Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 34
34 helgamðtalið 4- LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 JDV LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Damon Johnson og Birna Valgarðsdóttir kynntust fyrir einu og hálfu ári þegar þau láku bæði með Keflavík í körfubolta - og eru saman enn: * helgarviðtalið « 2 Damon Johnson á sér þann draum aö komast aö hja liðum i NBA- körfuboltanum. Hann ætlar aö gera tilraun i sumar. Ef hun heppnast þá ætlar Birna aö fylgja honum ut. ÐV-myndir Hilmar Þor Damon og Birna hafa veriö saman nær alveg frá því hann kom til íslands til aö leika meö Keflvíkingum haustiö 1996. Og eins og sjá má eru þau ástfangin upp yfir haus. ist ekki beita ofbeldi. Það sé ekki hans stíll. Á dóttur í Bandaríkjunum Damon hefur ekki kynnt Birnu fyrir móður sinni eða bróður í Bandaríkjunum en hann vonast til að hún komi með honum vestur í sumar. Þá fengi hún líka að kynnast dóttur hans sem hann eignaðist á meðan hann var í háskóla, sem nú er orðin fjögurra ára. Damon segist halda góðu sambandi við dóttur sína, móðir sín sé oft með hana og hann langar að fá þá litlu til íslands ef hann verður hér næsta vetur. Aðspurð segja þau Damon og Birna barneignir eða trúlofun ekki vera á dagskránni. Þau vilja koma sér betur fyrir fyrst áður en gerðar verði frekari skuldbindingar. Þau hafa fylgst vel með hvort öðru í körfuboltanum. Damon segir að Birna sé góður leikmaður, líklega einn besti varnarmaðurinn í kvennaboltanum. Hún þurfi bara að stjórna hraða sínum betur. Hann telur hana eiga góða möguleika á að komast að hjá háskólaliðum í Bandaríkjunum eða hvar sem er er- lendis. „Ég hef hvatt hana til þess en það hefur skort svolítið á sjálfs- traustið.“ Baráttumenn Birna segist ekki geta séð neina galla á Damon sem leikmanni. Hann sé einfaldlega frábær og hafi verið að spila mjög vel að imdanfornu. Sé í toppformi. Hann megi þó stundum gefa boltann meira og hafa betri stjórn á skapi sínu. Þau viðurkenna, aðspurð, að þau eigi það sameiginlegt að vera miklir baráttumenn inni á vellinum. Dam- on segir þau gera allt til að sigra í leikjunum. Þau séu í eðli sínu leið- togar og takist á við verkefnin af hörku. Birna segir Damon vera rólegan að eðlisfari og að hann eigi það til að vera rómantískur. Hann gefl sér blóm og hafi að sjálfsögöu ekki klikkað á því á Valentínusardaginn. Erfitt að yfirgefa Keflavík Eins og kom fram hér á undan þá líkaði Damon vel í Keflavík og af hverju var hann þá ekki áfram í bítlabænum? „Málið er að ég var ekki með um- boðsmann þegar ég kom til Kefla- víkur. Ég fékk mér einn slíkan eftir tímabilið með Keflavík en þeir töl- uðu við mig um að vera áfram frek- ar en að tala við umboðsmanninn. Honum líkaði það ekki þannig að dæmið gekk ekki upp. Skagamenn gerðu mér gott tilboð sem ég ákvað að taka. Fyrir mig var það erfið ákvörðun að yfirgefa Keflavík. Mér leið vel þar og eignaðist marga vini.“ Damon segist ekki hafa gert sér neinar væntingar um gæði körfu- boltans á íslandi þegar hann kom hingað fyrst. Hann hafi fljótlega séð að leikmennirnir væru flestir nokk- uð góðir en annað gilti um dómar- ana. „Það var erfitt að venjast dóm- gæslunni. Það er mikill munur á henni hér og í Bandaríkjunum. í fyrstu náði ég varla að leika nema 5 minútur í hverjum leik. Ég lenti i stöðugum villuvandræðum,“ segir Damon og brosir. Hann segist áþreifanlega hafa orð- ið var við það á Akranesi að fótbolti væri númer eitt, tvö og þrjú. Þessu væri öfugt farið í Keflavík. „Ef við verðum íslandsmeistarar núna þá held ég að Skagamenn munu bera meiri virðingu fyrir körfuboltanum en áður.“. Honum líður vel á Akranesi, íbú- arnir þægilegir og mannlífið rólegt. Hann segist þó hafa tekið eftir því að enskukunnátta margra Skaga- é m manna sé lakari en í Keflavík! Þegar hann kom þangað bað hann körfuknattleiksdeildina um að útvega sér einhverja Á vinnu á daginn. „Þeir héldu að ég væri eitthvað skrýtinn," segir Damon, „en ég vildi hafa eitt- hvað við að vera. Ég fékk vinnu í blikk- smiðju og starfa þar með frábærum náungum." Damon er nokk- uð ánægður með Rússann Alexander Ermolinski sem þjálfara Skaga- manna. Hann segir þá að vísu ekki alltaf sammála inni á vell- inum en það trufli ekki samstarf þeirra. Þeir séu báðir at- vinnumenn og utan vallar sé Alexander fínn náungi. Pólitískar erjur eru engar, enda kalda stríðinu lokið! Um það hvort hann leiki áfram með Skaga- mönnum segir Damon óljóst. Hann muni taka besta boðinu sem býðst og leika þar næsta vet- ur, hvar sem það verður. Stórkostleg tilfinning Eins og áður sagði er það draumur Damons að verða íslandsmeistari með Skagamönn- um. Hann langar til að sýna að þeir höfðu rangt Á fyrir sér sem reiknuðu ekki með að Skagamenn kæmust þetta langt. „Við sýndum fólki þetta í Kefla- vík í fyrra. Þá var sagt að við yrð- um ekki íslandsmeistarar, ég væri ekki nógu hár. En við unn- um allt sem í boði var. Það var stórkostleg tilfinning, svipuð og þegar við Skagamenn unnum Grindvíkinga á mánudaginn. Það reiknaði enginn með því,“ segir Damon, greinilega glaður með þann leik. Hann telm- þá eiga góða möguleika á að leggja KR- inga að velli í undanúrslitunum og óskar sér þess að fá Keflvík- ingana í úrslitunum. Hvort sá draumur rætist verður að koma í ljós. Það á einnig eftir að koma í ljós hvort ðj Damon kemst að í NBA í sumar. Hann ætl- ar einnig að reyna að komast inn í deild sem nefnist CBA, nokkurs konar 2. deild í Bandaríkjun- um. Ef þetta gengur eftir þá ætlar Birna að fylgja honum eftir vestmr um haf - eða hvert annað sem hann fer. Ástin á sér engin landa- mæri...-bjb Hann heitir Damon Johnson og er frá Johnson City, 55 þúsund manna bœ í Tennessee í Bandaríkjunum. Hvort bœrinn heitir í höfuðið á honum skal ósagt látið! Hún heitir Birna Valgarðsdóttir og er fœdd og uppalin á Sauðárkróki. Þau eiga sér eitt sameigin- legt áhugamál, körfuboltann. Það var einmitt körfuboltinn sem dró þau saman haustið 1996. Þá léku þau bœði með Keflvíkingum, hann nýkominn til íslands frá Johnson City og hún nýkomin frá Tindastóli á Sauðárkróki. Þau eru enn saman, ástfangin upp fyrir haus. Núna leikur Damon með Skagamönnum í úrvalsdeildinni og Birna lék í vetur með Grindvíkingum þar til nýlega að hún hœtti með félaginu. Eina liðið hennar nú er landsliðið. Framtíð þeirra er að mörgu leyti óljós. Damon hyggst reyna að komast að hjá liðum í NBA í sumar. Ef það skyldi nú heppnst mun Birna áreiðanlega fylgja hon- um vestur um haf og spila körfubolta þar. Ef ekki þá getur allt gerst. Þegar helgarblaðið hitti skötu- hjúin að máli í vikunni, á heimili Birnu og fjölskyldu hennar í Kópa- vogi, voru þau á leiðinni upp á Akranes. Fram undan var æfing hjá Damon fyrir átök helgarinnar; fyrsta undanúrslitaleikinn gegn KR- ingum. Sem kunnugt er slógu Skagamenn Grindvíkinga út í 8-liða úrslitum í byrjun vikunnar, sjálfa deildarmeistarana, og Damon átti ekki síst stóran þátt í því. Hann er talinn einn sterkasti útlendingurinn í deildinni, varð íslandsmeistari með Keflvíkingum í fyrra og draum- urinn er að verða einnig íslands- meistari með Skagamönnum. Þrátt fyrir ungan aldur, 22 ára, á Birna fjölmarga landsleiki að baki í körfubolta. Fyrst var hún valin þeg- ar hún lék með Tindastóli, þá aðeins 16 ára, og síðan með Keflavík og loks Grindavík. Hún hafði ekki langt að sækja hæfíleikana. Bróðir hennar, Haraldur Leifsson, lék lengi með Tindastóli og síðan Skaga- mönnum við góðan orðstír. Nú þeg- ar hún er hætt með Grindvíkingum er óvíst hvað tekur við, eins og áður sagði. Keflvíkingar hafa sett sig í samband við hana en hvort hún fer þangað segir hún algjörlega óráðið. Aðeins einn draumur Við byrjum á að spyrja Damon hvaða drauma hann átti sér sem barn og unglingur í Johnson City. „Það var aðeins einn draumur," seg- ir Damon, „að verða atvinnumaður í körfubolta, hvort sem það var í NBA eða annars staðar. Annað komst ekki að hjá okkur strákunum í Johnson City. Ég man varla eftir mér öðruvísi en að spila körfu- bolta.“ Damon segir þaö sama gilda um bróður sinn, fjórum árum yngri, sem nú leikur með háskólaliði í Ida- ho. Þeir gripu hvert tækifæri til að spila saman körfubolta og notuðu til þess hvað sem var, jafnvel saman- vöðlaða sokka. Reyndar segist Damon hafa fiktað í fótbolta sem krakki en hætt því er hann var 8 ára eða svo. Nú sé áhuginn að koma aftur, enda vart annað hægt á stað eins og Akranesi. Sálfræðingur Damon lauk háskólanámi í Tenn- essee fyrir tveimur árum með BA- gráðu í sálfræði, þá 22 ára. Hann lék körfubolta með skólaliðinu í tvö ár og svona fyrir NBA-aðdáendur má geta þess að Alan Houston, sem nú er að gera góða hluti með New York Knicks, kemur frá sama skóla. Þegar náminu lauk var óljóst hvað tæki við hjá Damon. Auðvitað vonaðist hann til að komast í NBA en svo varð ekki. Var kannski í hópi 150 leikmanna sem næstir komu á eftir þeim 200 sem duttu í lukkupott- „Sambandiö komst á, hægt og ró- lega, og viö kynntumst alltaf betur og betur,“ segir Birna m.a. í viötalinu um hvernig þau Damon kynntust inn. Hann grunaði það ekki þá að hann ætti eftir að enda á íslandi. Hringt frá íslandi „Það var hringt í þjálfara minn í skólaliðinu og spurt hvort hann ætti einhverja leikmenn sem hefðu áhuga á að koma til íslands. Hann kom til mín en ég hélt að hann væri að grínast. Honum var alvara, sagði bara að það væri kalt á íslandi! Ég fór á bókasafn til að afla mér upp- lýsinga um landið og ákvað að slá til. Fór til Keflavíkur," segir Damon, hugsar sig um og horfir til Birnu, „en ég er ánægður með að hafa komið hingað til Islands." Damon er ánægður með dvölina í Keflavík. Hann segir liðið hafa ver- ið gott, hann hafi náð vel til leik- mannanna og íbúanna í bænum. Og það var einmitt í Keflavík sem ástin kviknaði hjá Damon og Birnu. Kynntust betur og betur „Ég sá hann reyndar fyrst á æf- ingamóti þar sem hann var eitthvað að sýna sig,“ segir Bima um fyrstu kynnin, „síðan fór ég að æfa með Keflavík og hitti hann oftar. Sam- bandið komst á, hægt og rólega, og við kynntumst alltaf betur og bet- ur.“ Hvort það var ást við fyrstu sýn segist Damon ekki vilja dæma um en hann hafi fljótlega hrifíst af Birnu. „Ég vissi það að vísu ekki fyrst að hún væri leikmaður með Keflavík, það var ekki fyrr en ég sá hana á æf- ingu. Það kom sér auðvitað vel síð- ar að við spiluðum með sama félag- inu. Þannig gátum við hist oftar. Hún getur hvort eð er ekki verið án mín,“ segir Damon og hnippir í kær- ustuna. Birna lætur hann finna fyr- ir því á móti! Damon segist veröa var viö mikla fordóma í sinn garö og þeirra Birnu þegar þau eru á skemmtistööum. Hún segir þau hafa reynt að halda sambandinu leyndu til að byrja með en eftir að kjaftasögurnar fóru á kreik hefðu þau orðið að koma „út úr skápnum". „Það er svo mikið kjaftað héma á Islandi," segir Dam- on og hefur greinilega hitt Gróu á Leiti! Viðbrögð vina og ættingja við sambandi þeirra voru almennt góð, að þeirra sögn. Aldrei hafi borið á kynþáttafordómum eða neinu slíku. „Skiljanlega brá fjölskyldu minni lítið eitt fyrst en svo var það búið. Vinkonunum fannst þetta voðalega spennandi. Núna erum viö eins og hvert annað par í þeirra augum," segir Bima og Damon tekur undir þetta hvað sitt fólk varðar. Segir fjölskyldu hennar hafa tekið sér opnum örmum. Fordómar á skemmtistöðum Hann segist verða var við kyn- þáttafordóma hjá íslendingum þegar þeir fái sér í glas. Það bregðist ekki að hann verði fyrir einhvers konar áreiti, einkiun á skemmtistöðum. „Ég man að það gerðist einu sinni að maöur kom til mín og var mjög vingjarnlegur. Spurði hvaðan ég kæmi og hvernig mér líkaði á ís- landi. Svo fór hann skyndilega en kom skömmu seinna aftur með tvö glös af lakkrísdrykknum „hot and sweat". Hann vildi gefa mér annað og sagði: „Sjáðu þennan drykk, ég hata hann af þvi að hann er svart- ur.“ Þetta var sami maðurinn og haföi skömmu áður verið að tala við mig á vingjarnlegum nótum. Svona gerist þetta oft á skemmtistöðun- um,“ segir Damon og tekur litið dæmi af kynþáttafordómum drukk- inna íslendinga. Hann segist að öðru leyti ekki verða var við neitt af þessu tagi. Vissulega sé oft starað á hann úti á götu en það finnst honum eðlilegt. Aðspurð hvort athugasemdir séu gerðar þegar þau sjáist saman á skemmtistöðum segjast þau oft fá „pillur“ frá íslenskum karlmönnum. Hvað hann sé að þvælast með ís- lenskri stúlku og hún með svert- ingja. Stundum hafi legið við slags- málum vegna þessa en Damon seg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.