Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 16
MAGENTA 16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 Hvað er í tisku ? Varla andmælir því nokkur að sumaríð sé loksins komið. Blíðan undanfaríð hefur lokkað landann út undir bert íoft og skyndilega eru vetrarfötin orðin allt of hlý. Sólin laðar fram í okkur sumarfiðrínginn og ósjálfrátt birtir yfir klæða- burðinum. Tilveran fór í bæjarferð og komst að þvt að margt nýtt er á döfinni í tískuheiminum þar sem næstum allt er leyfilegt í sumar. Hör er efni sumarsins - segir Elínrós Líndal, verslunarstjóri Evu Sumarfatnaðurinn í Evu ber keim af tímabilinu sem oft er kennt við kvikmyndina Grease. Þar er mikið um hnésíða kjóla og pils, litlar, hnepptar peysur og bandaskó. Elínrós Líndal, verslunarstjóri í Evu, segir hör þó vera efni sumarsins. „Hör er búinn aö vera vinsæll erlendis í nokkurn tíma en einhverra hluta vegna virðast íslendingar ekki hafa meðtekið hann almennilega fyrr en núna. Líklega eru eiginleikar efnisins helsta ástæðan fyrir því. Hör hent- ar sérstaklega vel í heitu loftslagi vegna þess að hann andar, er frekar kald- ur og í miklum hita sléttist úr honum. Á íslandi er hann þar af leiðandi Cargo-buxur njóta vax- andi vinsælda. Þessar eru úr teygjanlegu nælonefni og eins jakk- inn. Einnig er hægt að fá hnésítt piis úr sama efni. Þröngur, hvítur bolur og hvítir striga- skór fara vel við. Hvftur hörkjóll, Iftil, bleik peysa og hvftir skór eru einkennandi fyrir sumariö í Evu. Fyrirsætan heitir Þorgeröur Þóröardóttir og var valin Ijósmyndafyrir- sæta DV í fyrra. DV-myndir Hilmar Þór f r e m u r krumpaöur og það er í góðu lagi. Hann á að vera það. Ef kona er vel til- höfð, vel förð- uð og greidd, kemur hún glæsilega út í fatnaði úr hör,“ segir Elínrós. Þá mun róm- antísk lína einnig einkenna sumariö í Evu. Fínlegir silkikjól- ar, sem líkjast helst undirkjólum, eru vin- sælir, að sögn Elínrósar og við þá er gjaman verið í litlum, hnepptum peysum og sandölum. „Svokallaðar Cargo-buxur eru líka að ryðja sér rúms hjá okkur núna,“ segir Elínrós. „Þær eru fyrst og fremst þægilegar, víðar og hanga á mjöðmunum. Líkt og með hörinn hefur það tekið þær tíma að ná athygli fjöldans en nú virðast þær ætla að ná vinsældum." Elfnrós Lfndal verslunarstjóri segir hör eiga aö vera krumpaöan. íslendingar virö- ast loksins vera aö átta sig á því núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.