Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Page 17
MANUDAGUR 18. MAI 1998
ienning
Líkami og sál
- konunnar á miðri leið
Fjölva-Vasaútgáfan hefur sent frá
sér yfirgripsmikla bók sem mikil
þörf hefm- verið á. Hún heitir Breyt-
ingaskeiðið og fjallar ítarlega um
breytingaskeið kvenna. Höfundur
er Gunilla Myr-
berg.
Nú er meira en
áratugur síðan
brautryðjenda-
verk Jóhönnu
Sveinsdóttur og
Þuríðar Pálsdótt-
ur, Á miðri leið,
kom út og það er
fyrir löngu ófáan-
legt. Ýmsar fram-
farir hafa orðið í
rannsóknum á
þessu sviði síðan
og tímabært að
gera þeim skil í
nýrri bók.
Gunilla Myr-
berg er kunn fjöl-
miðlakona í Sví-
þjóð, meðal ann-
ars fyrir fasta
heilsuþætti í
sænska útvarpinu,
„Af líkama og sál“. Mest hefur hún
fjallað þar um heilsufar kenna og
átti þátt í því í heimalandinu að
rjúfa þagnarmúrinn kringum tíða-
hvörfin - eins og Þuríður Pálsdóttir
hér á landi. Síðan hefur hún haldið
hundruð fyrirlestra um efnið í Sví-
þjóð.
Eva Ólafsdóttir þýddi bókina en
útgáfan hefur unnið að talsverðum
viðbótum við hana til að laga hana
JALFHJALPARBOKl
BREYTINGA-
SKEIÐIÐ
að aðstæðum hér á landi. Einnig
hefur veriö bætt við nýjustu vit-
neskju varðandi efnið. Til dæmis er
fjallað um merkilegar mælingar dr.
Gunnars Sigurðssonar á beinþéttni
en þær hafa það
markmið að
draga úr hor-
mónagjöf sem hef-
ur verið mikil hér
á landi. Fjallað er
um bæði líkam-
legar og sálrænar
hliðar á brjósta-
krabba og nýstár-
legar aðgerðir
tveggja ungra
lýtalækna til að
gefa konum ný
brjóst. Einnig er
vikið að fræðslu-
starfi Fannýjar
Jónmundsdóttur
um óhefðbundnar
lækningaaðferðir
og náttúruleg lyf.
Segja má að í
bókinni séu öll
vandamál kvenna
við tíðahvörf tek-
in skipulega fyrir, svo sem blæð-
ingatruflanir, hitaköst, óþægindi í
þvagrás og skeið, beinþynning,
verkir í kviðarholi, legi og brjóstum
og ótalmargt fleira.
Bókin er í flokki „Sjálfhjálpar-
bóka“ Vasaútgáfunnar sem hafa tek-
ið fyrir brýn viðfangsefni í lækning-
um og heilbrigðismálum: þung-
lyndi, kvíða, lystarstol og lotu-
græðgi og sorgarviðbrögð.
L/ÍKAÁU OG vSAl,
KOÁ'UXXAR
Á ÁUDRI L.K1Ð
CFTIR GUMIJ.Þ MVRBKkt
Q FAGOR ^
o Uppþvottavélar
%/% Verðskrá
h x b x dýpt litur TILBOÐ Rétt verð
IFAGOR LVE-25 82-85*59,5*57 Hvít 38.900 48.100
FAGOR LVE-35P 82*59,5*58 Hvít 43.900 56.168
FAGOR LVE-55 82*59,5*59 Hvít 47.900 60.730
FAGOR LV-55IB 82*59,5*60 Hvít innbyggi 48.900 63.900
FAGOR LV-55IM 82*59,5*61 Svört innbyggi 48.900 63.900
FAGOR LV-55IX 82*59,5*62 Stál innbyggi 51.900 66.900
RONNING
Borgartúni 24 • S: 562 4011
uusyíii’íiD
ISf A .'
Íliíl Uu. 'dO'M
HASKOLABIO
100 miðar íyrir tvo
á Deep ímpact.
• Swiss Army-hnífar.
• Futura LE sjónaukar
Ferð til London fyrir 2
m eð N etf erð u m /
Sa m vi n n u f eró u m -
Landsýn.