Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 15 Betri þjónusta í Reykjavíkurborg Valddreifing, aukiö lýöræöi og jafnréttismál eru mikilvægir þættir nýs stjórnunarstíls borgarinnar, segir m.a. í greininni. - Nokkrir forsvarsmenn R-listans í komandi borgarstjórnarkosningum. árangri, svosem við rekstur íþrótta- mannvirkja og menningarstofnana. Það þarf að halda áfram á þessari braut og vinna að aukinni stefnu- mótun i hverfunum með sérstökum hverfaráðum sambærOegum þvi sem stofhað var í Grafarvogi á kjör- tímabilinu. Þess vegna vill Reykja- víkurlistinn að öll níu hverfi borgar- innar fái sitt eigið hverfaráð á næsta kjörtímabili. Höldum áfram aö bæta þjónustu Sú mikla áhersla sem verið hefur á valddreifingu, aukið lýðræði og jafnréttismál á þessu kjörtímabili eru mikilvægir þættir þessa nýja stjómunarstíls borgarinnar - að starfa samkvæmt nýjum viðmiðum þar sem þjónusta við fólk nýtur for- gangs, þar sem auðsýna á öllum ein- staklingum virðingu og þjónustulip- urð, þar sem hugmyndir um jafn- ræði eru í heiðri hafðar í stað klíku- skapar og valdhroka fyrri tíma. Það. eru spennandi verkefni fram undan í að gera Reykjavíkurborg lýðræðislegri og enn þjónustuvænni en orðið er. Við sem skipum Reykja- víkurlistann bjóðum fram starfs- krafta okkar í þágu þessa og vonum að þú, lesandi góöur, veitir okkur áframhaldandi trúnað til verksins í komandi borgarstjómarkosningum. Hrannar Bjöm Arnarsson Það er mikilvægt öll- um stjórnmálamönnum sem hljóta traust frá samborgunum sínum að fara vel með það vald sem þeim er trúað fyrir. En fylgifiskur valdsins er því miður oft á tíðum valdhroki og yfirgangur. Því þurfa stjómmála- menn alltaf að hafa í huga þær hættur sem störfum þeirra fylgja. Áður fyrr þótti mörgum að stjómun Reykjavíkur- borgar einkenndist af miklum stórbokka- og hrokagikkshætti. Nú er öldin önnur. Reykjavikurlistinn hefur tekið upp ný vinnubrögð og dagskipunin hefur verið sú að breyta eðli stjómunarinnar - úr valdstjóm í þjónustustjóm. Það ger- ist ekki á einni nóttu, en viðleitni Reykjavíkurlistans hefur verið þessi, árangurinn er þegar augsýni- legur og við viljum halda áfram á þeirri braut að gera borgina okkar fjölskylduvænni og þjónustulipurri. Allir njóta þjónustu borgar- innar í fljótu bragði finnst mörgum að starfsemi borgarinnar snerti þá lít- ið. Staðreyndin er hins vegar sú að allir borgarhúar njóta þjónustu hennar á degi hverjum með einum eða öðrum hætti. Öll njótum við vega og gangstíga, raforku og sorp- hirðu, heita og kalda vatnsins, úti- vistarsvæða og fjölda annarra þátta sem flest okkar teljum sjálfsagða þætti dag- legs lífs. Hins vegar er breytilegt eftir aldri, æviskeiðum og aðstæðum að hve miklu leyti við þurf- um á ýmissi annarri þjónustu að halda. Þegar þörfin knýr dyra er mikilvægt að geta reitt sig á slika samfélagsþjónustu. Allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta virðingar, óháð aldri, fotlun eða efhahag. Sú skylda samfélagsins og þjóna þess að veita einstaklingum að- stoð þegar á bjátar er afar mikilvæg en hún leysir okk- ur samborgarana ekki undan þeirri siðferðilegu skyldu að rétta hjálpar- hönd þegar þannig stendur á í lífi samborgar- anna. C Aukiö sam- starf viö borgarbúa Samstaða borgar- búa er afar mikil- væg í þessu efni. Við þurfum og eigum að vinna saman t.d. í for- eldrastarfi í leikskólum og grunn- skólum, við forvarnir og í íþrótta- starfi. Og það er einmitt þess vegna sem svo mikilvægt er að virkja sköpunarmátt fólksins í hverfum borgarinnar, efla sjálfstæði þeirra og möguleika fólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Reykjavikurborg hefur tekið upp þá nýlundu að vinna meira með þeim sem njóta þjónustu hennar. Þannig hefur eins konar félagavæð- ing sett svip sinn á samskipti borg- aryfirvalda og félagasamtaka á kjör- tímabilinu, og skilað mjög góðum Kjallarinn Hrannar Björn Arnarsson frambjóðandi Reykjavik- urlistans „Þegar þörfín knýr dyra er mikil- vægt ad geta reitt sig á slíka samfélagsþjónustu. Allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta virðingar, óháð aldri, fötlun eða efnahag.u Metnaðarleysi Flestum til mikillar gleði ritar Davíð Þór Jónsson, spyrill í Gettu betur, kjailaragrein í DV sl. mánu- dag. Hingað tfi hafa þeir sem að keppninni stóðu látið sér nægja að fylgjast með umræðu um kærú Nemendafélags MH sem áhorfend- ur en ekki sem aðstandendur og ábyrgðarmenn keppninnar. Einhvers staðar var sagt að þögn væri sama og samþykki. Dav- íð er hins vegar ekki á sama máli og „ætlar að skýra málið og jafnvel bera klæði á vopnin". Hugmyndin er ágæt en áætlunin mistókst hins vegar svo kirfilega að nauðsyn þykir að leiðrétta þennan lands- fræga skemmtikraft. Þar er af mörgu að taka en það hlýtur að vera nóg að stikla á því helsta. Rangt meö fariö í greininni kemur fram að ein- ungis hafi verið um 5 villur að ræða í allri keppninni. Hvaðan svo sem þessi vitneskja kemur er ljóst að hún er sett fram sem al- gjör firra. Villur í keppninni voru nær því að vera 50 heldur en 5. Villurnar voru orðnar svo áber- andi á tímabili aö hætt var að leiðrétta þær í upphafi keppn- innar af spyrlin- inn sjálfum og þulan var farin að leiörétta þær áður en þáttur- inn var sýndur. 5 villur eru bara bull og mjög fjarri því að teij- ast nálægt því. Davíð er hins vegar fyrsti maður- inn til að viðurkenna mistök dóm- ara í þeirri spumingu sem sneri að hijómsveitinni Kolrössu krókríðandi. í greinargerð Gunnsteins Ólafs- sonar, dómara keppninnar, kemur fram að hann telji svar MH-inga vera rangt þar sem þeir hafi farið rangt með hvaðan nafnið var dreg- ið. En Davíð viðurkennir að nóg hefði verið að til- greina að nafnið væri dregið úr þjóðsögum og svar MH hafi ver- ið fullnægjandi enda hafi það staðið í handriti. í greinar- gerð Gunnsteins var alls staðar vitnað í handritið nema hvað þessa spumingu snertir. Eitt stig kom- ið, 5 eftir. Og þau munu koma hvert á fætur öðra. Persónuárásir Hvað varðar for- svarsmenn Nemenda- félags MH í málinu sér Davíð sérstaka ástæðu til að fara ófögrum orðum um nokkur atriði sem að þeim snúa og tilgreinir mig sérstaklega. Þetta kom mér nokkuð á óvart þar sem ég haföi sagt að Davíð hefði svo sem staðið sig skítsæmilega í keppninni. Flestir vora sammála um það. Hvað því veldur að ráðist sé svona harkalega gegn þeim sem ekki hafa gengið á hans hlut er erfitt að segja til um en hafa verð- ur það fyrir víst að slik orð era mönnum ekki til framdráttar. Kæra Nemendafélags MH var gerð í nafiii nem- enda skólans og slík- ar ærameiðingar gegn nemendum skól- ans verða einungis til þess fallnar að rýra traust nemenda á skemmtikraftinum. Vaxandi vinsældir Ljóst er að vinsældir keppninnar hafa vaxið ár frá ári. Ástæðumar eru margar, m.a. þær að liðin leggja meira á sig og búa yfir meiri vitneskju og það gerir keppnina skemmtilegri. Það verður hins vegar að skýrast á næsta ári hvort metnaður sé hjá Ríkissjón- varpinu til að gera keppnina bet- ur úr garði. Það hefur ekki stað- ið á skólunum að koma til móts við Sjónvarpið með eitt og ann- að. Viljann hefur hins vegar skort hjá starfsmönnum Ríkis- sjónvarpsins. Hjálmar Blöndal „Kæra Nemendafélags MH var gerð í nafni nemenda skólans og slíkar ærumeiðingar gegn nem- endum skólans verða einungis til þess fallnar að rýra traust nem• enda á skemmtikraftinum." Kjallarinn Hjálmar Blöndal, forseti Nemendafélags MH Með og á móti Er rétt aö eitra fyrir varg- fugl til þess aö vernda varpsvnöi? Bændur verða að bregðast við „Ég er hlynntur því að æðar- bændur fái að nota viss efiii til þess að koma í veg fyrir tjón sem verður af völdum vargfugla á varpsvæðum. Vargfuglar geta valdið miklu tjóni og bændur þurfa auðvitað að bregðast við því með viðeig- andi ráðum. Það er hægt að heita öðrum ráðum eins og standa vaktir og skjota a varp- hlunnlndaráftunaut- fuglinn. Þessar ur. aðferðir era ágætar en þær duga því miður ekki í öllum tilfellum því aðstæð- ur geta verið þannig að nánast ómögulegt sé að sitja fyrir fuglin- um. Bændur sem nota eitur verða auðvitað að fylgja ákveðnum regl- um við þær aðgerðir og auðvitað er ekki til þess ætlast að menn séu að eitra til einhveira skemmti- veiöa. Það má ekki gleyma þvi að margir þessara bænda eiga hluta afkomu sinnar undir æðarfúglin- um og ef rett er á málum haldið er að mínu viti ekkert athugavert við eitrun af þessu tagi.“ Ómannúðleg drápsaðferð „Nú stefnir í það að umhverfis- ráðuneytið leyfi aftur eitran fyrir fugla og þar með er búið að vekja upp gamlan draug. Eitrun átti mestan þátt í því að eminum var nær útrýmt á íslandi og hann er enn í útrým- ingarhættu. Eitrið sem nú á að leyfa notkun á er fenemal en notkun þess hef- ur verið bönnuð síðan 1994. Fenemal er eit- ur sem er ákaf- lega þrávirkt og samkvæmt til- raunum Veiðistjóraembættisins fyrir nokkrum áram, á gömlu sorphaugunum á Gufunesi í Reykjavík, vora fuglar að fínnast undir áhrifum fenemals i tvær vikur eftir að eitraö var fyrir máf- ana á haugunum. Vegna þess hve efnið er lengi að eyðast er það hættulegt öðrum fuglum og öðr- um dýrum en þeim sem verið er að eitra fyrir. Ernir eru hræætur og því liklegt að þeir éti eitur- dauða fugla. Emir hafa drepist eftir að hafa étið fugla sem átu eitruð egg. Arnarstofninn er fálið- aður, heildarstofnstærð er einung- is 130 til 140 fuglar og af því 30 til 40 varppör og varpafkoman hefur enn fremur verið léleg undanfarin ár. Amarstofninn má því alis ekki við neinum skakkaföllum af völd- um eitrunar. Fuglavemdarfélag íslands er því alfarið á móti því að eitran með fenemali verði leyfö. Eiturútburður er ómannúðleg drápsaðferð. Æðarbændur era nú að sækjast eftir vottun á æðardún sem náttúruvænni framleiðslu, eiturútburður getur ekki sam- rýmst því. Notkun fenemals er því alls ekki samboðin íslenskum æð- arbændum." -aþ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.