Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 Fréttir 11 DV Guöni, Sverrir, Juri, Porsteinn Pálsson kaupfélagsstjóri og Bragi ásamt hrút- unum. Jeltsín til hægri. DV-mynd Eva Hverageröi: Gotbatsjov og Jeltsín í Eden DV, Hveragerði: Mikið var um dýrðir í Eden síð- asta vetrardag þegar haldið var upp á 40 ára afmæli staðarins. Veislan hófst með því að sendiherra Rúss- lands á íslandi, Yuri Resetov, hélt tölu og afhjúpaði síðan uppstoppaða Gorbatsjov og Jeltsín, myndarlega hrúta. Hrútarnir bera báðir sama merkispjaldið þar sem orðrétt segir: „Það hefur lengi verið siður til sveita að nefna góða gripi eftir frægu fólki. Þessi er frá Brúnastöð- um í Hraungerðishreppi. Hann bar með reisn nafnið Jeltsín. Hinn er Gorbatsjov, sem hefur sama merkis- spjald utan nafnsins." Hrútana fékk Bragi Einarsson frá Guðna Ágústs- syni þingmanni og Sverri Ágústs- syni bónda, bróður Guðna. f tilefni afmælisins sýnir Bragi Einarsson, eigandi og stofnandi Edens, listaverk eftir gömlu meist- arana, Kjarval og Gunnlaug, Hösk- uld Bjömsson, Baltasar og Alfreð Flóka. Málverkin eru öll í eigu Braga. Sýningin mun standa yflr í hálfan mánuð. Bragi sýnir nú auk þess verk eftir sig sjálfan á básun- um í Eden. Hér er um að ræða teikningar af mannsandlitum og ber sú sýning nafnið Óþekkti túristinn. Bragi er þekktur fyrir að rissa upp myndir af andlitum um leið og hann situr og spjallcu- við fólk og margar þessar ferðamannamyndir hans era þannig til komnar. -eh Heimsmeistarakeppni í dansi í Linz í Austurríki: Frábær árangur Um síðustu helgi var haldið í Linz í Austurríki heimsmeistara- mót unglinga i 10 dönsum í ald- ursflokknum 14-15 ára. Eitt ís- lenskt par tók þátt í keppninni, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. 24 pör hófu keppni á laugardaginn og urðu Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr í 10. sæti. Á sunnudaginn var haldið opið austurrískt mót í samkvæmis- dönsum. Keppt var í stöðluðum dönsum og suðuramerískum dönsum. í stöðluðum dönsum urðu þau Gunnar Hrafn og Sig- rún Ýr í 13. sæti af 50 pörum sem hófu keppni. í suðuramerískum dönsum hófu 80 pör keppni og urðu þau Gunnar Hrafn og Sig- rún Ýr í 7. sæti. Er því árangur- Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr inn alveg frábær hjá íslensku Magnúsdóttir. dönsurunum. Óskilamunauppboð lögreglunnar: Stærsta upp- boðið til þessa - segir Þórir Þorsteinsson deildarstjóri „Þetta er stærsta uppboð á óskila- munum í vörslu Reykjavíkurlög- reglunnar sem haldið hefur verið,“ segir Þórir Þorsteinsson lögreglu- maður um uppboð sem haldið verð- ur á óskilamunum á laugardag. Uppboðið, sem hefst kl. 13.30 fer fram i bækistöðvum Vöku hf. að Eldshöfða 6 í Reykjavík. Yfir 400 reiðhjól verða boðin upp að þessu sinni sem er miklu meira en nokkru sinni áður í sögu upp- boða lögreglunnar. Hjólin eru í mis- munandi ástandi en mörg eru mjög ný eða nýleg þannig að án efa munu margir gera góð kaup að sögn Þóris. Hann segir að reiðhjólum í óskilum hafi fjölgað mjög í takti við þann gríðarlega innflutning sem verið hefur á reiðhjólum undanfarna mánuði og ár. Auk reiðhjóla verður margs kon- ar annar vamingur boðinn upp, svo sem útvarpstæki og margs konar raftæki, bamakerrur og -vagnar og jafnvel hjálpartæki í ástalífinu, svo sem svipur, sporar og fleira í þeim dúr. -SÁ Þórir Þorsteinsson lögreglumaður með barnavöggu sem boðin verður upp hjá lögreglunni á laugardag ásamt hluta þeirra 400 reiðhjóla sem einnig verða boðin upp. DV-mynd GVA Mstahátíð i Reykjavík AMLIMA. Afrískir dans- og tónlistamenn. Borgarleikhúsinu. 16.5. kl. 20 og 17.5. kl. 14 og 20. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR. Danski útvarpskórinn og Caput. Frumflutt nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson. Þjóðleikhúsinu 17.5. kl.20. LE CERCLE INVISIBLE. Victoria Chaplin og jean-Babtiste Thierrée. Þjóðleikhúsinu i9.,2o.,2i.og 22.5. kí.20 og 21.5. kl. 15. STRAUMAR. Tríó Reykjavíkur, Martial Nardeau og félagar. Frumflutt nýtt tónverk eftir Jón Nordal. Iðnó. 20.5. kl. 23 og 24.5. kl.17. CAPUT og Sigrún Eðvaldsdóttir. Iðnó. 22.5. kl.20. IRINAS NYA LIV. Leikstjóri Suzanne Osten. Unga Klara. Borgarleikhúsinu. 24.,25. og 26.5. kl.20. JORDI SAVALL, Montserrat Figueras og Rolf Lislevand. Hallgrímskirkju. 25.5. kl. 20. CHILINGIRIAN STRING QUARTET og Einar Jóhannesson. fslensku óperunni. 27.5. kl. 20. NEDERLANDS DANS THEATER II og III. Borgarleikhúsinu. 28. og 29.5. kl.20. VOCES THULES: Þorlákstfðir. Kristskirkju, Landakoti, 31.5. kl.18 og 24. 1.6. kl. 12,18 og 20. GALINA GORCHAKOVA, sópran. Háskólabíói, 2.6. kt.20. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsveitarstjóri Yan Pascal Tortelier. Fiðluleikari Viviane Hagner. Háskólabíói, 5.6. kl.20. SEIÐUR INDLANDS. Indverskir dans- og tónlistarmenn. Iðnó. 6. og 7.6. kl. 20. CARMEN NEGRA og ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN (sjá sérauglýsingar) Mióasata í Upplýsingamióstöó ferðamála í Reykjavík, Bankastræti 2. Sími: 552 8588. Fax: 5623057. Opin virka daga frá kl. 9.00 - 18.00, ilMbl frá kl.10.00 - 14,00. Frá 11. maí er opió alla daga frá kl. 8.30 - 19.00. Greiðslukortapjónusta. HEILDARDAGSKRÁ liggur frammi í miðasölu E-mail: a r t f e s t @ a r t f e s t. i s Website: www.artfest.is Baleno Wagon er einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri, hagkvæmur i rekstri og hefur allt að 1.377 lítra farangursrými. Baleno Wagon gerir ferðalagið enn ánægjulegra. ^T JTT'J O U JLi U Ivl BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4 Baleno Wagon GLX 4X4: 1.595.000 kr. Góður í ferðalagið Baleno Wagon GLX: 1.445.000 kr. SUZUKI SÖLUUML0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.