Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 61 Tríó Tómasar R. ásamt Árna Scheving í kvöld, funmtudagskvöld, kl. 21, verða haldnir tónleikar á veg- um djassklúbbsins Múlans í Sölvasal á 2. hæð Sólons íslandus- ar. Að þessu sinni leikur tríó kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar ásamt víbrafónleik- aranum Áma Scheving. Tríóið skipa auk Tómasar þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Gunnlaugur Briem trommuleik- ari. Þeir félagar munu aðallega spila nýleg lög Tómasar auk nokkurra klassiskra djasslaga. Tónleikar Glúntasöngur Það ber til tíðinda á Valborgar- messuhátíð íslensk-sænska fé- lagsins í kvöld, fimmtudagskvöld, sem að þessu sinni er haldin í Kiwanishúsinu við Mosfellsbæ, að glúntasöngur er aftur hafinn til vegs og virðingar. Kveikt verð- ur svo í bálkesti kl. 24. Félag breið- firskra kvenna Vorfundurinn verður haldinn í Breiðfirðingabúð mánudaginn 4. maí kl. 20. Teknar verða ákvarðanir um ferðalög og boðið upp á kaffi- veitingar. Vinafélag Blindra- bókasafns íslands Aðalfundur Vinafélags Blindra- bókasafns íslands verður haldinn í Skálanum 2. hæð Hótel Sögu í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Að aðalfundi loknum mun Bjargey Una Hinriks- dóttir flytja erindi um dyslexíu. Félag kennara á eftirlaunum Leshópur verður í dag kl. 14 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Á milli kl. 16 og 18 mun sönghópur taka lagið. Laugardaginn 2. maí kl. 14 verður síðasti skemmtifundur vetrarins sem einnig verður aðal- fundur FKE í Kennarahúsinu við Laufásveg. Samkomur Bandalag íslenskra leikfélaga Aðalfundur verður haldinn i Stykkishólmi 2. og 3. maí. í tengsl- um við fundinn, eða þann 1. maí, verður einþáttungahátið þar sem sýndir verða 9 einþáttungar aðildar- félaganna alls staðar að af landinu. 1. maí-kaffi í Garðabæ Bæjarbúum er hoðið í 1. maí-kaffi í kosningamiðstöð Garðabæjarlist- ans á hátíðisdegi verkalýðsins frá kl. 16-18 í Hagkaupshúsinu á Garða- torgi. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeir sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upp- lýsingum, á ritstjórn DV, Þver- holti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef bamið á mynd- inni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir eru endursendar ef óskað er. Áttavillt í Reykjavík og á Húsavík Þau eru átta talsins - Andri, Svenni, Ámi, Daði, Regína, Bryndís, Kata og Lóa - og skipa hljómsveitina Áttavillt. í kvöld, fimmtudagskvöld, spilar hljómsveitin á Gauknum en á morgun, fóstudaginn 1. maí, verður ball á Hlöðufelli, Húsavík, frá miðnætti til kl. 3. Um miðjan maí kemur út lagið Betra líf með hljómsveitinni á safndiskinum Bandalög 8. Skemmtanir Fjör á Kaffi Reykjavík Það er alltaf eitthvað að gerast á Kaffi Reykjavík og er dagskráin næstu daga sem hér segir: 30. apríl og 1. maí leikur Hálft í hvom, 2. apríl stígur Sangría á sviðið, 3. og 4. apríl sjá Rut Reginalds og Birgir Birgis- son um Qörið og 5. og 6. apríl taka Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson lagið eins og þeim einum er lagið. Áttavillt ætlar aö skemmta Reykvíkingum og Húsvíkingum. Rigning á höfuðborgarsvæðinu Yfir landinu er hæöarhryggur sem hreyfist austur. Viö Hvarf er heldur minnkandi 986 mb lægð á hreyfingu norðaustur. Næsta sólarhring veröur heldur vaxandi suðaustanátt vestan til, kaldi eða stinningskaldi og rigning um allt vestanvert landið síð- degis. Á Suöausturlandi fer að rigna með suðaustangolu eða -kalda seint í dag. Annars verður hæg breytileg átt, skýjað að mestu og smáskúrir á stöku stað. Hlýnandi veöur, hiti 2 til 9 stig síðdegis, mildast sunnan til. Suðvestangola eða - kaldi og skúrir sunnan og vestan til en hæg sunnanátt og skýjaö að mestu norð- austanlands í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður vaxandi suðaust- anátt og skýjað, kaldi og rigning síödegis. Suð- vestangola eða kaldi með skúrum í nótt. Hiti verður á bilinu 5 til 9 stig. Sólarlag i Reykjavík: 21.48 Sólarupprás á morgun: 05.01 Siödeglsflóð í Reykjavík: 1.33 Árdegisflóð á morgun: 10.04 Veðriö kl. 6 morgun: Akureyri alskýjaö 0 Akurnes skýjaö 5 Bergstaöir Bolungarvík hálfskýjaö 1 Egilsstaðir 1 Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 3 Kirkjubkl. skýjaö 5 Raufarhöfn alskýjaö 0 Reykjavík skýjaö 4 Stórhöfói úrkoma í grenna '. 5 Helsinki léttskýjaö 14 Kaupmannah. léttskýjaö 12 Osló rigning 9 Stokkhólmur 13 Þórshöfn léttskýjaö 6 Faro/Algarve léttskýjaö 10 Amsterdam súld á síð. kls. 10 Barcelona léttskýjaö 10 Chicago alskýjaö 11 Dublin skýjaó 6 Frankfurt léttskýjaö 10 Glasgow mistur 8 Halifax alskýjaö 10 Hamborg þokumóöa 10 Jan Mayen snjókoma -3 London mistur 10 Lúxemborg léttskýjaö 9 Malaga léttskýjað 13 Mallorca léttskýjaö 12 Montreal heiöskírt 11 París skýjaö 9 New York alskýjaö 17 Orlando rigning 20 Róm alskýjaö 14 Vín skýjaö 12 Washington skýjaö 14 Winnipeg heiöskírt 16 Veðrið í dag Hálkublettir á Steingrímsfjarð- arheiði Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins, nema hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og Færð á vegum snjóþekja er á Hellisheiði eystri. Víða um land eru ásþungatakmarkanir á vegum og eru þeir merktir með viðeigandi merkjum. Ástand veea Skafrennlngur m Steinkast 12 Hálka CD Ófært m Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir CD Þungfært (|> F*rt fjallabílum Ágústa Rós eignast bróður Einar Benedikt, sem liggur makindalega í fangi systur sinnar, Barn dagsins Ágústu Rós, fæddist 27. janúar á Sjúkrahúsi Akraness. Viö fæðingu vó hann 2.795 g og var 49 sm. Foreldrar systkinanna eru Fjóla Benediktsdóttir og Jón Eiríkur Einarsson. Hetjurnar í Anastasia Kvikmyndahúsin Regnbog- inn og Bíóhöllin breytast í ævintýraland á hverjum degi þegar litlar sálir berja hetjum- ar í Anastasiu augum. Um er að ræða framúrskarandi teikni- mynd í fullri lengd sem er upp- full af spennu, rómantík og tón- list. Myndin fjallar um týnda rússneska ^ j I Kvikmyndir prmsessu, sem er su eina sem eftir lifir af Romanov- fjölskyldunni, og ótrúlegt ferða- lag hennar í leit að uppruna sínum. í þessu einstaka ævintýri takast Anastasia og samferða- menn hennar á við hinn illa Raspútín, leðurblökuna Bartók og fleiri furöudýr sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fullkomna þau álög sem Raspútín lagði á á fjölskyldu Anastasiu. Krossgátan r~ T~ T~ r V 8 4 r tö tgsmm ii rs jr HPHÍ r fto i? . w . 1 1 1 ZFj J ‘Aí 1 Lárétt: 1 flyðra, 8 væla, 9 svif, 12 vítt, 11 mælis, 13 mynni, 14 kven- mannsnafn, 16 húðar, 19 hlaupi, 21 fljótræði, 22 friður, 23 orma. Lóðrétt: 1 gylta, 2 stærðfræöitákn, 3 sterki, 4 kvölds, 5 ruddalegur, 6 eðja, 7 einnig, 12 trega, 13 reykir, 15 karlmannsnafn, 17 stía, 18 nudd. 20 fljótum. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sljó, 5 bás, 8 æja, 9 köst, 10 rógur, 11 AA, 12 óðan, 13 kær, 15 munnur, 17 ar, 18 ögrað, 20 kös, 21 ánni. Lóðrétt: 1 sær, 2 ljóður, 3 jaga, 4 ókunn, 5 börkur, 6 ása, 7 starað, 12 ómak, 14 æran, 16 nös, 19 gá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,390 71,750 72,040 Pund 119,270 119,870 119,090 Kan. dollar 49,750 50,050 50,470 Dönsk kr. 10,4370 10,4930 10,4750 Norsk kr 9,5740 9,6260 9,5700 Sænsk kr. 9,2260 9,2760 9,0620 Fi. mark 13,1150 13,1930 13,1480 Fra. franki 11,8680 11,9360 11,9070 Belg. franki 1,9281 1,9397 1,9352 Sviss. franki 47,7100 47,9700 49,3600 Holl. gyllini 35,3500 35,5500 35,4400 Þýskt mark 39,8100 40,0100 39,9200 ít. líra 0,040230 0,040480 0,040540 Aust. sch. 5,6520 5,6880 5,6790 Port. escudo 0,3880 0,3904 0,3901 Spá. peseti 0,4684 0,4714 0,4712 Jap. yen 0,540400 0,543600 0,575700 írskt pund 100,390 101,010 99,000 SDR 95,200000 95,770000 97,600000 ECU 78,6700 79,1500 78,9600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.