Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998
Fréttir
Gunnar I. Birgisson sagður kalla félagsmiðstöðvar gróðrarstíu fíkniefnasala:
Undrun og reiði
meðal starfsmanna
- segir forstöðumaður, lét ummælin aldrei falla, segir Gunnar
Mikil reiði er meðal starfsfólks fé-
lagsmiðstöðvarinnar Ekkó og fleiri í
Kópavogi vegna meintra ummæla
Gunnars I. Birgissonar, oddvita
sjálfstæðismanna, á borgarafundi á
fimmtudag, þess efnis að félagsmið-
stöðvár væru gróðrarstía fikniefna-
sala. Gunnar þvertekur hins vegar
fyrir að hafa látið slík ummæli falla.
„í fyrstu varð ég afar undrandi en
síðar reið, eins og reyndar allir starfs-
menn félagsmiðstöðvarinnar sem
voru á fundinum. Það er mjög alvar-
legur hlutur að láta svona orð falla á
opinberum vettvangi," sagði Hrafn-
hildur Ástþórsdóttir, forstöðumaður
félagsmiðstöðvarinnar Ekkó, við DV.
„Á fundinum spurði ég i hverju
sú stefna meirihlutans væri fólgin
að taka upp stóraukna baráttu gegn
flkniefnum og spurði síðan alla
hver stefna þeirra í málefnum ung-
linga væri. Mér fannst svör Gunn-
ars ekki nógu greinargóð og spurði
ítrekað um þetta. Þá slengdi hann
þeirri órökstuddu fullyrðingu fram
aö félagsmiðstöðvar væru gróðrar-
stía fíkniefnasala. Þetta er mjög al-
varleg fullyrðing. Þegar ég spurði
hvernig Gunnar gæti fullyrt svona
lagað sagðist hann hafa þetta eftir
lögreglumanni í Kópavogi og að
þetta væri vitað mál, á allra vörum.
Ég get hins vegar fullyrt að fíkni-
efnasalar forðast félagsmiðstöðvar
því þar er virkt eftirlit með öllu sem
fram fer innandyra og utan.“
Hrafnhildur segir ummæli
Gunnars hafa fall-
ið undir lok fund-
arins og engin um-
ræða orðið um
þau að ráði. Hún
hefði síðan oröið
hissa þegar Gunn-
ar brást reiður við
þegar Flosi Eiríks-
son hermdi um-
mælin upp á hann
í sjónvarpsumræðum á laugardag.
Makalaus vitleysa
„Þetta er makalaus vitleysa. Ég lét
þessi orð ekki falla. Ég svaraði
Hrafnhildi á þann veg að félagsmið-
stöðvar væru engin allsherjarlausn í
málefnum unglinga. Þar þyrftu
margir aðilar að vinna saman, eins
og skólar, íþróttafélög, fjölskyldur og
félagsmiðstövðar. Þar væri fræðsla
aðalatriði og síðan aðhald og agi.
Hvort sem fólki líkar betur eða verr
er staðreyndin hins vegar sú að
dópsalar stunda sina iðju alls staðar
þar sem unglingar koma saman, þ.e.
við skóla, félgsmiðstöðvar og sjopp-
ur. Þetta ræddi ég á almennum nót-
um og var alls ekki að fullyrða neitt
um félagsmiðstöðina í Kópavogi,
enda ekkert undan henni að kvarta.
Það er afskaplega dapurt þegar um-
ræðan er dregin á þetta plan. Þarna
er einungis verið að reyna að
klekkja á mér pólitískt. Megi þeir
sem að því standa hafa skömm fyr-
ir,“ sagði Gunnar við DV. -hlh
Gunnar I. Birg-
isson.
Gunnlaugur Sigmundsson, alþingismaöur og framkvæmdastjóri Kögunar:
Bið Sverri afsökunar
- orðin ekki sæmandi og hugur fylgdi ekki máli
í skrifum um málefni Kögunar
hefur komið fram að Gunnlaugur
Sigmundsson, alþingismaður og
framkvæmdastjóri, hafí á árinu 1985
reiðst Sverri Hermannsyni „fyrir af-
skiptasemi" og hafi látið bera
Sverri þau skilaboð að „hann skyldi
fara til helvítis og það í láréttri
stöðu". Þetta kemur fram í bréfi
sem Gunnlaugur sendi öllum al-
þingismönnum í byrjun þessa mán-
aðar og þar tekur hann fram að
hann sé „enn á því að þau orð hafi
verið réttmæt". í viðtali við DV bið-
ur Gunnlaugur
Sverri og fjöl-
skyldu hans afsök-
unar á þessum orð-
um.
Er það sæmandi
þér að óska manni,
sem á við þig við-
skiptaerindi eða
annað erindi,
dauða og helvítis-
vistar eins og þú óskaðir Sverri
Hermannssyni 1985 og áréttaðir í
Morgunblaðinu nú 13 árum síðar?
„Þessi orð eru ekki sæmandi og
ég harma þau. í fyrsta lagi er þetta
tekið án leyfis, bréf sem ég sendi
ákveðnum einstaklingum."
- Þú átt við alla alþingismenn?
„Já, þar sem ég er sjálfur að leita
skýringa á því af hverju Sverrir er
að ráðast að mér.“
- En þú áréttar þetta engu að síð-
ur?
„Já, en ég vil taka þaö fram, og
þakka þér fyrir aö gefa mér tæki-
færi til þess, að ég harma það að
hafa sagt þetta bæði í dentid og
núna og ég get sagt það að hugur
fylgir ekki máli í þessu. Ég harma
þessi orð og bið Sverri og fjölskyldu
hans afsökunar á að þessi orð hafi
hrotið af mínum vörum. Ég vildi
gjarnan, þegar um hægist, fá að-
stöðu til að hitta Sverri og biðja
hann afsökunar á þessum orðum.
Mér hefur alltaf þótt Sverrir litrík-
ur persónuleiki og heldur hafa lífg-
að upp á umhverfi sitt heldur en
hitt,“ sagði Gunnlaugur Sigmunds-
son, alþingismaður og fram-
kvæmdastjóri Kögunar. -phh
Góð aðsókn að Listahátíð fyrstu dagana:
Fiskisúpa kitlaði afríska dansara
Dansari úr afríska Amlima-hópnum sýnir listir sínar við Reykjavíkurhöfn á laugardag. DV-mynd Hari
Mikil aðsókn hefur verið að atrið-
um Listahátiðar fyrstu daga hátíð-
arinnar. Svanhildur Konráðsdóttir,
talsmaður hátíðarinnar, segir miða-
söluna ganga mjög vel og vart verði
við mikinn almennan áhuga. „Enda
er dagskráin fjölbreytt og fjöl-
skylduvæn,“ sagði hún við DV.
Mikill manníjöldi var samankom-
inn við höfnina á laugardag, opnun-
ardag Listahátíðar. Um það leyti
sem hátíðin var sett geröi mikið él.
Veltu sumir gestir því fyrir sér
hvort afrískir listamenn hefðu beitt
göldrum eða hvort þarna væru á
ferð hefðbundnir dyntir í íslenskum
Sultartangi:
Slys við bygg-
ingarkrana
Vinnuslys varð við Sult-
artangavirkjun síðastliðið
laugardagskvöld. Slysiö vildi
þannig til að starfsmenn voru
að gera við byggingarkrana á
svæðinu þegar svokallaður
„hlaupaköttur“ á krananum
slóst í einn starfsmanninn.
Maðurinn slasaðist á fæti en
meiðsl hans munu ekki vera
mjög alvarleg. -glm
veðurguðum. Vindasamt veður féll í
það minnsta í góðan jarðveg hjá
kínverskum og innlendum flug-
drekameisturum. Gestir við höfnina
fengu reyndar sýnishorn af alls
kyns veðri og höfðu á orði að ein-
kennisorð Listahátíðar, þar sem
straumar mætast, ættu vel við.
Gríðarleg aðsókn hefur verið aö
sýningu Errós í Hafnarhúsinu. Er
talið að um tvö þúsund manns hafi
skoöað sýninguna um helgina.
í gærkvöld voru hátíðartónleikar
í Þjóðleikhúsinu þar sem fram
komu Caput og Danski útvarpskór-
inn. Voru Margrét Þórhildur,
drottning Dana, og Henrik prins
meöal gesta.
Klúbbur Listahátíðar var opnað-
ur í Iðnó á laugardagskvöld. Þangað
komu afrísku listamennirnir í Am-
lima og fengu sér fiskisúpu að hætti
Rúnars Marvinssonar. Kitlaði súp-
an fætur þeirra svo mjög að þeir
skunduðu óvænt upp á svið og döns-
uðu lengi við góðar undirtektir
gesta. -hlh
Stuttar fréttir :dv
Senn á leiðarenda
íslenskú konurnar fjórar á
Grænlandsjökli áætla að komast
á leiöarenda í Syðri-Straumsfirði
á vesturströnd Grænlands í síð-
asta lagi næsta fimmtudags-
kvöld. Þær höfðu í gærkvöld
gengið 414 km á jöklinum síðan
ferðin hófst fyrir þremur vikum.
R-listinn með 54,6%
Samkvæmt Gallupkönnun fyr-
ir RÚV, sem
birt var í gær,
fengi R-listinn
54,6% atkvæða
en D-listi 43,6%.
Samkvæmt
þessu fengi R-
listinn 8 borgar-
fulltrúa kjörna
en D-listinn 7. Mjótt er þó á mun-
unum milli 7. manns D-lista og 9.
manns R-lista. RÚV sagði frá.
Neikvæð áhrif
31% þátttakenda í skoðana-
könnun sem Markaðssamskipti
geröu fyrir Stöð 2 á fylgi fram-
boðslistanna í Reykjavík telur að
umræða um fjármál tveggja
frambjóðenda R-lista hafi haft
neikvæð áhrif á fylgi listans.
Tveir stuðningsmenn D-lista á
móti hverjum einum stuðnings-
manni R-lista eru þessarar skoð-
unar.
Meirihlutinn tæpur
Samkvæmt Gallupkönnun fyr-
ir RÚV myndi Alþýðuflokkurinn
í Hafnarfirði tapa um þriðjungi
núverandi fylgis og sjálfstæðis-
menn tapa öðrum af tveimur
bæjarfulltrúum sinum. Núver-
andi meirihluti félli ef þetta
væru úrslit kosninga.
20 milljaröa virði
Verö hlutabréfa í Eimskip
hækkaði um
5,5% í vikunni
og er markaðs-
verð hlutabréfa
í fyrirtækinu
nú 20,4 millj-
arðar króna.
Eimskip er
langverð-
mætasta fyrirtækið á Veröbréfa-
þingi íslands. Næstur kemur ís-
landsbanki. Hann er 12,8 millj-
arða virði.
Viðey RE seld
Grandi hf. hefur selt togarann
Viðey RE-6. Kaupandi er Sjóla-
skip hf. í Hafnarfirði. Skipið er
selt án aflaheimilda og verður af-
hent 25. maí. Viðskiptavefur Vis-
is sagði frá.
2% í Flugleiðum seld
Burðarás hf., fjárfestingarfé-
lag Eimskips, hefur selt 2%
hlutabréfa í Flugleiðum. Bréfin
voru seld á genginu 3,5 og kaup-
andi er Kaupþing. Gengi á Flug-
leiðabréfum var síðast 3,29. Við-
skiptavefur Vísis sagði frá.
Tekjuhækkun RARIK
Arið 1997 var hagstætt fyrir
Rafmagnsveitm- ríkisins. Saman
fór í rekstrinum mikil orkusala
og metframleiðsla var hjá eigin
virkjunum RARIKS. Hagnaður
varð á rekstrarreikningi í fyrsta
sinn í langan tíma.
Ekkert Útflutningsráð
Samtök verslunarinnar vilja
leggja Útflutn-
ingsráð niður.
Þetta kemur
fram í blaða-
grein eftir Jón
Ásbjörnsson
stórkaupmann
og Stefán
Guðjohnsen,
framkvæmdastjóra Félags ísl.
stórkaupmanna.
Káskólakennsla
Kennsla í hjúkrunarfræði á há-
skólastigi hefst á ísafirði næsta
haust. Háskólinn á Akureyri legg-
ur kennsluna til en hún fer fram á
Netinu með hjálp fullkomins fjar-
fundabúnaðar. RÚV sagði frá. -SÁ