Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 íþróttir 3#f íþróttir Bland í polca Gunnsteinn Jónsson, GK, sigraði á opnu golfmóti, kenndu við BS Golf- vörur, sem haldiö var hjá golíklúbbn- um Keili á mánudag. Gunnsteinn lék á 71 höggi en Björgvin Sigurbergsson, GK, og Guðmundur Hallgrímsson, GS, komu næstir á 72. Haukur Jóns- son, GK, sigraði í keppni með forgjöf. Magni frá Grenivik er í efsta sæti Norðurlandsriðils 3. deildarinnar í knattspymu eftir góðan sigur á Hvöt á Blönduósi, 1-2, 1 gærkvöld. Magni er með sex stig eftir tvo leiki. Nökkvi frá Akureyri vann HSÞ b, 0-4, að Laugum. Alessandro Del Piero getur leikið með ítölum í lokakeppni HM i knatt- spymu. Þetta var tilkynnt í gærkvöld en hætta var talin á að nárameiösl kæmu i veg fyrir að hann yrði með. Romario hinn brasilíski er ekki jafn heppinn. Mario Zagallo, landsliðs- þjálfari Brasilíu, ákvað í gær að senda hann heim og nota hann ekki I HM vegna meiðsla. Romario gat ekki leynt von- brigðum sín- um og há- grét þegar tíöindin voru kunn- gjörð, eins og sést á myndinni. Brasilískir knatt- spymuáhugamenn urðu hissa þegar Zagallo valdi i staöinn óreyndan vamartengilið, Emerson Ferreira, í hópinn. Margir góöir sóknarmenn með Sonny Anderson fremstan i flokki biðu til taks utan 22ja manna HM-hópsins. Japanar em líka steini lostnir þvi þeirra dýrlingm-, Kazuyoshi Miura, var ekki valinn í HM-hópinn. Miura hefur gert 54 mörk i 80 landsleikjum og skoraði öll mörk Japana í 3-0 sigri á svissnesku félagsliði í fyrradag. Lionel Perez, Frakkinn sem varði mark Sunderland í ensku 1. deildinni í knattspymu í vetur, gerði í gær þriggja ára samning viö erkifjend- uma í Newcastle. Perez á aö berjast við Shay Given um markvarðarstööuna hjá Newcastle en þeir Shaka Hislop og Pavel Smicek verða látnir fara. Sagan er með Utah i úrslitaleikjum NBA við Chicago þvi i síöustu fimm skipti þar sem sömu lið hafa mæst tvö ár í röð hafa liðin unniö sinn meistaratitilinn hvort. Karl Malone var aldrei betri í vetur en í leikjunum tveimur gegn Chicago þar sem hann skoraði að meðaltali 32,5 stig og hitti úr 62% skota sinna. John Stockton hjá Utah ætlar sér ör- ugglega að reyna losna við eitt met en hann er sá maður sem hefur leikið flesta leiki, 141, í úrslitakeppni NBA án þess að verða meistari. Karl Malone er skammt á eftir með 131 leik en þeir ætla sér nú að sleppa út af þessum lista. Chicago hefur aldrei tapaö í úrslit- um en liöið hefur orðiö fimm sinnum meistari á siöustu sjö árrnn. -VS/ÓÓJ Skagamenn skoða menn í Júgóslavíu DV, Akranesi: Skagamenn stefna að því að vera komnir með nýjan sóknarmann sem verður gegn Grindavík á Skag- anum 9. júní. Síðan Mihaljo Bibercic fór að landi brott hafa Skagamenn verið að leita að manni í hans stað. Örn Gunnarsson frá knattspymudeild fór utan til Júgóslavíu í gær í þeim erinda- gjörðum að skoða leikmenn. Skaga- menn hafa augastað á ákveðnum leikmanni sem er 33 ára gamall sóknarmaður. -JKS/DVÓ Frjálsar íþróttir: Bráðefnilegur spjótkastari - kastaði 67,64 metra og setti unglingamet Jón Ásgrímsson úr FH setti glæsilegt íslandsmet unglinga í spjótkasti á vormóti Kópavogs. Jón, sem er 20 ára að aldri og mik- ið efni, kastaði spjótinu 67,64 metra. Sigmar Vilhjálmsson átti gamla metið sem var 66,24 metrar. Það verður spennandi að fylgjast með Jóni í mótum í sumar en hann er stööugt að bæta sig. Til marks um það hefur hann bætt sig um átta metra á síðustu tveimur mót- um. -JKS NBA-úrslitin heíjast í nótt: Sjo leikja bar- átla fram undan? í kvöld eftir miðnætti hefjast úr- slitin um NBA-meistaratitilinn í Salt Lake City í Utah. Chicago og Utah Jazz endurtaka leikinn frá því í fyrra en þá vann Chicago í 6 leikj- um en í ár spá flestir að úrslitin ráð- ist ekki fyrr en í sjöunda leik. Það er ljóst að fyrsti leikurinn í kvöld er mjög mikilvægur. Chicago þarf vissulega að reyna nýta sér hugsanlega værukærð Utah eftir 10 daga hvíld til að ná inn einum úti- sigri strax. Menn þar á bæ vita að ef einvígið dregst á langinn er hætt við að tveggja vikna baráttuna við Indiana geti reynst erfitt að yfir- stíga þegar lengra líður á. Sá besti af þeim bestu, Michael Jordan, er ef til vill að stíga sín síðustu spor með liðinu og við blasir sundrung á næsta tímabili. Margir hafa deilt á tímasetningu margra yfirlýsinga þar að lútandi en Jordan segir að liöið sé meistaralið og komi sem meistarar í þessar viðureignir til að landa sjötta titlinum á 8 árum. Utah er aftur á móti komið í þá stöðu, öfugt við stöðuna í fýrra, að geta unnið sinn fyrsta meistaratitil á sínum eigin heimavelli þar sem liðið hefur gífurlegan stuðning sem mælist í 120 desíbelum þegar mest gengur á. Félagamir rómuðu, Mal- one og Stockton, fá færi á að enda ferilinn á því sem þeir hafa alla tíð stefht að frá því að þeir fyrst hófu að leika saman 1985, að eignast meistarahring á fingur sér. Er Dennis Rodman lykillinn að sigri Chicago? Margir hafa spurt sig að því hvar Dennis Rodman var í leikjunum við Indiana. Hann er nausynlegur til að stöðva „Póstmanninn" Malone og gefa Chicago mikilvægt forskot í fráköstum. Rodman hefur ekki fundið sig sem skyldi í úrslitunum til þessa, menn hafa ekki tekið eftir neinum háralitsbreytingum í lang- an tima og nýjustu uppsteytin hafa þótt afar fúrðuleg. Þauerhannmeð þegar hann er á heimavelli og byrj- ar ekki inn á. Þá þarf að sækja kappann inn í búningsklefa þegar Phil Jackson vill fá hann inn á, þar sem hann hefur verið á æfingahjól- inu eða bara dunda sér við að telja „tattóin". Phil Jackson segir liðið þurfa hans framlag og Michael Jor- dan er sannfærður um aö hann átti sig á mikilvægi sínu í því að koma titlinum til Chicago þriðja árið í röð. -ÓÓJ Met sett í markaleysi Aöeins 5 mörk voru skoruð í 4. umferð úrvalsdeildarinnar í knattspymu sem lauk í gær með 0-1 sigri Keflavíkur á Val. Aldrei áður í sögu 10 liða efstu deildar frá 1977 hafa svona fá mörk litið dagsins ljós í einni umferð. Metið áður vai' 6 mörk en 11 sinnum höfðu menn ekki náð að skora meira en 6 mörk í umferð, síöast í 5. umferö 1994. Þrír eins marks sigrar, eitt markalaust jafntefli og eitt 1-1 jafntefli skilu aðeins 5 mörkum en aðeins hafa verið skoruð 13 mörk í síðustu tveimur umferð- um. Helmingur leikja jafntefli AIls hafa 10 leikir af 20 leikj- um til þessa í deildinni endað með jafhtefli. Aldrei áður hafa verið komin svona mörg jafntefli eftir 4. umferðir í 10 liða efstu deild en mest áður voru 9 jafri- tefli í fyrstu 20 leikjunum árið 1984. Flest jafhtefli á einu tíma- bili voru árið 1983 þegar það urðu 33 jafhtefli. Fæst voru þau 1990 og 1993 eða aðeins 14. -ÓÓJ Keflvíkingurinn Vilberg Jónasson (til hægri) og Valsarinn Ingólfur Ingólfsson kljást hér um knöttinn í leik liðanna í gær. Báðir voru þeir f fyrsta sinn í byrjunarliði sinna liða f gær. Valsmenn nýttu sér ekki fjölmörg færi og Keflvíkingar stálu sigrinum með marki 12 mínútum fyirr leikslok. DV-mynd Brynjar Gauti Val var refsað - þegar Keflvíkingar skoruðu sigurmark undir lok leiksins Þrátt fyrir að hafa fengið ófá færin í seinni hálfleik tókst Valsmönnum ekki að skora og þess í stað skoruðu Keflvíkingar eitt mark undir lokin og tryggðu sér 0-1 sigur að Hlíðarenda í gær. Leikurinn i gær var mikill baráttu- leikur, deildin er mjög jöfn og liðin vissu bæði að með einum sigri getur staða þeirra breyst á örskotsstundu. Keflavík var heldur sterkari aðil- inn framan af leik en skortur á ákveöni upp við mark Valsmanna skilaði litlu sem engu í góðum færum. Valsmenn fóru svo að taka við sér þegar á leið hálfleikinn og bæði fyrir og eftir hálfleik fékk Jón Þ. Stefánsson fjögur mjög góð færi. Jón var mjög ið- inn við að koma sér í færi í þessum leik líkt og í fyrri leikjum Vals í sum- ar en á í talsverðum erfiðleikum með að skila knettinum í marknetið. Með þessum sigri skutust Keflvík- ingar upp í 3. sætið, með jafn mörg stig og liðin tvö fyrir ofan þá. Vandamál Valsmanna upp við markið eru umhugsunarverð. Liöiö gerði oft vel í að skapa sér færi og var mun beittara heldur en Keflavikurlið- ið í þeim efnum en það eina sem telur er hversu oft boltinn fer yfir marklín- una og það gerði hann aldrei hjá Val í þessum leik. Lukkudísir Keflvíkinga „Þetta var draumainnkoma enda sigur einmitt það sem liðið þurfti. Deildin er mjög jöfii og allir leikir eru úrslitaleikir. Við vorum betri í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað þá en værukærð í upphafi seinni hálfleiks hefði getað kostað okkur sigurinn. Lukkudisirnar voru okkar megin í þessum leik og ég er mjög ánægður með úrslitin," sagði varamaðurinn og hetja Keflvíkinga í leiknum, Guð- mundur Steinarsson. „Ég er mjög óánægður með að tapa þessum leik. Við áttum leikinn og höfðum færin til að klára þetta. Liðið var að spila að mínu mati sinn besta leik á tímabilinu til þessa en við nýtt- um bara ekki færin og okkur var refs- að. Það er mjög sárt að tapa þremur stigum á heimavelli en við Valsmenn snúum bökum saman fyrir næsta leik og ætlum okkur betri hluti þar,“ sagði fyrirliði Valsmanna, Lárus Sigurðs- son, við DV eftir leikinn. -ÓÓJ Valur (0)0 Kefíavík (0)1 0-1 Guömundur Steinarsson (78.) með hægri fótar skot frá vita- teigslínu eftir að Gunnar Oddsson hafði lagt til hans boltann eftir hraða og laglega sókn Keflavíkurliðsins sem Kristinn Guðbrandsson átti stóran þátt i. Lið Vals: Lárus Sigurösson - Guð- mundur Brynjólfsson @ (Vilhjálmur Vilhjálmsson 63.), Stefán Ómarsson, Bjarki Stefánsson @, Grímur Garð- arsson - Ingólfur Ingólfsson (Amór Gunnarsson 68.), Ólafur Stígsson, Sig- urbjöm Hreiðarsson @, Heimir Porca, Hörður M. Magnússon - Jón Þ. Stefánsson @. Lið Keflavíkur: Bjarki Guö- mundsson @ - Snorri Már Jónsson, Kristinn Guðbrandsson @, Gestur Gylfason @, Karl Finnbogason (Guð- mundur Oddsson 79.) - Róbert Sig- urðsson, Gunnar Oddsson @, Georg Birgisson, Adolf Sveinsson (Guö- mundur Steinarsson ® 70.) - Vilberg Jónasson, Ólafur Ingólfsson. Markskot: Valur 14, Keflavík 5. Hom: Valur 6, Keflavík 7. Gul spjöld: Stefán (V), Sigur- bjöm(V), Grimur(V), Hörður Már (V), Vilberg (K), Snorri (K). Dómari: Egill Már Markússon, stóð sig nokkuð vel. Ahorfendur: 601. Skilyröi: Sól, nokkur gola, völlur- inn ágætur en nokkuð harður. Maður leiksins: Guðmundur Steinarsson, Keflavfk. Draumur varamannsins rættist - kom inn á og skoraði sigurmarkið 8 mínútum síð- ar. Keflavik vann siöast Val á Hlíð- arenda 1993, þegar liðið vann 2-0. Valsmenn höfðu unniö Keflvíkinga 2-1 tvö síðustu ár. Vala endurheimti fyrri metin sin - fór yfir 4,20 metra í Hollandi Vala Flosadóttir endurheimti sín gömlu íslands- og Norðurlandamet í stangarstökki utan- húss á móti í Hol- landi í fyrrakvöld. Vala stökk 4,20 metra. Þórey Edda setti á fimmtudaginn nýtt íslands- og Norðurlandamet þegar hún stökk 4,18 metra. Margar af bestu stangar- stökkskonum heimsins tóku þátt í mótinu í Hengelo en Emma George Þýskalandi frá Astralíu, sem á heimsmetið, var skráð til mótsins en mætti af ein- hverjum ástöæðum ekki til leiks. Dragila Stacy frá Bandarikjunum sigraö á mótinu með því að stökkva yfir 4,30 metra. Þrjár konur stukku svo yfir 4,20 metra, þær Tatyana Grig- orteva frá Rúss- landi, Vala Flosa- dóttir og Daniela Kopernick frá -JKS Þrenna Jóhanns - í 1-4 sigri á HK í Kópavogi 0-1 Jóhann Þórhallsson (2.) 1-1 Guðmundur Gíslason (17.) 1-2 Jóhann Þórhallsson (36.) 1-3 Kristján Ömólfsson (59.) 14 Jóhann Þórhallsson (76.) Þórsarar gerðu góða ferð í Kópa- voginn og sigruðu nýliða HK á sannfærandi hátt, 1-4, í opnum og skemmtilegum leik í 1. deildinni í gærkvöld. 18 ára piltur, Jóhann Þórhallsson, fór fyrir sínum mönn- um og skoraði þrjú markanna. Jóhann var ekki lengi að finna leiðina í net andstæöinganna en HK-menn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn. Eftir það fengu liðin sitt hvort dauðafærið áður en Jóhann skoraði aftur eftir tölu- verða pressu Þórsara. HK byrjaði hins vegar síðari hálfleikinn betur en náði ekki að nýta sér það og svaf síðan á verðin- um þegar Þór bætti við marki. Eft- ir það var allur vindur úr Kópa- vogsliðinu og það skipti engu þó að Ingi Heimisson Þórsari hefði feng- ið að líta rauða spjaldið. Jóhann fullkomnaði samt þrennuna. HK-menn léku oft á tíðum vel saman úti á vellinum og Steindór Elíson og ívar Jónsson voru hættu- legir ffammi, auk þess sem Danny Brown lék vel á vinstri kantinum. Mesti veikleiki HK er hins vegar vömin og hana þarf að laga ef HK ætlar að halda sér í deildinni. Þórsarar áttu ágætan dag i gær og gætu hæglega blandað sér í bar- áttuna um úrvalsdeildarsæti. Auk Jóhanns lék Kristján prýöilega og Heiðmar Felixson og Orri Hjaltalín áttu einnig góða spretti. Maður leiksins: Jóhann Þór- hallsson, Þór. -HI Aftur lágu FH-ing- ar á heimavelli - nú gegn Stjörnunni, 1-2 1-0 Brynjar Gestsson (16.) 1-1 Valdimar Kristófersson (51.) 1-2 Kristján Másson (60.) Stjömumenn gerðu góða ferð í Fjörð- inn þar sem þeir lögðu FH-inga, 1-2, og unnu þar með fyrsta sigur sinn í deild- inni á þessu tímabili. Fyiri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu en heimamenn vom ívið sterkari aðilinn. í síðari háifleiknum snerist dæmið. Gestimir náðu heldur undirtökunum í leiknum og náðu að knýja fram sigur þegar varamaðurinn Ki'istján Másson batt enda á vel útfærða sókn Stjömunnar og skoraði meö fóstu skoti í bláhomið. FH-ingar urðu því að sætta sig við annað tap sitt á heimavelli í sumar og ljóst má vera að leikur liðsins þarf mik- ið að batna ef það ætlar að vera í topp- baráttunn en fyrir tímabilið var FH spáð toppsætinu í deildinni. Sprækastir í liði FH-inga, sem léku án Harðar Magnússonar, vom Davíð Ólafs- son og Amar Viðarsson. Stjömumenn náðu að innbyrða 3 mikilvæg stig eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum og þessi sigur ætti að auka sjálfstraustið í liöinu. Ragnar Ámason var mjög sprækur á kantinum, Valdimar Kristófersson gerði góða hluti og vara- maðurinn Kristján Másson átti góða inn- komu. Maður leiksins: Ragnar Ámason, Stjömunni. -GH Fylkissigur í spennuleik - 2-1 gegn Skallagrimi í Árbænum O-l Hjörtur Hjartarson (6.) 1- 1 Ómar Bendtsen (40.) 2- 1 Sjálfsmark (65.) Það vom Fylkismenn sem báru sigur úr býtum gegn Skallagrími, 2-1, í jöfnum og spennandi leik í 1. deildinni í Árbænum. Skallagrímur náði yfirhöndinni strax þegar dæmd var umdeild víta- spyma á Fylkismenn. Eftir markið var jafnræði með liðunum og barist um hvem bolta. Um miðjan hálf- leikinn varði Kjartan, markvörður Fylkis, glæsilega gott skot Kristjáns Baldurssonar. Fylkismenn áttu nokkur hættuleg færi en það var loks Ómar sem sendi knöttinn skemmtilega í mark gestanna. Spennan hélt áfram eftir hlé og sóknir Fylkismanna fóm að þyngj- ast þegar líöa tók á. En það voru svo gestirnir sem buðu upp á loka- markið í þessum jafna leik, sem heimamenn þáðu með þökkum. í liði gestanna vom Valdimar Sigurðsson og Jakob Hallgeirsson sterkastir. Einnig átti Stefán Ólafs- son góða spretti. Ómar Bendtsen og Gunnar Þór náöu vel saman í liði Fylkis. Ómar Valdimarsson og Kjartan Sturluson vom báðir sterkir. Maður leiksins: Ómar Valdi- marsson, Fylki. -EÞG Fimm nýliöar gegn Suður-Afríku: Kærkomið tækifæri - segir Guðjón Þórðarson Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi í gær fimm nýliða í landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn gegn Suður-Afríku sem fram fer í Stuttgart í Þýskalandi á laugar- daginn. Mikið er um forfóll í islenska liðinu, aðal- lega vegna þess að leikurinn kom upp með skömmum fyrir- vara og margir at- vinnumannanna vom búnir að ráðstafa sínu fríi. Þannig em þeir Sigurður Jónsson, Þórður Guðjóns- son, Helgi Kolviðsson, Lárus Orri Sigurðsson og Eyjólfur Sverrisson allir forfallaðir og þá em nokkrir uppteknir með liðum sínum í Nor- egi og Svíþjóð. Fjórir nýliðar koma erlendis frá Nýliðarnir fimm hafa allir leikið með yngri landsliðum íslands og fjórir þeirra koma erlendis frá. Það em Gunnar Einarsson, Haukur Ingi Guðnason, Stefán Þ. Þórðarson og Ólafur Öm Bjamason. Síðan er markahæsti leikmaður úrvalsdeild- arinnar, Steingrímur Jóhannesson, í hópnum. „Forfollin em mikil en þar með fæ ég kærkomið tækifæri til að prófa nýja leikmenn og breikka með því flóruna hjá okkur. Verkefnið verður mjög erfitt, ég sá talsvert til Suður-Afríkumanna í Afríkukeppni landsliða og þeir em með hörkulið. Við munum spila svipað og undan- farið, halda liðinu þétt saman og verjast fast og ákveðið og sækja sið- an hratt þegar færi gefast," sagði Guðjón Þórðarson við DV í gær- kvöld. Lokaverkefnið fyrir HM í ■*. Frakklandi Suður-Afríkumenn hafa dvalið um skeið í æfingabúðum í Stutt- gart en þeir taka þátt í lokakeppni HM í Frakklandi og mæta þar Frökkum í sínum fyrsta leik annan föstudag. Þeir hafa spilað tvo upphitunar- leiki i Stuttgart, gerðu fyrst jafiitefli við 2. deildarlið Stuttgart Kickers, 1-1, en burst- uðu varalið Stuttgart í gærkvöld, 5-0. . Suður-Afríka komst í undanúrslit ' í Afríkukeppni landsliöa í vetur og sigraði í næstu keppni þar á undan. í hópnum þar era 15 leikmenn frá evrópskum félögum og margir eru á því að Suður-Afríka geti komið á óvart í HM í Frakklandi. íslenski landsliöshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Birkir Kristinsson, Norrköping .... 50 Kristján Finnbogason, KR..........19 Vamarmenn: Hermann Hreiðarsson, Cr. Palace . . 12 ifí. Brynjar Gunnarsson, Válerenga ... 11 Steinar Adolfsson, ÍA..............6 Óskar H. Þorvaldsson, Str’godset ... 3 Gunnar Einarsson, Roda.............0 Tengiliðir: Einar Þór Daníelsson, KR..........13 Sverrir Sverrisson, Malmö..........7 Jóhann B. Guömundsson, Watford . . 2 Siguröur Örn Jónsson, KR...........2 Sigurvin Ólafsson, ÍBV ............1 Ólafur örn Bjamason, Malmö.......0 Sóknarmenn: Haukur Ingi Guönason, Liverpool . . 0 Stefán Þ. Þórðarson, öster.........0 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV .... 0 -VS Steingrímur Jóhannes- son hefur byrjað íslandsmótið mjög vel og fær tækifæri með landsliðinu að launum. Svíar skelltu ítölum Svíar sigmðu HM-lið ítala, 1-0, í vináttulandsleik í knattspymu sem fram fór í Gautaborg i gærkvöld. Kenneth Andersson skoraði sigurmark- ið með skalla á síöustu mínútu leiksins. Svíar, sem sitja heima á meðan HM stendur yfir í Frakklandi, virðast í góðu formi þessa dagana því þeir möluðu Dani i síðustu viku, 3-0. Austurríkismenn, sem leika á HM, hituðu upp með 6-0 sigri á ná- grönnum sínum frá Liechtenstein í Vínarborg. Toni Polster og Peter Stö- ger gerðu tvö mörk hvor en leikmenn Liechtenstein voru manni færri nær allan leikinn því einn þeirra fékk rauða spjaldið á 8. mínútu. -VS jZ f ÚRVALSPEILP ÍBV 4 2 1 1 9-5 7 Leiftur 4 2 1 1 4-3 7 Keflavík 4 2 1 1 4-5 7 KR 4 1 3 0 3-1 6 Þróttur 4 1 3 0 7-6 6 Grindavík 4 1 2 1 94 5 ÍR 4 1 1 2 94 4 Valur 4 0 3 1 4-5 3 ÍA 4 0 3 1 4-6 3 Fram 4 0 2 2 1-5 2 Markahæstir: Steingrímur Jóhannesson, ÍBV . . 5 Hreinn Hringsson, Þrótti .........3 Jens Paeslack, ÍBV................3 Kári S. Reynisson, Leiftri.......3 Sinisa Kekic, Grindavík...........3 Guðmundur Steinarsson, Kefl. .. 2 Jón Þ. Stefánsson, Val ...........2 Pall Einarsson, Þrótti............2 Sigurður R. Eyjólfsson, ÍA .......2 Næsta umferð er leikin helgina 13.-14. júni. 1» DEILD KARLA ^ Vikingur 3 3 0 0 5-1 9 Skallagr. 3 2 0 1 94 6 Breiðablik 3 2 0 1 4-3 6 Fylkir 3 2 0 1 4-3 6 Stjaman 3 1 2 0 3-2 5 KA 3 1 1 1 2-3 4 Þór 3 1 0 2 54 3 FH 3 1 0 2 34 3 KVA 3 0 1 2 4-6 1 HK 3 0 0 3 3-12 0 Markahæstir: Hjörtur Hjartarson, Skallagr. ... 4 Jóhann Þórhallsson, Þór...........3 Sváfnir Gíslason, Víkingi........3 Boban Ristic, KVA.................2 Ólafur Þórðarson, Fylki ..........2 Kristján Ömólfsson, Þór...........2 fvar Siguijónsson, Breiðabliki .. 2 Brynjar Gestsson, FH..............2 Kristján Másson, Stjömunni .... 2 Valdimar Sigurðsson, Skallagr. . . 2 Emil Sigurðsson, Skallagr........2 f-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.