Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Page 55
-U"Vr LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Sigurður Pálsson, kenndur við Felguna á Patrá, rekur veitingastað á Spáni: 67 Hann var mjög áberandi í íjölmiðl- um fyrir rúmu ári. Þá stóð hann í stappi við bæjaryfírvöld á Patreks- firði vegna deilna um veitingastað í bænum, stappi sem fór svo hátt að hvert mannsbarn á íslandi vissi að vestur á fjörðum deildu menn um hvort hann ætti að fá að halda áfram að reka staðinn í húsnæði bæjarins eða ekki. Dramatíkin var alls ráðandi. Bera átti manninn út en hann sá við andstæðingum sínum og læsti sig inni á veitingastaðnum. Maðurinn er Sig- urður Pálsson, kenndur við veitinga- staðinn Felguna á Patreksfirði. Felgu- málinu er ekki lokið því nú fjalla lög- lærðir menn um bætur og kröfur á hendur þeim mönnum sem deildu við Sigurð á sinum tíma. Sigurður hefur hins vegar kvatt vini sína í vestrinu og haldið á vit ævintýra á suðrænum slóðum. DV frétti af Sigurði þar sem hann er ásamt syni sínum og frænda að reka veitingastað á Spáni. „Ætli ég geti ekki skýrt veru mina hér með hinni hefðbundnu ævintýra- þrá íslendingsins. Ég hafði staðið í þessu stappi heima á Patreksfirði og þótt ég hafi ekki farið beinlínis vegna þess varð það að minnsta kosti ekki til þess að letja mig þegar mér bauðst vinna á þessum stað,“ segir Sigurður sem rak Felguna fram í júlí á síðasta 13. september sl. Sigurður segir stað- inn vera uppi í sveit, fjarri sjávar- og strandlífinu. Veitingastaöurinn er í Pozo Estrecho, nærri Oasis, svæði þar sem íslendingar eiga sumarhús. „Við erum nánast eingöngu að elda ofan í Spánverja, fólk sem vinnur héma í kringum okkur og kemur á morgnana og í hádeginu til þess að fá sér í gogginn. Þetta er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast heima og til marks um það get ég nefnt að heima drekka menn kaffi og það er bara kaffi. Hér erum við með allt að 15 teg- undir af kaffi sem bera allt að 3(M0 nöfn og eins og nærri má geta vildi þetta vefjast svolítið fyrir okkur fyrstu vikurnar. Eins er það svo að eina reynslan sem nýtist okkur í eld- húsi þegar verið er að elda hér mat fyrir heimamenn er það hvemig mað- ur harðsýður egg. Annað skiptir litlu máli því matarvenjur era harla ólíkar því sem við eigum að venjast að heim- an.“ íslenskur bragur Sigurður segir að þótt íslendingar séu vitaskuld velkomnir séu þeir ekki algengir gestir. Hann segir að reynt hafi verið að hafa örlítið ís- lenskan brag á hlutumun, bjóða upp Við barinn, Sigurður og kona hans, Margrét Þór. Með þeim á myndinni er kunningjakona þeirra, Edil Jensdóttir. DV-myndir JKS lýsing, spænska kjötsúpu og síðan eru Spánverjarnir mikið fyrir svína- kjöt og kjúkling. Þá eru kanínur mikið borðaðar og fiskurinn alltaf vinsæll. Sigurður ásamt starfsfólki veitingastaðarins. Myndin er tekin þegar staðurinn var opnaður í september síðastliðn- um. ári en dreif sig svo út til Spánar með konuna og tvo syni. Konan og yngri sonurinn fóru að vísu heim aftur þar sem strákurinn er að Ijúka tiunda bekk í vor. Eldar ofan í Spánverja Mágur Sigurðar og svilkona eiga umræddan veitingastað á Spáni. Þau eru enn búsett á Patreksfirði en vant- aði einhvem til þess aö reka staðinn og Sigurður sló til. Ævintýrið byrjaði á hangikjöt fyrir þá sem hefðu áhuga á að prófa, 50-60 íslendingar hefðu komið á þorrablót sem haldið hafi verið og jólaglögg hafi verið vel sótt. „Það er ekkert um það að tala að vera að keyra á einhverjum íslensk- um mat þar sem við emm stödd. Þetta eru fyrst og fremst vinnukarl- ar sem vilja fá mat sinn og engar refjar, mikið af honum og það strax.“ Sem dæmi um það sem er á mat- seðli íslendinganna má nefna linsu- baunasúpu, glóðarsteiktan sverðfisk, Aðspurður hvemig honum líði á Spáni segist Felgumaðurinn ekkert vera á leiðinníTieim. Þeim hafi ver- ið mjög vel tekið og allar aðstæður þeirra séu mjög ákjósanlegar. Úlíkt hugarfar „Ég held aö helstu kostimir við að vera hér innan um Spánverjana séu fólgnir í hugarfarinu. Spánverjar vinna til að lifa en íslendingar lifa til að vinna. Á þessu er mikill munur og endurspeglast í því að hér hefur fólk allt aðra sýn á hlutina. Hér gefa menn sér tima til að hittast og gleðjast. Fjöl- skyldur koma oft saman og halda upp á hátíðir og tyllidaga. Við gleymum okkur hins vegar í gengdarlausu lífs- gæðakapphlaupi og höldum að það eitt skipti máli að vinna fyrir nýju sjónvarpi eða nýrri bíl.“ Sigurður segir að vitaskuld skipti líka máli að ódýrara sé að lifa á Spáni. Grænmeti, ávextir og hvað eina mat- arkyns kosti aðeins brot af því sem það kosti heima á Fróni og því þurfí fólk ekki að hafa eins mikið af pening- um handa á milli til þess að komast af. Hjarta úr gulli „Okkur hefur gengið mjög vel að koma okkur fyrir og við höfum nú þegar eignast fjölmarga vini með hjarta úr gulli. Mér var t.d. síðast- liðinn sunnudag boðið að gerast bróðir í flamingódans- og söngvasamfélagi sem mér finnst mjög spennandi. Þeir kalla mig alltaf víkinginn og hafa gaman af því. Ég er trúlega fyrsti íslenski vík- ingurinn sem boðið er í samfélag heimamanna sem hefur það að meg- inmarkmiði að syngja og dansa í flamingótakti.“ Sigurður Ijóstrar því upp við DV að hann sé örlítið að gutla á gítar og syngja á hóteli þar ytra og segist á góðum stundum vera beðinn að gefa innfæddum sýnishom af íslenskri tónlist. Þá spili hann gjarna Sprengisand og Suðurnesjamenn við góðar undirtektir. „Megináherslan er vitaskuld á veitingastaðnum. Hér vinnum við langan vinnudag, líklega um 12-13 tíma á dag alla daga. Við höfum haft gaman af þessu og meðan svo er höldum við áfram hér úti,“ segir Sigurður Pálsson. -sv Oy4.900 TM HUSGOGN Síöumúla 30 -Stmi 568 6822 .-±i± Stingsög JSEP500 • 500W ORMSSONHF ÆlasCópco Rafhlöðuborvél • PES12T •Tvær rafhlöður • 31,7Nm • 13 mm patróna Rafhlöðuborvél • PES14,4T Slípirokkur • AG1500/125 •Tvær rafhlöður *125 mm skífa • 38 Nm • 13 mm patróna »1500 W_____________________ Lágmúla 8 • Sími 533 2800 n Reykjavík Ellingsen. Verbúðin, Hafnarfirði Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Gu&ni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Ásubúö, Búðardal. Vestfirftir: Geirseyjarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvfk. Straumur, ísafirði. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö Byggingav. Sauðárkróki. KEA, Akureyri. KEA, Dalvik. KEA, Ólafsfirði. KEA, Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vlk, Neskaupstað. Kf. Vopnfiröinga. KASK, Djúpavogi. KASK, Höfn. Suöurland: Árvakinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Klakkur, Vlk. Brimnes, ” ' ' “ ' ' "' .......... " " irindavfk. Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg »?ÍÉf UMBOÐSMENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.