Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 51 Fréttir Djúpivogur: Fækkun áhyggjuefni DV, Djúpavogi: Ólafur Ragnarsson skipar efsta sæti I-listans á Djúpavogi og er þetta fjórða kjörtímabilið sem hann er í framboði. Hann hefur gegnt starfi sveitarstjóra í 12 ár. Miklir fólksflutningar hafa verið á Austur- landi síðustu ár og enginn endir virðist á þeirri þróun. DV ræddi við Ólaf um Djúpavog. „Þegar horft er til baka má sjá að á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar. Þrir hreppar voru sam- einaðir 1992 - Beruneshreppur, Bú- landshreppur og Geithellnahreppur - sem urðu að Djúpavogshreppi. Var þessi sameining gerð af frum- kvæði okkar og hefur gengið vel. Sameiningin var til að styrkja byggðina. Þar hefur þróun ekki ver- ið góð síðustu 3 ár. Má þar um kenna ýmsum erfiðleikum í þjóðfé- laginu sem hafa bitnað á lands- byggðinni. Nú þegar árar betur hafa menn gleymt að horfa út fyrir Stór- Reykjavíkursvæðið. Lengi vel stóð Djúpivogur vel gegn erfiðleikum sem herjuðu á landsbyggðina en nú hefúr orðið umtalsverð fólksfækkun. Á 30 mán- uðum hafa 75 manns flutt úr byggð- arlaginu, hátt í 15% íbúa. Þetta sýn- ir að okkur er mikill vandi á hönd- um og tími til kominn að stjómvöld fari að taka málið alvarlega. Svipt- ingar í sjávarútvegi og þær nýju reglur sem vom settar um viðskipti með kvóta gera einyrkjum og öðr- um sem eru að basla við að gera út með takmarkaða veiðiheimild enn erfiðara fyrir. Það er sífelld barátta við að halda í grunnþjónustuna. Allt of mikil orka fer í það í stað þess að sinna annarri uppbyggingu. Nefna má læknamálin sem eru í endalausum hnút. Virðast áherslur heilbrigðis- ráðherra vera á öðram stöðum en landsbyggðinni. Má nefna að í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um skipt- ingu útgjalda og stöðugilda kemur í ljós að í heilbrigðiskerfinu hefur stöðugildum á landsbyggðinni fækk- að um rúm 100. Kannski er tími til kominn að skipa sérstakan landsbyggðaráð- herra. Eitt sinn þótti ástæða til að skipa umhverfisráðherra. Þetta eru ekki síður mikilvæg mál sem þarf að vinna að. Mig minnir að í könn- un hafi komið fram að um 40% íbúa höfuðborgarsvæðis vilji búa á landsbyggðinni. Við sem búum hér finnum að það er vilji hjá fólki að setjast hér að. En meðan gmnn- þættir em ekki í góðu lagi hikar það. Ég er stoltur af þvi að fram skuli koma mótframboð við okkur þessa gömlu - skipað ungu fólki. Það segir okkur að við höfúm haldið vel á mál- um og skapað tækifæri fyrir unga fólkið að setjast hér að. Þá er ánægjulegt að það skuli hafa áhuga á að taka þátt í bæjarmálapólitík. Það er þó ekki að við séum að bjóða fram til að tapa meirihlutanum. Það er enn baráttuhugur i okkur þótt við séum farin að sjá grátt í vöngunum. Annars erum við almennt bjart- sýn hér á Djúpavogi. Það er ekki bara að hér séu gjöful fiskimið og gott mannlíf. Heldur njótum við ein- stakrar náttúrufegurðar hér undir Búlandstindi, enda Djúpivogur ekki kallaður himnaríki að ósekju,“ sagði Ólafúr. -HEB Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri viö Löngubúö. DV-mynd Hafdís Þýskar álfelgur á erðir bfla. ínausf -————< 'S«mi S35 9000 Smiöir viö vinnu í Freysnesi. DV-mynd Njörður Freysnes í Öræfum: Hótelið stækkað DV.Vik: „Við emm að bæta aðstöðuna hér enn frekar og emm að byggja hús á tveimur hæðum. Móttakan verður á jarðhæðinni en á þeirri efri verður ráðstefnusalur, setustofa og bar. Þá erum við að auka gistirýmið um 9 herbergi og í því húsi verða geymsl- ur og í kjallaranum þvottahús," sagði Jón Benediktsson, Hótel Skaftafelli í Freysnesi í Öræfum. Eftir stækkunina verða 130 rúm í hótelinu. Jón segir búið sé að bóka í sumar og gestum fjölgar stöðugt. Gert er ráð fyrir að stækkunin komi í gagn- ið um mánaðamótin júní-júlí. „Síðustu tvo vetuma hefur líka verið mikið að gera hjá okkur. Tals- vert er um ferðafólk og einnig hafa verktakamir af Skeiðarársandi ver- ið hjá okkur,“ sagði Jón. -NH Kántribær hækkar „Ég er mjög ánægöur hvernig geng- ur. Kántríbær hækkar meö hverjum deginum og húsiö veröur stórglæsi- legt,“ sagöi Hallbjörn Hjartarson, kúreki noröursins, þar sem hann stóö í hinum nýja Kántrfbæ 28. apr- íl. Hann er þar á fullu ásamt tveimur Finnum og Gunnari, tengdasyni sfn- um, viö aö reisa bjálkahúsiö. DV-mynd Birgir Skagaströnd Þjónustusfml 55D 5000 www.visir.is NÝR HEIMUR Á NETINU Smáauglýsingar Opiö í kvöld til kl. 22 Opið á morgun, 1. maí, frá kl. 13-17. Opið laugardaginn 2. maí frá kl. 9-14. smáauglýsingadeild Þverholtl 11. Sfml 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.