Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Síða 39
Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22, sími 544 - 5990 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Fréttir 39 störf tapast þegar Akraborgin hættir DV, Akranesi: Aðalfundur Skallagríms hf„ sem rekur Akraborgina, var haldinn fyrir skömmu. Þar var lögð fram skýrsla yfir starfsemina á síðasta ári. Akra- borgin fór 2.783 ferðir á milli Akra- ness og Reykjavíkur en árið áður voru þær 2.785. Alls voru fluttir 66.462 bílar sem skiptast þannig að frá Akranesi til Reykjavíkur voru fluttir 31.168 bílar og á milli Reykja- víkur og Akraness 35.294 bílar. Því voru um 24 bílar að meðaltali í ferð. Af heildarijöldanum voru fluttir 6.559 flutningabílar en 2.883 vélar og vagn- ar. Farþegum með Akraborginni fjölgaði um 1.769 farþega frá árinu 1996 og árið 1997 voru fluttir 225.783 farþegar. Á árinu störfuðu að meðal- tali 39 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur alls 83,4 millj- ónum króna. Gert er ráð fyrir að Akraborgin hætti siglingum í júlí þegar Hvalfjarðargöngin verða opn- uð en það verður 11. júlí klukkan 19.00. Nokkrir af starfsmönnum Akraborgar hafa þegar fengið at- vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga og einhverjir eru að komast á aldur. Það munu því tapast 39 störf þegar Akraborgin hættir. -DVÓ Sjóstangaveiði: Metafli á fyrsta mótinu af átta DV, Akranesi: Dagana 7.-9. maí fór fram á Akra- nesi fyrsta mótið í átta raða móta- röð sem gefur stig til íslandsmeist- aratitils í sjóstangaveiði. Bæði var um að ræða metafla og metþátttöku á mótinu. Fimmtíu og þrir keppend- ur viðs vegar af landinu komu til mótsins og fóru þeir út á fjórtán bát- um. Samtals veiddust 13,5 tonn en á mótinu í fyrra veiddust rúm 8 tonn en þá voru þátttakendur um 30. Aflahæsta sveitin í karlaflokki, með 1339 kg, kom frá Skipaskaga á Akra- nesi og hana skipuðu þeir Eiríkur Sveinsson, Elí Halldórsson, Hörður Harðarson og Sigmundur Lýðsson. I öðru sæti var sveit frá Akureyri og i þriðja sæti var sveit frá Siglufirði. Aflahæsta sveitin í kvennaflokki með 1062 kg kom frá Siglufirði og hana skipuðu þær Kristín Þorgeirs- dóttir, Ólafia Þorvaldsdóttir, Ragn- heiður Rögnvaldsdóttir og Sigríður Rögnvaldsdóttir. Aflahæstur karla var Árni Halldórsson, Akureyri, með 605,7 kg, í öðru sæti var Skarp- héðinn Ásbjörnsson, Siglufirði, með 546,3 kg, aflahæsta konan var Ragn- heiður Jónsdóttir frá ísafirði með 456,9 kg og í öðru sæti var Guðrún Gísladóttir frá Snæfellsbæ með-442,1 kg. Aflahæsti skipstjórinn var Frið- rik Magnússon á Keili með 2115 kg eða 539 kg að meðaltali á stöng og í Sjóstangaveiðimótið. öðru sæti var Matthías Harðarson á Felix með 1313 kg. Fleiri verðlaun voru veitt en það voru karl og kona sem skiptu með sér verðlaunum fyr- ir stærsta þorskinn og stærsta ufs- ann. Hinn kunni veitingamaður Úlf- DV-mynd Daníel ar Eysteinsson frá Sjór veiddi stærsta þorskinn sem var 8,86 kg og Rún Elfa Oddsdóttir frá Skipaskaga veiddi stærsta ufsann sem var 6,69 kg. Næsta mót fer fram um hvíta-. sunnuna í Vestmanneyjum. -DVÓ 47 *** Ámerískleiktæki vönduð og ódýr. Allt um sveitarstjornarkosningarnar í vor daglegar frettir af framgangi mála kannanir úrslit síðustu kosninga eldri fréttir kynning a öllum framboðum ykkar skoðanir uttektir o.fl. o.fl. 3ja stiga, tjald, 3 rólur, rennibraut, sandkassi. Stærð: 5,10 x 4,50 m. Aætlað verð 138 þús. (án vsk.) Tjald, 3 stigar, 2 rólur, 1 kaðalstigi, rennibraut, sandkassi. Stærð: 6,60x3,0 m. Aætlað verð 118 þús. (án vsk.) Tjald, 3 stigar, 3 rólur, kaðalstigi, rennibraut og sandkassi. , Stærð: 5,70x3,60 m. Aætlað verð 98 þús. (án vsk.) Einnig minni tæki „pony“, verð frá 48 þús. (án vsk.) Öll tækin eru auðveld í flutningu og uppsetningu. www.visir.is Fylgist með kosningabaráttunni! FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.