Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 Utlönd Stuttar fréttir i>v Talebanar í Afganistan samir við sig: Neita að hjálpa fórn- arlömbum skjálftans Taliebanar, sem ráða yfir um 80 prósentum lands í Afganistan, neita aö lýsa yfir vopnahléi til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda eft- ir jarðskjálftann mikla um helgina. Talið er að fimm þúsund manns hafi farist í náttúruhamforunum. „Við höfum ekki hugsað okkur að senda þangað neina neyðaraðstoð. Við verðum fyrst og fremst að verja hendur okkar,“ sagði Amir Khan Muttaqi, upplýsingaráðherra tale- bana, í gær. Þýska fréttastofan DPA skýrði frá því á mánudag að fregnir hefðu borist um átök í Takhar, héraði sem varð illa úti í skjálftanum á laugardag. Talebanar gerðu stutt hlé á bar- dögum eftir jarðskjálftana sem urðu í landinu í febrúar síðastliðnum. Sameinuðu þjóðimar fóra fram á það í gær að fleiri þyrlur og meira eldsneyti yrði sent til skjálftasvæð- anna. „Við hvetjum alla sem geta séð okkur fyrir þyrlum að gera það núna,“ sagði Alfredo Witschi-Cest- ari, sem samhæfir aðgerðir SÞ í Afganistan. Hann sagði að ekki skorti vistir fyrir fómarlömb skjálftans, heldur ættu hjálparsveitir í erfiðleikum með að koma aðstoðinni á leiðar- enda. í yfirlýsingu sem SÞ sendu frá sér segir að þyrlumar þrjár sem hjálp- arsveitirnar hafa til afnota séu upp- teknar við að flytja sjúka og særða frá afskekktum þorpum til sjúkra- skýla. Á meðan sé ekki hægt að Þessar mæðgur misstu heimili sitt í jaröskjálftanum t Afganistan. flytja hjálpargögnin til þeirra sem þurfi á þeim að halda. Hjálparstarfsmenn sögðu í gær að enn væri of snemmt að slá nokkru fóstu um fjölda látinna. Ljóst væri þó að fleiri hefðu látist nú en í febr- úar þegar allt að fjögur þúsund manns fórast. Alþjóðanefnd Rauða krossins var- aði við því I gær að svæðið sem varð illa úti í jarðskjálftanum væri 40 prósentum stærra en í fyrstu var talið. Skjálftinn á laugardag mældist 7,1 stig á Richter-kvarða en sá í febr- úar var 6,1 stig. SÞ áætla að jarð- skjálftasvæðið sé 1.750 ferkílómetr- ar að stærð og að 70 þúsund manns hafði orðið fyrir barðinu á hamför- unum. Varað við mjög löngu verkfalli Franska ríkisflugfélagið Air France þurfti að aflýsa flestum áætlunarferðum sínum í morg- un, þriðja daginn í röö. Flug- menn vöruðu jafnframt við þvf að verkfall þeirra yrði langt. Deilendur hittast síðar í dag en ekkert miðaði á fundum þeirra í gær. Ef verkfallið leysist ekki gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem hefst í Frakk- landi eftir viku. Milosevic þegir þunnu hljóði Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti hafði síðdegis í gær ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna i Svartfjallalandi um helgina. Þar vann erkifjandi hans, Milo Djukanovic, stórsigur. Það þykir auka líkumar á að júgóslavneska sambandsríkið, sem i era Serbía og Svartfjalla- land, klofni. Djukanovic hefúr jú hótað því. Grunaðir um að þynna vínið Nokkrir háttsettir starfsmenn franska víngerðarfyrirtækisins Chateau Giscours í Bordeaux- héraðinu liggja undir grun um að hafa þynnt vínið með vatni og bætt í það sykri og gert annan óskunda við það. Rannsókn er hafin á málinu. Gular melónur Select Gífurlegir hitar hafa verið á Indlandi að undanförnu og hafa rúmlega eitt þúsund manns dáið af þeirra völdum, að því er indverskir fjölmiðlar hafa skýrt frá. I ríkinu Orissa hafa aö minnsta kosti 380 manns orðið hitanum að bráð. Mestur hefur hitinn oröiö 49 gráður á Celsius. Unga fólkinu á myndinni fannst hitinn í höfuöborginni Nýju-Delhi orð- inn óþarflega mikill, eöa rúm 40 stig, í gær og brá sér því undir vatnsúða í skemmtigarði einum. Danir með ráðabrugg um að ná olíu Færeyinga Danska stjómin hefur, undir for- ystu Pouls Nyrups Rasmussens for- sætisráðherra, í mörg ár gert áætl- anir um að afturkalla rétt færeysku landstjórnarinnar til ráðstöfunar á mögulegum olíufundi. Þetta kom fram í netútgáfu danska blaðsins Politiken í gær. Blaðið kveðst hafa undir höndum gögn um málið. í mörgum þeirra komi fram samsær- iskenningar. Lausafjársuppboð Eftirtalið lausafé veröur boðiö upp að Aðalstræti 92, Patreksfirði, ___________miðvikudaginn 10. júní 1998, kl. 18.40.____ JL 0074 Steinbock Boss rafmagnslyftari. Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki upp- boðshaldara. SÝSLUMAÐURINN Á PATREKSFIRÐI Færeyingar óttast aö Danir vilji sölsa undir sig þá olíu sem ef til vill er að finna í færeyska landgrunn- inu og sem bjargað gæti efnahag Færeyja. Danskir embættismenn hafa vísað kenningunum á bug sem hugarburði. Politiken segir að Færeyingar hafi haft ástæðu til að óttast. Stjóm Nyraps hafi í mörg ár unnið að því að ógilda ákvörðun Pouls Schlúters, fyrrverandi forsætisráðherra Dan- merkm-, um að færeyska landstjórn- in fái ráðstöfunarrétt yfir land- grunninu. Á fundum haustið 1992 gagnrýndu Poul Nyrup Rasmussen og Poul Nielson, fyrrverandi orku- málaráðherra, Schlúter harðlega. Lögðu þeir áherslu á að fyrirtækið Dansk Olie & Naturgas fengi sams konar lykilaðstöðu í mögulegu fær- eysku olíuævintýri eins og það hef- ur á Grænlandi. Poul Nyrup Rasmussen. Lán til Indónesíu Alþjóðabankinn ákvað í gær að veita nýju stjórninni í Indónesíu lán upp á 225 milljónir dollara. GIA-leiðtogi felldur Öryggislögregla Alsírs til- kynnti í gær að leiðtogi skæra- liðahreyfmgarinnar GIA hefði verið fellldur. Monica rak Ginsburg Monica Lewinsky, sem grunuð er um að hafa logið eiðsvarin um samband sitt við Clinton Bandaríkjafor- seta, rak í gær lögfræðing sinn, William Ginsburg. Mon- ica var orðin þreytt á laus- mælgi lögfræðingsins. í opnu bréfi til Clintons í síðustu viku gaf lögfræðingurinn í skyn að for- setinn og Monica hefðu átt í sam- bandi. Lögfræðingurinn vísaði þessu á bug. Kona drukknaði Kona nokkur í Bandaríkjunum diukknaði þegar hún fór að hinstu ósk sonar síns og dreifði ösku hans í fljótið Big Hole í Montana. Hlutlaus ríki sek Ríki, sem talin voru hlutlaus í síðari heimsstyrjöldinni, stóðu undir stríðsrekstri nasista, að því er fram kemur í bandarískri skýrslu. Kosovo lokað Stór svæði í vesturhluta Kosovo vora í gær einangrað eft- ir árásir serbneskra hermanna á albanska skæruliða. Um 2 þúsund manns flúðu frá Kosovo til Alban- íu um helgina. Þreyttur á letingjum Vaclav Havel, forseti Tékklands, er þreyttur á samstarfsmönnum sínum. í sam- ræðum við ráð- herrann Vladi- mar Mlynar sagði Havel að starfsmenn sín- ir hættu að vinna um leið og hann sneri við þeim baki. Sjónvarpsfrétta- maður, sem var nærstaddur, heyrði athugasemdina og sagði þjóðinni frá. Havel hefur beðist af- sökunar og gefið þá skýringu að hann hafi verið í vondu skapi. Moröingi Guccis laus Bílstjórinn, sem keyrði flótta- bílinn með morðingja tískukóngs- ins Maurizios Guccis, sagði fyrir rétti í gær að morðinginn gengi enn laus. Fyrrverandi eiginkona Guccis er sökuð um að hafa lagt á ráðin um morðið. Létust í sprengjutilræði Tveir létu lífið og sex særðust er sprengja sprakk í íslamska byltingardómstólnum í Teheran í gær. Ferðasjóður uppurinn Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hefur farið fram á aukið fé til ferðalaga er- lendis. Hefur forsætisráð- herrann þegar eytt öllu því fé sem duga átti út árið til ferða- laga. Stjórnar- andstæðingar gagnrýna Netanya- hu harðlega og segja ferðir hans hafa verið árangurslausar. Net- anyahu fer fram á 100 milljónir ís- lenskra króna til viðbótar. Vili Berlusconi í fangelsi Saksóknari krefst þess að fyrr- verandi leiðtogi stjórnarandstöð- unnar á Ítalíu, Silvio Berlusconi, verði dæmdur í 5 ára fangelsi fyr- ir ólöglega fiármögnun í kosn- ingasjóð. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.