Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 58
70 Hfmæli LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Árni Finnsson Árni Finnsson, Grandavegi 7, Reykjavlk, er fertugur í dag. Starfsferill Arni fæddist á Akureyri og ólst upp í Reykjavík og á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1978, var við enskunám í London veturinn 1979, flutti til Gautaborgar næsta haust og nam Alþjóðasam- skipti og stjórnmálafræði við Gauta- borgarháskóla 1980-83 og við há- skólann í Lundi 1988-89. Árni hóf störf fyrir umhverfis- verndarsamtökin Greenpeace 1987 og starfaði fyrir þau til 1996. Vorið 1996 fluttist Árni ásamt fjöl- skyldu sinni heim til íslands og hef- ur starfað sjálfstætt að náttúru- verndarmálum síðan. Árni vann ýmis trúnaðarstörf fyr- ir félög Islendinga í Svíþjóð. Hann sat í stjórn félags íslenskra náms- manna í Gautaborg og nágrenni, FINGON, var SINE-fuU- trúi 1983-84, sat I stjórn samtaka íslendinga á Norðurlöndum, SIDS, 1985-87 auk ýmissa ann- arra starfa. Árni var einn af stofnfélögum Náttúruverndarsamtaka Islands í maí 1997 og situr í stjórn samtakanna. Árni hefur ritað fjölda blaðagreina um umhverf- is- og náttúruverndarmál í íslensk og erlend blöð og tímarit. Fjölskylda Árni hóf sambúð árið 1984 með Hrafnhildi Arnkelsdóttur, f. 7.5. 1961, tölfræðingi og forstöðumanni Kjararannsóknarnefndar. Þau gengu í hjónaband 29.12. 1990. For- eldrar Hrafnhildar eru Arnkell Jónas Einarsson, vegaeftirlitsmað- Arni Finnsson. ur, sem nú er látinn og Elín Ágústa Jóhannes- dóttir, iðnverkakona í Reykjavík Dóttir Árna og Hrafn- hildar er Karitas Sumati f. 26.9. 1994. Bróðir Árna er Magn- ús Einar Finnsson, f. 21.7. 1959, tæknifulltrui hjá Hita- og vatnsveitu Akur- eyrar, kvæntur Jóhönnu Erlu Birgisdóttur skrif- stofumanni og eru börn þeirra Arnaldur Birgir, Andri Freyr og Sigrún María. Hálfsystkini Árna, samfeðra, börn Helgu K. Einarsdóttur bóka- safnsfræðings, eru Einar Torfi Finnsson, f. 13.8. 1965, leiðsögumað- ur og framkvæmdastjóri, í sambúð með Ingibjörgu Guðjónsdóttur, leið- sögumanni og þjóðfræðinema; Hjör- leifur Finnsson, f. 28.3. 1969, sem er við framhaldsnám í heimspeki í Berlín; Glóey Finnsdóttir, f. 29.10. 1970, laganemi, í sambúð með Charles Goemans verkamanni. Foreldrar Árna eru Finnur Torfi Hjörleifsson, f. 7.11. 1936, héraðs- dómari og rithöfundur í Hafnar- firði, og Hulda Árnadóttir, f. 3.10. 1934, handavinnukennari á Akur- eyri. Unnusta Finns Torfa er Elín B. Magnúsdóttir, forstöðukona Dvalar- heimilis aldraðra í Borgarnesi. Ætt Foreldrar Finns Torfa voru Hjör- leifur Guðmundsson pípulagninga- maður og Gunnjóna Sigrún Jóns- dóttir, að Sólvöllum i Önundarfirði. Foreldrar Huldu voru Árni Ólafs- son bæjarstarfsmaður og Valgerður Rósinkarsdóttir húsfreyja, Kjarna við Eyjafjörð og síðar á Akureyri. Brynhildur J. Bjarnarson Brynhildur J. Bjarnar- son ellilífeyrisþegi, Klapp- arstíg 5 A, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Brynhildur fæddist í Kötluholti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi en ólst upp í Reykjavík. Á sumrin var hún hins vegar til dvalar á Snæfellsnesinu. Hún stundaði nám við Ingi- marsskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Brynhildur stundaði húsmóðurstarf en auk þess hefur hún verið starfsmaður hjá Pósti og síma um árabil og til síðustu áramóta. Fjölskylda Eiginmaður Brynhild- ar er Guðmundur Bjarnason, f. 27.3. 1927, rafvirkjameistari. Hann er sonur Bjarna Bjarna- sonar, vélstjóra í Reykjavík, og Elínar Guðmundsdóttur húsmóður en þau Brynhildur Bjarnarson. eru bæði látin. Börn Brynhildar og Guðmundar eru Sturla Rafn, f. 22.10. 1950, raf- magnstæknifræðingur í Reykjavik, kvæntur Eyrúnu I. Gísladóttur og eru börn þeirra Gísli Örn, Snorri Björn og Guðrún Jóhanna; Ingi- björg, f. 26.1. 1952, húsmóðir í Reykjavík, gift Bergþóri Guðjóns- syni og eru börn þeirra Brynhildur, Helga sem er látin og Guðmundur Orri;Elín, f. 6.4. 1955, húsmóðir í Reykjavík, var gift Pétri W. Jack sem lést 1983 og eru börn þeirra ír- is Blómlaug, Fjóla Burkney og Hrafnhildur Día auk dóttur Elinar, Fannýjar Mjallar Pétursdóttur; Haf- steinn, f. 15.8.1957, verkfræðingur i Reykjavík, en kona hans er SofEia Káradóttir; Jón Bjarni, f. 12.3. 1962, kvikmyndagerðarmaður. Hálfbræður Brynhildar eru Björn Bjarnarson, f. 14.5.1918, d. 25.2.1996, búnaðarráðunautur í Reykjavík; Baldvin Bjarnarson, f. 30.8. 1920, d. 1970, málarameistari. Foreldrar Brynhildar voru Jón Bjarnarson, bóndi og síðar verslunarmaður í Reykjavik, og Ingibjörg Bjarnadótt- ir, starfsmaður við Þvottahús Landspítalans. Brynhildur er heiman. Helga Þórdís Tryggvadóttir Helga Þórdís Tryggvadóttir, gangastúlka við Hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði, Skólabraut 7, Garði, er sextug í dag. Starfsferill Helga fæddist á Bjarnarstöðum i Garði og ólst þar upp. Hún fór í vist og stundaði barnagæslu á ýmsum stöðum á hverju sumri frá sex ára aldri og fram að fermingu. Á ung- lingsárunum var hún í síldarsölt- un, fiskvinnslu og stundaði fleiri störf sem til féllu. Helga hefur nú stundað ræstingar á skrifstofu Gerðahrepps sl. átján ár og hefur starfað við Hjúkrunar- heimlið Garðvang frá 1980. Helga hefur sinnt trúnaðarstörf- um fyrir Gerðahrepp, sat í barna- verndarnefnd hreppsins um skeið og situr nú í tónlistarskólanefhd Gerðahrepps. Hún er heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Víðis og hefur tekið virkan þátt I starfi kvenfélags- ins Gefnar í Garði frá 1954. Fjölskylda Helga giftist 23.3. 1957 Eyjólfi Gíslasyni, f. 28.4. 1934, öryggisverði í Leifsstöð. Hann er sonur Gísla Matthíasar Sigurðssonar, bónda að Miðhúsum í Garði, og Ingibjargar Þorgerðar Guðmundsdóttur hús- freyju. Börn Helgu og Eyjólfs eru Gísli Matthías Eyjólfsson, f. 26.1. 1955, sölustjóri i Keflavík, kvæntur Ólaf- íu Ólafsdóttur, starfsmanni hjá Flugleiðum, og eiga þau fjögur börn; Magnús Eyjólfsson, f. 12.1. 1957, hlaðmaður hjá Flugleiðum, búsettur í Keflavík, kvæntur Ástrúnu Sigur- björnsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristín Eyjólfsdóttir, f. 27.1. 1958, starfsmaður viö íþróttamiðstöðina í Garði, búsett í Garði, gift Hólmberg Magnússyni, hlaðmanni hjá Flug- leiðum, og eiga þau fjögur börn; Gunnar Björn Eyjólfsson, f. 1.2. 1960, vélvirki, búsettur á Hvolsvelli, kvæntur Agnesi Ragnarsdóttur, starfsmanni hjá Sláturfé- lagi Suðurlands, og eiga þau tvö börn; Ingibjörg Þorgerður Eyjólfsdóttir, f. 3.7. 1960, verslunar- stjóri í Leifsstöð, búsett í Garði, gift Erni Vil- mundarsyni, hlaðmanni hjá Flugleiðum, og eiga þau sjö börn; Kristbjörg Eyjólfsdóttir, f. 17.9. 1966, stuðningsfulltrúi við Gerðaskóla, búsett í Garði, gift Arnari Magn- ússyni vélstjóra og eiga þau þrjú börn; Guðrún Eyjólfsdóttir Brennan, f. 20.2. 1968, hárgreiðslukona, búsett í Banda- ríkjunum, gift Sean Brennan sem starfar við húsabyggingar og eiga þau þrjú börn; Eygló Eyjólfsdóttir, f. 9.1. 1971, starfsmaður hjá varnarlið- inu, búsett í Keflavík, gift Jóni Örv- ari Arasyni, verkstjóra í mötuneyti hjá varnarliðinu, og eiga þau fjögur börn. Helga Pórdís Tryggvadóttir. Systkini Helgu eru Ein- ar Tryggvason, f. 25.5. 1933, d. 29.11. 1998; Tobias Tryggvason, f. 1.7. 1935, d. 22.6. 1978; Ásta Sigurlaug Tryggvadóttir, f. 7.7. 1939, d. 25.9. 1982; Kristín Tryggvadóttir, búsett á Þinghóli á Hvolsvelli; Bjarnveig, f. 12.3. 1941; Tryggvi Björn Tryggva- son, f. 22.3. 1957, smiður í Keflavík; Ólafur Tryggva- son, f. 27.12. 1944, verka- maður i Garði. Foreldrar Helgu voru Tryggvi Kr. Einarsson, f. 23.11.1914, d. 21.4. 1989, sjómaður og smiður á Bjarnarstöðum í Garði, og Björg Guðlaugsdóttir, f. 2.11. 1913, d. 27.6. 1978, húsfreyja. Helga Þórdís og Eyjólfur taka á móti gestum í samkomuhúsinu Garði laugardaginn 28.3. frá kl. 17.00-21.00. Guðjón Haraldsson Guðjón Haraldsson verktaki, Markholti 14, Mosfellsbæ, verður sextugur á morgun. Fjölskylda Starfsferill Guðjón fæddist á Hólmavík og ólst þar upp og í Skjólunum í Reykjavík. Hann hefur þó lengst af átt heima í Mosfellsbæ. Guðjón var lengi starfsmaður á Álafossi. Guðjón festi síðan kaup á trakt- orsgröfu og tók þá að sér ýmis verk- efni en hefur síðan lengst af rekið eigið verktakafyrirtæki. Eiginkona Guðjóns er Nicoline Herdís Schjet- ne, f. 27.9. 1942, húsmóð- ir. Hún er dóttir Leif Schjetne, vélstjóra í Tromsö í Noregi, og k.h., Helgu Ström Schjetne húsmóður sem var ís- lensk. Börn Guðjóns og Nicoline eru Helga Guð- jónsdóttir, f. 25.12. 1959, bréfberi í Mosfellsbæ, gift Geir H. Guöjón Haraldsson. on, f. Geirssyni og eiga þau fjögur börn; Landssímanum. Marta Gunnlaug Guðjóns- dóttir, f. 28.11. 1960, starfs- maður hjá Hagkaupi, bú- sett í Mosfellsbæ, en mað- ur hennar er Kristján Guðbrandsson; Haraldur H. Guðjónsson, f. 28.8. 1962, verktaki í Mosfells- bæ, en hann á eina dóttur; Herdís Guðjónsdóttir, f. 1.10. 1964, landpóstur, bú- sett á Kjalarnesi, gift Jóni Stefánssyni og eiga þau þrjá syni; Leifur Guðjóns- 10.2. 1972, starfsmaður hjá Guðjón átti ellefu systkini en tvö þeirra eru látin. Systkini hans: Lára, húsmóðir i Mosfellsbæ; Hilm- ar, í Reykjavík; Ragnar, í Grundar- firði; Kolfinna, í Reykjavík; Frið- þjófur, í Mosfellsbæ; Guðmundur, í Kefiavík; Helga, í Mosfellsbæ; Garð- ar, í Garðabæ; Jón Sveinbjörn, í Mosfellsbæ. Foreldrar Guðjóns: Haraldur Haf- steinn Guðjónsson, f. 11.3. 1913, og Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir, f. 6.7.1917, húsmóðir. Guðjón er á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 28. mars 85ára Sigrfður Kristjánsdóttir, Hvammi, Húsavik. 75ára__________ Ingvar G. Oddsson, Kirkjuvegi ld, Keflavík. Svavar Kristinsson, Hvanneyrarbraut 50, Siglufirði. 70ára_____________ Einar Valmundsson, Suðurbyggð 10, Akureyri. Gunnar M. Steinsen, Vesturbergi 19, Reykjavík. Heiður Jóhannesdóttir, Ægisgötu 8, Akureyri. Hrafnkell Helgason, læknabústað á Vifilsstöðum, Garðabæ. Inga Andrésdóttir, Kársnesbraut 53, Kópavogi. Sigfús Jónsson, Vesturbrún 10, Reykjavík. Þórdís Todda Guðmundsdóttir, Skaftahlíð 13, Reykjavík. 60ára______________ Fjðla Filippía Jónsdóttir, Torfufelli 15, Reykjavík. Hansína Ósk Lárusdóttir, Urðarbakka 28, Reykjavfk. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Háhlíð 7, Akureyri. 50ára Halldór Jónasson, Hvassaleiti 44, Reykjavík. 40ára Ásta Margrét Jóhannsdóttir, Dalseli 17, Reykjavík. Guðrún Ingólfsdóttir, Tjarnarbrú 1, Höfn. Guðrún S. Thorsteinsson, Safamýri 27, Reykjavík. Heimir Ingvason, Grenivöllum 14, Akureyri. Marteinn Gunnarsson, Sveighúsum 7, Reykjavík. Regina Berndsen, Skólavörðustíg 6b, Reykjavik. Sigríður Ragna Þorvaldsdóttir, Óttuhæð 6, Garðabæ. staögreiöslu- og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur oMmilB/)//^ '**. 'n, Smáauglýsingar rix^a 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.