Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 Fréttir Hörö viðurlög viö viröisaukaskattsbrotum: Eiginkonan borgaði fang- ann út seinasta daginn - styttri refsisvist hafnaö þrátt fyrir alvarleg veikindi maka Viðmælandi DV varö að afplána dóm sinn til síðasta dags. Alvarleg veikindi eiginkonu hans voru ekki talin tilefni refsistyttingar. DV-mynd Hilmar Þór „Þaö var enga vægö að hafa og ég sat í tvígang inni fyrir sama brotið sem snerist um að við gátum ekki skilað virðisaukaskatti sem reikn- aður var á kröfur sem við náðum ekki að innheimta áður en fyrirtæk- ið varð gjaldþrota," segir iðnaöar- maður sem sat í fangelsi í samtals 7 mánuði vegna vangoldins viröis- aukaskatts. Eins og DV hefur fjallað um und- anfarið er mjög mismunandi hvem- ig farið er með mál þeirra sem ekki skila virðisaukaskatti. Sumir semja af sér skuldir með nauðasamning- um á meðan aðrir sæta fullri refs- ingu og fangelsisvist greiði þeir ekki. Þannig er staðreynd að á ís- landi sitja menn í skuldafangelsi þrátt fyrir að slíkt hafi þegar fyrir hundrað ámm verið mjög umdeilt. Þannig era snauðir lokaðir inni á meðan hinir efnuðu sleppa, kæri þeir sig á annað borð um það. Ekki er að sjá að dómsvaldið taki tillit til efnahags hinna dæmdu þegar ákveöið er hvort vararefsing komi til framkvæmda. Viðmælandi DV, sem eins og svo margir aðrir sem lenda í fangelsi vegna auðgunarbrota, vill nafn- leynd, segir að rekja megi upphaf málsins allt til ársins 1987 þegar fyr- irtæki hans og félaga hans lenti í gjaldþroti. Þá hafi staöiö út af sölu- skattur að upphæð 5 milljónir króna sem ekki hafi tekist að inn- heimta. Málið hafi farið fyrir dóm þar sem úrskurðað var að vararefs- ing skyldi vera 7 mánaða fangelsi. Umræddur einstaklingur hafði ekki komist í kast við lögin áður. Gjald- þroti fyrirtækis hans hafi jafnframt fylgt að fjölskyldan hafi misst allt og því engin leið að borga sektina. Árið 1993 var dæmt í málinu og um veturinn 1994 var hann sóttur og honum stungið inn um tveggja mán- aða skeið. í nóvember í fyrra var hann svo sóttur aftur og þá sat hann inni í 5 mánuði. Hann losnaði út af Litla-Hrauni fyrir skömmu en segir að málinu sé ekki lokið frá sinni hálfu og hann muni krefjast réttlæt- is. Hann segist hafa viðurkenningu fyrir því að hann hafi setið í skulda- fangelsi þó að slíkt sé ekki lögum samkvæmt heimilt. „Ég bað um að fá að fara í ferm- ingu bróðursonar míns daginn áöur en afþlánun átti að ljúka. Því var al- farið hafnað og þá greip eiginkona mín til þess ráðs að borga mig út. Hún reiddi fram rúmlega 17 þúsund krónur og þar með losnaði ég út á sunnudeginum og komst í ferming- una. Við geymum þessa kvittun sem staðfestingu þess að ég sat í skulda- fangelsi," segir hann. Hann segir fangavistina hafa ein- kennst af óvenjumikilli harðneskju og enginn möguleiki hafi veriö til þess að fá styttri refsivist svo sem gerist með af- brotamenn sem fremja annars konar glæpi. Þá hafi hann ekki fengið dagpeninga og öll fangavistin hafi einkennst af því að honum bæri að taka út sinn dóm til fulls. „Þetta fékk mjög á eiginkonu mina og börn. Ég reyndi að fá náö- un vegna þess að kona mín fór í heilauppskurð en því var umsvifa- laust hafnað á þeirri forsendu að aldrei væri náðað í sektardómum,“ segir fanginn fyrrverandi. „Mér var neitaö um dagpeninga meðan á fangavistinni stóð. Þá neit- uðu þeir mér um aö fara á Kvía- bryggju vegna þess að Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofh- un sagöi að þar gæti ég haft of mikl- ar tekjur. Ég fékk þó að vinna á Litla- Hrauni fyrir rúmar 225 krónur á tímann. Þetta gerist þrátt fyrir að ég hafi verið búinn að missa allt og orðinn eignalaus. Það er svo að sjá að yfirvöld elti aðeins uppi litlu karl- ana. Alla vega varð ég ekki var við neinn af þessum hákörlum sem farið hafa í þrot á Hrauninu," segir hann. Hann segist nú íhuga málaferli vegna þeirrar meðferðar sem hann hafi hlotið. „Þessu máli er ekki lokið af minni hálfu,“ segir hann. -rt Kvittunin sem sýnir að fanginn var leystur út. Jóakim aðalönd og kónarnir Mikil lukka var það fyrir Sverri Hermannsson að hrökkl- ast úr Landsbankanum. Þar sat hann eins og Jóakim aðalönd á peningahrúgu og lét sér leiðast milli þess sem hann skrapp utan, með eða án fraarinnar. Nú hefur hins vegar lifhað yfir hon- um. Tímann nýtir hann vel á biðlaununum frá bankanum. Eiturörvar hafa flogið út og suð- ur. Eftir þá hrinu era fleiri sár- ir en Rendi og Lalli mágur. Bankinn og viðskilnaðurinn við hann dugir þó ekki til lang- frama kjaftforam manni sem Sverri. Hann vill berjast við fleiri en Finn, Trúmann og Þórð Ingva. Bankastjórinn fyrrverandi er að vísu orðinn svo þreyttur á bankaráði Landsbankans að hann hótar að beita á það hagla- byssunni. Menn era vanir því að Vestfirðingurinn kveði skýrt að en þama þótti fulllangt geng- ið. Velviljaðir menn segja því að um óheppilega myndlíkingu hafi verið að ræða fremur en um beina líflátshótun. Kónana sjálfa ætlar Sverrir að hitta og þeir era ekki svo aumir að sitja aðeins í bankaráði þjóð- bankans. Kónarnir era á Alþingi. Sverrir ætlar sér fram á Vestfjörðum með sjálfan Matta Bjarna í heiðurssætinu. Sverri dugar ekki að berja bara á Finni og Framsóknarflokknum. Hann tekur helst fyrir sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Þar fær hann fínan liðstyrk í gömlum sjávarútvegsráð- herra þess sama flokks. Matthías Bjamason hefur ekki mikiö álit á núverandi sjávarútvegsráðherra. Frægt varð þá er Þorsteinn Pálsson, í hlutverki dómsmálaráðherra, sendi sýslumanninn á Akra- nesi í útlegð til Hólmavikur. Matti vill senda Þor- stein sjávarútvegsráðherra út á land ekki síður en Skagasýsla og gera að hreppstjóra. íslendingar elska pólitískan hanaslag. Það þekkja frægustu strigakjaftar Vestfjarða, fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins Sverrir og Matti Bjama. Þeir munu þvi hóa í kvótaandstæðinga og annað óánægjulið víða um land. Öflugastir verða þeir félagar fyrir vestan. Það þarf ekki mikið að hræra í Vestfirðingum í kvótamálum. Þar verður því rífandi gangur, eins og enn einn Vestfirðingur- inn sagði um árið. Það fer því að hitna undir þeim nöfnum Einari K. og Einari Oddi. Hrein unaðsstund verður þá er þeir hittast á framboðsfundi vestra Sverrir og Gunnlaugur framsóknargoði á „Kögunarhóli". Kannski Pétur Bjamason komist loks á þing í skjóli ögurvíkingsins? Þótt stjómarandstaðan kætist vegna alls þessa kennir nokkurs kvíða í krataröðum. Atgangur- inn vestra má ekki verða svo djöfullegur að eftir sitji með sárt enni sjálfur formaðurinn, Sighvat- ur. Hann er i framboöi fyrir vestan, ef rétt er munað. Það verður enginn kvóti á krataþing- mönnum fremur en öðru í Vestfjarðakjördæmi. Enginn er óhultur þegar Ögurvíkingurinn leit- ar bráöar. Dagfari Stuttar fréttir i>v Aðalverktakar hagnast Hagnaður Isl. aðalverktaka varð 215 millj- ónir króna á tímabilinu 1. júní-31. des. 1997. Velta fyr- irtækisins varð 3.084 milljónir kr. Greiddur verð- ur 7% arður. Framkvæmdastjóri Aðalverktaka er Stefán Frið- fmnsson. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Utanþingsviðskipti Mikil viðskipti utan Verð- bréfaþings hafa verið með hluta- bréf í Granda hf. Sl. miðvikudag námu þau tæpum 99,9 milljónir á meðalgenginu 5,2. Viðskipta- vefur Vísis sagði frá. Gagnvirkur bíóvefur Nýr gagnvirkur kvikmynda- vefur hefúr verið opnaður á Net- inu. Þar er að finna upplýsingar um það sem kvikmyndaáhuga- fólki stendur til boða hverju sinni í kvikmyndahúsum, á myndböndum, í sjónvarpi eða á DVD-diskum. Viðskiptavefur Vísis sagöi frá. Hitaveita með Notes Hitaveita Suðurnesja hefur tekið í notkun forritapakkann Gæðavörð frá Hópvinnukerfum hf. Gæðavörður er byggður á Lotus Notes-forritinu og nær til flestra rekstrarþátta fyrirtækis- ins og samskipta inni í fyrirtæk- inu og við aðila utan þess. Um 80 manns starfa hjá Hitaveitu Suð- urnesja. Vilja Guðjón Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ, sem fengu hreinan meiri- hluta í kosning- unum á dögun- um, hafa ákveð- ið að ræða við Guðjón Peter- sen um hvort hann hafi áhuga á að vera áfram bæjar- stjóri. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Heilsuferðamennska Helsti forystumaður samtaka heilsuhótela og baðstofnana í Ungverjalandi, dr. István Fluck, heldur fyrirlestur um heilsu- ferðamennsku á vegum Heilsu- stofnunar NLFÍ, Ferðamálaráðs og Reykjavíkurborgar á morg- un, fimmtudag, að Hótel Loft- leiðum. Hann er þekktur fyrir- lesari og ráðgjafi um heilsu- stofnanir og ferðamennsku þeim tengda. Mótmæla lögum Húmanistaflokkurinn hefúr mótmælt nýjum lögum um hús- næðismál sem samþykkt vora á Alþingi fyrir helgi. Lögin afnemi félagsleg úrræði í húsnæðismál- um og séu enn eitt skrefið i þá átt að auka vald fjármagnsins yfir lífi fólks. Arkitektar ganga Arkitektafélag íslands gengst fyrir raðgöngu um Reykjavík í samvinnu við Kjarvalsstaði. Gengið er um hverfi borgarinnar í fylgd arkitekts sem varpar ljósi á helstu drætti í skipulags- og húsagerðarsögu borgarinnar á þessai-i öld. í dag, miðvikudag, verður gengið um Laugarás- hverfi, Sólheima og Voga. Ástþór vill könnun Ástþór Magnússon hefur fyrir hönd samtak- anna Friður 2000 óskað eftir því við Um- boðsmann Al- þingis að hann kanni og geri athugasemdir við afskipti stjórnvalda af fjölmiðlum og fréttaflutningi ríkisfjölmiðl- anna. í bréfi sínu til umboðs- manns tilgreinir hann nokkur dæmi um meinta ritskoðun á sjálfum sér í fréttum. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.