Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Síða 21
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998
21
DV
Fréttir
Rannsóknar- og menningar-
setur á Kirkjubæjarklaustri
Á Kirkjubæjarklaustri er rann-
sóknar- og menningarsetrið Kirkju-
bæjarstofa sem var formlega opnuð
4. september 1997. Hún var stofnuð
að frumkvæði dugmikilla heima-
manna með dyggum stuðningi
nokkurra áhugasamra vísinda-
manna sem hafa stundað hluta af
rannsóknum sínum á vettvangi í
héraðinu.
Þeir sem stóðu að þvi að koma
Kirkjubæjarstofu á fót töldu að nátt-
úra og saga héraðsins væri um svo
margt sérstæð að full ástæða væri
til að hafa þar aðstöðu til að tengja
störf vísindamanna héraðinu enn
sterkari böndum og jafnframt að
skapa betri aðstöðu til að kynna
gestum og heimafólki hina sérstæðu
náttúru og sögu héraðsins.
Sjálfseignarstofnun stendur að
baki Kirkjubæjarstofu og hefur hún
fengið gamla gistihúsið á Kirkju-
bæjarklaustri til afnota undir starf-
semina. Þar hafa verið gerðar mikl-
ar endurbætur en þess þó gætt að
láta húsið halda sér að utan. Innan-
dyra er búið að innrétta sýningarsal
og skrifstofur en þrátt fyrir breyt-
ingarnar er húsið með virðuleik
þess gamla húss sem það er í.
Markmið Kirkjubæjarstofu er að
Helga Guðmundsdóttir forstöðumaður á tröppum Kirkjubæjarstofu.
vera jöfnum höndum þjónustu- og
stjómsýslumiðstöð vegna vettvangs-
rannsókna í héraðinu og menning-
arsetur þar sem gestir héraðsins
geta sótt sér skemmtilegan og
áhugaverðan fróðleik um héraðið.
Áætlað er að hvert starfsár hafi
ákveðið viðfangsefni (þema) og er
þema þessa árs „Eldgos undir vest-
anverðum Vatnajökli og tengsl við
Skaftáreldasvæðið“.
í mars var haldin tveggja daga
ráðstefna sem bar yfirskriftina
„Eldgos í vestanverðum Vatnajökli
og afleiðingar þeirra". í tengslum
við komu forsetahjónanna í V-
Skaftafelssýslu var opnuð sýning í
sýningarýminu sem tengist þema
starfsársins. Sú sýning er tvíþætt.
Annars vegar er ítarleg kynning á
stórhlaupinu á Skeiðarársandi 1996
þar sem sýndar eru myndir og kort
af jöklinum, sandinum og frá hlaup-
inu. Hins vegar er umfjöllun um
Skaftárelda.
Þungamiðja þessarar sýningar og
það sem tengir þessa tvo megin-
þætti hennar saman er lifandi líkan
af vestanverðum Vatnajökli þar sem
dregin er upp á myndrænan og lif-
andi hátt skýring á ferli kvikunnar
undir yfirboröi við eldgos. Á næsta
ári er ráðgert að þemað verði
„Kirkju- og kristnisaga" en á því
sviði á héraðið sér langa og sér-
stæða sögu. Til dæmis voru tvö
klaustur innan þess fyrir siðaskipt-
in, annað var nunnuklaustur á
Kirkjubæjarklaustri en hitt munka-
klaustur í Þykkvabæ í Álftaveri.
Næsta starfsár mun einnig hefjast
með ráðstefnu í mars 1999. For-
stöðumaður Kirkjubæjarstofu er
Helga Guðmundsdóttir. -NH
Skagafjörður:
Verulegur bati
hjá Fiskiðjunni
DV, Fljótum:
Fiskiðan Skagfirðingur hf. var
gerð upp með 11,6 milljóna króna
hagnaði árið 1997. Verulegur við-
snúningur til hins betra varð á
rekstrinum frá árinu á undan en þá
tapaði fyrirtækið 262 millj. króna.
Veltan varð tæpir tveir milljarðar,
lækkaði um 800 þúsund frá 1996.
Skuldir í árslok námu 2,3 milljörð-
um og lækkuðu nokkuð á árinu.
Segja má að fyrirtækið sé nú að
rétta úr kútnum eftir erfiðleika-
tímabil. Liður í endurskipulagn-
ingu þess var að hætta bolfisk-
vinnslu á Sauðárkróki síðla árs 1996
en á henni hafði þá verið verulegt
tap um nokkurn tíma.
Fiskiðjan Skagfirðingur gerir nú
út fimm skip, frystitogarann Málm-
ey og ísfisktogarana Hegranes,
Skagfirðing, Skafta og Klakk. Alls
nema aflaheimildir fyrirtækisins
liðlega 14 þúsund tonnum.
Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar
Skagfirðings síðan um mitt ár 1996
er Jón Friðriksson. -ÖÞ
DV, Breiðdalsvík:
Deildir SVFÍ á Austurlandi héldu
árlegan vorfund sinn um helgina á
Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík. Fjallað
var um sameiginleg mál deildanna,
svo sem fjarskiptamál, ungliðanám-
skeiðin í Hamraborg við Beruíjörð
og hvort unglingarnir ættu að taka
þátt i samæfmgum SVFÍ. Margir
voru því fylgjandi því hvað ungur
nemur, gamall temur. Einnig voru
rædd slysavamarmál almennt.
Reynir Amórsson frá Djúpavogi
var kosinn landshlutafulltrúi SVFÍ i
stað Baldurs Pálssonar á Egilsstöð-
um sem hefur setið mjög lengi í
stjórninni og til vara Halla Ósk
Óskarsdóttir. Þátttaka var mjög
góð, eða milli 60 og 70 manns, og
ánægjulegt hver mikið var af ungu
fólki. -H.I.
Utilegukindur
DV, Hólmavík:
Starfsmaður Orkubús Vest-
fjarða, Helgi Ingimundarson, sá
til þriggja kinda skammt frá
stöðvarhúsi Þverárvirkjunar þeg-
ar hann var á leið til vinnu sinn-
ar nýverið. Útlit kindanna benti
ekki til þess að bóndinn á bænum
Hnitbjörgum væri farinn að
sleppa fé á fjall enda nær augljóst
að kindur þessar höfðu gengið úti
í vetur. Þær voru ekki auðteknar
og þurfti einn fótfráasta mann í
Strandasýslu, Birki Þór Stefáns-
son í Tröllatungu, og góðan hund
með honum til að ná þeim í að-
hald. Þær voru vel á sig komnar
að sögn Birkis og Helga, ull farin
að losna frá kjálkum og útlitið
frísklegt. Líklega ganga þær
lamblausar um haga sumarsins
því enginn hrútur var með. Þær
voru allar í eigu Tómasar Sigur-
geirssonar, Mávatúni í Reykhóla-
hreppi, og var strax komið til síns
heima.
-GF
Reynir Arnórsson frá Djúpavogi, Halla Ósk Óskarsdóttir frá Eskifirði og
Baldur Pálsson frá Egilsstöðum.
Fjölmenni á
vorfundi SVFÍ
Gormarí flestar
gerðir bíla.
Gott verð !!
535 9000
Mán.-fös. 8-21
Lau. 8-19
Sun. 10-19
Húsasmiðjan
Fossaleyni 2
Grafarvogi
S: 586 2000
HÚSASMIÐJAN
Komdu í skoðun
TOYOTA Nýbýlavegi 4-8
QEEEBZ3 S. 563 4400
Volvo 850 station 2000, 5 cyl., ssk.
‘95, rauöbr. ek. 48. þ. km, leður,
krókur, 7.manna, o.fl o.fl.
V. 2.400.000
VW Golf 2000, 4 d. ‘96, svartur,
ek. 33. þ. km a/c. o.fl V. 1.200.000
Renault Méganc Coupe 1600, 3 d.
'97, vfnr. ek. 24. þ. km, auka
álfelgur o.fl. V. 1.380.000
Honda CRV 2000 4x4, ssk, ‘98, blár
ek. 12. þ. km, ABS o.fl.
V. 2.350.000
VW Golf GL 1400, 5. d. ‘97, silfur,
ek. 12. þ. km.V. 1.160.000
Suzuki Sidekick JXI, ssk, 5. d. '95,
dökkblár, ek. 43. þ. km.
V. 1.430.000
MIKIL SALA
VANTAR BÍLA Á SKRÁ
OG Á STAÐINN STRAX
fnÍLASAUNNj
nöldur ehf.
BÍLASALA
Tryggvabraut 14 600 Akureyri
461 3020-461 3019
MMC Galant 4x4 GLSI, 2000, 4 d.,
‘96, vinr. ek. 11. þ. km. V. 1.850.000