Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1998, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 30. MARS 1998 62.046 áhorfendur Nýtt met var sett 1 NBA-deildinni um helgina. Þá mættu 62.046 áhorfendur á leik Atlanta og Chicago og hafa þeir aldrei veriö fleiri á leik í NBA. „Þaö er sérstök tilíinning að leika fyrir svona marga áhorfendur," sagöi Michael Jordan, en hann skoraði 34 stig í leiknum. „Áhorfendur sýna okkur mikla virðingu meö því að mæta svona vel,“ sagði Jordan. -SK Sögulegt hjá Malone Karl Malone er kominn í fjórða sætið yfir stigahæstu leikmenn í NBA-deildinni frá upp- hafi. Malone, sem sjaldan hefur leikið betur, fór á kostum i stórleik helgarinnar þegar Utah sigraði LA Lakers í Salt Lake City. Malone skoraði 31 stig í leiknum en Shaquflle O’Neal hjá Lakers skoraði jafnmörg stig. Utah hefur leikið mjög vel í vetur og það eru margir sem hallast að því að liöið geti farið alla leið í þetta skipti og kominn tími til. -JKS I>V íþróttir Heimsmetin urðu fjögur talsins á skautum á móti í Calgary í Kanada. Adne Sondral í 1500 metra hlaupi, Chris Witty, Bandaríkjunum, í 1000 metra hlaupi og Japaninn Hiroyasu Shimizu tvíbætti heimsmetið i 500 metra halupi. Tvö heimsmet voru sett á heims- meistaramóti á skautum um helgina. Þýska stúlkan Gunda Niemann setti met í 3000 metra hlaupi og Hollendingurinn Romme í 5000 metra hlaupi. Sundmenn voru engir eftirbátar skautamanna og settu einnig tvö heimsmet í stuttri braut á heimsbikarmóti í París. James Hickman, Bretlandi, setti met í 200 flugsundi á 1:51,76 min. Rússinn Andrei Komeev setti heimsmet í 200 metra bringusundi á 2:07,79 min. Þad er víöa hiti á knattspymu- völlum. Um helgina fengu þrír leikmenn að sjá rauða spjaldið í leik Obilic Belgrade og Crvena Zvezda í júgóslavnesku 1. deild- inni. Spartak Moskva, sem komið er alla leið í undanúrslit UEFA, tapaði fyrir Zenit frá Pétursborg í fyrstu umferð rússnesku defld- arinnar á laugardag. Þaö borgar sig ekki að gagn- rýna dómara. Það fengu leik- menn og þjálfari Phfladelphia 76ers að reyna á dögunum. 76ers tapaói fyrir NJNets í NBA-deildinni og eftir að hafa gagnrýnt dómara leiksins vom þeir Larry Brown þjálfari og leikmennimir Allen Iverson og Derrick Coleman sektaðir. Frankie Fredericks frá Namib- íu náði frábærum tíma í 100 metra hlaupi á stórmóti í Afríku um helgina. Hann Ifljóp á 9,96 sekúndum þrátt fyrir að aðstæð- ur væm erfiðar. Rússinn Sergei Makarov sigraði í spjótkasti karla, kastaði 82,04 metra. Annar varð Finninn Marti Nari með 80,22 metra. Tveir þekktustu tennisleikarar heims, Svíinn Bjöm Borg og Bandaríkjamaðurinn John McEnroe, munu mætast á tenn- isvellinum á þessu ári í Svíþjóð, nánar tiltekið i september. Þetta verður í 15. skipti sem kappamir mætast á tennisvellin- um en síðast vann McEnroe. Búist er við miku fjölmenni á leikinn og öllum ágóða verður varið tfl góðgerðarmála. -SK/-JKS Keppni var fjörug og skemmtileg á íslandsmótinu t trompfimleikum sem lauk um helgina. Gerplustúlkur sigruðu eftir mikla keppni við eldra lið Stjörnunnar. íslandsmótið í trompfimleikum um helgina: Gerpla haföi betur í miklu einvígi við Stjömuna í liðakeppninni á ís- landsmótinu i trompfimleikum sem fram fór í Ásgarði um helgina. Sjö lið mættu tfl leiks, Gerpla P2, Gerpla P4, Gerpla P5 og Gerpla P6, eldra og yngra lið Stjömuxmar og Björk TRl. Keppnin hófst með gólfæflngum. Lið Stjömunnar eldri tók forystu eftir æfingamar með 8,7 í einkunn en Gerpla P2 kom skammt á eftir með 8,5 í einkunn. Næst var komið að keppni í dýnu- Hlveran Skemmtileg og öðruvísi neytendaumfjöllun Alla þriðjudaga segir allt sem segja þarf stökki og á trampólíni. P2-lið Gerplu sýndi mjög glæsilegar og gallalausar æfmgar og hlaut hæstu einkunn á dýnu, 8,3. Lið Bjarkar kom næst með 8,25 og þriðju hæstu einkunn hlutu Stjömustúlkur, eldri, 7,7. Á trampólíninu sigmðu stúlkum- ar í P-2 liði Gerplu og fengu 8,25 í einkunn fyrir sínar æflngar. Stjam- an varð í öðm sæti með 8,05 og P-4 lið Gerplu varö í þriðja sæti með 7,85. Lið P-2 frá Gerplu varð íslands- meistari samanlagt eins og áður sagði og fór bikarinn því í Kópavog- inn sjötta árið í röð. í sigurliði Gerplu vom: Aðalheiður M. Vigfús- dóttir, Auður Sigurbergsdóttir, Ása Inga Þorsteinsdóttir, Bryndís Bjamadóttir, Eva Dögg Jónsdóttir, Guðrún B. Ingimundardóttir, Hlín Sæþórsdóttir, Magdalena R. Guðna- dóttir, Sjöfh Kristjánsdóttir, Stein- unn S. Sverrisdóttir og Sigríður Pálmarsdóttir. Lokastaða: Gerpla P-2 25,05 stig, Stjaman eldri 24,45, Björk TR-1 23,10, Gerpla P-4 22,75, Stjaman yngri 22,30, Gerpla P-6 20,55 og Gerpla P-5 17,50. Trompfimleikar hafa orðið tfl þess að stúlkur em famar að iðka fimleika langt fram á þrítugsaldur. Einn keppanda í liði Stjömunnar er tfl að mynda tveggja bama móðir. -AIÞ/-SK NBA-DEILDIN Aöfaranótt laugardags Indiana-Charlotte........133-96 Smits 24, Miller 24, Rose 20, - Wesley 21, Mason 14, Divac 13. Atlanta-Chicago...........74-89 Laettner 13, Mytombo 12, - Jordan 34, Burrell 18, Kukoc 12. Cleveland-Detroit.........88-87 Kemp 23, Person 16, Henderson 12, - Stackhouse 26, Hill 25, Dumars 12. Miami-Milwaukee .........102-77 Mouming 34, Conlon 11, Hardaway 11, - Gilliam 14, Lang 11. NJ Nets-Boston ...........76-82 Cassell 29, Gill 11, Williams 11, - Mercer 23, Walker 22, Barros 14. 76ers-SA Spurs...........85-110 Iverson 24, Coleman 18, Thomas 13, - Duncan 32, Perdue 21, Jackson 16. Orlando-Houston .........100-75 Strong 20, Grant 19, Outlaw 13, Wilk- ins 13, - Willis 20, Olajuwon 12. Dallas-Utah Jazz .........90-99 Finley 24, Davis 24, Strickland 9, - Malone 33, Homacek 18, Stockton 12. Denver-Golden State ......97-89 Newman 22, Ellis 21, Goldwire 15, - Jackson 22, Dampier 16. Phoenix-Washington .......89-85 Manning 18, Johnson 17, McDyess 14, - Howard 22, Murray 19, Webber 17. LA Clippers-Minnesota . . . 98-100 Murray 20, Rogers 16, Austin 16, - MitcheU 22, Gamett 17, Peeler 12. Sacramento-Portland......73-90 WiUiamson 16, Dehere 13, - Rider 24, Grant 19, Sabonis 10, Cato 10. Vancouver-NY Knicks .... 89-97 Reeves 35, Rahim 19, Edwards 18, - Johnson 23, Houston 20, Starks 15. Aöfaranótt sunnudags Utah Jazz-LA Lakers .... 106-91 Malone 31, Stockton 13, RusseU 10, - O’Neal 31, Van Exel 15, CampbeU 12. Seattle-NY Knicks ......104-78 Baker 17, Payton 16, Anthony 16, - Houston 15, Johnson 14, Starks 10. -SK/JKS Tveir fengu gullið Héraðsþing HSH var haldið á dögunum. Ell- ert B. Schram, forseti ÍSÍ, veitti Kjartani Páli Einarssyni, Snæfelli, gullmerki ÍSÍ, einnig Elfu Ármannsdóttur, Víkingi, og Eggert Kjart- anssyni, ÍM, silfurmerki fyrir vel unnin störf í þágu íþróttanna. Sæmundur veitti Lilju Stef- ánsdóttur, Víkingi, og Eiði Bjömssyni, UMFG .starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu íþróttastarfseminnar. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.