Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 42
* 54 LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Mótmæla afnámi fríhafna Samtök ferjustarfsmanna | sem sigla á milli Frakklands og | Englands efndu til mótmæla nú ; í vikunni. Þeir settu upp vegar- tálma í Ermarsundsgöngunum og lokuðu þannig umferð í heil- ar fimm klukkustundir. Þá hindruðu þeir umferð ferja í sólarhring. Ástæða mótmæl- anna er ákvörðun Evrópusam- bandsins um að leggja niður frí- hafnarverslanir í Evrópu árið j 1999. Starfsmennirnir óttast að i kjölfarið munu margir þeirra standa uppi atvinnulausir en því hefur verið spáð aö um 50 þúsund flugvallar- og ferju- starfsmenn muni missa vinn- una verði fríhöfnum í Evrópu lokað. Titanic-safn í Halifax Alls voru 209 farþegar Titan- ic grafnir í kirkjugarði í Hali- fax. Mörg skip fóru frá hafnar- borginni skömmu eftir slysið. Hljótt hefur verið um kirkju- garðinn í tugi ára en í kjölfar > kvikmyndarinnar Titanic streymir fjöldi manna að þess- um ómerktu gröfum. Unglings- stúlkur koma langa leið í píla- grimsferö og leggja blómvendi á leiöin. Starfsmenn kirkjugarðs- I ins vonast til að úr þessu æði dragi brátt enda oft erfitt fyrir | þá að sinna sínum störfum inn- an um aragrúa manns. Ekki fleiri bari Gríska eyjan Mykonos er ekki einasta þekkt fyrir nátt- i úrufegurð heldur einnig mikið I og skrautlegt næturlíf. Yfirvöld | á eyjunni hafa nú fengið nóg og nýlega var tekin ákvörðun um að sporna við frekara nætur- brölti með því að leyfa ekki fleiri fleiri bari né veitingahús á eyjunni. Hollywood til Peking Hið fræga afþreyingarfyrir- j; tæki, Universal Studios, til- kynnti á dögunum aö það hygð- ? ist reisa skemmtigarð og versl- unarmiðstöð í Peking. Skemmtigarðurinn mun verða hlaðinn hátæknileikföngum ætluðum til að uppfræða og skemmta ungum sem öldnum Kínverjum. . Snævi þakin Gólanhæð Ferðamenn sem áttu leið um Noröur-ísrael vöknuðu upp við alhvíta jörð í vikunni. Um tíma var ófært með öllu til Jerúsal- em og á Gólanhæð mældist snjólagið 46 sentímetrar. Um- ferðarteppur mynduðust víða og langar bílalestir sem hvorki : komust afturábak né áfram voru algeng sjón á þessu lands- 1 svæði. ; W J, 4 Páskaferðir Ferðafálags íslands: Ferðafélagið Útivist efnir til fjöl- breyttrar ferðadagskrár nú um páskana. Um er ræða lengri og styttri ferðir og ber hæst ferðir í Landmannalaugar, Þórsmörk og undir Jökul. Lengstu páskaferðirnar eru tvær sex daga skíðagönguferðir og hefjast þær miðvikudaginn 8. apríl. Önnur er um Lakagígasvæðið en sams kon- ar ferð var farin í fyrra og þótti tak- ast með ágætum. Gist verður í húsi að Hunkubökkum, við Blágil og Miklafell. Farið verður á gönguskíð- um út frá Blágili og Miklafelli en farangur verður fluttur á vélsleðum. Hin skíðagönguferðin er ný af nálinni og er á milli Snæfells og Lónsöræfa. Verður gist í skálum á báðum stöðum. Að sögn forráða- manna Ferðafélagsins eru báðar þessar ferðir háöar snjóalögum á viðkomandi stöðum. Undir Jökli Um páskana verða einnig í boði þrjár þriggja daga feröir. Tvær þeirra hefjast á skírdagsmorgun en það eru ferðir annars vegar á Snæ- fellsnes - Snæfellsjökul og hins veg- ar skíðagönguferð í Landmanna- laugar. Á Snæfellsnesi verður rútan með í fór allan tímann en gist verð- ur í félagsheimilinu á Lýsuhóli í Staðarsveit. Farið verður í skoðun- ar- og gönguferðir frá Lýsuhóli og á dagskránni er gönguferð á hinn dul- magnaða Snæfellsjökul en einnig verða í boði auðveldari strandgöng- ur. Ferðalangar munu auk þess að njóta stórbrotinnar náttúru kynnast minjum og sögu liðins tíma. í félags- heimilinu á Lýsuhóli er ágæt svefn- aðstaða í svefnpokaplássi en auk þess er á staðnum sundlaug og heit- ur pottur með ölkelduvatni. Gengið frá Sigöldu Skíðagönguferðin í Landmanna- laugar hefst sem fyrr segir árla skír- dagsmorguns. Ekið verður sem leiö liggur að Sigöldu en þaðan gengið á skíðum að sæluhúsi Ferðafélagsins þar sem gist verður í tvær nætur. Jeppar munu sjá um flutning á far- angri. Einn dagur gefst til skíða- göngu um nágrenni Lauga. Sælu- húsið, sem gist verður í, er upphitað Þórsmörk hefur lengi verið einn vinsælasti áningarstaöur Feröafélagsins. Hér skartar Mörkin fögrum vetrarskrúöa. Louvre-safnið í París: Móna Lísa loksins út af fyrir sig Grýlukerti slúta í munna Alfakirkjunnar viö Markarfljót. með hveravatni, þar er að flnna rúmgóð svefhrými og stórt eldhús. í næsta nágrenni er svo laug sem gott er að liggja í að lokinni göngu dags- ins. Dagsferðir frá Reykjavík Að sögn Ferðafélagsmanna er straumur ferðamanna í Þórsmörk allt árið um kring. Þar eru páskar engin undantekning. Páskaferð í Þórsmörk hefst laugardagsmorgun- inn 11. apríl og lýkur annan dag páska. Þar verður gist í ágætum skála Ferðafélagsins og alla dagana verður efnt til styttri og lengri gönguferða. Þessi ferð hentar fjöl- skyldum einna best af því sem í boði er hjá félaginu um páskana. Þá er vert að minnast dagsferð- anna; á föstudaginn langa verður gengið um sögustaði Rangárþings og á annan í páskum verður farið um Almenningsveg í Vatnsleysu- strandarhreppi, svo að eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar um þess- ar ferðir er að fá á skrifstofu Ferða- félagsins eða í nýútkomnum bæk- lingi félagsins. Fregnir herma að Louvre- lista- safnið hyggist færa eitt frægasta málverk safnsins, Mónu Lísu eftir Leonardo da Vinci, í sérherbergi á næstunni. Þá velta menn vöngum yfir hvort til standi að gera mál- verkið upp en það hefur nánast ver- ið látið ósnert þau fimm hundruð ár sem liðin eru frá því Leonardo da Vinci lauk verki sínu. Málverkið þykir af mörgum vera farið að láta á sjá og brúnleitur blær frúarinnar er rakinn til hins háa aldurs. Heyrst hefur að ónefnt japanskt fyrirtæki hafi boðist til að borga viðgerðimar sem taldar eru munu kosta tæpa þrjá milljarða króna. Forráðamenn Louvre neita því staðfastlega að málverkið verði sett í viðgerð enda hafi það ekkert með það að gera að ' því verði fundinn nýr staður innan safnsins. Sú staðreynd að betur verði búið um málverkið mun að líkindum kæta ferðamenn en aðkoma að verk- inu hefur ekki þótt gæfuleg enda mannmergð mikil og allir hafa vilja berja málverkið augum á sama tíma. Reuter Útivist Ferðaáætlunin kornin út Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 1998 er komin út. Þar er að finna fjölda ferða við allra hæfi. Að vanda býður Útivist dagsferð- ir alla sunnudaga allt árið um kring. Farið er frá BSÍ á sunnu- dögum kl. 10.30. Helgarferðir eru einnig á boðstólum en í ferðaáætl- un ársins eru um 70 slíkar. Helgarferðir yfir Fimmvörðu- háls hafa ávallt verið með vin- sælli ferðum hjá Útvist síöari árin og einnig hafa ferðir í Bása við Þórsmörk notið vinsælda. Fjöldi nýrra ferða er í áætlun árs- ins og talsverð áhersla lögð á nýj- ar ferðir um þemasvæði Útivistar í Skaftárhreppi. I dag stendur Útivist fyrir kynningu í Kringlunni á ferðá- ætlun ársins og stendur hún frá klukkan 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.