Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 30. MARS 1998 Iþróttir Undanúrslitin í körfuknattleik karla: KR er komið yfir gegn IA eftir sigur í framlengingu KR komst yfir í einvíginu við Skagamenn með 82-80 sigri eftir framlengingu á Nesinu í gær. Leikurinn var í senn æsispennandi og skemmtilegur en liðin lögðu bæði upp að leika skynsamlegan leik og spila góða vöm. í lok framlengingar fékk Alexand- er Ermolinsky færi á að koma leiknum í aðra framlengingu. Hann fór á vítalínuna þegar 1 sekúnda var eftir og ÍA 79-82 undir. Hann hefði með því að hitta úr fyrra skotinu gefið sínum mönnum tækifæri til að ná sóknarfrákasti og jafna leikinn. En hann hitti ekki úr því fyrra og KR-ingar fognuði naumum sigri. Það var Damon Johnson sem öðr- um fremur kom leiknum í ffam- lengingu þegar hann skoraði fimm Arnar Þór Viðarsson er aö öllum líkindum á leiöinni til Genk f Belgíu. Arnar Þór til Genk? DV, Belgía: Samkvæmt öruggum heimild- um DV eru miklar líkur taldar á því aö Arnar Þór Viðarsson gangi í raðir Genk á næstunni en það fyrir er Þórður Guöjóns- son. Forráðamenn Genk hafa mikinn hug á þvi að fá Amar Þór eftir að félagið seldi Philippe Clement til Coventry og leitar nú að vamartengiliði. Genk er í öðru sæti í belgísku 1. deildinni og ömggt með sæti í Evrópu- keppninni. Amar Þór sagði í samtali við DV hafa heyrt af águga Genk en að öðm leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. -JKS/KB Hakkinen varð fyrstur Mika Hakkinen frá Finnlandi vann Formula 1 kappaksturinn sem fram fór um helgina. Félagi hans hjá McLaren, Bretinn Dav- id Coulthard, varð annar og Michael Schumacher, Þýska- landi, þriöji. Hakkinen hefur forystu í stigakeppni ökumanna, með 20 stig. Coulthard er með 12, Hanz H. Frentzen 7, Michael Schumacher 4, Alexander Wurz og Eddie Irvina 3, Jacques Vil- leneuve 2 og Johnny Herbert 1. -ÓSG síðustu stigin og jafnaði 67-87 þegar nokkrar sekúndur vora eftir. KR- ingar leiddu leikinn samt nánast allan tímann en þrautseigja Skaga- manna sannaði sig enn i gær. Skagmenn vora samt kokhraustir eftir leik. „Eins og í Grindavík fórum við langt á baráttunni en okkur vantaði smáheppni i lokin. Hún kemur vonandi á þriðju- daginn," sagði Bjarni Magnússon Skagamaður eftir leik. Elvar Þór- hallsson byrjaði ekki inni á en óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og leiddi lið sitt í seinni hálfleik er hann átti 5 stoðsendingar. Hann hafði þetta að segja eftir leik „Þetta er byrjunin á góðri seriu. Við þurf- um að vinna hér einn leik en það tókst ekki í dag. Við verðum að klára leikinn heima og sjá síðan hvað við getum gert. Þetta era mjög lík lið og þetta veltur allt á einum, tveimur skotum líkt og það gerði í dag.“ Jón Sigurðsson þjálfari var ánægður með góða byrjun. „ Svona verður úrslitakeppnin enda deildin mjög jöfn. Við vissum að það þurfti mikið til að vinna og ætluðum að spila okkar bestu vörn, en um leið og við slökum á í vöminni eru þeir komnir aftur inn í leikinn. Þetta er samt þrælgaman og við bíðum spenntir eftir næsta leik.“ Keith Vassel átti góðan leik hjá KR, ekki síst í framlengingunni er hann skoraði 8 stig. Hann tók enn fremur 15 fráköst. Damon var sem oft áður bestur hjá ÍA og Elvar og Bjami léku vel. -ÓÓJ Njarðvík varbetra - sigraði Keflavík, 105-98 DV, Suðurnesjum: Njarðvíkingar náðu forystunni í einvígi sínu gegn Keflvíkingum í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Njarðvík sigraði, 105-98. Njarðvík hefur því náð vinn- ingsforskoti gegn Keflavík en vist er að Keflvíkingar hafa ekki sagt sitt síðasta orð. „Ég er ánægður með sigurinn en við vorum ekki að spila vel. Hálfan leiktímann vorum við hreinlega að leika illa. Keflvíkingarnir voru góð- ir stærstan hluta fyrri hálfleiks og léku þá góðan varnar- og sóknar- leik. En með geysilegri baráttu og seiglu náðum við að snúa leiknum okkur í hag,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn gegn Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum og eftir 10 mínútna leik var staðan 17-33. Þá breyttu Njarðvíkingar í svæðisvörn og gest- imir réðu illa við hana. Um miðjan hálfleikinn fékk Maurice Spillers sína 3. villu og lék ekki síðari hluta fyrri hálfleiks. Þetta hjálpaði vitan- lega Njarðvíkingum sem náðu frá- bærum leikkafla fyrir leikhlé og löguðu stöðuna verulega. I síðari hálfleik náðu Njarðvík- ingar að stöðva Guðjón Skúlason og við það lamaðist sóknarleikur Kefl- víkinga. Var það Friðrik Ragnars- son sem fór fremstur í flokki i því að stöðva Guðjón. „Lékum illa gegn svæöisvörninni" „Við spiluðum mjög illa gegn svæðisvöm þeirra. Við náðum góðri forystu allt of snemma í leiknum og eftir það lékum við einfaldlega illa og fengum á okkur of margar villur. Sumir leikmenn í okkar liði vora hreinlega ekki tilbúnir í þennan leik,“ sagði Falur Harðarson Kefl- víkingur eftir leikinn. Bestir í liði Njarðvíkinga voru Friðrik Ragnarsson sem var frábær í vöm og sókn. Petey Sessoms lék einnig mjög vel og óx er á leikinn leið. Örlygur Sturluson lék frábær- lega í síðari hálfleik. Hjá Keflavík var Spillers mjög sterkur. Falur átti einnig góðan leik og Guðjón Skúlason í fyrri hálfleik. -ÆMK/-SK iaíiá JMi I I *’■ I * „ jght - ’ iMtá&Í * ti, f - \4t. w. f - f f m I * - -wfe. . ...: . Bandaríkjamaðurinn Keith Vasell átti mjög góðan leik fyrir KR gegn Akranesi í gær á Nesinu og skoraði 32 stig. KR náði að knýja fram sigur eftir framlengingu og víst er að sigurinn er mikilvægur enda hver leikur úrslitaleikur í úrslitakeppninni. DV-mynd Brynjar Gauti 1. leikur KR ÍA (41) (69) 82 (29) (69) 80 Teitur Örlygsson skoraði aðeins 9 stig gegn Keflavík. Guðjón Skúlason skoraði 18 stig gegn Njarðvík í gærkvöld. 2-0, 6-2, 7-8, 17-8, 17-12, 24-16, 29-18, 34-22, 39-29, (41-29), 44-29, 46-33, 46-41, 50-46, 50-51, 59-51, 60-55, 67-60, (67-67), 69-67, 69-69, 73-73, 76-73, 76-76, 81-76, 82-80. Stig KR: Keith Vassell 32, Ósvaldur Knudsen 12, Óskar Krist- jánsson 9, Ingvar Ormarsson 9, Björg- vin Reynisson 7, Nökkvi Jónsson 6, Baldur Ólafss. 4, Marel Guðlaugss. 3. Stig Akraness: Damon Johnseon 34, Bjami Magnússon 16, Alexander Ermolinsky 11, Sigurður Elvar Þórhailsson 7, Dagur Þórisson 7, Pálmi Þórisson 2, Trausti Jónsson 2. Fráköst: KR 36, Akranes 26. 3ja stiga körfur: KR 10/22, Akranes 7/28 ( 7/22 i seinni). Vitanýting: KR 14/20, ÍA17/19. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bender. Komust nokkuð vel frá mjög erfiðum leik. Áhorfendur: 400 Maður leiksins: Keith Vassell KR. Mikilvægur í lokin, skoraði 8 stig í framlengingu og hitti úr 11 af 19 skotum í leiknum og tók 15 fráköst. 1. leikur Njarðvík (45) 105 Keflavík (48)98 0-6, 2-12, 10-20, 17-26, 17-33, 23-33, 30-45, (45-48), 51-53, 53-62, 68-65, 74-85, 84-71, 84-77, 91-82, 97-88, 105-98. Stig Njarðvíkur: Petey Sessoms 33, Friðrik Ragnarsson 32, Örlygur Sturluson 14, Páll Kristinsson 12, Teitur Örlygsson 9, Kristinn Einars- son 3, Ragnar Ragnarsson 2. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 28, Maurice Spillers 24, Guðjón Skúla- son 18, Fannar Ólafsson 14, Kristján Guðlaugsson 5, Birgir Örn Birgisson 4, Gunnar Einarsson 3, Halldór Karls- son 2. Fráköst: Njarövík 34, Keflavík 38. 3ja stiga körfur: Njarðvík 3, Keflavik 8. Vítanýting: Njarðvík 19/38, Kefla- vík 24/29. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur S. Garðarsson, ágætir. Áhorfendur: Um 500, fullt hús. Maður leiksins: Friðrik Ragn- arsson, Njarðvfk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.