Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 36
___—£22----------------------------------------------------------------- LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 m Árshátíð Öskjuhlíðar- skóla í Gullhömrum Árshátíð Öskjuhlíðarskóla var haldin í Gullhömrum, Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg, í fyrrakvöld. Hljómsveitin Sniglabandið lék fyrir dansi og var stemningin frábær. Krakkarnir dönsuðu af mikilli innlifun eins og myndin ber með sér. Hvaða áhugamál hefur Tíjri? ' ^ 01 ^ * Hefur hann áhuga á sundi, fötbolta, körfubolta eða stangarstökki? Skyldi hann hafa farið á skíði? Með hvaða íþröttafélagi spilar hann? Hefur eitthvað komið fyrir Tígra þegar hann er á æfingu? Ef þu ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um íþróttir og tómstundir Tígra. Allir sem senda inn sögu fá senda gjöf frá Tígra. 50 sögur verÖa valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bókinni eiga möguleika á a<5 vinna vegleg verálaun. Komið veráur upp Tígrahorni í Kringlunni dagana 4.-8. apríl þar sem þú getur fengið allar upplýsingar og þátttökugögn. N getur einnig haft samband við Krakkaklúbb Dv, Þverholti 11, 105 Reykjavík, sími 550-5000, og við sendum þér gögnin. Skilafrestur er til 14. maí. Þaá er leikur að skrifa um íbróttir og tómstundir Tígra. Vertu með! í samstarfi við Iþrótta og tómstundaráð og Fræðslumiðstöðina. I í 6 1 Daníel og Rebekka. Daniel Day- Lewis ekki hættur Sá orðrómur fór á kreik í Hollywood að írski leikarinn Daniel Day-Lewis væri að hætta, flytja til eyjunnar grænu og snúa sér að ein- hverju allt öðru og rólegra. Umboðsmaður hans sá hins vegar um að kveða þetta í kút- inn, sagði þessar sögur orðum auknar. Danni ætlaði bara að hægja örlítið á sér og hugsa meira um eiginkonu sína, Rebekku Miller, sem nú geng- ur með barn þeirra. „Hann hefur ekki áhuga á að lesa kvikmyndahandrit þegar viljinn til verka er tak- markaður," var haft eftir um- boðsmanninum, „en það þýðir ekki að hann svari ekki leng- ur í símann." Skyldi Mel fá Tom? I Mel Gibson girn- istTom Cruise Svo gæti farið að tveir af ; heitustu karlleikurunum í ■ Hollyvvood starfi saman á næst- ; unni; hinn ástralski Mel Gib- son og bandaríski Tom Cruise. ;; Þannig er í pottinn búið að Mel hefur um nokkurn tíma haft kvikmyndaréttinn á vinsælli vísindaskáldsögu Rays Brad- burys, Fahrenheit 451. | Til þessa hafa menn haldið að Mel ætli sér að leika aðal- hlutverkið en svo er ails ekki. Sá ástralski vill nefnilega frek- ar standa fyrir aftan kvik- f myndavélarnar og leikstýra Tom í aðalhlutverkinu. Hvort þetta rætist skal ósagt látið en útkoma þessa samstarfs gæti j orðið forvitnileg. ... og skyldi Tom samþykkja?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.