Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Side 61

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Side 61
JDTV’ LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Áhugasamir ungir menn kynna sér radar. Sigling til framtíðar Hinn árlegi kynningardagur Stýrimannaskólans í Reykjavík verður haldinn i dag í Sjómanna- skóla íslands. Dagskráin stendur frá kl. 13-16.30. í hátíðarsal verður áhöfn björgunarþyrlunnar afhent gjafabréf að andvirði 3,1 milljónir kr. frá Þyrlukaupasjóði. Hollvinadagur Hollvinadagur Háskólans verður haldinn á morgun. Dagskráin er í tveimur hlutum. Sá fyrri hefst kl. 14 í stofu 101 í Odda og sá síðari verður kl. 15.30 í anddyri Odda. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður spiluð á morg- un kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Parákeppni. Vandi þjóðkirkjunnar og samlíf hjóna Dr. Vilhjálmur Árnason prófess- or mun eftir guðþjónustu kl. 14 í Neskirkju flytja erindið Vandi og viðfangsefni þjóðkirkjunnar. Elísa- bet Berta Bjamadóttir félagsráð- gjafi mun svo um kvöldið kl. 20.30 fjalla um samlíf hjóna og sambúð- arfólks í safnaðarheimilinu. Saklaus? - II í dag kl. 16.30 flytur myndlistarmaðurinn Rúrí gjörning á Kjar- valsstöðum. Yfir- skriftin er Saklaus? - II og er liður í sýn- ingu hennar, Paradís, sem nú er á Kjarvalsstöðum. Vináttufélag íslands og Kúbu Fundur verður í dag kl. 14 að Hverfisgötu 21, 2. hæð. Noberto Codina, skáld og ritstjóri, talar um menningarlíf og byltingu á Kúbu. Samkomur Menning á Intemetinu í Listasafni Ámesinga á Selfossi á morgun kl. 16 mun Birgitta Jóns- dóttir koma með tölvuna sína og sýnir og segir frá möguleikum list- ar og menningar i alþjóðlegu sam- félagi Intemetsins. Munch og Rubljov Á morgun kl. 16 heldur norski grafíklistamaðm-inn Sonja Krohn fyrirlestur í Norræna húsinu sem hún nefnir Mellem Munch og Rubljov. Sonja Krohn er meðal þátttakenda á sýningunni Norrænt grafíkþríár sem opnuð verður í Norræna húsinu i dag. Brjálaðar konur Leikfélag Fjölbrautaskóla Suður- nesja frumsýnir í kvöld leikritið Brjálaðar konur eftir Andrés Sigur- vinsson, Þórhall Guðmundsson og leikhópinn Vox Arena. Verkið segir frá einni helgi í lífi nokkurra ís- lenskra ungmenna og þann kalda raunveruleika sem þau þmfa að kljást við á gamansaman en um leið alvarlegan hátt. Það gerist á skemmtistað og við skyggnumst inn í hóp fólks sem er á tímamótum. Leikhús Leikritið var upphaflega unnið i leiksmiðju undir vinnuheitinu Hippamir í dag, gær og á morgun. Þórhallur Guðmundsson ungskáld samdi ásamt Andrési Sigurvins- syni og Elísabetu Snorradóttur bókmenntafræðingi drög sen vora lög til grundvallar þessari sýningu sem leikhópurinn vann síðan að. Önnur sýning er annað kvöld. Snjókoma á Murlandi Skammt norðaustur af Færeyjum er 970 mb lægð sem hreyfist aust- norðaustur og grunnt lægðardrag er við suðausturströndina. Um 1100 km suðsuðvestur í hafi er allmikil og vaxandi 960 mb lægð sem hreyfst hefur norðaustur og er suðaustur af landinu. í dag verður norðaustangola eða kaldi og stinningskaldi austanlands. Á Norðausturlandi verður snjó- koma og él á Norðurlandi. Anncirs staðar verður þurrt og víða léttskýj- að. Frostið verður á bilinu 1 til 6 stiog, mest á Vestfjörðum en minnst á Suðurlandi. Veðrið í dag Sólarlag í Reykjavík: 20.07 Sólarupprás á morgun: 06.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.48 Árdegisflóð á morgun: 07.08 Stórstreymi (4,4 m) Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjóél -3 Akurnes snjókoma -1 Bergstaðir úrkoma í grennd -2 Bolungarvík skýjaö -3 Egilsstaöir alskýjaö -2 Keflavíkurflugv. hálfskýjaö -1 Kirkjubkl. skýjaö 1 Raufarhöfn skýjað -3 Reykjavik úrkoma í grennd -1 Stórhöfði skýjaö 2 Helsinki skýjaö 5 Kaupmannah. þokumóða 9 Osló þokumóða 4 Stokkhólmur 1 Þórshöfn léttskýjaö 5 Faro/Algarve skýjað 19 Amsterdam þokumóöa 11 Barcelona mistur 17 Chicago hálfskýjaó 17 Dublin alskýjað 14 Frankfurt alskýjaó 9 Glasgow úrkoma i grennd 11 Halifax alskýjaó 4 Hamborg súld 9 Jan Mayen skýjað -3 London alskýjaö 14 Lúxemborg þokumóða 6 Malaga mistur 19 Mallorca léttskýjaó 17 Montreal léttskýjað 5 París alskýjað 12 New York skýjað 14 Orlando léttskýjaö 16 Nuuk snjókoma -3 Róm heiöskírt 14 Vín léttskýjaó 11 Washington skýjaö 14 Winnipeg alskýjað 2 Jazzklúbburinn Múlinn: i 1 1 ; i Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram kröftugri starfsemi í Sölva- sal á Sóloni íslandusi og eru næstu tónleikar annað kvöld. Þá munu öðlingar FÍH stíga á stokk og leika þekkta djassslagara. Öðlingarnir sem spila í kvöld eru Friðrik Theódórsson, söng- ur/básúna, Björn R. Einarsson, básúna, Skapti Ólafsson, söng- ur/trommur, Guðmundur Nordal, klarínett, Edwin Kaaber, gítar, Guðmundur Steingrímsson, trommur, Árni Elfar, pí- anó/básúna, Jón Möller, píanó, Leifur Benediktsson, bassi, og Guömundur Steingrímsson, einn reyndasti og vinsælasti djassieikari ís- lendinga, verður á sínum stað bak við trommusettiö annað kvöld. 6 iWWa SSKÉ Eí Hans Jensson, tenórsaxófónn. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Næstu tónleikar á vegum Múl- ans verða á fimmtudagskvöld. Þá verða í aðalhlutverkum Veigar Margeirsson trompetleikari og Jóel Pálsson saxófónleikari. Skemmtanir Skagfirðingaball í Drangey Dansleikur fyrir „unga Skag- firðinga á öllum aldri“ verður haldinn í Drangey, húsi Skagfirð- ingafélagsins við Stakkahlíð, í kvöld kl. 22. Hljómsveitin Upplyft- ing leikur fyrir dansi. Aðgangseyr- ir er 700 krónur og samkvæmt til- kynningu SKVASS-hópsins (Skag- firðingar Kunna Vel Að Skemmta Sér) er söngvatnið á bónusverði. SKVASS-hópurinn er nokkurs konar deild innan Skagfirðingafé- lagsins sem hefur það að mark- miði að ná inn í félagið fleiri og yngri Skagfiröingum. Myndgátan Sýnir hvað í sér býr Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. dagsönn ™ Blásarakvintett Reykjavíkur leik- ur í Grafarvogskirkju á morgun. Tónlist fyrir alla í tónleikaröðinni Tónlist fyrir alla kom í hlut Blásarakvintetts Reykjavíkur að leika fyrir nem- endur i Grafarvogi. Lokatónleik- arnir verða fjölskyldutónleikar sem verða í Grafarvogskirkju á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir J.S. Bach, Luciano Berio, Anton Reicha og George Gerswin ásamt syrpu íslenskra laga í útsetningu Páls Pampichlers Pálssonar. Blás- arakvintettinn hefur starfað frá árinu 19981 og hefur vegur kvint- ettsins farið vaxandi á undan- fomum árum. Styrktartónleikar í Grundarfirði í dag verða haldnir styrktar- tónleikar til eflingar tónlistar- skólans í Grundarfirði. Tónleik- arnir, sem fara fram í samkomu- húsinu í Grundarfirði, verða með kaffihúsasniði og munu standa í 4-5 tíma. Fram koma m.a. Kór eldri borgara, barnakór, kirkjukór, nýstofnuð lúðrasveit tónlistarskólans, dixieland-band kvintett o.fl. Veitingar hafa versl- anir og veitingahús í Grundar- firði lagt til auk bakaríanna í Ólafsvík og Stykkishólmi. Tónleikar Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar held- ur tónleika í Víðistaðakirkju í dag kl. 17. Efnisskráin spannar allt frá klassískum verkum til léttari sönglaga. Einsöngvari með kórnum er Elín Ósk Óskarsdótt- ir. Stjórnadi kórsins er Guðjón Halldór Óskarsson og undirleik- ari er Hörður Bragason. Vortónleikar í dag verða árlegir vortónleik- ar forskóladeildar Tónskóla Sig- ursveins. Þeir verða haldnir í Langholtskirkju og hefjast kl. 14. Allir nemendur forskólans, rúm- lega eitt hundrað börn, koma fram og flytja íslensk lög. Meðal annars verður frumflutt verk eft- ir John Speight, Vöggukvæði. Tónleikar gítarhópa Tónskóli Sigursveins D. Krist- insssonar stendur fyrir tónleik- um gítarhópa í Seljakirkju í dag kl. 17. Eftirtaldir skólar taka þátt í tónleikunum: Tónlistarskóli Húsavíkur, Tónskólinn á Egils- stöðum, Tónlistarskóli Keflavík- ur og Nýi tónlistarskólinn. Nem- endur flytja lög sem hver skóli hefur undirbúið fyrir sig og í lok- in verður samspil allra gítarleik- aranna. Gengið Almennt gengi LÍ 27. 03. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,370 72,740 71,590 Pund 121,190 121,810 119,950 Kan. dollar 51,260 51,580 50,310 Dönsk kr. 10,3790 10,4350 10,6470 Norsk kr 9,5680 9,6200 9,9370 Sænsk kr. 9,1150 9,1650 9,2330 Fi. mark 13,0350 13,1120 13,4120 Fra. franki 11,8040 11,8720 12,1180 Belg.franki 1,9176 1,9292 1,9671 Sviss. franki 48,4200 48,6800 50,1600 Holl. gyllini 35,1000 35,3000 35,9800 Þýskt mark 39,5800 39,7800 40,5300 ít. líra 0,040120 0,04036 0,041410 Aust. sch. 5,6230 5,6570 5,7610 Port. escudo 0,3863 0,3887 0,3969 Spá. peseti 0,4663 0,4691 0,4796 Jap. yen 0,559900 0,56330 0,561100 írskt pund 99,340 99,960 105,880 SDR 96,380000 96,96000 97,470000 ECU 78,5700 79,0500 80,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.