Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 30. MARS 1998 23 íþróttir Bland í poka Anna María Sveinsdóttir hefur á þeim 11 árum sem hún hefur spilað með Keflavik I i. deild kvenna oröið 8 sinnum Islandsmeistari og 9 sinn- um bikarmeistari og er hún eini leik- maður félagsins sem hefur leikið með i öll skiptin. Auk allra titlanna hefur Anna Mar- ia þrisvar veriö kosin besti leikmað- ur deildarinnar, 5 sinnum orðið stiga- hæst og 6 sinnum besta vitaskyttan. Það má með sanni segja að hún hafi unnið ailt sem hægt er að vinna hér á landi og það margoft. Á siðustu 7 árum hefur Keflavík leikið 129 deildarleiki og unnið af þeim 122. Þá hefur liðið leikiö 32 leiki í úrslitakeppni og unnið af þeim 22 og auk þess unnið 19 bikarleiki í röð. Linda Stefánsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð, KR, byijuðu að spila skömmu á eftir önnu Maríu en þær hafa aftur á móti aldrei orðið tslandsmeistarar. KR (24) 50 Keflavík (33)61 Keflavíkurstúlkur Islandsmeistarar í körfuknattleik kvenna: attundi Keflavík sigraði KR í fjórða úrslitaleiknum um titilinn, 50-61 2-0,2-2, 8-2, 8-19, 8-22, 12-29, 22-31, (24-33), 24-37, 28-37, 30-44, 30-47, 41-51, 46-61, 50-61. Stig KR: Hanna Kjartansdóttir 27, Helga Þorvaldsdðttir 7, Linda Stefáns- dóttir 6, Guðbjörg Norðfjörð 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 2, Sóley Sigurþórs- dóttir 2, Kristln Jónsdóttir 2. Stig Keflavikur: Jennifer Boucek 14, Erla Þorsteinsdóttir 13, Erla Reynisdóttir 11, Anna María Sveins- dóttir 11, Kristin Blöndal 8, Harpa Magnúsdóttir 4. Vamarfráköst: KR 21, Keflavik 30 Sóknarfráköst: KR 12, Keflavík 13 3ja stiga körfur: KR 1/16, Kefla- vík 4/10. Vítanýting: KR 7/13, Keflavík 5/7 Dómarar: Einar Einarsson og Leifur Garðarsson. Leifur pottþéttur, en Einar vann nokkuð á eftir að hafa „gleymt" flautunni i upphafi leiks. Ahorfendur: Um 300. Margir úr Keflavík sem létu vel í sér heyra. Maður leiksins: Hanna Kjart- ansdóttir, KR. Átti frábæran leik og sýndi það sem hún getur en hef- ur verið of rög við að sýna í vetur. Oft hefur verið talað um Keflavík- urhraðlestina í karlakörfuboltanum ennú er ekki hægt annað en nefiia kvennaliðið félagsins sama gælu- nafni. Liðið hefur unnið 8 íslands- meistaratitla frá því það kom upp 1986, 9 bikarmeistaratitla auk þess sem í ár er það sjöunda af þessum 11 sem þær vinna tvöfalt, þ.e.a.s. bæði deild og bikar. Keflavíkurstúlkur leiddu allan leikinn við KR á laugardag eftir að hafa breytt stöðunni úr 2-6, í 19-6 í upphafi leiks þar sem KR skoraði ekki í 7 mínútur og misnotaði 13 sóknir í röð. Frá því var leikurinn og íslandsmeistaratitilinn þeirra þrátt fyrir að KR hafi aldrei sleppt takinu á leiknum. KR saknaði augljóslega Töru Williams, sem meiddist í þriðja leiknum en þó sáust margir ljósir punktar í leik þeirra, ekki síst hjá Hönnu Kjartansdóttur, sem átti hreint frábæran leik, og Lindu Stef- ánsdóttur. Hanna skoraði 27 stig og Linda stal 9 boltum á 25 mínútum sem hún spilaði auk þess að taka 9 fráköst og skora 6 stig. Hjá Keflavík fór Erla Reynsidótt- ir mikinn en hún skoraði 11 stig, átti 6 stoðsendingar og tók 10 frá- köst. Anna María, Erla hin og Jennifer áttu einnig allar góðan leik. „Við spiluðum góðan leik og sýndum rosalegan karakter en okk- Félagslið á ferð um páskana Frakkland Leiftur Skotland FRAM ÍA ÍR Portúgal ÍBV Valur KR w Holland Þróttur Þýskaland Grindavík A, I _ DV íslenskir knattspyrnumenn: Undirbúningur á fullu Undirbúningur íslenskra knatt- spymumanna stendur nú sem hæst og eins og tíðkast hefur undanfarin ár ætla mörg lið að nýta páskana á erlendri grund við æfingar og keppni. Ljóst er að öll liðin í efstu deild, ef Keflvíkingar eru undanskildir, fara utan um páskana. Karla- og kvennalið ÍBV verða bæði í Portúgal. Grindvíkingar halda til Hannover í Þýskaiandi. Framarar, ÍA og lR verða í æfinga- búðum í Glasgow. Valur og KR halda eins og ÍBV til Portúgals. Leiftursmenn verða í Frakklandi og Þróttarcir dvelja í Kempervenen í Hollandi. Nokkur 1. deildar lið ætla einnig að nýta tímann um páskana erlend- is. Stjarnan, KA, Skallagrímur, Vík- ingur og Haukar verða i Frakk- landi. -JKS ur vantaði tilfinnanlega Töru. Þær voru bara betri í þessum fimm leikj- um en mínar stelpur eiga heiður skilinn" sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR, en hann stjómaði lið- inu þama i þriðja leiknum síðan Chris Armstrong var látinn fara. „ Við komum og mættum ákveðn- ar til leiks til að gera okkar besta Þetta gekk ekki í þetta skiptið en ég vil óska Keflavíkurstúlkum til ham- ingju með íslandsmeistartitilinn," sagði fyrirliði KR, Guðbjörg Norð- fjörð, eftir leik. „Þetta var frábært. Það sem réð mestu var viljinn til að vinna. Við vitum hvað þarf til að vinna og ætl- uðum að gera þetta fyrir vinkonu okkar og gerðum það,“ sagði fyrir- liði Keflavíkur, Erla Reynsidóttir. Jennifer Boucek var eflaust stærsta stoðin undir íslandsmeist- aratitil Keflavíkur i ár. Hún er frá- bær vamarleikmaður og mikill karakter fyrir liðið og hún var alsæl eftir leik. „Þetta var erfiður leikur því þær, eins og við vissum, komu mjög ákveðnar til leiks. Okkur hefur gengið frekar illa í Hagaskóla í vet- ur og þurftum því einnig að sanna sitthvað fyrir okkur sjálfum. Þetta hefur eflaust verið mesta lífsreynsla mín til þessa að koma til íslands. Ég næstum þvi óskaði mér að við fengj- um fimmta leikinn til að ég gæti spilað einn leik til viðbótar með þessum frábæra stelpum. Þetta hef- ur verið æðislegur tími en nú tekur við WNBNA þar sem ég fer til Cleveland í byrjun maí,“ sagði Jennifer eftir leikinn.. Anna María þjálfari var líka í sjö- unda himni. „Ég held að það sé ekki hægt að gera betur.Við höfum unnið allt sem hægt er að vinna. Það var erfitt aö stilla sig inn á þær enda mikil blóðtaka fyrir þær að missa Töru. Við leiddum allan leikinn en þær spiluðu virkilega vel í dag. Það er mikið búið að ganga á hjá okkur í vetur, við misstum meðal annars einn leikmann i bílslysi en við náð- um okkur upp og tileinkum henni þennan titil," sagöi Anna María í leikslok. -ÓÓJ Keflavíkurstúlkur fagna íslandsbikarnum sem þær tileinkuöu Gunnhildi Lfndal, sem fórst af slysförum á dögunum. DV-mynd Brynjar Gauti EFTA DOMSTÓLLINN _ _ „ _ , SKRIFSTOFU- OG \ f £ FJÁRMÁLASTJÓRI/ DÓMRITARI M cö° EFTA dómstólnum var komið á fót samkvæmt ákvæðum Samningsins um Evrópska efnahagsvæðið og hefur lögsögu í málum sem varða aöildarríkin, ísland, Liechtenstein og Noreg. Helstu mál sem domstóllinn fjallar um eru mál sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ber undir dómstólinn vegna meintra brota á samningnum, beitingar eða túlkunar á EES-reglum, mál sem lúta að ágreiningi milli EFTA ríkjanna og mál sem höfðuð eru til endurskoðunar á ákvörðunum ESA. þá veitir EFTA-dómstóllinn dómstólum aðildarríkjanna ráðgefandi álit um túlkun á ákvæðum EES-réttar. EFTA-dómstóllinn fer með hliðstætt hlutverk og dómstóll Evrópubandalaganna. Laus er til umsóknar staða dómritara/ skrifstofu- og fjármálastjóra, sem er ábyrgur fyrir daglegri stjórn dómstólsins, þ. á m. gerð fjármálaáætlana og starfsmannahaldi. Viðkomandi mun einnig sjá um málaskrá dómstólsins og regluleg störf dómritara. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september 1998 til tveggja eða þriggja ára, með möguleika á endurnýjun í jafnlangan tíma. Krafist er háskólaprófs í lögfræði einhvers hinna þriggja aðildarríkja og kunnáttu í Evrópurétti/EES- skilei rétti. Umsækjandi skal hafa reynslu af stjórnunarstörfum oi umsækjandi hafi reynslu af stjórn dómstóla eða hafi starfai ..................' la starfsmannahaldi. Ƨkilegt er að Æsk t fyrir alþjóðastofnun. Askilið er að umsækjan'di hafi fullkómið vald á ensku og geti starfað á frönsku. Eingöngu er tekið við umsóknum frá þegnum aðildarríkjanna þriggja. Laun og önnur kjör eru samkvæmt Starfsreglum EFTA-dómstólsins. Umsóknarfrestur er til 27. apríl 1998. Frekari upplýsingar um stööuna og umsóknareyðublöð (Nr. 1/98) fást hjá EFTA-dómstólnum: EFTA Court 1, rue du Fort Thungen L-1499 Luxembourg Sími:(+352) 4210 81 Símbréf: (+352) 43 43 89 Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu dómstólsins: htttp://www.efta.int/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.