Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 30. MARS 1998 21 „Brennið í helvíti" - Eyjamönnum hefur borist Qöldi morðhótana „Þetta er alveg með ólíkindum. Ég vann alla titla með Víkingi sem hægt var að vinna og Vík- ingur er mitt félag. Þessar morðhótanir og dónaskap- ur er alveg ótrúlegt og ég hef aldrei kynnst öðru eins á mínum ferli,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV i Nissandeild- inni í handknattleik, í samtali við DV. Eftir leik ÍBV og ÍR í síðustu mnferö Nissan- deildarinnar, rigndi morð- hótunum yfir Eyjamenn. Flestir leikmenn liðsins fengu óskemmtileg símtöl og Þorbergur Aðalsteins- son fékk einnig vænan skammt. Eyjamenn telja fullvíst að stuðningsmenn Víkings séu hér að verki og þeir hafi ekki enn jafn- að sig á því að lið þeirra féll i 2. deild vegna þess að ÍR vann ÍBV í lokaumferö- inni. „Brennið í helvíti" Einn þeirra sem hringdi i Þorberg sagði: „Brennið í helvíti, helvítis aumingj- amir ykkar. Það verður gengið frá ykkur.“ Þorbergur vildi ekki tjá sig frekar um málið en mikil reiði ríkir í Eyjrnn út í stuðningsmenn Vik- ings. Fjöldi Eyjamanna hlustaði á talhólf tengt síma Þorbergs þar sem sumar hótanimar komu fram. Þá hefur framkoma eins starfsmanns Bylgj- unnar í morgunþætti stöðvarinnar vakið mikla reiði í Eyjum en aö mati Eyjamanna sem DV ræddi við hefur hann verið með áróður gegn Eyjamönnuin í þætti sínum. oxr Þorbergur Aðalsteinsson og lærisveinar hans fengu óskemmtilegar símhringingar. Alfreö. Alfreð vann slaginn gegn Patta og félögum Patrekur. bls. 24-25 Gunnar Fýlkir vann í körfunni Orn og Lára settu ný met Öm Amarson, SH, og Lára Hmnd Bjargardóttir settu um helgina íslands- met á sprettsundsmóti Ármanns í Sundhöll Reykjavíkur. Örn setti met í 50 metra skriðsundi, synti á 23,44 sekúndum, og Lára Hrund í 100 metra fjórsundi á tímanum 1:06,59 mínútum. -JKS 7 Eydís Konráðsdóttir tók á laugardag þátt í heimsbikar- móti í sundi sem fram fór í ^ París. Eydís tók þátt í einni grein, 200 metra baksundi, og lenti í sjötta sæti á 2:15,14 mínútum. Sig- urvegarinn Antje Buschschulte, Þýska- landi, synti á 2:09,20 mínútum. -JKS Júlíus til Roda Gunnar Einarsson skrifaði um helgina undir þriggja ára samning við hollenska liðið Roda Kerkrade. Gunnar gekk upphaflega raöir Roda en var fljótlei leigður til Maastricht og hefur leikið vel með því liði í vetur. Það varð til þess að Roda vildi fá hann til baka og gerði við Gunnar langtímasamning. -JKS ■ Lottó: 2 8 9 27 38 B: 3 Enski boltinn: 121 112 121 11x2 Keflavík varð um helgina íslandsmeistari í körfúknattleik kvenna. Keflavik og KR léku fjórða úrslitaleik sinn í Hagaskóla á laugardag og vann Keflavík öruggan sigur. Miklu munaði að Tara Williams var farin meidd af landi brott og veikti fjarvera hennar lið KR verulega. Árangur Keflavíkurstúlkna er einkar glæsilegxu-. Þetta var áttundi íslandsmeistaratitill félagsins og leikmenn liðsins sýndu og sönnuðu í úrslitakeppninni að Keflavík hefúr á að skipa besta kvennaliði landsins í körfúknattleik um þessar mundir. Sjá nánar á bls. 23. -SK Eydís í sjötta sæti í París enn þá MOC- Fylkir úr Árbænum tryggði sér irni helgina sigur í 2. deild karla i körfuknattleik. Fylkir leikur því í 1. deildinni á næstu leiktíð og er þetta besti árangur félagsins í körfuknatt- leik frá upphafi. Fylkir lék til úr- slita gegn ÍV og sigraði 85-68. Léttir sigraði Skotfélag Akur- eyrar í leik um 3.-4. sæti með 82 stigum gegn 70. Víkingar mættu ekki til leiksins um 5.-6. sæti en SH vann Árvakur i leik um 7.-8. sæti, 74-59. -SK ÍÞRÖTTIR Chelsea vann deilda- bikarinn Bls. 26 nefnd- „Mér var þetta kunnugt allan timan og var því undrandi á frétt i stærsta prentmiðli landsins þess efnis að ég væri ekki lengur í nefndinni. Á þeim tíma hafði enginn sam- band við mig vegna þessa máls,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður Júdósambands íslands og nefnd- armaöur í nefhd Alþjóða ólymp- íunefiidarinnar (IOC) um íþróttir og umhverfis- mál. Fram hefur komið í frétt- um hérlendis að Júlíus eigi ekki lengur sæti í nefnd IOC um íþróttir og umhverfismál Júlíus Hafstein. en það er alrangt. Þann 17. mars sl. sendi Felici- ano Mayoral, framkvæmdastjóri Heimssambands ólympiunefhda, bréf til aðalskrifstofu IOC þar sem hann tiltekur og ítrekar stöðu Júlíusar Hafstein innan ís- lensku ólympíunefndarinnar, þar sem Júlíus á sem kunnugt er sæti. í framhaldinu sendi aðal- framkvæmdastjóri IOC, Francoise Zweifel, svar til Mayorals þar sem hann er beð- inn afsökunar á mistökunum og misskilningnum. Júlíusi var einnig sent slikt afsökunarbréf. Nefiidin sem hér um ræðir er ein stærsta nefndin innan IOC. í henni eiga meðal annars sæti, auk Júliusar, sendiherra Spán- verja í Ungverjalandi, forseti al- þjóða siglingasambandsins, for- seti alþjóða hestaíþróttasam- bandsins og forstjóri og aðaleig- andi íþróttavörufyrirtækisins Mizuno. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.