Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 Spurningin Ætlar þú í kröfugöngu á morgun? Hafrún Ösp Stefánsdóttir ritari: Nei, ég held ekki. Jens Magnússon húsasmíöa- meistari: Nei, það geri ég sjaldnast. Gunnlaugur Halldórsson verka- maöur: Ég verð annars staðar. Fjóla Guðmannsdóttir verka- kona: Já, alveg endilega. Rósberg Ragnar Einarsson nemi: Já. Helgi Bjarnason gluggaþvotta- maður: Nei, ég stunda ekki kröfu- göngur. Lesendur Friður á Norð- ur-írlandi Leiötogar Sinn Fein á leiö á samningafund. Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú hefur dregið til tíðinda i mál- efnum Norður-írlands. Nýjustu fregnir þaðan herma að búið sé að binda endi á áratugagamlar deilur kaþólikka og mótmælenda. Fregnin sú hlýtur að gleðja alla. Merki um breytt hugarfar íbú- anna má ráða af þvi þegar hefð- bundin ganga mótmælenda átti sér stað um götur Belfast. Gangan fór að öllu leyti friðsamlega fram. Að vísu vildu kaþólikkar ekki vera minni menn og þrömmuðu um hverfi lýðveldissinna. En einnig án átaka. Síðan bárust fréttir frá þessu landi um það að „annar hópurinn" hefði farið að tilmælum lögreglu sem bað hann um að sneiða hjá hverfi „hinna“. Og var það gert. En allt er þetta merki um nýtt hugar- far fólksins. Sem auðvitað er for- senda breytinga. Ríkisstjóm Breta, undir forsæti Tonys Blairs, hefur haft framkvæð- ið í málinu og leitt andstæðar fylk- ingar saman til viðræðna, sem end- uðu þannig að skrifað var undir samkomulag. En það gerir ráð fyrir auknum tengslum við Bretland en á þó að ryðja brautina fyrir norður- írsku þingi. Kosið verður um sam- komulagið 22. maí næstkomandi og íbúum í landinu sent heim í pósti efniviðurinn sem kjósa á um. Vissulega eru hér áhugaverðir hlutir í deiglunni og ýmislegt sem bendir til að sáttmálinn nái að festa rætur. Breyting er samt ekki mögu- leg, jafnvel ekki undirrituð og stimpluð, ef fólkið er ekki sammála henni. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hvatti sina menn til að styðja sátt- málann. „Höfuðandstæðingur hans“, David Trimble, leiðtogi stærsta flokks mótmælenda, hefur fengið stuðning framkvæmdastjórn- ar flokksins. En þegar höfðingjarn- ir rétta fram sáttarhönd er það oft ótvírætt merki um samstarfsvilja. Maður vonar sannarlega að slíkt gildi í þessu máli. Fyrir þær sakir helstar að löngu er orðið tímabært að friður komist þarna á og að þess- ar hvimleiðu göngur „trúar- hópanna" heyri fortíðinni til. En þær hafa ekki verið til neins ann- ars en að viðhalda óskiljanlegu hatri og riQa upp hluti úr fortíðinni sem fært hafa óhamingju og leitt sorg og sút inn á heimilin í fjölda- mörgun tilfellum, t.d. í Belfast. Sjálfur bind ég talsverðar vonir við samkomulagið og vona líka að íbú- ar á Norður-írlandi séu mér sam- mála. Skuldasöfnun og blekking R- listans Einar Sigurðsson skrifar: Fyrir siðustu kosningar til borg- arstjórnar kaus R-listinn að segja ósatt um það sem til stóð að gera. Nú bætir hann um betur og gefur rangar upplýsingar um það sem gert hefur verið. Fyrir síðustu kosningar sagði R- listinn að skattar yrðu ekki hækk- aðir. Síðan hafa venjuleg heimili í Reykjavík þurft að taka á sig tug- þúsunda og sum vel á annað hund- rað þúsunda króna skattahækkanir í formi skolpskatts, auk þess sem margar aðrar álögur hafa verið hækkaðar. Hinar nýju álögur R-list- ans hafa samanlagt kostað borg- arbúa rúmlega tvo millljarða króna. Og þetta er listinn sem sér- stáklega lofaði að hækka ekki skatta. Nú í lok valdatíðar sinnar segir R-listinn að böndum hafi verið komið á fjármál borgarinnar og að borgarsjóður hafi verið rekinn án halla. Vitaskuld hefði átt að vera hægur vandi fyrir R-listann að gera þetta fyrst hann hækkaði álögur um tvo milljarða króna, en stað- reyndin er sú að þetta hefur ekki verið gert, R- litinn fer hér með blekkingar. Útgjöld borgarinnar hafa þanist út og skuldir borgarinn- ar hækkað um fjóra milljarða króna þrátt fyrir skattahækkanirn- ar og almennt góðæri. Þegar R-listinn segir að borgar- sjóður hafi ekki verið rekinn með halla er það ein blekkingin enn, því að skuldir hafa verið færðar til með því að stofna fyrirtæki og koma skuldunum þangað. Skuldir borgar- innar hafa því stóraukist en ekki minnkað eins og R-listi reynir að halda fram. Heimsókn fastaflota NATO Þeir ungu voru síst áhugaminni um borö í hinum stóru skipum en hinir fuliorönu. H.M.S. skrifar: Það var ánægjulegt að geta farið um borð í nokkra hina stóru vígdreka fastaflota Atlantshafs- bandalagsins, er staddir voru hér um sl. helgi. Ekki vantaði áhuga fólks sem kom í Sundahöfn i þús- undatali til að skoða skipin. Margir voru með börnin og strákarnir voru ein augu þegar þeir komu upp í brú skipanna. Hinir fullorðnu virtust ekki áhugaminni. og spurðu sjóliða eða yflrmenn um hvaðeina sem fyr- ir augu bar. Þessi skip eru með ólíkindum hvað alla byggingu snertir og út- búnað innanborðs. Þarna virðist hinn besti skóli fyrir unga menn og stúlkur, sem voru líka í bland við áhafnirnar. Aginn er eins og best gerist og kurteisin í fyrirrúmi. Gaman var að heyra hve reiprenn- andi og hiklaust sjóliðarnir svöruðu spurningum fólksins. Manni dettur margt i hug i heim- sókn í svona skip. Eins og t.d. það, hvers vegna við íslendingar tökum ekki þátt í að manna skipin, en við eigum aðild að NATO eins og flestir vita. Þótt við höfum engan her, þá er hér kjörið tækifæri til að skóla ungu kynslóðina með skyldudvöl um borð í þessum fastaflota. Menn koma agaðri til baka og fróðari um eitt og annað sem lýtur að þessari tegund sjómennsku. Heimsókn skipa úr þessum fasta- flota NATO er viðburður sem fólk hér á höfuðborg- arsvæðinu lætur sig varða, og áhug- inn á skipunum sýnir að íslending- ar eru líklegir til að taka við aga og reglu, ef þeim bara býðst rétti far- vegurinn. En hér er engin skylda frá vöggu til grafar önnur en barna- skólinn, og þegnskyldu má ekki minnast á, þá vöknar foreldrum um augu fyrir hönd bama sinna. Því miður. DV Ríkisstjórn tapar málum Ólafur Stefánsson hringdi: Það er raun að því að horfa upp á að ríkisstjórnin er að tapa frá sér málum algjörlega að ástæðulausu. Það kynni að verða banabiti henn- ar að þessi mál eru komin úr böndum. Ég á hér við þrjú mál: hvalamálið og frestun veiða hvala í vísindaskyni, gagnagrunnsmálið, sem ég sé fyrir mér að sé tapað að fullu og öllu vegna ofstækis starfs- fólks í heilbrigðiskerfinu, og loks svonefnt „hálendismál". Öll eru málin þess eðlis, að þau mátti af- greiða fyrir þinghlé. Óafgreidd vinda þau upp á sig ógæfu fyrir landsmenn. Fjölskyldu- greiðslur Ingibjörg Einarsd. skrifar: Ég lýsi ánægju minni með þær hugmyndir sem D-listinn hefur á stefnuskrá um fjölskyldugreiðslur til foreldra. Það er hollt hverju barni og gott að vera hjá foreldr- um sínum ákveðinn hluta dagsins en sú stefna sem núverandi borg- aryfirvöld hafa mótað er að öll börn verði vistuð allan daginn á leikskólum. Slík stefna væri kannski í lagi ef allir ynnu í verk- smiðjum frá 8-5. í nútímaþjóðfé- lagi okkar hafa mjög margir for- eldrar tök á því aö vinna heima og líta með fram því starfi eftir börn- unum. Aörir vilja vera heima með börnum sínum fyrstu árin og þetta er leið til að styðja þá. Fædd „til- raunadýr" Sigurður Sigurðsson skrifar: í prýðilegri grein Alfreðs Árna- sonar 22. apríl sl. koma fram mörg athygliverð atriði varðandi fyrir- tækið fslenska erfðagreiningu. Vek hér sérstaklega athygli á ein- um þætti málsins. Vitnaö er í grein í ritinu Scientific American (febr. 1998) varðandi tengingu ætt- artrjáa við sjúkraskýrslur. Grein- in nefnist „Natural Born Gunea Pigs“ (eða Fædd sem tilraunadýr). Fyrirsögn greinarinnar í ameríska ritinu segir nægilega mikið til þess að þingmenn og aðrir ættu að hugsa sinn gang, áöur en einka- leyfi er veitt fyrirtæki á borð við íslenska erfðagreiningu. Gagnaskrár- frumvarpið Loftur Loftsson skiifar: Fengi íslensk erföagreining tækifæri til að vinna að verkefni sínu í 12 ár mætti búast viö stór- kostlegum framfórum I læknageir- anum og þegar fram liða stundir stórlækkaði kostnaður við heilsu- gæslu hér á landi. Auk þess yrðu öll lyf sem þróuð yrðu úr þessum rannsóknum okkur að kostnaðar- lausu. Þótt læknar finni þessu allt til foráttu má líkja gagnaskrár- frumvarpinu við ýmis góð og dýr lyf sem læknar nota gegn mörgum sjúkdómum hinna almennu neyt- enda heilbrigðisþjónustunnar. Afvenjumst göngulaginu Hjálmar hringdi: Ég las frábæra grein í Degi ný- lega eftir lækni einn sem leiðir að því líkum að við íslendingar af- venjumst smám saman hinu við- tekna göngulagi vegna ofsetu í bílum. Auk þess sem við flest sitj- um við vinnu okkar daglangt. Hann tekur dæmi af unglingi sem tekm- bílpróf 17 ára og situr eftir það í bfl er hann þarf að komast ferða sinna, í stað þess að hreyfa ganglimina. Ég tel að hér sé miklu meiri sannleikur að baki en flesta grunar. Ég hef a.m.k. upp á síðkastið lagt mínum bíl alltaf þegar ég sé fram á að geta komist leiðar minnar á tveimur jafnfljótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.