Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Spurningin Hvernig tónlist líkar þer best? Róbert Einarsson nemi: Aðallega jungle, drum’n’bass og rapp. Gunnar Kjeld nemi: Djass og sin- fóníur. Ómar Öm Semali nemi: Helst rokk og rapp. Guðríður Steingrímsdóttir nemi: Það er bara misjafnt. Berglind Birgisdóttir nemi: Eig- inlega bara allt. Guðjón Gauti Pálsson nemi: Grunsch. Lesendur Alþingi ekki mið- stöð spillingar - en spilling samt Fólk lítur til Alþingis og treystir á að það taki sér tak, segir m.a. í bréfinu. Magnús Sigurðsson skrifar: I Morgunblaðinu sl. fimmtudag skrifar Ingvar Gíslason, fyrrv. alþm. og ráðherra, grein sem ber yfirskrift- ina „Er Alþingi miðstöð spillingar?" - Hér er um ágæta úttekt að ræða hjá Ingvari sem þekkir vel til síns fyrrverandi vinnustaðar um árabil. Eftir þessa grein getur svo almenn- ingur farið að leggja orð í belg. I raun þurfti einhver sem til þekkti, t.d. í þingmannaliðinu, að ríða á vað- ið til að opna málið, ef svo má að orði komast. Staðreyndin er nefnilega sú að al- menningur eða stór hluti þjóðarinn- ar hefur trúað því að nokkur spilling þrífist á Alþingi, a.m.k. óbeint. Á Al- þingi er örugglega ekki miðstöð spillingar í landinu, en spilling samt. Það þarf ekki annað en aö fylgjast með fréttum úr þjóðlífinu, deilum um laun, hlunnindi og hvers konar ffíðindi, sem þingmenn og margir opinberir starfsmenn í efri embætt- um og stjórnun opinberra fyrirtækja hafa, til að draga þá ályktun að spill- ing af ýmsu tagi sé á ferðinni. Ekki þarf heldur annað en síðustu uppákomur; uppsagnir þriggja bankastjóra og ávirðingar sem á þá eru bomar til að sjá að þetta hefur allt viðgengist, og það með samþykki Alþingis, sem í mörgum, stundum öllum tilvikum, semur reglur og lög til að fara eftir við ráðningu, starfs- kjör og hlunnindi margra embættis- manna í efri lögum stjómsýslukerfis- ins. Ferðahvetjandi launakerfi hins opinbera (þ.m.t. þingmanna, ráð- herra, og stjómenda opinberra stofn- ana) er kannski eitt stærsta hneyksl- unarefni almennings og það með réttu, því þar er jú engu upp logið. Fréttir greina frá ofurháum upp- hæðum sem þessir starfsmenn fá í formi dagpeninga sem þeir þurfa svo ekki að eyða þegar allt kemur til alls, því hið opinbera greiðir obbann af uppihaldskostnaðinum, t.d. hótel og máltíðir, sem eru stærtu útgjalda- liðirnir í reisum til útlanda. Ef það er algilt dæmi að t.d. þing- menn komi með þetta 60-70 þúsund krónur í eigin vasa eftir vikudvöl er- lendis á vegum hins opinbera þá er pottur brotinn í þeim reglum sem settar eru af Alþingi sjálfu. Þessi mál ræðir almenningur sín í milli og hneykslast sem vonlegt er. Þetta flokkast ekki undir fjölmiðlafjas. Þetta er spilling í kerfinu sem þarf að uppræta. - Fólk lítur til Alþingis og treystir á að það taki sér tak og uppræti forsendur sem leiða til aug- ljósrar spillingar. Ja hérna, Páll H.Þ. skrifar: Þessi yngissveinn, sem á hina frá- bæru systur Diddú og fyrirgefst þess vegna meira en flestum öðrum, hann var fulltrúi íslands í söngvakeppni sjónvarpsstöðva á fyrra ári, ásamt fjórum hljóðlausum píum. Hann vann það „afrek“ að koma okkur niður í 21. sætið, og út úr keppninni i ár a.m.k. í ár verðlaunar Ríkisútvarpið hann fyrir frammistöðuna árið 1997 með þvi að senda hann aftur til keppninnar, og nú sem kynni. Og hvílik kynning! Inni í miðjum vaðl- inum og bla, bla, bla, komu ítrekað- ar rokur og upphrópanir: Jesús minn almáttugur, Jesús minn, Jesús. - Og í lokin ofsagleði og fógn- uður yflr því að nú færi hann í partíiö hjá sigurvegaranum, kyn- skiptingnum frá ísrael. Jakob Frímann Magnússon hefur verið kynnir okkar við svona Óskar keppnir áður. Hann hefur sagt frá með fagmannlegri yfirvegun á góðu, íslensku máli, sem allir hér heima skildu. Ég legg til að RÚV leyfi drengn- um Páli Óskari að komast til meiri þroska, áður en honum verður teflt frekar fram hjá ríkissjónvarpinu. í piltinum er efniviður eins og hann á kyn til. En þjálfun og ögun skort- ir hann enn. Útlitið hefur hann með sér, en það er ekki nóg. Hvenær koma undirgöngin? Sigrún skrifar: Á undanfómum árum hafa verið reist mörg fjölbýlishús fyrir eldri borgara. Amma og afi keyptu íbúð í þannig fjölbýlishúsi við Árskóga i Breiðholti. Þar eru tvær blokkir tengdar saman með viðbyggingu. Nýlega bættist við hjúkrunarheimili fyrir aldraða, Skógarbær. Allt glæsi- legar byggingar með vel hirtri lóð. En það er galli á gjöf Njaröar. Þeg- ar amma og afi keyptu íbúðina fyrir sex árum fengu þau teikningu af henni auk þess sem þau fengu í hendur skipulag nánasta umhverfis. Gert var ráð fyrir undirgöngum und- ir Breiðholtsbraut yfir í Mjódd þar sem eru þjónustufyrirtækin. En nú, að sex árum liðnum, bólar ekkert á göngunum. Því þurfa íbúar fjölbýlis- húsanna að ganga malarstíg sem liggur meðfram Breiðholtsbraut. Umferð um Breiðholtsbraut er þjónusta sfma kl. 14 og 16 Myndin sýnir kort sem íbúar við Árskóga fengu þegar þeir keyptu íbúð fyrir sex árum. - Fyrirhuguð undirgöng sjást liggja undir Breiðholtsbraut. mikil og aka tlestir mjög hratt. Og yfir þessa götu þarf gamla fólkið að fara. Ekið var t.d. á gamla konu sem var að fara yfir götu á grænu ljósi. Sem betur fer er hún að jafna sig. En ég spyr: Er beðið eftir næsta slysi sem verður kannski alvarlegra? Það eru ekki einungis íbúamir við Árskóga sem þurfa að fara yfir Breiö- holtsbraut. íþróttavöllur ÍR, íþrótta- félags hverfisins, er í næsta nágrenni við Árskóga og mörg böm og ungl- ingar þurfa að fara yfir Breiðholts- braut. Og ekki minnkar umferðin. Hvemig væri að gera eitthvað í mál- unum áður en það verður of seint? Ekki kosninga- réttur í heima- landinu 190754-2439 skrifar: Ég er íslenskur ríkisborgari en hef ekki kosningarétt í heimaland- inu. Ég er ekki skráður með lög- heimili hér á landi heldur í Dan- mörku þar sem ég hef stundað vinnu undanfama 4 mánuði. Hefði ég verið í námi hefði allt verið í lagi og ég getað kosið utankjör- staðakosningu. Reglan segir: Þú skalt hafa lögheimili hér á landi (íslandi) þann 2. maí fyrir kosning- ar. Mér finnst vera brotið gróflega á mannréttindum mínum. Ég má borga skatta en ég má ekki kjósa! Er ekki næsta skref að segja: Ég má ekki borga skattana mína af því ég má ekki kjósa? Kokhreysti Sverris Ásbjöm hringdi: Mér finnst fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans vera kok- hraustur að mæla gegn hverri þeirri ábendingu eða umræðu sem um hann snýst eftir að hann varð að láta af störfum. Hann skrifar dag eftir dag ádrepu til þess síðasta sem tjáir sig um mál Landsbank- ans. Auðvitað er Sverri frjálst að tjá sig, mikil ósköp. En þetta er heldm' mikið af því góða hjá Sverri. Hann á bara að höfða mál gegn þeim sem hann telur sekan um brottrekstur sinn úr bankan- um. Vel má vera að hann vhmi það mál. Hitt tefur bara fyrir honum. Notaðir bílar alltof dýrir K.P.Ó. hringdi: Með tilkomu hinna hagstæðu lána sem bifreiðaumboöin sum hver eru að bjóða þessa dagana er ástæða til að athuga hvort notaðir bílar, sem bíða hundruðum saman eftir að seljast, eru ekki alltof hátt verðlagðir. Ég tek dæmi af nýjum bílum frá S-Kóreu sem bjóðast nú á þetta 1100 til 1250 þúsund krónur. Svipaðir bílar að stærð og útbún- aði, en tveggja og þriggja ára gaml- ir, eru svo verðlagðir á um milljón eða 900 þúsund og eknir kannski tugþúsundir kílómetra. Þetta nær engri átt. Notaðir bílar verða að lækka verulega ef þeir eiga að selj- ast. Reykjavíkur- flugvöllur óþarfur K. B. hringdi: Ég var að lesa í DV í dag (14. maí) bréf um Reykjavíkurflugvöll og hina nýju skýrslu frá Háskólan- um um hversu mikil efnahagsáhrif þessi gamli flugvöllur hefði á, að því mér skildist, allt þjóðimð. Manni blöskrar vitleysan í þessari skýrslu, svo mikil endemisfjar- stæða sem það er að telja ónýtan flugvöll sama og gulls ígildi. Þaö eina sem ætti að gera er að leggja flugvöllinn niður því hann er all- sendis óþarfur. Við höfum full- kominn tlugvöll við bæjardyrnar, þ.e. Keflavíkurflugvöll, og hann nægir okkur fyrir allt farþegaflug. Gróðinn af laxveiðiánum Friðjón hringdi: í allri umræðunni um laxveiði- ævintýrið í kringum Landsban- kann og dýr veiðileyfi, sem geta orðið allt að 200 þúsund krónur fyr- ir eina stöng á sólarhring - eða dag, er aldrei spurt hvert þessi gróði af laxveiðinni, þ.e. leigu ánna, fari. Nú eru það ekki bændur sem fá þessa peninga heldur þeir sem leigja réttinn af bændum. Hvaða prelátar leigja og hvar greiða þeir skatta? Ef til vill erlend- ir aðilar eða erlendir aðilar sem leppa leiguna fyrir íslenska leigu- taka. Eru hér á ferð nýir kvótakarl- ar? Hvað segir skatteftirlitið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.