Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 38
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 JLí"V 50 %ig!ingar 8. bekkur Álftamýrarskóla fræðist um starfsemi Rauða krnss íslands: málið varða Svisslendingurinn Henry Dunant stofnaði Rauða krossinn árið 1863 til að hjúkra særðum hermönnum. Henry Dunant fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1901. Rauði krossinn starfar nú í 145 löndum en höfuð- stöðvar hans eru í Genf í Sviss. Al- þjóðasamband Rauða kross félaga, sem var stofnað 1919, er samband landsfélaga Rauða krossins, Al- þjóðaráð Rauða krossins, sem stofn- að var árið 1863, er aðskilin stofnun. Hjá henni vinna eingöngu Sviss- lendingar en stofnunin er kostuð af aðildarrikjum Genfarsáttmálans en nýtur auk þess verulegs stuðnings frá svissneska ríkinu. Stofnanirnar starfa saman að margvíslegum verkefnum en jafnframt skipta þær með sér verkum. Alþjóðaráð Rauða krossins hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1917, 1944 og 1963. Stofnað 1924 RKÍ var stofnaður árið 1924 að frumkvæði nokkurra lækna. Hann starfar nú í 50 deildum um land allt og eru félagar um 19.000. Rauða- kross húsið, sem er við Tjarnargötu 35, er einkum fyrir 18 ára og yngri. Þar er þrenns konar starifsemi: Trúnaðarsíminn (800-5151), athvarf, ráðgjafarþjónusta. Þegar krakkar hringja í trúnaðar- símann er það yfirleitt vegna þess að þeir eiga við vandamál að stríða. Til dæmis getur það verið einelti, heimilisofbeldi eða þeir hafa engan til að tala við. Krakkar sem koma í athvarfið hafa oft orðið fyrir heimil- isofbeldi og krakkar sem koma í ráðgjafaþjónustuna hafa oft orðið fyrir einelti, barsmíðum eða þeim finnst þeir hafa brugðist öllum. Rauði kross íslands er með margs konar starfsemi hér á landi. í deild- inni í Garðabæ er til dæmis safnað fötum og þau flokkuð. Þeim er skipt í þrjá flokka: bamafot, kvenmanns- fot, ónýt fót og hlífðarfót. Þess er eindregið farið á leit að ekki séu gefnir undirkjólar, nælonsokkar né föt úr leðri. Föt úr leðri draga að sér lýs og rottur og undirkjólar og nælonsokkar nýtast ekki þeim svæðum sem fotin eru send til. Sölu- tuminn sem er á Landspítalanum er rekinn af kvennadeild Reykjavik- urdeildar RKÍ. Um það bil 50 konur skiptast á um að afgreiða þar. Vin, athvarf fyrir geðfatlaða, er rekin á vegum RKÍ. Það er til húsa á Hverfisgötu 47 í Reykjavík og er opið mánudaga til fóstudaga frá kl. 9.30- 16.30. Þangað koma gestir á Þórunn Helga. eigin forsendum. Þeir sem veita starfseminni forstöðu vilja gjarnan fá alla þá í heimsókn sem þurfa á aðstoð að halda vegna geðfotlunar og eru opnir fyrir óskum og hug- myndum. í Múlabæ er félagsmiðstöð fyrir eldri borgara. Þar er föndur- og setustofa, hárgreiðslustofa, lestrar- stofa, kórstarfsemi, skrifstofur, reykhom, búð og fleira. Meðal annarra verkefna má nefna rekstur Rauða kross-hússins, Sjúkrahótelið við Rauðarárstíg, fræðslu í skyndihjálpög ýmsu öðra, aðstoð við flóttamenn, neyðarvarn- ir, sjúkraflutninga, félagslega að- stoð og fleira. Allir þeir sem starfa á vegum RKÍ eru sjálfboðaliðar og þiggja ekki nein laun fyrir vinnu sína. í ofangreindri þemaviku gafst nemendum Álftamýrarskóla tæki- færi til að læra skyndihjálp undir umsjón starfsmanna RKÍ. Kennt var hvemig bregðast á við á slysstað. Sá sem kemur að slysi þarf að taka málin í sínar hendur, tryggja öryggi á slysstað, fá yfirsýn yfir slysið og tilkynna það. Neyðarsíminn er: 112 Sá sem kemur að slysi þarf að geta metið ástand slasaðra, athuga meðvitund, öndun og púls. Helstu ástæður fyrir meðvitundarleysi era heila- hristingur, yfirlið, heilablóðfall, lost, köfnun, drakknun, sykursýki, of mikil áreynsla, öndunarsjúkdóm- ar og vímuefni. Ef komið er að manneskju sem misst hefur meðvitund þarf að opna öndunarveginn, leggja manneskj- una í læsta hliðarlegu og fylgjast með öndun. Púls á fulloröinni manneskju á aö vera 60-80 slög á mínútu en á barni 100-120 slög. Ef framkvæma þarf hjartahnoð er nauðsynlegt að kunna réttar aðferðir. Ef um fullorðna manneskju er að ræða þarf að blása tvisvar sinnum í öndunarveg mann- eskjunnar og þrýsta fimmtán sinn- um í röð á miðjan brjóstkassann. Þetta er svo endurtekið meðan beð- ið er eftir sjúkraliðum. Ef bam á í hlut er blásið einu sinni yfir nef og munn og þrýst fimm sinnum á brjóstkassann og þetta síðan endur- tekið. RKÍ er mannúðarhreyfing sem vinnur stórmerkilegt starf og mann- bætandi. Það er skylda okkar allra að styrkja og styðja þessa starfsemi eftir fóngum. Það má gera með ýms- um hætti, til dæmis með fjárfram- lögum eða sjálfboðastarfi. Mestu máli skiptir að allir láti sig starf- semina sem mestu máli skipta okk- ur öllum til heilla. -Þórunn Helga Rauði krossinn: Er ekki stofnun Þórunn Helga, Anna Rut og María Kristín skiluöu allar mjög góöum verkefnum eftir heimsókn 8. bekkjar Álftamýrarskóla til Rauöa krossins. DV birtir hér ritgeröir stelpnanna þar sem þær segja frá heimsókninni. Meö þeim á myndinni er Aöalheiöur Ósk Guöbjörnsdóttir, forstööumaöur ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauöa kross íslands. DV-mynd E.Ói. Vitum nú mun meira Dagana 10.-12. febrúar var þema- vika í Álftamýrarskóla. 8. bekkur fór í heimsókn til Rauða krossins og kynntist starfsemi hans. Bekkjun- um var skipt í 3 hópa. Hópur 1 byrj- aði á að fara í kynningu þriðjudag- inn 10. febrúar. Hann fór í Rauða krosshúsið kl. 9 með strætó. Þar tók kona á móti honum sem heitir Edda Hrafnhildur. Hún sagði frá Rauða- krosshúsinu, Tjarnargötu 35, neyð- arathvarfinu fyrir heimilislaus böm, trúnaðarsímanum og ráðgjöf- inni. Eftir það fengu krakkamir sér að borða og þá tók maður við þeim sem heitir Konni. Hann sýndi þeim myndband (teiknimynd) með grand- vallaratriðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Hann sagði þeim hvað merkin táknuðu (Rauði krossinn og hálfmáninn) en þau era tákn um hlutleysi og njóta friðhelg- is á átakasvæðum. Eftir það fóra þau og fengu sér að borða. Svo fóra þau til konu sem heitir Aðalheiður og hún sagði þeim frá alls konar hópum, t.d. hópi sem fer í sumar- búðir í útlöndum, skyndihjálpar- María Kristín. hópi o.fl. Tvær stelpur komu og voru með leikrit um kynsjúkdóma. Stöðva blæðingu Miðvikudaginn 11. febrúar var hópur 1 í skólanum í skyndihjálp. Hann lærði hvemig eiga að bregð- ast við slysum, tilkynna slys og stöðva blæðingu. Krakkarnir lærðu um orsakir meðvitundarleysis og hvað gera ætti þegar einhver missir meðvitund. Konan sem var með krökkunum, Kristín, kom með dúkku og áttu þeir að lífga hana við með hjartahnoði og munn við munn aðferðinni. Fimmtudaginn 12. febrúar fór hópur 1 í sjálfboðavinnu niður í Rauða kross-hús. Honum var skipt í fjóra hópa. Fyrsti hópurinn átti að fara í sölubúð Rauða krossins á Landspítalanum, annar fór í Vin, at- hvarf fyrir geðfatlaða, þriðji hópur- inn fór I fataflokkun í Garðabæ að flokka íot og sá fjórði fór í Múlabæ, heimsóknarþjónustu fyrir aldraða. Þannig fengum við að kynnast því hvað sjálfboðaliðamir gera. Þessir dagar voru mjög skemmti- legir, við kynntumst starfi Rauða krossins og vitum nú meira um skyndihjálp. -María Kristín Mikill fjöldi fólks um allan heim eru sjálfboðaliðar í Rauða krossin- um. Rauði krossinn er fyrir alla þá sem við erfiðleika eiga að stríða og þurfa húsaskjól. Rauði krossinn er ekki stofnun heldur kemur fólk þangað sjálft því það telur sig þurfa á hjálp að halda. Hægt er að hringja í svokallaðan trúnaðarsíma Rauða krossins og þangað hringir maður ef maður vill segja frá vandamálun- um sínum í gegnum síma frekar en að koma í viðtal og ræða þau undir fjórum augum. Einnig getur maður rætt vandamál vina sinna eða for- eldra. Nafnleynd er ætíð haldiö og því þarf enginn að komast að því að maður hafi leitað til Rauða kross- ins. í Rauða krossinum er margt hægt að gera og félagslíf þar er fjölbreytt. T.d. era ýmis námskeið og leikhóp- ar sem kynna hina ýmsu sjúkdóma og viðbrögð fólks við þeim. Til er hópur á vegum Rauða krossins sem nefnist URKÍ. Sá hópur er aðallega fyrir ungt fólk. Það fer í ferðalög og margt fleira. Einnig læra URKÍ-fé- lagar mikið um skyndihjálp. í sjálf- boðastörfum á vegum Rauða kross- ins er ýmist farið á elliheimili, heimili fyrir geðfatlaða, Kvennaat- hvarfið eða spítala. Einnig er hægt að hjálpa til við fataflokkun. Saga Rauða krossins Fyrir mörgum áram siðan var maður sem hét Henry Dunat. Hann var mjög auðugur maður. Hann var uppi á þeim tíma sem orrustan við Soferino var háð. Margir menn særðust i þeirri orrastu og gátu þvi lítið barist. Þeim mönnum vildi Henry Dunat hjálpa. Hann sótti all- ar konur í nærliggjandi bæ og lét þær hjálpa sér við að hlúa að særðu hermönnunum. Henry Dunat var svissneskur og merki svissneska fánans er rauður bakgrunnur og hvítur kross. Merki Rauða krossins er hvítur bakgrunnur og rauður kross. Einnig er til merki er nefnist Rauði hálfmáninn. Rauði hálfmán- inn er notaður á sama hátt og Rauði krossinn og sömu störf era unnin þar. Sjálfboðastarf 8. bekkjar Við lögð- Anna Rut. um af stað upp í Þverholt 15 sem er bækistöð ungmennafélagsins URKÍ um níuleytið. Þar var okkur skipt í nokkra hópa og svo var lagt af stað. Minn hópur heimsótti Múlabæ. Múlabær er nokkurs konar félags- miðstöð fyrir eldra fólk. Fólkið er sótt um hádegið og keyrt heim seinna um daginn. I Múlabæ er m.a. fóndurherbergi, fótsnyrtistofa, hár- greiðslustofa, matsalur, hvildarher- bergi og íþróttasalur. Einnig er her- bergi í Múlabæ þar sem lesið er upp úr blöðunum. Múlabær er staður fyrir bæði eldra fólk og svo einnig fyrir fólk sem að einhverju leyti er veikburða. Hjúkrunarfræðingur er á staðnum og sinnir þar hinum ýmsu störfum eins og allt hitt starfs- fólkið. Múlabær er í Ármúla og þangað er allt eldra fólk velkomið. Staðurinn er mjög hlýlegur, rétt eins og fólkið. Lykilorð Rauða krossins eru ein- ing, mannúð, hlutleysi, óhlut- drægni, alheimshreyfing, sjálfstæði og sjálfboðin þjónusta. Þegar slys verða er oft hringt í Neyðarlínuna því hún er þekkt fyr- ir það að vera fljót að bregðast við. Hver hringir? Hvar gerðist slysið? Hvað gerðist? Þetta á að segja og nauðsynlegt er að endurtaka þetta. -Anna Rut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.