Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 10
io wennmg FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 IjV Skólabrú: Vandað hlutleysi Fagurt og frægt hús á einni beztu lóð miðbæjarins, hóflega merkt að utan, vekur væntingar, sem dempast af æpandi rauðri for- stofu, en rísa aftur í stílhreinum og sældarlegum matsal. Hús- búnaður Skólabrúar er vandaður og látlaus, allt frá mataráhöldum yfir í málverk, frá línþurrkum yfir í ljósakrónur. Umferðargnýrinn heyr- ist varla og dósatónlistin er lágvær. Þjónusta er kurteis og hófsöm. Gestir raða sér í þægilega arm- stóla og fá sér bita af sætu brauði snarphituðu. Ég reikna franskættaðan mat- seðilinn og fæ út, að þrí- réttað með kaffi kosti heil- ar 4.500 krónur, áður en kemur að víni. Matreiðslan er fógur og fín, vönduð og létt, en dálítið frosin. Matseðillinn er fastur og virðist ekki taka tillit til árstíðabundins góðum hrísgrjónum, blönduðum grænmeti, og nákvæmlega elduðum kartöflum. Ég hefði vilj- að hlýrann einan. Þessar blöndur rétta, súla og lundi, humar og hörpu- skel, hlýri og lax og karfi, segja óbeint, að í eldhúsinu eigi menn erfitt með að ákveða sig. Niðurstaðan verður þá eins konar sýnishom, meðaltal eða hlutleysi. Húsbúnaöur Skólabrúar er vandaöur og látlaus, allt frá mataráhöldum yfir í máiverk, frá línþurrkum yfir í Ijósakrónur. framboðs af sjávarfangi og viliibráð. Hér ræð- ur fagleg nákvæmni fremur en listræn tilþrif. Kuldaleg og blóðlaus Skólabrú stingur að því leyti eins og flestu öðru í stúf við hlýlegan og fjörugan keppinautinn Við Tjörnina á hinu homi Kirkju- torgs. Sjávarréttasúpa og humar- súpa voru mildar og ljúfar, ein- faldar að sniði. Lúðukæfa með rauðpiparkornum bráðnaði á tungu. Góð verkun var á graf- inni súlubringu og taðreyktum lunda, fagurlega fram bomu á næfurþunnu, lauflaga hrökk- brauöi. Bragðgóður humar og hörpuskel voru með sama um- búnaði á sams konar hrökk- brauði. Góður hlýri, sæmilegur lax og of þurr karfi vom saman á sjáv- arréttadiski, með óvenjulega Létteldað Skólabrúar- lamb er sérgrein staðarins, afar meyrt og fint, borið fram á sveppa- og spínatbeði með kartöfluflöguköku. Léttsteiktur lundi var fag- ur réttur og fremur góður, borinn fram með blóðbergs- og bláberjasósu. Veitingahús Jónas Kristjánsson Allar léttar ostakökur era kallaðar Tiramisu á íslandi, þótt þær séu óþekkjanleg- ar sem slíkar, ekki sízt á Skólabrú. Mangókrap í sítrónukörfu var ofurlétt og gott. Pina Colada ís var grófur og góður. Espresso-kaffi var fremur þunnt og borið fram á undan eftirétti, þótt beðið væri um það á eftir, enda skilja íslenzkir þjónar alls ekki, að sumir vilji slíkt kaffi sér á parti. Venjulegt kaffi var hins vegar gott. Hallgerður öll í mínum huga hljómar „tóndans- mynd“ eins og fyrirheit um eins kon- ar „gesamtkunstwerk", órofa samfellu ólíkra listgreina. Ef til vill var það of mikil tilætlunarsemi af mér en ég bjóst við einhverju í þeim dúr á upp- ákomu Guðna Franzsonar tónlistar- manns og þeirra Stefánsdætra, Lára dansara og Ragnheiðar myndlistar- manns, í Gerðubergi í fyrrakvöld. Út- koman varð hins vegar hreint og klárt dansstykki Lára um Hallgerði langbrók, þar sem bæði tónlistin og sviðsmyndin voru í aukahlutverki. Dans Aðalsteinn Ingólfsson Mér var heldur ekki alveg ljóst hvemig annars skemmtilegur blástur Guðna í ástralskt digeridoo og önnur hljóö af bandi áttu að tákna samskipti Hallgerðar við karlmennina sem vora örlagavaldarnir í lífi hennar (og gagn- kvæmt). Né heldur skildi ég hvers vegna Ragnheiður myndhöggvari kaus að búa til sviðsmynd úr 114 app- elsínum, sem ýmist voru felldar inn í veggmynd eða lágu um gólf. Verkið raknaði sem sagt upp í tóna, dans og mynd. Sumt af því, til að mynda tón- listin, var áhugavert, annaö ekki. Vissulega verðum við að halda áfram að „skrifa Njálu“ ef verkið á að lifa meö þjóðinni, eins og Jón Karl Helgason áréttar svo skemmtilega i nýrri bók sinni. Og þá þarf nýja sjón- vinkla á persónur á borð við Hallgerði. Hefur engum dottið i hug að hún hafi í rauninni verið sköllótt og allar lýsingarnar í Njálu á hárprýði hennar séu ís- lensk kaldhæðni? Þar opn- ast sannarlega nýir túlkun- arfletir... Engir slíkir fletir voru fyrir hendi í túlkun Lára á lífshlaupi Hallgerðar. Hún dansaði hana með mikinn hadd og i Maidenform brjóstahaldara og „lýsti“ at- burðum með miklum hand- sveiflum og búkvindum. Sem er dáldið einkennandi fyrir dansstíl Láru. Hall- gerður er sexí þegar hún er fyrst gefin manni, lymsku- leg þegar hún „plottar" dauða fyrsta eiginmanns síns, við löðranginn fræga fellur hún og veinar, og hún heldur áfram að veina, inn- vortis eða útvortis, þegar hún verður fyrir öðrum hremmingum. í lokin bregður hún yfir sig sorgar- klæði og hverfur inn í tómið á bak við appelsín- urnar. Lára Stefánsdóttir, Guðni Franzson og Ragnheiður Stefánsdóttir sýna í Gerðubergi: Tóndansmynd Láta Stefánsdóttir sem Hallgeröur langbrók f Tóndansmynd. DV-mynd E.ÓI. Listfengir Keflvíkingar Leikfélag Keflavíkur var stofnað um 1960 og á tímabilinu 1977-80 flutti það jafn- an tvö verk á vetri. Nú er það komið í eig- ið húsnæði við Vesturgötu 17 og frumsýndi þar Gaukshreiðriö fyrir viku undir stjórn Þorsteins Bachmanns. Hilmar Jónsson rithöfundur sá sýning- una og fannst frammistaða leikara framar öllum vonum. Þrjú hlutverk eru stærst og erfiðust: Rakel yfirhjúkrunarkona, sem Vigdís Jóhannsdóttir lék, Bormben indíánahöfðingi, sem Jón Marinó Sigurðs- son lék, og síbrotamaðurinn Mörður, leik- inn af Einari Lars Jónssyni. „Vigdís er þeirra reyndust," segir Hilm- ar, „lék kornung Línu langsokk við góðar orðstír. Hér fór saman skýr rödd og góð svipbrigði: valdið - hið vonda og óréttláta vald - holdi klætt. Einar Lars glímir við erfiðasta hlutverkið. Þrátt fyrir langan af- brotaferil er Mörður mannlegur og hefur samúð með þeim sem minna mega sín. Mér fannst Einar og Vigdís skila sínum hlutverkum gríðarvel. Jón Marinó er ný- liði en indíáninn lifnaði hægt og hægt í höndum hans á sviðinu. Spilafélagar Marðar voru góðir, sumir mjög góðir, og hjúkrunarkon- an Elva Sif alger and- stæða Vigdísai-. Læknir- inn, Jóhannes Kjartans- son, kerfiskarl sem ætíð lúffar fyrir Rakel. Frey- dís og Kristín voru sannfærandi gleðikon- ur.“ Hilmar spáir Gaukshreiðri Leikfélags Keflavíkur löngu lífí. „Hinn ungi leikstjóri, Þorsteinn Bachmann, hefur sannarlega leyst sitt verk vel af hendi. Bravó, Leikfélag Keflavíkur." Fyrstur barnabókahöfunda Innan Rithöfundasambands íslands er starfandi sérstakur hópur bama- og ung- lingabókahöfúnda sem kallar sig Síung. Hópurinn hefur verið duglegur undanfarin ár að koma á framfæri við al- menning hve nauðsynlegt er að kynna æsku lands- ins bækur og bóklestur; haldið þing, samkomur með upplestrum og fleira. Einn virkasti aðilinn í þessum hópi hefur verið Aðal- steinn Ásberg Sig- urðsson barnabóka- höfundur, skáld, söngvari og hljóðfæra- leikari. Hann var kos- inn formaður Rithöf- undasambandsins á aöal- fundi þess á laugardaginn var og sest í þann stól fyrstur barnabókahöfúnda. Þykir vegur þeirra vænkast við þetta. Síðast sat í formannsstólnum Ingibjörg Haraldsdóttir skáld. Næstur á undan henni var Þráinn Bertelsson kvikmyndahöfund- ur, á undan honum Einar Kárason skáld- sagnahöfundur og á undan honum Sigurð- ur Pálsson skádd. Varaformaður sambandsins er Ólafur Haukur Símonarson. Vilborg Dagbjarts- dóttir var kjörin heiðursfélagi Rithöfunda- sambands íslands á aðalfundinum. Sjaldgæft fólk Sigmundur Ernir Rúnarsson, hinn góð- kunni sjónvarpsmaður, sendi frá sér í vik- unni sína fjórðu ljóðabók: Sjaldgæft fólk. Forlagið gefur út. Bókin skiptist í fimm kafla og fjallar öðrum þræði um náttúru karls og konu og náttúru manns og lands. Nafniö sækir bókin til lokakaflans sem er nokkuð samfelldur óður til þeirra svæða landsins sem fólk hefur yfirgefið: Andlitin eru fiöll og firnindin sögur affólki sem ekki af. Sigmundur hefur líka gefið út eina plötu með söngtextum og ljóðskreytt tvær bæk- ur, haldið ljóðasýningu og sinnt prósa- skrifum. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.