Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Röng virkjunarstefna Það væri ósvinna af yfirvöldum að ráðast í Fljótsdalsvirkjun án þess að meta áhrif hennar á náttúru og umhverfi Norðausturlands. Það er í andstöðu við þá meginreglu í umhverfisvemd sem hefur mtt sér til rúms hér á landi og annars staðar. Flest bendir þó til að ráðamenn hyggist daufheyrast við kröfum almennings, vísindamanna og náttúru- vemdarsamtaka um slíka úttekt. Það er fráleit afstaða og síst fallin til að skapa sátt um slíka stórframkvæmd. Fljótsdalsvirkjun komst fyrst á dagskrá fyrir 1980. Viðhorf til umhverfisverndar hafa síðan gjörbreyst. Á þeim tíma hefur þekkingu manna jafnframt fleygt fram. í kjölfarið hafa nýjar ábendingar birst um áhrif virkjana á náttúrufar og þau þarf að kanna. Norskir vísindamenn hafa til dæmis sýnt fram á tengsl á milli afkomu þorsks og vorflóða í stórfljótum. Hér á landi em einnig vísbendingar um að ferskvatnið sem fljótin bera til sjávar hafi áhrif á afkomu nytjastofna undan ströndum íslands. Miðlunarlón í tengslum við virkjunina munu valda breytingum á setburði og vorflóð í Jökulsá á Fljótsdal munu hverfa. Vísindamenn telja að það gæti hugsanlega haft áhrif á fæðukeðjuna í Héraðsflóa og uppeldis- skilyrði nytjastofna. Þetta er dæmi um umhverfisáhrif sem menn þekktu ekki þegar hugmyndin að Fljótsdalsvirkjun fæddist. Fleiri atriði mætti nefna. Þau útiloka að sjálfsögðu ekki virkjunina. Þau þarf hins vegar að rannsaka áður. Það er eðlileg krafa að menn viti hvað þeir eru að gera. Hin viðtekna meginregla sem almenn sátt ríkir um varðandi stórframkvæmdir felur í sér að gert er ítarlegt mat á umhverfisáhrifum áður en ráðist er í þær. Um þetta gilda nú lög sem Alþingi setti árið 1993. Hins vegar var þá einnig samþykkt bráðabirgðaákvæði um að framkvæmdir sem leyfðar voru fyrir samþykkt laganna þyrftu ekki slíkt mat. Löggjafinn greip til þess ráðs til að skapa ekki óvissu um stórframkvæmdir sem væru á döfinni. Síðan eru hins vegar fjögur ár. Öll viðhorf til umhverfismála hafa breyst verulega. Almenningur, og raunar stjórnvöld einnig, gera nú miklu strangari kröfur til verndarsjónarmiða en fyrir fjórum árum. Því er óverjandi að standa gegn kröfum um að gert verði mat á áhrifum Fljótsdalsvirkjunar á umhverfið áður en ráðist er í hana. Auðvitað ætti Landsvirkjun sjálf að hafa frumkvæði að því. Fátt væri líklegra til að eyða deilum sem eru þegar komnar upp um virkjunina. Ferill Landsvirkjunar í umhverfismálum bendir þó tæpast til að hún taki þetta upp hjá sjálfri sér. Þar kemur því til kasta iðnaðarráðherra og sveitarfélaga á borð við Reykjavík og Akureyri sem eiga fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar. Iðnaðarráðherra hefur raunar vald til að afturkalla virkjanaleyfið. Honum verður því ekki skotaskuld úr að knýja fram umhverfismat. Framsóknarflokkurinn hefur sett umhverfisvernd í forgang. Væntanlega vinnur iðnaðarráðherra í anda síns eigin flokks. Þessi sjónarmið hafa breiðan stuðning. D-listinn í hinu nýja sveitarfélagi á austurbakka Lagarfljóts vill þannig umhverfismat um stærri framkvæmdir „án tillits til þess hvenær ákvörðun var tekin um hana“. Virkjanaglaðir valdsmenn geta ekki lengur valsað um náttúruna að vild. Krafa um umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar er einfaldlega í takt við nýja tíma. Össur Skarphéðinsson „í sífellu berst ísinn suður á bóginn, mismikill frá ári til árs.“ Hafís við ísland - íslensk náttúra Haust eitt ekki alls fyrir löngu átti ég því láni að fagna að heim- sækja litla þorpið við Scoresbysund á austur- strönd Grænlands, beint í norður frá Vest- fjörðum. Þetta er næsti bær við ísland ef svo mætti segja, nokkur þúsund manns sem ís- lendingum stæði nær að sinna en hingað til hefur verið. Hvemig væri að skólar á ísafirði eða Akureyri kæmu á gagnkvæmum kynnum við æskulýð við Scores- bysund, þennan mesta fjörð í heimi? Það yrði lærdómsríkt fyrir báð- ar þjóðimar sitt hvor- um megin við Græn- landssund. Ekki yrði miklum fjarlægðum fyrir að fara. Hindranir á borð við hafís og óskyld móðurmál yrðu þáttur í lærdóminum. Kjallarinn Þór Jakobsson veðurfræðingur ur, litfógur plastblóm prýddu einstaka leiði og þrjár grafir vora teknar fyrir þá sem mundu deyja um vet- urinn og verða lagðir í freðna jörðina. Skömmu síðar sama haustmánuðinn sótti ég fund í Tromsö í Norður-Noregi, sem er á svipaðri breidd- argráðu og Scores- bysund. Mildandi áhrif Golfstramnsins að sunnan ná þar að skapa annan heim en jöklar, ís og kaldur sjór við austurströnd Grænlands. Hlýtt var Líf í grennd viö borgarís Scoresbysund er merkilegur ijörður. Hátignarlegir borgarisjakar á ósýnilegri hreyf- ingu út fjörðinn era heimamönnum sjálfsögð einkenni í landslaginu en heilla gestinn sem staldrar við stund úr degi. Fjörðurinn er svo breiður og djúpur að síðla dags á leið út á Bjarna Sæmundssyni fylgj- umst við leiðangursmenn með sól- inni sökkva í sæ vestur í fjarlægum fjarðarbotninum. Við krækjum fyrir isspangir á leið út, líðum hægt gegnum breiður þar sem þéttast er og berum saman bækur okkar eftir hina stuttu heim- sókn í þorpið og næsta nágrenni sem menn höfðu kannað í forvitni sinni. Ótal hundar bundnir eða lausir einkenndu bæinn, böm fogn- uðu fyrsta snjómun, fólk fór um að sinna vinnu sinni eða var á leið í kaupfélagið. Fyrir ofan bæinn var kirkjugarð- »Hafísinn þekur mið, hindrar siglingar, ógnar höfnum með komu sinni. Hann er vissulega þáttur í „landslaginu“ á hafí úti meira eða minna árið um kring og reyndir sjómenn kunna að varast hann.“ í veðri og ég gekk upp á fell handan fjarðar síðasta daginn að loknum fundi. Mér varð hugsað til þorpsins við Scoresbysund beint í vestri: ólíkt væri þar umhorfs þótt undir sömu sól væri og beggja vegna Noröur-Atlantshafs jafnhátt á himni í hádegisstað. Það er hafið sem ræður ríkjum, veðurfarinu, og hafísinn. ísland: í útjaðri hafíss ísland, hafísland Hrafna-Flóka, er á milli þessara staða sem nú eru tilgreindir og ég heimsótti sama mánuðinn hér um árið, ögn sunnar, en veðurfar landsins mótast sem kunnugt er bæði af Golfstraumi og Austur-Grænlandsstramni. ísland er því í útjaðri straums að norðan sem er fullur af hafis. Hafis streymir látlaust suður með norðanverðu Austur-Græn- landi, um veturinn eykst hann líka svo að í lok vetrar nær hann að jafnaði suður fyrir Hvarf, syðst á Grænlandi, og hér á okkar slóðum hálfa leið frá Grænlandsströnd til íslands. Hafísinn fyllir hafsvæðið utan miðlínu í Grænlandssundi. í sifellu berst ísinn suður á bóginn, mismikill frá ári til árs, en magnið, sem myndast um vetur og hverfur um sumar, er gífurlegt og víðátta íssins á borð við margfalt flatarmál íslands. Það er því engin furða að hafís komi við sögu á íslenskum haf- svæðum og við strendur landsins. Myndun hans, rek og eyðing ræðst ekki einvörðungu af hafstraumum heldur einnig ríkjandi vindáttum, hringrás í andrúmslofti, gangi lægða og hæða. Það er vindur- inn sem hrekur ísinn af leið sinni suður með Grænlandi. Mikil fjölbreytni Hafísinn þekur mið, hindrar siglingar, ógnar höfnum með komu sinni. Hann er vissulega þáttur í „landslaginu“ á hafi úti meira eða minna árið um kring og reyndir sjómenn kunna að varast hann. Þeir fara ferða sinna og stunda veiðar í námunda við ísinn. Engu að síður krefjast athafnir og umferð vitneskju um dreifíngu hafíss hverju sinni og dæma þarf um horf- ur næstu daga. í samvinnu við Landhelgisgæslu íslands og skipa- flotann fylgist Veðurstofa tslands með ferðum hafíssins. Athuganir frá landi era líka mikilvægar þegar því er að skipta. Veðurspár era síð- an nýttar til að giska á rek íssins næstu dægur. í ísflugi Landhelgisgæslunnar er farið hratt yfir. Engu að síður heilla ávallt ísbreiðumar, þótt með öðram hætti sé en borgarís í Scor- esbysundi. Fjölbreytni misstórra ís- flekanna er mikil, hryggir á yfir- borði gefa til kynna volk og brúnir hnjask. Hver þeirra ber vitni um ólíka fortíð en saman fjær að sjá mynda þeir sindrandi hvíta sléttu svo langt sem auga eygir. Þór Jakobsson Skoðanir annarra Dómur kjósenda ... Kosningar á íslandi era hægt en markvisst að taka á sig þá mynd sem þekkist meðal erlendra þjóða ... Að margra mati felur hún í sér enn frekari gengisfellingu stjórnmálanna og ótilhlýðilega áherslu á ímyndir og persónur í stað málefnalegrar umræðu ... Þess vegna verður sífellt brýnna að kjós- endum verði tryggður sá réttur að geta kosið beint gegn öllum þeim valkostum sem boðnir eru fram í forseta-, sveitarstjómar- og alþingiskosningum með því að merkja til þess gerðan reit á kjörseðlinum." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 15. maí. Ómarkvisst forvarnarstarf „Nokkur átján ára bama foreldri úr áifheimum rausa í hljóðnema og birtast á skjá og era aldeilis hlessa á þeim fréttum að unglingar neyti fikniefna. Kannanir sýna að sífellt fleiri og yngri krakkar gleypa eiturpillur og svæla hass til að komast í eftir- sóknarvert stuð ... Samtímis er unnið ómarkvisst og gagnslaust „forvarnarstarf ‘ og heimtað að yfirvöld- in stöðvi smygl og sölu og svo kvartað sáran fyrir hönd sölumanna og fíkla, sem verða fómarlömb sömu yfirvalda þegar tekist hefur að hafa hönd í hári þeirra.“ Oddur Ólafsson í Degi 15. maí. Verðbólgan lifir „Síöan í þjóðarsátt höfum við íslendingar búið við nokkuð stöðugt verðlag. Allt hefur þess vegna geng- ið betur og nú eru vextir loks á niðurleið. Alls stað- ar er verið að bjóða fram þjónustu peninga i stað þess, að hvergi var lán að hafa. Takið lán! Takið lán! Vildarvinátta og frípunktar! Þetta dynur á hljóð- himnunum daginn út og inn. En það er ekki sama og að verðbólgan sé dauð. Hættan er sú, að við tökum ekki eftir smábreytingum í kringum okkur. Þannig skríði verðbólgan aftur upp á bakið á okkur og sjúgi sig fasta." Halldór Jónsson í Mbl. 15. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.