Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 Spurningin Hefur vorkvefiö sest aö í þér? Ásta Rut Jónasdóttir nemi: Já, ég er með það núna. Halldóra Sigurðardóttir nemi: Nei, ég er svo hraust. Ingibjörg Thorarensen nemi: Nei, ég vona að ég sleppi. Jón Torfi Jónasson prófessor: Nei, ég er ekki kvefsækinn. Ásdís Jónsdóttir nemi: Nei, aldeil- is ekki. Hef aldrei verið hressari. HaUgrímur Ámundason nemi: Nei, ég hef ekki fengið það enn. Lesendur Nokkrar spurningar um Landsbankann Reykvíkingur skrifar: Ég vil byrja á því að þakka fyrir skemmtileg skrif Dagfara undan- farið. Slær hann á léttar nótur að vanda um háalvarleg efni. Ég sendi ykkur þessar línur vegna þess að ég tel að það velti nú mest á ykkur fjölmiðlamönnum að fylgja málinu eftir í siðbótinni. Bankastjóramir hafa sagt af sér og forsætisráðherra vill greinilega þagga niður alla gagnrýna um- ræðu. Almenningur situr hins veg- ar eftir með margar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Má þar nefna nokkrar: Ef bankastjórn/ráð ber ekki ábyrgð á milljarðs króna tapi sem féll á Landsbankann og fylgist ekki með risnu upp á tugi milljóna hjá fyrirtæki sem er að hagræða, hvert er þá hlutverk stjómarinnar? Þarf nokkra stjóm? Hvemig má það vera að aðilar sem reyndust óhæfir i fyrri stjórn reynist hæfir í nýrri stjóm hjá sama fyrirtæki? Hvers vegna var nýtt starf bankastjóra Landsbankans ekki auglýst nú úr því að allt í einu átti að fara að leita eftir faglegri þekkingu og hæfni. Hvers vegna var viökom- andi bankastjóri ekki ráðinn til skamms tíma? Fundið var að óhóflegum lax- veiðiferðum og risnu hjá bankan- um. Fram kom að bankastjórarnir töldu utanlandsferðir meö mökum hluta af kjörum sínum en hversu mikið var um að miUistjórnendur bankans fæm í utanlandsferðir með mökum sínum, þeim að kostn- aðarlausu? Fram kom að laxveiöiferðirnar virtust gegna mikilvægu viðskipta- hlutverki hjá bankanum. í viðtali í sjónvarpinu kom fram að einn bankastjórinn fékk mjög mikilvæg- ar upplýsingar um slæma stöðu ís- lensks fyrirtækis hjá útlendum bankastjóra í laxveiðiferð. Einnig kom fram að áfengi virðist hafa verið ríkulega haft um hönd innan hans sviðs hjá bankanum. Hvar var bankaleyndin í þessu máli og voru fleiri dæmi um slíka leka eins og bankastjórinn greindi frá? Og úr þvi að bankamálaráðherra fyrirskipaði ekki bann um að listar með upplýsingum um hverjum hefði verið boðið í laxveiðar yrðu opinberir, hví er ekki búið að birta slíkan lista? Var fjölmiðlamönnum boðið? Eru það einungis bankarnir af ríkisfyrirtækjunum sem bjóða í laxveiðar á kostnað ríkisins? Hvað með fyrrum aðstoðarmann Jó- hönnu sjálfrar? Fangar vinna L.M. skrifar:: Með þessu bréfi vil ég svara skrif- um Þorleifs Kr. Guðlaugssonar sem skrifaði um vælið í meðferð fanga og aðbúnað þeirra í DV fimmtudag- inn 16 april. Hann ætti að kynna sér málið betur áður en hann skrifar næstu grein, hver sem hún nú verð- ur. Þorleifur byrjar á því að dæma foreldrana. Það er varla svara vert. Síðan talar hann um lúxuslíf fang- anna (guð hjálpi honum) og frítt lúxusfæði. Og síðan segir hann að fangamir þurfi ekki að vinna. Eitt skal Þorleifur vita en það er að þeir vinna flestir við til dæmis númera- gerð og byggingarvinnu og við að steypa hellur. Síðan talar hann um að fangar búi í sínu eigin húsnæöi og líkir því við vistarverur gamla fólksins sem er alveg út í hött. Og hann fullyröir að gamla fólkið sé troðið undir hæl stofnunar sem hef- ur fengið nafnbótina menningar- stofnun. Ég held að Þorleifur myndi helst vilja að allir fangar væru í dimmum og rökum klefum eins og var sjálfs- agt á 18. öld. Málið er að ég á þrítugan son sem er á Litla Hrauni og er hann búinn að vera þar meira og minna síðast- liðin tíu ár. Þetta er sorgarsaga en ég þoli ekki að Þorleifur skuli segja að fangamir vinni ekki. Þaö fór fyr- ir brjóstið á mér. Ég vil benda hon- um á að kynna sér málavexti áður en hann skrifar næst. Spilin á borðið Dröfn hringdi: Það er slæmt hve spurninga- keppni framhaldsskólanna hefur fengiö leiðinlegan stimpil við þær uppákomur sem orðið hafa að und- anfómu. Áður var þetta virt keppni sem allir biðu eftir með öndina í hálsinum. Nú er þetta orðið að langvarandi deiluefni sem ekki er séð fyrir endann á. Satt að segja hef- ur keppnin sett ákaflega ofan við þessi átök. Það er greinilega eitthvað að skipulaginu þegar vafaatriði koma upp í spumingakeppni af þessu tagi. Vitaskuld þcirf að búa þannig um hnútana að ekki geti minnsti vafi leikið á því hvort svörin em rétt eða ekki. Ella hlýtur að koma fram hörð gagnrýni og mótmæli frá því liðinu sem telur sig hlunnfarið. Á seinni ámm virðist lika sem meiri harka hafi hlaupið í keppn- Bréfritari telur nau&synlegt aö ágreiningurinn varöandi spurningakeppni framhaldsskólanna ver&i skýr&ur hi& allra fyrsta þannig a& ni&ursta&a megi nást. ina. Af hverju það stafar skal ósagt látið en það er óneitanlega skemmtilegra að fylgjast með þegar liðin leggja meiri áherslu á gæði svaranna heldur en skjót viðbrögð á bjölluhnappa. Svoleiðis óðagot kem- ur aðeins í veg fyrir rétt svar því keppendur gefa sér ekki tíma til að hugleiöa spuminguna og em síðan úr leik. Ekki ætla ég að kenna neinum einum um hvemig komið er. Stjóm- endur þáttarins hafa vafalaust gert eins vel og þeir gátu. En engu að síður er ágreiningurinn staðreynd. Það er því nauðsynlegt að öll spil verði lögð á borðið, þ.e. spurningar, svör og úrskurðir, þannig að það sjáist svart á hvítu hvemig máliö er vaxið. Greinaskrif og viðtöl um ann- að er merg málsins þjóna engum til- gangi. Þar fljúga einungis hnútur sem gera málið enn verra viður- eignar. Það þarf botn í það nú ella mun spumingakeppni framhalds- skólanna ekki bíða þess bætur. DV Til hamingju, Kópavogsbúar Gunnar hringdi: Mér finnst stórkostlegt að Kópavogsbúum skuli vera að takast að reisa tónlistarhús með 300 manna sal og glæsilegri að: stöðu án þess að væla eða vola. I Reykjavik hefur tónlistarhús verið bitbein borgar og ríkis árum saman og sér ekki fyrir endann á því. Nú er meira að segja aftur orðið vafamál hvar húsið á að rísa. Og þó var búið að gera teikningu af því sem sjálfsagt hefur kostað einhverjar milljónir króna. Geta borgaryfirvöld ekki tekið af skarið eins og þeir gerðu í Kópavogi og reist þetta hús í Laugardalnum þar sem afar vel mun fara um það? Hvítir brúðar- kjólar Jórunn hringdi: Nú fer í hönd tími brúð- kaupanna. Fjöldi ástfanginna para á öllum aldri lofar fyrir framan Guði og mönnum eða borgardómara og mönnum að elska og virða hvort annað það sem eftir er af þeirra lífi. Flestar giftast stúlkurnar í hvítum kjólum sem á jú að vera tákn sakleysisins. En hvaða brúður er saklaus í dag? Er þetta ekki yfirdrepsskapur? Mér finnst sérstaklega skrýtið að sjá myndir af brúðhjónum þar sem brúðurin er í hvítum, síðum kjól og á myndinni eru kannski þrjú böm hjónanna. Og hjónin eru kannski búin að búa saman í tíu ár. Átaksverkefni HaUdór hringdi: Nú er í gangi átaksverkefni af ýmsum toga gegn eiturlyfjum. Þessi verkefni hafa veriö kynnt með pomp og prakt. En það er eins og úthaldið vanti. Nú þyrfti að keyra áfram af fullum þunga og berjast gegn vágestinum. En ég óttast að það verði ekki gert. Það er mikil þörf fyrir forvarnarstarf gegn fíkniefnum. Það sýna okkur best fréttimar sem fjölmiðlar færa okkur eftir helgar.j Ofbeldisverk, .fikniefna- svall og fleira af þeim toga heyra frekar orðiö undir reglu en undantekningu. Fyilibyttur Guðjón hringdi: Eitt er það sem ég skammast min fyrir, sérstaklega þegar út- lendingar eru hér í heimsókn. Og það er drykkjuvenja íslendinga. Sumir eiga náttúrlega regulega bágt og eru drykkjumenn og alkó- hólistar og aðrir eru svokallaöar helgarfyllibyttur. Það er sem sé skammarlegt hvernig foreldrar geta liöið bömum sínum að koma drukkin heim helgi eftir helgi án þess að gera eitthvað í málinu. Drukkin ungmenni eru sérlega áberandi í miðborg Reykjavíkur. Ég veit að sumir foreldrar taka i taumana en það er ekki nóg. Margir drykkjumenn og eitur- lyfjaneytendur hafa byrjað með einu glasi - kannski niðri i mið- bæ Reykjavíkur. Hærri laun Sigrún hringdi: Ég er hjúkrunarfræðingur og er ein af þeim sem hafa sagt upp störfum. Hjúkrunamámið tekur fiögur ár og maður þarf að vera iðinn við kolann til aö standast prófin. Það þarf líka að vera ið- inn við kolann að námi loknu. Um er að ræða mikið ábyrgðar- starf og ég veit að hjúkmnar- fræðingar leggja sig aúa fram í starfi. Er ekki tími til kominn að við fáum mannsæmandi laun miðað við nám og ábyrgð í starfi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.