann varð orkumálaráðherra, sitji áfram þykir benda til að fjármálamaður- inn Berezovskí sjái sér hag í því. Byggt á Reuter, DN og Aftenposten. Rá&herrarnir Anatolí Tsjúbaís, Viktor Tsjemómy rdin og Borís Nemtsov. Eins og allir a&rir rá&herrar í ríkisstjórn Rússlands voru þeir látnir fjúka. Símamyna Reuter & NMT m TS - 400 <f - i. :Á \ "¦ ¦ -!-•¦•' , 9*5- **5*£ «*t Láttu þetta ekki henda nUIIJMJ.MMH kl Festing I bli meö 12V hraðhleoslu. handfrjálsrt notkun (hendur ó stýri) og lengingu fyrir loflnot Hraohleðslutæki fyrír 230 volt. 120 klst. /1200 mAh NIMH rafhlaða. §4,900,- Helstu tæknilegir eiginleikar: Vatns- og höggvarið ytra byrði. Reiknivél. - Klukka og vekjari. - Dagbók / minnisbók. - Sýnir lengd samtals og kostnað. - Læsing fyrir notkun. - Fullkomin hleðslustýring 1 mínúta í hleðslu gefur 1 klst. endingu rafhlöðu. Hágæða rafhlöður, allt að 200 klst. - Beintengi fyrir bíla og húsaloftnet - Neyðarlínuhnappur (112). ~^r- - Tilbúinn fyrir númerabirtingu Þig'- S íste Siðumúla 37 - 108 Reykjavík S. 588-2800 - Fax 568-7447 - Sendir/móttekur texta, tal og tölvugögn. - Innbyggt 1200 baud tölvumótald. - Innbyggt RS232 tengi fyrir tölvu o.fl. - Innbyggt tengi fyrir GPS staðsetningartæki - DMS (Data Mobile Station) í NMT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.