Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 9 Utlönd Óttast ríkasta mann Rússlands Það var eins og að sprengju hefði verið varpað yfir Moskvu í gær þegar í ljós kom að Jeltsín Rússlandsforseti hafði skipað milljarðamæringinn Borís Ber- ezovskí í embætti ritara Samveld- is sjáifstæðra ríkja. Berezovskí er talinn auðugasti maður Rússlands og eru persónulegar eignir hans metnar á 210 til 350 milljarða ís- lenskra króna. Skipan hans í embættið hefur valdið óróa og undrun í Moskvu. Fæstir leyna því að menn óttast Ber- ezovskí sem hef- ur lýst því að hann vilji kom- ast til mikilla pólitískra áhrifa. Og með auðæf- um sínum og eignarhluta í rás 1 í rússneska sjónvarpinu getur hann haft áhrif til afskekktustu hluta Rússlands. Ekki er langt síðan Jeltsín Rúss- landsforseti kvaðst hafa hótað að vísa Berezovskí úr landi. Berezov- skí hafði barist fyrir því að koma eigin mönnum að í rússnesku stjórninni en hann mun einnig hafa náin tengsl við starfsmenn Jeltsíns og fjölskyldu hans. Fullyrt er að Berezovskí hafi ávaxtað fé forsetans. Nýsjálenski háskólakennarinn Bob Creese syndir meðal blárra maomaofiska á friöunarsvæði á Nýja-Sjálandi til aö mótmæla fyrirhuguðum áformum um sandnám til sementsgerðar. Creese segir framkvæmdirnar skaölegar. C *aric) (jcx?<)a- og verðsamanburð BFCoodrích All-Terrain T/A Verð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- ^^MDEXK Jeppadekk SUÐURSTR0ND4 S: 561 4110 Ný sending Stuttar og sfðar kápur, sumarhattar Tilboð: Stuttkápur kr. 7.900. Sumarjakkar kr. 7.900. Mörklnnl 6 • slml 588-5518, oplö loug. 10-16. • / Glæsileg sýning á þ ví nýjasta og markverðasta á sviði handverks og ferðaþjónustu á íslandi. Dagskráin er mjög fjölbreytt og koma sýnendur hvaðanæva að af landinu. I anddyri verða vinnusýningar alla þrjá dagana, þar sem unnið verður í tré og ull. Par verður einnig sýning á verðlaunuðum og athyglisverðum tillögum úr minjagripa- samkeppni Átaks til atvinnusköpunar og Handverks & Hönnunar. Utivið mun Stefán í Glóðinni, Keflavík, gera skúlptúra úr ís daglega. Sýningin er opin frá kl. ld:00 - 19:00 1. maí og 10:00 - 19:00 2. og 3. maí. Aðgangseyrir er kr. 300,- Hondverk á Tslandi FERÐAMALASAMTOK ÍSLANDS Dagdkrá á í laugarda 1 s h fi 11 1.1 maí Föstudagur 1. maí Kl. M:00 Húsið opnar. Kl. 14:15 Rúnar Júlíusson. Kl. 14:30 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 15:30 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 16:30 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 17:00 Rimmugígur, bardagasveit úr Hafnarfirði. Kl. 18:00 Afhending viðurkenninga til sýnenda. Laugardagur 2. maí Kl. 12:00 Rimmugígur, bardagasveit úr Hafnarfirði. Kl. 13:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 14:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 15:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 16:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 17:00 Hermóður og Háðvör, leikhópur úr Hafnarfirði. Sunnudagur 3. maí Kl. 12:00 Rimmugígur, bardagasveit úr Hafnarfirði. Kl. 13:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 14:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 15:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 16:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 17:00 Barna- og unglingakór Hallgríms- kirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.