Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 tyðtdl 5i v Guro Fjellanger þykir hláturmildust allra norsku ráöherranna. Hún þykir líka hörö í horn aö taka sem stjórnmálamaður. DV.Oslo:_________________________ „Ég heillaðist algerlega af íslandi. Þessi eina heimsókn mín nægði. Til íslands fer ég aftur og mér fmnst eiginlega að það eigi að hafa allt norrænt samstarf á íslandi því þá fá fleiri Norðurlandabúar tækifæri til að sjá landið.“ Norski umhverfísráðherrann hlær að eigin hugmynd um að auka fundahöld á íslandi um allan helm- ing. Guro Fjellanger leitar að and- stæðum lýsingaorðum til að lýsa landinu. Allt virðist byggjast á and- stæðum í þessu landi segir hún í viðtali við DV. „Það eina sem mér líkaði ekki og ætla ekki að prófa aftur er kæsti há- karlinn. Hann var svo ógeðslegur að ég man enn eftir bragðinu,“ segir Guro og heldur áfram að hlæja. íslensk blanda af öllu „Það sem heillaði mig mest við is- land var þessi blanda af öllu mögu- legu. Landið virðist bæði vera gam- alt og nýtt. Það er í sköpun akkúrat núna en samt hefur það verið þarna lengi. Menningin er líka eins konar blanda af gömlum sögum og svo því nýjasta sem er að gerast í heimin- um einmitt núna,“ segir Guro þegar hún lýsir hrifningu sinni. Guro - á íslenskum myndi hún kallast Guðríður - er að sögn hlát- urmildasti ráðherrann i norsku rík- isstjórninni, og þó sá ráðherrann sem á erfiðast líf að baki. Hún er mikið fötluð, fædd með klofmn hrygg og flestum æskuárunum eyddi hún á sjúkrahúsi. r A hækjum í Þingvalla- hrauninu Fötlunin háir henni í daglega líf- inu, það viðurkennir hún fúslega, en hefur ekki háð henni á öðrum sviðum og rúmlega þrítug er hún orðin ráðherra - engum að óvörum. Fötlun sína lét Guro heldur ekki há sér þegar hún klöngraðist um hraunið á Þingvöllum fyrir tveimur árum eða svamlaði í Bláa lóninu. „íslensk náttúra kom mér satt að segja á óvart. Fjölbreytnin er miklu meiri en ég hélt. Sums staðar er landið grösugt og svo er maður skyndilega kominn út í auðn. Ég sá meira að segja landslag sem minnti mig á landslagið heima í Vestera- len, þar sem ég ólst upp,“ segir Guro. „Það kom mér líka á óvart að í Reykjavík mætir manni borgarlif sem annars er bara að fmna í stór- borgum,“ segir Guro. Landsfræg baráttukona Guro varð landsfræg í Noregi í baráttunni um inngöngu landins í Evrópusambandið. Hún var kosn- ingastjóri NEI-manna og hafði sig- ur. Að kosningum loknum viður- kenndu JÁ-mennirnir að baráttu- vilji kosningastjórans hefði ráðið miklu um hvernig fór. Jafnvel norska Vinnuveitendasambandið, höfuvígi JÁ-manna, bauð henni vinnu. En hugsjónakonan Guro sagði nei og fór að vinna fyrir norsku náttúruverndarsamtökin. Og svo fór hún í framboð til Stór- þingsins fyrir flokk sinn Vinstri en náði ekki inn á þing. Vinstri er smá- flokkur sem berst fyrir lífi sínu á miðju stjórnmálanna og er nú einn þriggja stjórnarflokka í minnihluta- stjórn séra Kjell Magne Bondevik. Guro er utanþingsráðherra eins og margir ráðherrar í stjóminnni, þar á meðal sveitungi hennar, íslands- vinurinn Peter Angelsen. Blóðugar skammir „Það er létt að vera ráðherra og raunar afskaplega þægilegt," segir Guro og heldur áfram að hlæja. Hún hefur að vísu fengið blóðugar skammir úr öllum áttum fyrir verk sín. Var í haust þráfcddlega sökuð um að hafa svikið allar fyrri hug- sjónir sínar og lika fyrir að halda í blindni í þessar sömu hugsjónir. „Mér var aldrei lofað að þetta ætti að vera auðvelt. Við erum bara örsmár flokkur og höfum engan meirihluta að skýla okkur bak við. Þetta vissi ég fyrir og hefur ekki komið gagnrýnin á óvart,“ segir Guro. „Fyrstu sjö vikumar voru verst- ar. Þá þurftum við að undirbúa ferð- ina á umhverflsráðstefnuna í Kyoto með skömmum fyrirvara og ég varð guðs lifandi fegin að komast til Kyoto og fá alla gagnrýnina bara í mikið styttri útgáfu á faxi,“ segir Guro og hlær. „í svona tilfellum er líka gott að hafa mann eins og séra Kjell Magne Bondevik sem yflrmann. Hann er ótrúlega flinkur stjórnandi og veit hvenær hann á að hrósa sínu fólki. Ráðherrar þurfa eins og aðrir klapp á bakið þegar illa gengur," segir Guro. Kjörið starf fyrir fatlaða Annars segir Guro að líf sitt sé að mörgu leyti rólegra eftir að hún settist í ráðherrastólinn. Áður vann hún eingöngu fyrir sjálfboðaliða- hreyfingar þar sem allir fundir vom haldnir um helgar. Guro vann þá alla vikuna og sat á fundum allar helgar. „Ef ráðherra vill getur hann forð- ast öll fundahöld um helgar og það hef ég gert. Ég vinn fimm daga vik- unnar og hef tvo daga fyrir mig. Þetta er alveg nýtt fyrir mig þannig að ég get eindregið mælt með því að fólk verði sér úti um ráöherrastól," segir Guro og hlær enn. „Ég get líka fullyrt að ef fólk er á annað borð fatlað þá er ráðherra- embætti fullkomið starf. Núna þarf ég ekki annað en smella fingrum og þá eru bæði bíll og bílstjóri klárir til að aka mér hvert sem er. Áður var það eilíft vandamál að koma sér milli staða, klöngrast inn í strætóa á hækjunum eða bíða eftir leigubíl- um,“ segir þegar hún lýsir ljúfu lífi ráðherrans. Ætlaði að halda áfram á hækjunum Hún viðurkennir þó að fyrst hafi henni dottið í hug að halda áfram að ferðast á sínum hækjum á sama hátt og áður og ekki láta aka sér um á kostnað ríkisins. „Ég gat þetta allt áður sjálf, en áttaði mig strax á að ráðherra, og þá sérstaklega fatlaður ráðherra, getur ekki eytt tíma sínum í að fara á milli húsa,“ segir Guro. Eftir að Guro varð ráðherra réð hún sér heimilishjáp sem kemur tvisvar i viku og þrífur og kaupir inn. Það er mikill léttir í daglegu amstri. „Það er ekkert vandamál fyrir fatlaða konu að sitja í ríkisstjórn ef hún veit hvað hún vill. Það er hins vegar ótrúleg þrekraun að skúra gólf eða bera þunga innkaupapoka. Nú er ég laus við það,“ segir Guro um breytinguna sem orðið hefur á lífi hennar. Óvinsæl hjá stórfyrir- tækjunum Guro þykir hörð í horn að taka sem stjórnmálamaður þrátt fyrir hláturmildina og breitt brosið. Orku- sparnaður og minni losun eiturefhi út í andrúmsloftið eru baráttumál ráðherrans, hvað sem stjórnendur stórfyrirtækjanna segja. „Við verðum einfaldlega að skera niður ef ekki á illa að fara í um- hverfismálum heimsins. Þá þýðir ekkert að segja eins og íslendingar að við erum svo fáir og smáir og höfum svo hreina orkugjafa. Það verða allir að leggja sitt af mörk- um,“ segir Guro. „Það gengur heldur ekki að ímynda sér að ef við værum bara undir umhverfisregnhlífinni hjá Evrópusambandinu myndum við sleppa betur. Allar Evrópuþjóðir, líka Norðmenn og Islendingar, menga nú þegar meira en réttlætan- legt er og verða að taka afleiðingun- um af því,“ segir Guro. Islendingar sluppu vel Heima í Noregi berst Guro gegn því að byggð verði tvö ný gasorku- ver þrátt fyrir orkuskort í landinu. „Fólk verður bara að spara raf- magn. Það er eina lausnin," segir hún ákveðin og telur að bæði ísland og Noregur hafi sloppið ótrúlega vel frá umhverfisráðstefnunni í Kyoto. í umhverfismálunum stendur norska ríkisstjórnin höllum fæti á Stórþinginu. Meirihluti þingmanna er á móti stefnu umhverfisráðher- rans og Guro segir að á þessu sviði megi búast við átökum á næstu mánuðum, sérstaklega vegna um- ræddra gasorkuvera. „Stjórnin hefur bara 43 þingmenn að baki sér og getur fallið hvenær sem er. Hún var reyndar kölluð „steindauður loftkastali" áður en _ hún var mynduð, hvernig svo sem menn svo ímynda sér að steindauð- ir loftkastalar liti út. Núna er ekk- ert sem bendir til annars en hún sitji út kjörtímabilið og það er eng- in samstaða um annan kost,“ segir Guro Fjellanger. Glsli Kristjánsson Norski umhverfisráðherrann á Þingvöllum fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir mikla fötlum lét hún hraunið á Þingvöllum ekki hindra sig í skoða land sem henni þótti „bæði gamalt og nýtt“. DV-myndir Gísli Kristjánsson Bláa lónið vakti bæði undrun og aödáun. Þetta er eitthvaö fyrir umhverfis- ráðherra! Með Guro er norski blaðamaðurinn Anne Anstaö.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.